Morgunblaðið - 17.05.2003, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 17.05.2003, Blaðsíða 53
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2003 53 VER‹ Á‹UR VER‹ NÚ BOR‹STOFUBOR‹ 180X90 39.000,- 23.400,- BOR‹STOFUBOR‹ 200X90 49.000,- 29.400,- HRINGBOR‹ 130X130-170 59.000,- 35.400,- SÓFABOR‹ 130X70 25.000,- 15.000,- INNSKOTSBOR‹ 19.000,- 11.400,- HLI‹ARBOR‹ „MOON” 15.000,- 9.000.- HLI‹ARBOR‹ 150X45 25.000,- 15.000,- TÖLVUSKÁPUR 96X93X171 69.000,- 41.400,- SKENKUR 165X50X90 59.000,- 35.400,- SKENKUR 210X50X90 69.000,- 41.400,- GLERSKÁPUR 106X48X205 79.000,- 47.400,- GLERSKÁPUR – 2 HUR‹IR 99.000,- 59.400,- GLERSKÁPUR – 3 HUR‹IR 139.000,- 83.400,- SJÓNVARPSSKÁPUR 79.000,- 47.400.- BÓKASKÁPUR 39.000,- 35.400,- H R IN G D U EÐ A KOM D U S E M F Y R S T Bæjarlind 14-16 | 201 Kópavogi | Sími 564 4400 | Fax 564 4435 | tekk@tekk.is | www.tekk.is 40% AFSLÁTTUR AF PRINCESS-HÚSGAGNALÍNUNNI Opi›: laugardag kl. 10–16 sunnudag kl. 13–16 fia› er eitthva› pínulíti› konunglegt vi› PRINCESS-húsgagnalínuna – nema ver›i›! P RI NCES S H Ú S G A G N A L Í N A N40% afsláttur HÆTTUMAT í umhverfi okkar hefur sannað sig og þróast verulega á allri síðustu öld. Ekki svo að skilja að hættunum hafi verið eytt, heldur hafa kröfur okkar og at- ferli breyst. Þar sem við áður þurftum að sýna varkárni og gá vel að okkur, viljum við nú geta gengið af öryggi með lokuð augun. Kannanir á láði, legi, vindum og veðri, hönnun skipa, flugvéla og annarra farartækja er orðin það fullkomin að ekkert ófyr- isjáanlegt á að geta gerst. Þrátt fyrir það fórst ferja á milli Noregs og Danmerkur í apríl 1990 þar sem 158 manns létust, og önnur tæpum 5 árum síðar á milli Eistlands og Svíþjóðar, sem tók með sér 852 líf. Ofangreint er bara tvö dæmi. Dæmi um stórslys þrátt fyrir að hættumat sjóferða um allan heim hafi eytt öllum vafa um öryggi, með rannsóknum og útreikningum á því umhverfi, sem við ferðumst í. Enginn getur sagt fyrir bílslys, sjó- slys eða flugslys. Ein af þeim fáu hættum sem hægt er að segja fyrir á okkar tímum er snjóflóðahætta. Þökk veri þeim sem við störf sín geta sam- einað vísindi og reynslu. Þeir eru ekki margir í dag, en það væri ómaksins vert að nýta krafta þeirra til að miðla þekkingunni. Nú þegar allt þarf að vera vísindalega rannsakað af háskól- um og stofnunum, er að sjálfsögðu reynt að finna þeim staði á lands- byggðinni. Hér á Ísafirði væri kannski ekki úr vegi að koma á fót stofnun snjóflóða- og snjóalagarann- sókna, með það að markmiði að koma í veg fyrir slys af völdum flóða, í stað þess að byggja okkur ef til vill falskt öryggi í formi varnargarða. Það má færa fyrir því rök, að snjó- flóð gæti fallið innan við Bása með þeim afleiðingum að það kæmi af stað flóðbylgju sem drekkir Eyrinni. Enn- fremur má færa fyrir því rök að það sé óðs manns æði að búa undir Gleiðahjallanum eða Kubbanum. Hættumatsnefnd ofanflóðanefndar hefur ákveðið (til að byrja með) að skikka sveitafélag Ísafjarðar til að byggja ofanflóðavörn í Múlanum við Seljaland, akkúrat á þeim stað sem minnstar líkur eru á ofanflóði af nokkru tagi. En þar er hentugasti staðurinn til æfinga á að sýna nátt- úrunni í tvo heimana. Landið hefur mótast í þúsundir ára, í það form sem því líður best. Ýmsu getum við hagrætt, og reynum gjarnan að ala umhverfi okkar upp, svo að það hagi sér eins og við viljum. Að ráðast á og refsa umhverfinu með þeim hætti sem nú er fyrirhugaður, verður ævarandi minnisvarði augna- bliks reiði og vanmáttar gagnvart náttúruöflunum. Og þar með minn- isvarði um okkar versta fjanda, sem er þá álitinn vera það umhverfi sem við lifum í. Um vörn og hættumat í fræðilega óöruggri náttúru Eftir Pétur Tryggva Hjálmarsson Höfundur er gull- og silfursmiður á Ísafirði. JAFNRÉTTISMÁL voru nokkuð til umræðu í nýafstaðinni kosninga- baráttu og þá um leið sú óhrekj- anlega staðreynd að enn vantar töluvert upp á að konur hafi sömu laun og karlar. Atvinnutekjur kvenna eru aðeins 57% af atvinnu- tekjum karla og launamunur kynjanna er enn mikill. Þessi munur hefur m.a. verið skýrð- ur með því að karlar vinni að jafnaði lengri vinnudag en einnig eru nefnd til atriði eins og mismunandi störf, ólík menntun, starfsaldur og fleira í þeim dúr. Þegar búið er að taka þetta með í reikninginn og „leið- rétta“ launamuninn kemur í ljós að hann er engu að síður 16% og er ein- göngu skýranlegur með kynferði. Það hlýtur að teljast lélegur árangur í þjóðfélagi sem hefur í fjörutíu ár búið við löggjöf sem kveður á um að konur skuli njóta sömu launa og karlmenn. Í kjarasamningum aðild- arfélaga BHM og ríkisins árið 1997 var samið um nýtt launakerfi sem býður upp á meiri dreifstýringu en áður þekktist. Þar sem erlendar kannanir hafa sýnt fram á að dreif- stýrt launakerfi eykur jafnvel enn frekar á kynbundinn launamun fylgdi samningunum yfirlýsing þess efnis að á samningstímanum yrði gerð úttekt á áhrifum launakerfisins á laun karla og kvenna. Þegar leið á samningstímann án þess að nokkuð bólaði á úttektinni rukkaði BHM um efndir. Hinn 30. maí 2000 kom svar þess efnis að undirbúningur væri hafinn og þar sagði orðrétt: „Við væntum þess að niðurstöður könn- unarinnar muni liggja fyrir áður en samningstímabilið rennur úr í lok október (árið 2000!).“ Björn Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði jafnrétt- ismál að umtalsefni í vikulegum pistli sínum hér í Morgunblaðinu laugardaginn 3. maí og segir m.a. annars að það sé gamaldags skamm- sýni að fjalla um þann málaflokk út frá því hversu margar konur skipi stjórnunarstöður innan ríkiskerf- isins eða stjórnarráðsins. Auðvitað er Birni frjálst að hafa þessa skoðun en hins vegar er hætt við að mörgum jafnréttissinnum þyki snautlegt að meðal forstöðumanna ráðuneyta og undirstofnana þeirra skuli hlutfall kvenna ekki einu sinni ná 20 pró- sentum. Öllu alvarlegri er sú fullyrð- ing Björns að ekki hafi verið þörf fyrir könnun á áhrifum nýja launa- kerfisins og styður hann mál sitt með þeim rökum að ekki hafi verið farið fram á sambærilega bókun í kjarasamningunum 2001. Stað- reyndin er sú að vanefndir ríkisins á umræddri bókun voru ein af meg- inástæðum þess að samninga- viðræður drógust á langinn. Aðild- arfélög BHM vildu sannreyna að dreifstýrt launakerfi hefði ekki auk- ið launamun kynjanna áður en skrif- að yrði undir samninga sem festu slíkt kerfi í sessi. Þegar samningar höfðu verið lausir mánuðum saman og lítið miðaði í samkomulagsátt var sæst á að gera það ekki að skilyrði fyrir undirritun að ríkið stæði við bókunina, enda fullyrti samn- inganefnd ríkisins að hún væri enn í fullu gildi og að könnun á launamun kynjanna yrði gerð um leið og lokið væri við svokallaða „starfaflokkun“ hjá ríkinu. Augljóslega hefur gengið hægar en til stóð að ljúka því verk- efni en hins vegar treysta forsvars- menn aðildarfélaga BHM því að staðið verði við loforð um könnun áhrifa nýja launakerfisins á laun karla og kvenna. Það vill nefnilega svo heppilega til að samningar eru samningar, hvort sem þeir eru skrif- legir eða munnlegir. Björn segir að ekkert bendi til þess að launamunur sé meiri hjá ríkinu en annars staðar. Það er alveg rétt en væri ekki betra að geta stutt þá skoðun rökum? Enn og aftur um launajafnrétti Eftir Halldóru Friðjónsdóttur Höfundur er formaður BHM.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.