Morgunblaðið - 17.05.2003, Blaðsíða 66
66 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
HUGSAÐU STÓRT
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
Sýnd kl. 2 og 4. Ísl. tal. 400 kr.
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10.
Sýnd kl. 2, 4 og 6. Ísl. tal. 500 kr.
Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.
Miðasala opnar kl. 13.30
kl. 3, 6 og 9.
Sýnd kl. 2, 5, 8 og 10.40. B.i. 12
Kvikmyndir.is
Þetta var hin
fullkomna
brúðkaupsferð...
þangað til hún
byrjaði!
Ertu nokkuð myrkfælinn?
Búðu þig undir að öskra.
Mögnuð hrollvekja sem fór
beint á toppinn í
Bandaríkjunum.
Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16.
HK DV
SV MBL
Kvikmyndir.com
"Tvöfalt húrra"
Fréttablaðið
X-ið 977
500
kr
Búðu þig undir
skemmtilegustu
flugferð ársins!
Gwyneth Paltrow og
Mike Myers fara á
kostum!
400
kr
Sýnd kl. 5.50 og 10.20.
Sýnd kl. 8. B.i. 12
Kvikmyndir.com
HK DV
"Tvöfalt
húrra"
Frétta-
blaðið
SV MBL
Kvikmyndir.is
Búðu þig undir
skemmtilegustu
flugferð ársins!
500
kr
Sýnd kl. 2. Ísl. tal. 400 kr.
400
kr
Sýnd kl. 2, 4 og 6. Ísl. texti.
Sýnd kl. 8 og 10.
EFTIR að áhrif hinnar snjöllu spennumynd-
ar The Matrix tóku að gera vart við sig í kvik-
myndalandslagi afþreyingarmynda, skömmu
eftir frumsýningu vorið 1999, fór hugmyndin um
að höfundarnir Larry og Andy Wachowski væru
hreinir snillingar vaxandi. Fregnir bárust um að
von væri á framhaldi, að The Matrix yrði þrí-
leikur og að í raun hefðu höfundarnir kortlagt
þríleikinn alveg frá byrjun. Og viti menn, Wach-
owski-bræðurnir grúfðu sig yfir gerð fram-
haldsmyndanna tveggja og tóku fjögur ár í
verkefnið. Framleiðendurnir hjá Warner opn-
uðu pyngjur sínar upp á gátt og hafa eflaust
margir bundið sterkar vonir við að í smíðum
væru framhaldsmyndir sem væru jafn snjallar
upphafsmyndinni, og að þar hefðu menn í raun
verið rétt að byrja.
Raunin er hins vegar sú að Wachowski-bræð-
ur virðast vart vita í hvorn fótinn þeir eiga að
stíga í framhaldsmyndinni Matrix endurhlaðið
eða The Matrix Reloaded. Svo virðist sem þeir
hafi þvert á móti ekki verið búnir að hugsa fyrir
framhaldinu, að minnsta kosti ekki þannig að
efnið nægði í tvær myndir í viðbót.
Í stað stað þess að rýmið sé notað í að dýpka
söguna og safna orku fyrir lokahlutann, fer
drjúgur hluti þessarar framhaldsmyndar í það
að tvístíga í þeim sporum sem The Matrix skildi
persónurnar eftir í. Framvindunni er haldið
gangandi með röð bardaga- og hasaratriða í
anda The Matrix, en ólíkt fyrri myndinni vantar
hér þá þéttu áhugaverðu framvindu og hug-
myndaúrvinnslu sem gaf hasaratriðunum frægu
fullan styrk. Slitróttar og sífellt óræðari heim-
spekilegar samræður persóna á milli eiga sér
reyndar stað samhliða hasarnum en það er ekki
fyrr en undir blálokin að snúningur kemur á
framvinduna og hugmyndaheimur myndarinnar
bætir á sig fleiri lögum. Margt áhugavert rekur
þar á fjörur áhorfandans en á heildina litið er
Matrix endurhlaðið langt frá því að vera jafn
heilsteypt, öguð og hugvekjandi og forverinn.
Eftir á að hyggja má kannski spyrja hverju sé
svo sem við fyrstu myndina að bæta. Drjúgur
hluti hennar fór í að framsetja hina áhugaverðu
grunnhugmynd sögunnar, vefa og afhjúpa und-
arlegan og ævintýralegan blekkingarheim fyrir
augum áhorfenda.
Þar vaknaði aðalsöguhetjan Thomas Ander-
son/Neo (Keanu Reeves) upp við þann vonda
draum að hann hafði í raun eytt ævi sinni í dái,
tengdur við vél sem hlóð tölvuforrituðum sýnd-
arveruleika um borgaralega tilvist beint inn í
taugakerfi hans. Eftir að hópur uppreisnar-
manna frelsar Neo úr prísundinni, kemst hann
að því að komið er langt fram á 22. öldina og að
heimurinn lýtur stjórn gervigreindra tölva, sem
nota manneskjur sem nokkurs konar dáleiddan
orkugjafa. Með hjálp kennarans Morpheusar
(Laurence Fishburne) þarf Neo að læra að
frelsa hugsun sína undan blekkingarmætti Mat-
rix-heimsins þar sem spáð hefur verið að hann
verði leiðtogi uppreisnar mannkynsins gegn vél-
unum. Þessi dæmisaga Wachowski-bræðra var
vandlega útfærð og hefur víðar skírskotanir til
trúspeki, til heimspekilegra hugleiðinga um
samband manns, véla og vitundar í nútíma-
væddum samfélögum en einnig til spurninga um
eðli veruleikans sem ná allt aftur til hellalíkingar
Platóns. Þeir sjónrænu möguleikar sem hinn
tölvusmíðaði heimur veitti höfundum myndar-
innar voru síðan nýttir til fulls með áður óþekkt-
um brögðum í kvikmyndatöku og tæknilegri
vinnslu þannig að The Matrix varð sannkölluð
ofurspennumynd.
Helsti vandinn sem höfundarnir standa
frammi fyrir við gerð framhaldsmyndar er sá að
ráðgátan sem The Matrix gekk út á hefur verið
opinberuð að mestu leyti. Í stað þess snúa menn
sér að því að breikka sjónarsvið sögunnar, borg-
in Zion, síðasta vígi frjálsra manneskja er skoð-
uð og fleiri uppreisnarseggir kynntir til sögunn-
ar. Það er í þessum þætti sem
Wachowski-bræðrum mistekst einna hrapalleg-
ast, því myndin sem dregin er upp af borgar-
samfélaginu í Zion er klisjukennd og ómarkviss.
Myndinni sem brugðið er upp af valdaformgerð
samfélagsins, með löggjafanefndum, herforingj-
um og geimfaralendingum minna meira á fram-
hald Stjörnustríðsseríunnar en nokkurri Mat-
rix-kvikmynd er hollt, þó svo að viðleitni
höfundanna til að gæða hið mennska samfélag
fjölmenningarlegu yfirbragði sé áhugaverð.
Umhverfi og útlit sögupersóna vísar líkt og í
fyrri myndinni í tískubræðing ímynda- og aug-
lýsingasamfélags nútímans, á meðan Matrix-
heimurinn er líkt og snýttur út úr peningadrifnu
stórborgarumhverfi, eru íbúar Zion töffarar í
anda alls kyns menningarkima og jaðarhópa
þessara sömu stórborga. En í mynd sinni af
Zion seilast höfundarnir líka í frásagnarsarp af-
þreyingarmenningarinnar en ná ekki að bæta
nógu miklu við úr sínum huga til að búa til eitt-
hvað alveg einstakt líkt og raunin var í The Mat-
rix.
Nýjar persónur sögunnar eru einkar vel út-
færðar útlitslega en engin þeirra nær jafn
sterkri nærveru og upprunalegu hetjurnar,
Neo, Trinity (Carrie-Anne Moss) og Morpheus
sem þó halda mjög passífum prófíl í framhalds-
myndinni. Agent Smith gengur aftur á snjallan
hátt í myndinni og fer leikarinn Hugo Weaving á
kostum í hlutverki þessarar frábæru persónu.
Nokkurn tíma tekur að fá hinn upplýsta Neo í
gang, en þegar skilið var við í The Matrix, stóð
hann uppi sem allt að því almáttug hetja. Nýtt
efasemdartímabil tekur við með tilheyrandi
heimspekilegum vangaveltum þar sem seilst er
lengra en í fyrri myndinni í að reyna að skýra og
skilja mannlegt eðli. Ef til vill eru Wachowski-
bræður farnir að taka heimspekilegt hlutverk
sitt of alvarlega og farnir að leita rómantískra
lausna við hinum kaldranalegu spurningum sem
settar voru fram í The Matrix.
Þrátt fyrir að vera eftirbátur forvera síns, býr
Matrix endurhlaðið yfir ótvíræðum kostum.
Skortur á aga opnar auðvitað rúm fyrir alls kyns
tilraunir og þreifingar og úr nógu er að moða
þar sem hugmyndaheimur Wachowski-bræðra
er annars vegar. Í lokaatriðinu og í nokkrum
hasaratriðum, ekki síst hinu magnaða hrað-
brautaratriði, nær myndin sannkölluðu Matrix-
flugi, þannig að áhorfandinn situr hreinlega
agndofa frammi fyrir þeim undarlega miðli sem
kvikmyndin er. Wachowski-bræður og sam-
starfsmenn þeirra eru sannkallaðir frumkvöðlar
í notkun sinni á möguleikum kvikmyndamiðils-
ins, en hann verður í þeirra meðförum nokkurs
konar myndhverfing fyrir þann ímyndahlaðna
og tæknivædda veruleika sem nútímamaðurinn
býr við. Veruleika sem við teljum okkur geta
stjórnað svo auðveldlega en er í raun ómögulegt
að hafa nokkra yfirsýn yfir. Og það er í raun
ekki fyrr en lokamyndin í þríleiknum kemur út í
nóvember að hægt verður að sjá hvert Wach-
owski-bræður eru að stefna með hinn undur-
samlega tækniheim sinn.
Tvístigið í
Matrix-heimum
KVIKMYNDIR
Sambíóin í Reykjavík, Keflavík, Akureyri,
Rafeind á Egilsstöðum og Bíóhöllin á
Akranesi
Leikstjórar og handritshöfundar: Larry og Andy
Wachowski. Stjórn kvikmyndatöku: Bill Pope. Klipp-
ing: Sach Staenberg. Tónlist: Don Davis. Stjórn
tæknibrellna: John Gaeta. Aðalhlutverk: Keanu
Reeves, Carrie-Anee Moss, Laurence Fishburne,
Hugo Weaving, Jada Pinkett Smith, Gloria Foster,
Monica Belluci o.fl. Lengd: 138 mín. Bandaríkin,
Warner Brothers, 2003.
The Matrix Reloaded / Matrix endurhlaðið Morpheus (Laurence Fishburn) kemst í hann krappan.
Heiða Jóhannsdóttir