Morgunblaðið - 17.05.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.05.2003, Blaðsíða 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ YFIRTÖKUSKYLDA í skráðum hlutafélögum lækkar úr 50% at- kvæðisréttar í 40% frá og með 1. júlí næstkomandi. Efnahags- og við- skiptanefnd Alþingis lagði þetta til við meðferð frumvarps viðskiptaráð- herra til laga um verðbréfaviðskipti og var það samþykkt á Alþingi hinn 10. mars síðastliðinn. Ólafur Arinbjörn Sigurðsson, lög- fræðingur Kauphallar Íslands, segir að Kauphöllin telji að þessi breyting á yfirtökuskyldu sé til bóta frá því sem áður var. Víðast hvar í ná- grannalöndunum hafi yfirtökuskyld- an stofnast við lægri mörk en þau 50% sem hingað til hefur verið kveð- ið á um í lögum. Algengt sé í ná- grannalöndunum að yfirtökuskylda myndist á bilinu 30–0% atkvæðis- réttar. Með tilliti til stærðar félaga hér á landi séu hin nýju mörk líklega heppileg og nálægt því er raunveru- leg yfirtaka á sér stað. Hann segir að verið sé að vernda hagsmuni minni fjárfesta með þess- ari breytingu, því eftir litlu sé í raun að slægjast stjórnunarlega séð, þeg- ar einhver er kominn með yfir 40% atkvæðisréttar í félagi. Viðskipti með hlutabréf í viðkomandi félagi séu þá alla jafna lítil og því sé verð- myndun með bréfin þá alla jafna óskilvirk. Breytingar í kjölfar umræðu Að sögn Ólafs var ákvörðun tekin um það við undirbúning að frum- varpi hinna nýju laga um verðbréfa- viðskipti að taka allar leikreglur verðbréfamarkaðarins og sameina þær í einum lagabálki. Hann segir að yfirtökureglurnar og flöggunarregl- urnar komi úr lögum um starfsemi kauphalla og skipulegra tilboðs- markaða. Þessi ákvæði séu nú í lög- um um verðbréfaviðskipti, sem að öðru leyti byggja að meginstofni til á þeim lögum sem fyrir voru þar um. Ólafur segir að í þeirri vinnu sem fram hafi farið við smíði frumvarps til laga um verðbréfaviðskipti hafi yfirtökureglurnar átt að vera tiltölu- lega óbreyttar. Þó hafi þær breyt- ingar verið gerðar að gildissvið yf- irtökureglnanna hafi verið rýmkað og reglurnar einnig látnar ná til fyr- irtækja sem skráð séu á skipulegum tilboðsmarkaði í stað einungis kaup- hallar, eins og áður var. Hins vegar hafi farið fram nokkur umræða um þessi atriði, m.a. af hálfu Kauphall- arinnar, og í kjölfarið af þeirri um- ræðu hafi efnahags- og viðskipta- nefnd Alþingis væntanlega tekið ákvörðun um að leggja til að yfir- tökuskyldan yrði lækkuð úr 50% í 40% atkvæðisréttar í félagi. Skilvirkari hluta- bréfamarkaður Í nefndaráliti efnahags- og við- skiptanefndar segir að ákvæði um yfirtökuskyldu aðila, sem eignast ráðandi hlut í hlutafélagi, hafi verið mjög til umræðu. Hafi margir talið nauðsynlegt að lækka það hlutfall at- kvæðisréttar sem leiðir til yfirtöku- skyldu. Ljós sé að hluthafar séu í flestum tilvikum komnir með ráð- andi hlut áður en skylda til yfirtöku- tilboðs stofnast samkvæmt eldri reglum þar um, þ.e. miðað er við 50% atkvæðisréttar. Með lægra hlutfalli atkvæðisréttar, sem leiðir til yfir- tökuskyldu, séu hagsmunir hluthafa í yfirteknu félagi betur tryggðir. Þá sé talið að lækkun hlutfallsins leiði til skilvirkari hlutabréfamarkaðar. Af þessum sökum leggi nefndin til að hlutfallið verði lækkað niður í 40%. Síðar í nefndarálitinu segir að jafnvel megi leiða að því líkur að ráð- andi áhrif í hlutafélagi skapist oftast við enn lægra hlutfall atkvæðisréttar en 40%. Ekki sé gengið lengra í lækkun hlutfallsins að þessu sinni en nefndin telji engu að síður ástæðu til að taka það til gaumgæfilegrar skoð- unar hvort rétt sé að lækka það enn meira. Breytingar ekki afturvirkar Breytingarnar á yfirtökuskyld- unni hafa ekki áhrif á þá sem fara með yfir 40% atkvæðisréttar í fé- lögum í dag. Samkvæmt bráða- birgðaákvæði verðbréfaviðskipta- laganna er tekið fram að þetta eigi við ef viðkomandi eykur ekki at- kvæðisrétt sinn í félagi umfram næsta verulega hlut. Þetta þýðir að sá sem fer í dag t.d. með 41% at- kvæðisréttar í félagi er ekki skyld- ugur til að leggja fram yfirtökutilboð nema atkvæðisréttur hans fer yfir 45%, svo dæmi sé tekið. Breytingar á lögum um verðbréfaviðskipti Yfirtökuskyldan lækkar úr 50% í 40% HAGNAÐUR af rekstri Pharmaco hf. á fyrsta árs- fjórðungi nam 16,9 milljónum evra, eða um 1,4 millj- örðum íslenskra króna á gengi gærdagsins. Aukn- ingin frá sama tímabili í fyrra nemur 4 milljónum evra eða ríflega 350 milljónum króna. Róbert Wessman, forstjóri Pharmaco, segist mjög ánægður með afkomu félagsins. Auk þess sem sala Pharmaco hafi aukist þá hafi náðst góður ár- angur af sparnaðaraðgerðum félagsins. Hagnaður fyrir vexti, afskriftir og skatta (EBITDA) var um 24 milljónir evra sem er 28,2% af veltu félagsins en var 10,3 milljónir evra á sama tíma í fyrra. Velta félagsins nam 84,7 milljónum evra en 43,1 milljón evra í fyrra. Tekjur félagsins jukust því um 41,5 milljónir evra eða röska 3,6 millj- arða króna frá einu ári til annars. Rekstrargjöld námu 65,3 milljónum evra samanborið við 34,5 milljónir evra árið áður. Arðsemi eiginfjár er 28,6%. Heildareignir Pharmaco voru um 489 milljónir evra eða um 41 milljarður króna í lok mars, skuldir voru um 236 milljónir evra og eigið fé um 253 millj- ónir evra. Eiginfjárhlutfall reyndist 52%. Veltufé frá rekstri var um 21 milljón evra. Félagið hefur hætt að afskrifa bókfærða við- skiptavild og mun framvegis beita svokölluðu virð- isrýrnunarprófi þess í stað. Áhrif þessarar breyt- ingar á rekstrarniðurstöður félagsins á fyrsta ársfjórðungi rúmar 2 milljónir evra. Aðeins 4% sölunnar til Íslands Sala á helstu mörkuðum Pharmaco gekk vel á fyrsta ársfjórðungi, að því er fram kemur í tilkynn- ingu félagsins. Mest var selt til Þýskalands, eða um 28% heildarsölunnar, og til Búlgaríu, um 26%. Um 13% sölunnar fór til Rússlands, um 9% til Serbíu, um 5% til Skandinavíu og einungis um 4% fór á ís- lenskan markað. Sala á aðra markaði var minni. Pharmaco vinnur að því að renna enn sterkari stoðum undir sölustarfsemi sína með fjölgun sölu- manna á söluskrifstofum en jafnframt er verið að hagræða enn frekar í rekstrinum. Hefur starfs- mönnum félagsins í Austur-Evrópu verið fækkað um 300 og stefnt er að því að fækka þeim meira á árinu. 15–20% árlegur innri vöxtur Pharmaco er um þessar mundir að skrá um 30 ný lyf inn á markaði Mið- og Austur-Evrópu, sem munu skila sér í sölu næsta árs. Þá eru að opnast nýir markaðir fyrir félagið m.a. á Möltu og innan ESB. Í tilkynningu Pharmaco segir að langtíma- markmið félagsins um árlega framlegð sé um 30% og stefnt sé að 15–20% innri vexti að jafnaði á ári næstu 3 árin. Þá stefni Pharmaco að 15–20% ytri vexti með fjárfestingum í erlendum félögum. Pharmaco hagnast um 1,4 milljarða króna Morgunblaðið/Arnaldur EFFIE-verðlaunin verða veitt í fyrsta sinn á Íslandi í haust. Sam- band íslenskra auglýsingastofa (SÍA) stendur að afhendingu verð- launanna og nýtur til þess stuðn- ings frá Iðnaðar- og viðskiptaráðu- neyti, Íslandspósti, Morgunblaðinu og IMG. Um er að ræða alþjóðleg verð- laun sem veitt eru í 23 löndum í fjórum heimsálfum fyrir auglýs- inga- og kynningarefni sem skara þykir fram úr. Að sögn Ingva Jökuls Logasonar, hjá auglýsingastofunni Hér og nú, eru Effie-verðlaunin „viðurkenning á því eina sem skiptir máli, ár- angri.“ SÍA hefur um nokkurt skeið veitt verðlaun fyrir athygliverðustu aug- lýsingar hvers árs (AAÁ) á Íslenska markaðsdeginum. Effie-verðlaunin eru frábrugðin AAÁ-verðlaununum að því leyti að jafnframt því að verðlauna þær auglýsingar eða herferðir sem þykja vekja athygli er tekið tillit til þess hversu árang- ursríkar þær eru. Auglýsingastofur senda inn gögn til keppninnar í samvinnu við við- skiptavini sína. Gögnin þurfa þann- ig m.a. að innihalda hækkandi sölu- tölur sem sýna svart á hvítu fram á þann árangur sem viðkomandi aug- lýsingaherferð er talin eiga heiður af. Dómnefnd, skipuð stjórnendum og markaðsfólki, sker svo úr um hvaða auglýsingaherferð hefur náð mestum árangri. Að sögn Ingva Jökuls veljast einstaklingar í dóm- nefnd sem náð hafa árangri og njóta viðurkenningar fyrir störf sín og þekkingu á sviði markaðs-, aug- lýsinga-, stjórnunar-, rannsóknar- og hugmyndafræði. Allir þættir herferðar metnir „Effie er viðurkenning á áhrifa- ríkum auglýsingum, virðing- arvottur til handa auglýs- ingastofum og viðskiptavinum þeirra sem hafa í samvinnu búið til árangursríkar markaðsherferðir. Verðlaunin eru veitt fyrir herferðir sem hafa reynst áhrifaríkastar, skilað yfirburðaárangri eða farið fram úr ýtrustu markmiðum sem sett voru við mótun herferðar,“ segir í tilkynningu SÍA um verð- launin. Fram kemur að þær herferðir sem þykja einna best ná að sam- hæfa alla þætti markaðssetningar séu líklegastar til að hljóta verð- laun. Þar er átt við þætti eins og áætlanagerð, markaðsrannsóknir, birtingaáætlun, hugmyndavinnu og viðskiptastjórnun. Að sögn Ingva Jökuls, sem fer fyrir skipuleggjendum verð- launanna hér á landi, er markmið þessara verðlauna fyrst og fremst að verðlauna fagleg vinnubrögð á íslenskum auglýsingamarkaði. Verðlaunaflokkar eru fjórir og eiga þátttakendur möguleika á gull-, silfur- eða bronsverðlaunum í hverjum þeirra. Skilmálar til inn- sendinga eru strangir og eru inn- send gögn metin í tveimur lotum. Í þeirri fyrri eru gögnin metin án til- lits til þess hluta herferðarinnar sem lýtur að sköpun og hug- myndaauðgi. Í þeirri síðari er dæmt eftir samanlögðum stigum fyrir fyrri lotu og sköpunarþátt her- ferðar. Árangur auglýsinga skiptir mestu Effie-verðlaunin fyrir auglýsinga- herferðir veitt hérlendis í fyrsta sinn SENDIHERRA ESB á Ís- landi, dr. Gerhard Sabathil, segir að Íslendingar geti ekki útilokað viðræður við Evr- ópusambandið á þeim grund- velli að undanþágur vegna fiskveiðistjórnunar og sjávar- auðlinda fengjust aldrei. Þetta kom fram í erindi sem sendiherrann hélt í vikunni í Háskólanum á Akureyri. Sendiherrann sagði að ekk- ert væri hægt að fullyrða um slíkt fyrr en samningaviðræð- ur hefðu verið reyndar. Fór hann sérstaklega yfir samn- ingaviðræður sambandsins við Möltu og taldi að Íslend- ingar gætu haft þær til við- miðunar, þar sem stjónvöld á Möltu fóru fram á ýmsar var- anlegar undanþágur frá reglum sambandsins og fengu þær samþykktar. Undirstrik- aði Sabathil í því sambandi að um varanlegar undanþágur væri að ræða, enda hefðu að- ildarsamningar þá stöðu að flokkast sem grunnlög í ESB. Sabathil tók það einnig fram að lítil lönd hefðu hlut- fallslega mikil áhrif innan Evrópusambandsins og reynslan sýndi að mikið tillit væri tekið til sérstöðu þeirra og benti í því sambandi á reynslu Slóveníu og Möltu. Hann kvaðst hafa skoðað sér- staklega hvaða ríki það væru sem hefðu fengið mestar und- anþágur og sérsamninga í aðaildarviðræðum og öfugt við það sem margir héldu, þá væru það fyrst og fremst litlu ríkin sem hefðu fengið und- anþágur en ekki stærri ríkin. Ekkert hægt að útiloka Hlutur EAV í ÍAV er sem fyrr segir 39,86% og er félaginu því á þessari stundu ekki skylt að gera yfirtöku- tilboð skv. umræddum lögum. Þann 1. júlí nk. verður hins vegar sú breyting á lögum um verðbréfa- viðskipti að öllum hluthöfum sem eignast meira en 40% hlutafjár í út- gefanda, sem fengið hefur hlutabréf sín skráð í kauphöll, verður skylt að gera öðrum hluthöfum yfirtökutilboð í þeirra hluti.“ Í tilkynningunni kemur fram að EAV greiddi í gær rúma tvo milljarða króna fyrir hlutabréf ríkisins í ÍAV hf. „Eignarhlutur EAV ehf. í ÍAV er því nú 39,86%, en var enginn fyrir. Þar sem ÍAV eiga sjálfir 5,44% heildar- hlutafjár í félaginu fer EAV ehf. því með 42,15% heildaratkvæða í félag- inu. Stefán Friðfinnsson, forstjóri ÍAV, er stjórnarformaður Eignar- haldsfélagins AV ehf. og Gunnar Halldór Sverrisson, framkvæmda- stjóri fjármálasviðs ÍAV, er stjórnar- maður í Eignarhaldsfélaginu AV ehf.,“ segir í fréttatilkynningunni. LÍ og lífeyrissjóðir selja Í gær var tilkynnt í Kauphöll Ís- lands að Landsbanki Íslands hefði selt 8,55% hlut sinn í ÍAV, tæplega 120 milljónir að nafnverði. Miðað við gengið 3,69 greiddi EAV tæplega 442 milljónir króna fyrir hlutinn. Þá var einnig tilkynnt að Lífeyrissjóðir Bankastræti 7 hefðu selt hlut sinn, 6,87%. Kaupverð var 355 milljónir, að sömu forsendum gefnum. AV ehf. gerir yfirtökutilboð í ÍAV hf. EIGNARHALDSFÉLAGIÐ AV ehf. tilkynnti í gær að það myndi gera öðrum hluthöfum Íslenskra aðalverk- taka hf. yfirtökutilboð. EAV býðst til að greiða sama verð og félagið greiddi ríkinu fyrir 39,86% hlut, eða á genginu 3,69. Alls greiðir EAV því rúmlega fimm milljarða króna fyrir ÍAV, kaupi félagið öll hlutabréf. Stefán Friðfinnsson, forstjóri ÍAV og stjórn- arformaður EAV, segir að ýmsir hlut- hafar hafi komið að máli við félagið og óskað eftir að vera leystir út á sömu kjörum og ríkissjóður. „Með því að kaupa þau hlutabréf verður EAV skylt til að gera öðrum hluthöfum samsvarandi tilboð, samkvæmt lög- um um starfsemi kauphalla og skipu- legra tilboðsmarkaða,“ segir hann. Stefán segir að Landsbankinn hafi umsjón með fjármögnun, sem fari fram með lánsfé og hlutafé. Ekki skylt að gera tilboð Lögin kveða á um að yfirtöku- skylda myndist, fari hluthafi yfir 50% af heildarhlutafé félags. Í fréttatil- kynningu EAV segir: „Í 19. gr. laga nr. 34/1998 um starfsemi kauphalla og skipulegra tilboðsmarkaða er kveðið á um skyldu hluthafa í opin- berlega skráðu félagi til að gera öðr- um hluthöfum þess félags yfirtökutil- boð séu ákveðin skilyrði uppfyllt, þ.m.t. fari eignarhlutur aðila yfir 50%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.