Morgunblaðið - 17.05.2003, Síða 2

Morgunblaðið - 17.05.2003, Síða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ YFIRTAKA HLUTAFÉ Innan fjögurra vikna mun Mund- ur ehf. gera yfirtökutilboð í 61,16% hlutafjár í Baugi Group hf. Mun fé- lagið, sem er í eigu fimm aðila og fyrirtækja, bjóðast til að kaupa hlutabréf annarra hluthafa á geng- inu 10,85. Hyggst félagið afskrá Baug Group úr Kauphöll Íslands. Ekkert „Frelsi“ Og Vodafone er samkvæmt lög- banni ekki heimilt að nota vöru- merkið „Frelsi“ í tengslum við fjar- skiptaþjónustu sína. Fékk Síminn í gær lögbann á notkun orðsins sem fyrirtækið hefur fengið sem skráð vörumerki. Og Vodafone ætlar að bjóða „Málfrelsi“ í stað Frelsis en segist ósátt við lögbannið og ætlar að fá úrskurði sýslumanns hnekkt. Hafna beiðni F-lista Landskjörstjórn féllst ekki á beiðni Frjálslynda flokksins um að hún frestaði úthlutun þingsæta á grundvelli kosningaúrslita nýliðinna alþingiskosninga. Frjálslyndir höfðu farið fram á endurtalningu allra at- kvæða af öryggisástæðum. Lands- kjörstjórn samþykkti á fundi sínum í gær að í næstu kosningum skyldu níu þingsæti vera í Norðvesturkjör- dæmi en tólf í Suðvesturkjördæmi. Þar með færist eitt þingsæti frá þess fyrrnefnda til þess síðarnefnda. Viðvaranir um hryðjuverk Vestræn stjórnvöld vöruðu í gær við því að hryðjuverk kynnu að vera yfirvofandi í ríkjum í Austur-Afríku, Suðaustur-Asíu og Mið-Austurlönd- um. Vesturlandabúum sem dvelja í löndunum, meðal annars Kenýa, Malasíu og Sádi-Arabíu, var ráðlagt að vera á varðbergi vegna hættu á árásum hryðjuverkamanna. Viðskiptabanni verði aflétt Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, og Colin Powell, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, sendu í gær frá sér sameiginlega áskorun um að viðskiptabanni Sameinuðu þjóðanna á Írak yrði aflétt sem fyrst. Þótti yfirlýsingin benda til þess að samskipti bandarískra og þýskra stjórnvalda væru að batna eftir harkalegar deilur um stríðið í Írak. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 40 Viðskipti 12/18 Minningar 40/51 Erlent 18/24 Umræðan 52/53 Höfuðborgin 26 Kirkjustarf 54/55 Akureyri 27 Myndasögur 58 Suðurnes 28 Bréf 58/59 Landið 28 Dagbók 60/61 Árborg 29 Sport 62/63 Úr vesturheimi 30 Leikhús 64 Neytendur 31 Fólk 64/69 Heilsa 32 Bíó 66/69 Listir 33/35 Ljósvakamiðlar 70 Forystugrein 36 Veður 71 * * * KONAN sem lést á fimmtudag eftir tveggja daga sjúkrahúslegu eftir að hún féll af hestbaki á Lögmannshlíð- arvegi norðan Akureyrar sl. þriðju- dag, hét Guðrún Margrét Hallgríms- dóttir, til heimilis að Langholti 14 á Akureyri. Hún var fædd 27. maí árið 1948 og lætur eftir sig sambýlismann og þrjár uppkomnar dætur. Lést eftir fall af hestbaki FORSVARSMENN Sjónvarpsins og Símans afhentu í gær fulltrúa Barnaspítala Hringsins 2,8 milljón- ir króna sem söfnuðust í símakosn- ingu Söngvakeppni Sjónvarpsins 15. febrúar sl. Hvert símtal í síma- kosningunni kostaði 100 kr. og runnu 40 kr. til söfnunarinnar. Þá hefur jafnframt verið ákveðið að af- henda Barnaspítalanum fé sem safnast í símakosningu hérlendis í Evróvisjón-keppninni í Lettlandi 24. maí nk. Söfnunarféð sem afhent var í gær verður notað til að bæta við tækja- búnað spítalans. Ásgeir Haraldsson yfirlæknir upplýsti að féð yrði not- að til kaupa á tækjum á gjörgæslu fyrir börn og unglinga. Keypt verð- ur fullkomin öndunarvél, hitaborð auk fleiri lífsnauðsynlegra tækja. Birgitta Haukdal, fulltrúi Íslands í söngvakeppninni, og meðlimir í hljómsveitinni Írafári árituðu vegg- spjöld með hljómsveitinni af þessu tilefni við mikla hrifningu yngstu gestanna. Morgunblaðið/Árni Torfason Birgitta Haukdal söngkona áritaði veggspjöld með hljómsveitinni Írafári fyrir yngsta fólkið á barnaspítalanum í gær. Barnaspítali Hringsins fær 2,8 milljónir að gjöf LÖGREGLAN í Kópavogi handtók í gærkvöldi mann um tvítugt sem er grunaður um að hafa framið vopnað rán í Sparisjóði Kópavogs rétt eftir opnun í gærmorgun. Var maðurinn handtekinn eftir ábendingum sem bárust lögreglu er myndir úr eftir- litsmyndavélum sparisjóðsins af rán- inu voru sýndar í sjónvarpsfréttum í gærkvöldi. Hinn handtekni hefur lít- ið komið við sögu lögreglu áður. Að sögn lögreglunnar í Kópavogi eru yf- irheyrslur á byrjunarstigi og því ekki unnt að veita frekari upplýsing- ar að svo stöddu. Maðurinn var vopnaður búrhníf við ránið og fór rakleitt að mann- lausri gjaldkerastúku, opnaði þar peningaskúffu og tók tæplega eina milljón króna samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Ræninginn hafði búrhnífinn á lofti er hann kom inn í bankann en hvorki otaði honum að neinum né ógnaði. Kona sem vinnur í fyrirtæki skammt frá sparisjóðnum sagði lög- reglu frá því, að þegar hún var að koma til vinnu um kl. 9.15 í gær- morgun, hefði hún séð mann koma hlaupandi á harðaspretti. Var hann með bakpoka meðferðis og grímu- laus. Fengu áfallahjálp Starfsfólki sparisjóðsins var nokk- uð brugðið við atvikið og kallaði lög- regla eftir presti sem veitti fólkinu áfallahjálp. Var sparisjóðnum lokað það sem eftir lifði dags. Tæknideild lögreglunnar í Reykjavík annaðist tæknivinnu á vettvangi og var Hlíðasmára lokað fyrir umferð til kl. ellefu. Er þetta annað vopnaða banka- ránið sem framið er á sex vikum. Hinn 1. apríl réðist ungur maður inn í Sparisjóð Hafnarfjarðar en var handsamaður nokkrum dögum síðar. Maður handtekinn grunaður um rán í SPK Morgunblaðið/RAX Lögreglan í Kópavogi annast rannsókn á ráninu í sparisjóðnum og fékk menn frá tæknideild lögreglunnar í Reykjavík til aðstoðar. SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR og Framsóknarflokkur héldu áfram stjórnarmyndunarviðræðum í gær. Að sögn Björns Inga Hrafnssonar, skrifstofustjóra Framsóknarflokks- ins, er undirbúningur enn í gangi. Viðræður halda áfram um helgina. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að vinna vegna stjórnarmyndunarviðræðna Fram- sóknarflokksins og Sjálfstæðis- flokksins, gengi samkvæmt áætlun. „Þetta gengur allt með eðlilegum hætti,“ sagði hann. „Við viljum reyna að fá sem besta yfirsýn yfir stöð- una,“ sagði Halldór. Inntur eftir því hvenær línur gætu farið að skýrast sagði hann að hann teldi að það gæti orðið í næstu viku. „Ég tel að þetta skýrist í næstu viku, þ.e. hvort þetta gengur allt hjá okkur.“ Stjórnarmynd- un skýrist í næstu viku LÍTILLI flugvél af gerðinni Cessna 152, með flugmann og farþega innan- borðs, hlekktist á í lendingu og hvolfdi á flugvellinum í Stykkishólmi um hádegið í gær. Flugvélin ber ein- kennisstafina TF-FTL og er í eigu Flugskóla Íslands. Flugstjórinn hafði tekið vélina á leigu og var á ferð ásamt konu sinni. Þau sluppu mjög vel frá slysinu og eru marin en óbrotin. Flugvélin fór frá Reykjavík klukk- an 10.51 í gærmorgun og hugðist flugmaðurinn fljúga til Stykkishólms og Rifs. Lögreglu og rannsóknar- nefnd flugslysa var þegar tilkynnt um málið og fer RNF með rannsókn slyssins. Flugslysanefnd kom til Stykkis- hólms í kjölfar óhappsins og kannaði aðstæður á flugvellinum. Vettvangs- rannsókn var langt komin í gærkvöldi og var stefnt að því að flytja flugvél- ina til rannsóknar að henni lokinni. Hlekktist á í lendingu Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Flugmaður og farþegi Cessna-vélarinnar sluppu frá slysinu með mar. BORIÐ hefur á því að undanförnu að hringt sé í fólk og því boðinn geisla- diskur í nafni Hjartaverndar. Hafa samtökin óskað eftir að því verði komið á framfæri að Hjartavernd sé hvorki að selja geisladiska né annan varning um þessar mundir. Eru ekki að selja geisladiska ♦ ♦ ♦ L a u g a r d a g u r 17. m a í ˜ 2 0 0 3

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.