Morgunblaðið - 20.08.2003, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 20.08.2003, Qupperneq 1
Bræður gera upp Volvo Dýrlingsins | Bílar B2 STOFNAÐ 1913 223. TBL. 91. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Veröld Warhols Heimurinn með augum popp- listamanns | Listir 20 Todmobile og Sinfónían Hljómsveitin vinsæla end- urvakin í nóvember | Fólk 47 MJÖG mikil útbreiðsla var í gær á tölvuorminum W32/Sobig.F@mm sem sendir sjálfan sig úr sýktum tölvum. „Höfundur þessarar „fjölskyldu“ hefur verið að gera tilraunir í ár. Hann gaf út fyrsta orminn í janúar og svo höfum við verið að fylgjast með honum. Hann hef- ur reynt hitt og þetta til að komast framhjá vörnunum. Það hafa verið vangaveltur um að það hafi verið beitt svipuðum aðferðum og notaðar eru við dreifingu ruslpósts,“ segir Erlendur Þorsteinsson hjá Einari Skúlasyni ehf. „Þetta virðist vera góður forritari, sem er mjög óvanalegt með veiruhöf- unda, því hann hefur skrifað þennan orm þannig að hann fullnýtir sér alla þá bandvídd sem hann fær og kemur þar af leiðandi miklu meira af skeytum út til að smita aðra heldur en fyrri afbrigði,“ segir hann. Truflanir hjá íslenskum fyrirtækjum Erlendur segir að ormurinn hafi greinilega sýkt milljónir tölva í heim- inum en um kvöldmatarleytið í gær höfðu íslensk fyrirtæki stöðvað um 114 þúsund skeyti með veirunni. Netumferð í Bandaríkjunum hægðist töluvert vegna álags vegna ormsins og víða þurftu fyrirtæki að loka vefsíðum sínum og póstþjónum til að draga úr skaða. Vitað er til þess að nokkur íslensk fyr- irtæki hafi lokað póstþjónum sínum í gær og var vefkerfi Flugleiða tekið úr sambandi í um þrjár klukkustundir á meðan unnið var að uppfærslu veiru- varna í tölvukerfi félagsins. Ekki er vitað um uppruna ormsins skæða en líklegast er talið að þar sé Bandaríkjamaður á ferð. Veiran hættir að dreifa sér 10. september næstkom- andi en búist er við að veirusmiðurinn sendi fleiri útgáfur frá sér í tímans rás. Tölvuormur veldur skaða víða um heim Milljónir tölva sýktar BRASILÍUMAÐURINN Sergio Vieira de Mello, aðalfulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Írak, var meðal þeirra sem fórust í höfuðstöðvum SÞ í Canal-hótelinu í Bagdad þegar sementsflutn- ingabíl, hlöðnum sprengiefnum, var ekið að hót- elinu um klukkan 4.30 síðdegis í gær að þarlend- um tíma. Að minnsta kosti sautján manns létu lífið og um hundrað særðust í árásinni, sem talið er að hafi verið verk sjálfsmorðingja. Bíllinn sprakk rétt við skrifstofu de Mellos og er því talið sennilegt að markmiðið hafi ekki síst verið að myrða hann. De Mello lést ekki strax Qaeda-samtökin hefðu staðið fyrir tilræðinu. Fáni SÞ var í hálfa stöng í New York. Örygg- isráð SÞ sagði í yfirlýsingu að atburðurinn myndi ekki breyta þeirri ákvörðun að samtökin tækju þátt í uppbyggingarstarfinu í Írak. En Shashir Tahroor, aðstoðarframkvæmdastjóri SÞ, sagði að atburðurinn myndi valda því að samtökin yrðu að „endurskoða“ alla starfsemi sína í Írak. Félag starfsmanna SÞ krafðist þess í gær að allt lið samtakanna yrði kallað frá Írak. og gat í fyrstu svarað köllum aðstoðarmanna sem leituðu í brakinu. Fætur hans munu hafa lent undir stálbjálka og lést hann að lokum úr blóðmissi. „Vatn, vatn,“ voru síðustu orð hans. „Allt hrundi ofan á okkur, ég finn ekki félaga mína og ég er hrædd um þá,“ sagði Alice Yac- oub, starfsmaður SÞ. Einn hinna særðu var með nær metralangan og þumlungsþykkan álrörs- bút sem hafði stungist í andlit hans, rétt neðan við hægra augað. Hann sagðist vera öryggisráð- gjafi hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Heimildarmenn sögðu að líkur bentu til að al- Reuters Bandarískur hermaður leiðbeinir vegfarendum í grennd við aðalbækistöð SÞ á Canal-hótelinu í Bagdad, skömmu eftir tilræðið í gær. Aðalfulltrúi SÞ í Írak myrtur í sprengjutilræði Vitað að 17 manns fórust í tilræðinu sem sagt er minna á aðgerðir al-Qaeda Bagdad. AP, AFP.  Einn/14 Tryllitæki Templars Reuters Björgunarmaður í Jerúsalem heldur á lít- illi stúlku sem flutt var á sjúkrahús eftir sjálfsmorðsárásina mannskæðu í gær. ÁTJÁN manns fórust og 105 slös- uðust þegar sprengja sprakk í tveggja hæða strætisvagni í vest- urhluta Jerúsalemborgar síðdegis í gær. Talið er víst að um sjálfs- morðsárás hafi verið að ræða og sögðu tvenn samtök, Hamas og Ísl- amska Jihad, að tilræðismaðurinn hefði komið úr röðum þeirra. Stjórnvöld í Ísrael ákváðu þegar að fresta viðræðum við stjórn Palest- ínumanna og brottflutningi herja frá borgunum Jeríkó og Qalquilya á Vesturbakkanum. Öll umferð til og frá Vesturbakkanum og Gaza var bönnuð í gærkvöldi. Mahmud Abbas, forsætisráð- eru að minnsta kosti fimm börn. Pólitískur leiðtogi Hamas, Abdelaziz Rantissi, sagði í samtali við AFP-fréttastofuna að með tilræðinu hefðu menn verið að hefna fyrir „hernámsglæpi“ Ísraela gegn palestínsku þjóðinni. „Öll samtök Palestínumanna, íslömsk og þjóðernissinnuð, hafa sagt skýrt að þau muni svara öllum glæpum og sérhverju hryðjuverki sem hafa verið drýgð,“ sagði Rantissi. Hann sagði á hinn bóginn að Hamas vildi ekki binda enda á vopnahlé sem Hamas, Íslamska Jihad og fleiri samtök samþykktu 29. júní. skorðum. Tilræðið er hið mannskæðasta í Jerúsalem síðan 17 manns dóu um miðjan júní er strætisvagn var sprengdur. Sprengjan sem notuð var í gær er talin hafa verið afar stór en vagninn sprakk rétt við markalínuna milli vesturhlutans, þar sem gyðingar búa, og gömlu borgarinnar sem einkum er byggð aröbum. Sjónar- vottar töldu að tilræðismaðurinn hefði dulbúið sig og þóst vera bók- stafstrúarprestur. Meðal látinna herra Palestínustjórnar, fordæmdi þegar tilræðið. „Ég vil lýsa því yfir að ég fordæmi algerlega þetta hræðilega verk sem getur ekki ver- ið hagsmunum palestínsku þjóðar- innar til framdráttar,“ sagði hann og vottaði aðstandendum fórnar- lambanna samúð sína. Abbas var á fundi með fulltrúum Íslamska Jih- ad á Gaza er hann fékk tíðindin. Talið er að árásin í gær geti sett friðarumleitanirnar sem kenndar eru við Vegvísi til friðar úr Mannskætt tilræði í strætisvagni í Jerúsalem Talið að minnst 18 manns hafi farist og á annað hundrað slasast Jerúsalem. AP, AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.