Morgunblaðið - 20.08.2003, Page 8

Morgunblaðið - 20.08.2003, Page 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ TILBOÐ Gólfflís – Dotti 8700000 29,5 x 29,5 cm, ljósgrá, frostþolin. Tilvalin á svalir, í bílskúr og þvottahús. 1.450kr/m2 2.245 kr/m2 Áltröppur 3ja – 8 þrepa Verð frá 2.695 kr. Verð áður Verð nú 3 þrep 3.795 kr. 2.695 kr. 4 þrep 4.395 kr. 3.195 kr. 5 þrep 5.395 kr. 3.695 kr. 6 þrep 6.999 kr. 4.995 kr. 7 þrep 7.968 kr. 5.545 kr. 8 þrep 9.213 kr. 6.445 kr. Verkfæratöskur 14“– 20“ Verð frá 499 kr. Verð áður Verð nú 14“ 999 kr. 499 kr. 16“ 1.495 kr. 895 kr. 20“ 2.899 kr. 1.595 kr. ÚTIMÁLNING Allir litir, 10 lítrar. 459kr. lítrinn ÞRUM U VERÐL ÆKKU N í Húsasmiðjunni H ú sa sm ið ja n / J B B Það var nú vitað mál að kúasmalar hefðu lítið að gera í orginal víkinga. Netráðstefnan Nordunet 2003 Aukin þægindi í samskiptum NetráðstefnanNordunet 2003hefst á sunnudag- inn 24. ágúst næstkom- andi. Rannsókna- og há- skólanet Íslands heldur ráðstefnuna í samvinnu við ýmsa erlenda sem inn- lenda aðila. Verður ráð- stefnan haldin í Háskóla- bíói og stendur til 27. ágúst. Hverjir halda ráðstefn- una? „Þetta er alþjóðleg ráð- stefna um tölvunet sem Rannsókna- og háskólanet Íslands (RHnet) heldur í samstarfi við önnur sam- svarandi net á Norður- löndunum. Rík hefð er fyrir ráðstefnunni en hún er nú haldin í 21. skipti og skiptast Norðurlöndin á um að halda hana. Ráðstefnan fjallar um notkun og uppbyggingu neta. Mörg lönd hafa komið sér upp sérstökum tölvutengingum á milli rannsóknastofnana og háskóla sem hefur hleypt nýju lífi í fræða- og rannsóknastörf og leitt til aukins samstarfs. Auk þess eru þessi net gjarnan í broddi fylkingar við uppbyggingu og þróun tölvumála.“ Hvert er hlutverk slíkra neta? „Þau eru notuð annars vegar sem samvinnuvettvangur á milli vísindamanna á öllum sviðum. Nú er ofarlega á baugi að vísinda- menn eru farnir að notast við hraðvirkar tengingar netkerfisins til að öðlast aukið reikniafl til vinnslu á gögnum. Þar kemur netið í stað öflugrar tölvu sem er á einum afmörkuðum stað. Hins vegar eru netin notuð sem rann- sóknarstöðvar þegar verið er að prófa nýja nettækni. Netsam- skipti auðvelda öll samskipti, bæði með tölvupósti, vefnum og myndfundum. Haldið verður námskeið í notkun slíkra mynd- funda í kjölfar ráðstefnunnar.“ Segðu mér frá þeim námskeið- um? „Þrjú námskeið verða haldin í framhaldi af ráðstefnunni, hinn 27. ágúst. Hingað koma tveir sér- fræðingar sem munu fjalla um hvernig best sé að standa að myndfundum enda nauðsynlegt að kynna fólki þessa nýju tækni. Hin námskeiðin verða um öryggi þráðlausra neta og um hönnun og uppbyggingu Farice-sæstrengs- ins sem verið er að leggja til landsins. Fólki stendur til boða að sækja þessi námskeið ein- göngu.“ Hvað verður á dagskránni? „Hingað koma 45 fyrirlesarar frá einum 18 löndum sem sýnir hve ráðstefnan er alþjóðleg þó svo að hún sé haldin í norrænu samstarfi. Þrír aðalfyrirlesarar ráðstefnunnar koma frá jafn- mörgum löndun. Fyrstan ber að nefna Vinton G. Cerf frá Banda- ríkjunum. Hann er meðal helstu hugmyndasmiða um uppbygg- ingu internetsins og TCP/IP-samskipta- staðlanna og flytur er- indi um internet til samskipta í geimnum, t.d. frá jörðu til geim- fars eða geimstöðva eða þess vegna á milli pláneta. Þessi net þurfa að hafa sérstaka eiginleika, þau þurfa t.d. að þola tafir mjög vel. Þá kemur frá KTH-háskól- anum í Svíþjóð Rolf Stadler sem mun fjalla um rannsóknir sínar á netum sem á að auðvelda þeim að stækka. Þetta viðfangsefni er mikilvægt þar sem notkun neta eykst sífellt. Þriðji aðalfyrirles- arinn, Bill St. Arnaud, kemur frá Kanada, nánar tiltekið frá Can- arie, sem er kanadíska rann- sókna- og háskólanetið. Hann mun fjalla um þriðju bylgju í þró- un internetsins en Kanadamenn hafa verið mjög framarlega í uppbyggingu rannsóknarneta. Hann ætlar einnig, líkt og fleiri fyrirlesarar, að ræða um jafn- ingjanet og þær hugmyndir sem eru í þróun um að færa arkitekt- úr neta frá miðlægri stjórnun til jafningjastjórnunar. Þær ólíku stofnanir sem fyrirlesararnir koma frá endurspegla hóp þátt- takenda. Þeir eru frá háskólum, rannsóknarnetum, fjarskiptafyr- irtækjum, framleiðendum og staðlastofnunum. Það er afar mikilvægt að samskiptin á milli þessara aðila séu góð og þar sem þetta er net þá þurfa líka að vera til góðir staðlar þannig að tækin séu að tala sama málið sín á milli. Meðal annarra umræðuefna verða innleiðing nýs samskipta- staðals, IPv6, og gagnaveitur, lénþjónusta, jafningjanet, öryggi og vírusar, þráðlaust net og ljós- leiðaratækni. Einnig verða fyr- irlestrar um myndfundi, netið til samskipta og netið til stuðnings skólum og almenningi.“ Hver er helsta hagkvæmnin við slík net? „Þau eru ýmist hraðvirkari eða hafa meira gagnarými en venju- leg net. Notkun á þeim er ekki frábrugðin notkun á öðrum net- um. Reynslan af notkun netanna er mjög góð. Þarna geta vísinda- menn gert tilraunir á nýjasta búnaðinum án þess að finna fyrir höftum sem takmarka notkun þeirra. Þess er gætt að hraðinn sé alltaf það mikill að ekki sé hægt að greina nokkrar takmarkanir eða hindranir. Stjórnvöld og rannsóknarsjóðir víða um heim hafa lagt talsverða fjármuni í slík net enda gerir fólk sér grein fyrir nauðsyn þeirra. Ég tel ráðstefn- una vera einstakt tækifæri fyrir Íslendinga og hvet þá til að sækja hana.“ Skráning fer fram á www.nordunet2003.is. Ebba Þóra Hvannberg  Ebba Þóra Hvannberg fæddist árið 1957 í Reykjavík. Hún lauk BS-prófi í tölvunarfræðum við Háskóla Íslands árið 1981 og doktorsprófi í tölvunarfræðum frá Rensselaer Polytechnic Institute í New York árið 1988. Ebba Þóra gegnir í dag stöðu dósents við Háskóla Íslands við tölvunarfræðiskor. Hún er gift Helga Þorbergssyni tölv- unarfræðingi og eiga þau þrjú börn. Einstakt tækifæri fyrir Íslendinga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.