Morgunblaðið - 20.08.2003, Síða 10
FRÉTTIR
10 MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
HREPPSNEFND Skeiða- og Gnúp-
verjahrepps hafnaði á fundi sínum í
gær, með fjórum atkvæðum gegn
þremur, þeirri útfærslu Landsvirkj-
unar að reisa stíflu við Norðlinga-
ölduveitu í 566 metra hæð yfir sjó og
hækka hana um tvo metra með sér-
stökum gúmmíbelgjum. Telur meiri-
hlutinn að þar sé um allt aðra fram-
kvæmd að ræða en þá sem kynnt var
með úrskurði setts umhverfisráð-
herra, Jóns Kristjánssonar, með tilliti
til umfangs og aurskolunar.
Féllst meirihluti hreppsnefndar
hins vegar á þá útfærslu Verkfræði-
stofu Sigurðar Thoroddsen, VST,
sem kynnt var með úrskurði Jóns í
janúar sl. um lónhæð eingöngu í 566
m.y.s. Tillaga minnihluta hrepps-
nefndar um að samþykkja útfærslu
Landsvirkjunar eða fresta málinu var
felld.
Fyrir hreppsnefndarfundi lágu
ýmis erindi og bréf Landsvirkjunar,
m.a. afrit af umsókn til umhverfisráð-
herra um virkjanaleyfi og erindi
Landsvirkjunar til forsætisráðherra
og samvinnunefndar miðhálendisins
um sama mál.
Að öðru leyti féllst hreppsnefndin á
að Norðlingaölduveita verði hönnuð
og byggð samkvæmt áætlunum
Landsvirkjunar en endanlegt vatns-
magn sem hleypa á framhjá, til að
uppfylla skilyrði í úrskurði setts um-
hverfisráðherra, verði ákveðið á
grundvelli mælinga og vöktunar á
næstu árum. Þá féllst meirihlutinn á
að Litlu-Arnarfellskvísl verði veitt í
Þjórsárlón ef tryggt verði að nægi-
legt framhjárennsli verði í farvegi
hennar til að tryggja grunnvatns-
stöðu innan friðlands Þjórsárvera.
Greinargerð meirihlutans
Afstaða meirihlutans til lónhæðar í
566 m.y.s. byggðist m.a. á eftirtöldum
atriðum í greinargerð:
„1. Óhætt er að fullyrða að sú sátt
sem úrskurður setts umhverfisráð-
herra skapaði í þessu heita og við-
kvæma deilumáli byggist á þeirri til-
lögu og stuðlar þannig að því að allir
aðilar geti sætt sig við framkvæmd-
ina og að verndun og nýting til orku-
vinnslu fari saman. Í úrskurði um-
hverfisráðherra og forathugun VST
er leitast við að uppfylla 3 skilyrði: Að
framkvæmdin hafi engin langtíma-
áhrif inn í friðlandið, að hagkvæmni
veitunnar sé viðunandi, o.þ.m.t.
rekstraröryggi.
2. Lónhæð í 566 m y.s. er forsenda
þess að aurskolun sé raunhæfur kost-
ur til að leysa vanda vegna aurburðar
og setmyndunar.
3. Rekstur lónsins við lægra vatns-
borð að sumri en vetri skapar veru-
lega hættu á þornun sets og jarðvegs
og þar með auknar líkur á foki úr lón-
stæði.
4. Mat á rekstraröryggi og arðsemi
veitunnar virðist mismunandi en í til-
högun setts umhverfisráðherra er
brugðist við þeim þáttum, annars
vegar með færslu stíflu neðar í farveg
Þjórsár og hins vegar með stækkuðu
setlóni með veitu til Þjórsárlóns.
Vegna nálægðar lóns í 568 m y.s við
friðlandsmörk má ætla að fram-
kvæmdin hafi áhrif inn í friðlandið áð-
ur en langt um líður, t.d. vegna flóða
og myndunar aurkeilu við inn-
rennsli.“
Aðalsteinn Guðmundsson, formað-
ur hreppsráðs og talsmaður meiri-
hlutans, sagði við Morgunblaðið að
meirihlutinn hefði verið einhuga í af-
stöðu sinni. Ekki hefði verið hægt að
fallast á helmingi stærra lón með til-
heyrandi hættu á aurmyndun og
-foki. Nálægðin við friðlandsmörkin
með 568 metra lónhæð væri sömu-
leiðis mikil. Vilji væri fyrir því að
stækka friðland Þjórsárvera og taka
Eyfafen þar undir. Vonaðist Aðal-
steinn til þess að Landsvirkjun myndi
ákveða lónhæð í 566 metrum og fara
alfarið eftir úrskurði setts umhverf-
isráðherra.
Minnihlutinn ekki sáttur
Þrándur Ingvarsson, oddviti
minnihluta hreppsnefndar, var ekki
sáttur við niðurstöðuna er Morgun-
blaðið ræddi við hann í gær. Sagði
hann afgreiðslu meirihlutans vera af-
ar misráðna. Öll þau rök sem meiri-
hlutinn hefði haft uppi hefðu verið
hrakin af sérfræðingum Umhverfis-
stofnunar, sem hefði fallist á útfærslu
Landsvirkjunar. Taldi Þrándur að
meirihluti hreppsnefndar endur-
speglaði ekki vilja meirihluta íbúa
hreppsins. Þó að ekki væru miklir
peningalegir hagsmunir í húfi fyrir
hreppinn með Norðlingaölduveitu
væri mikilvægt að halda góðum sam-
skiptum við Landsvirkjun sem væri
með tvær virkjanir innan sveitarfé-
lagsins.
Tillaga minnihlutans, sem var felld,
var eftirfarandi:
„Hreppsnefnd Skeiða- og Gnúp-
verjahrepps fellst á lón í 568 m.y.s.
með þeim skilyrðum að fylgst verði
með hugsanlegu foki úr lónstæði.
Varðandi framhjárennsli úr setlóni til
að halda við grunnvatnsstöðu innan
friðlands samþykkir hreppsnefnd
niðurstöðu nefndar sem skipuð var
fulltrúum umhverfisstofnunar,
Landsvirkjunar, oddvita Skeiða- og
Gnúpverjahrepps og oddvita Ása-
hrepps. Hreppsnefnd áskilur sér rétt
til frekari viðræðna við fram-
kvæmdar- og umsagnaraðila um út-
færslu á veituframkvæmdum og vísar
til úrskurðar ráðherra í því sambandi.
Hreppsnefnd mun fyrir sitt leyti
stuðla að því að framkvæmdir geti
gengið sem greiðast fyrir sig.“
Hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir 566 metra lónhæð í Norðlingaölduveitu
Útfærslu
Landsvirkj-
unar var
hafnað
KJARTAN Gunnars-
son, fyrrverandi apó-
tekari, lést síðastlið-
inn sunnudag, 17.
ágúst. Kjartan fædd-
ist á Ísafirði 19. apríl
1924 og var sonur
hjónanna Gunnars
Andrew Jóhannes-
sonar og Guðlaugar
Jósefsdóttur Kvaran.
Kjartan lauk stúd-
entsprófi frá Mennta-
skólanum í Reykjavík
árið 1945 og útskrif-
aðist frá Lyfjafræð-
ingaskóla Íslands
1952.
Kjartan stofnaði heildsöluna Her-
mes hf. árið 1961 og var jafnframt
stofnandi og fyrsti lyfsali Borgar-
ness Apóteks. Þá var hann lyfsali í
Lyfjabúðinni Iðunni við Laugaveg í
Reykjavík frá 1. október 1976 en
hún var síðar flutt í Domus Medica.
Hann sat í stjórn
Lyfjafræðingafélags
Íslands árin 1953–
1958 og var um tíma
formaður þess.
Kjartan kom einnig
að stjórnmálum og
sat í fjögur ár í
hreppsnefnd Borgar-
neshrepps.
Kjartan kvæntist
eftirlifandi eiginkonu
sinni Dórótheu Jóns-
dóttur árið 1950 og
eignuðust þau fjögur
börn: Guðlaugu
(1954), Gunnar
(1959), Sigurð Árna
(1960) og Guðrúnu Þórhildi (1964).
Kjartan var mikill áhugamaður um
landakort og safnaði þeim í fjölda
ára. Hann var virkur í alþjóðlegum
félagsskap kortaáhugamanna og er
safn hans nú í eigu Þjóðarbókhlöð-
unnar.
Andlát
KJARTAN
GUNNARSSON
AÐALFUNDUR Sambands
sveitarfélaga á Austurlandi
verður haldinn á Breiðdalsvík
21. og 22. ágúst nk.
Auk hefðbundinna aðalfund-
arstarfa verða fluttar framsögur
um fyrirhugaða rannsókn á
áhrifum virkjana- og stóriðju-
framkvæmda á Austurlandi og
einnig um áhrif stórfram-
kvæmda á Mið-Austurlandi á
norður- og suðursvæði fjórð-
ungsins. Þá verða fluttar fram-
sögur um Fræðslunet Austur-
lands og Háskólanámssetur á
Egilsstöðum, um sameiningu
sveitarfélaga og stefnu Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga í
þeim efnum. Loks verða fram-
sögur um forvarnamál, Jöfnun-
arsjóð sveitarfélaga og fé-
lagslegar íbúðir sveitarfélaga.
Dagskrá aðalfundarins má sjá á
vefnum ssa.is.
Aðalfundur Sambands
sveitarfélaga á
Austurlandi í vikunni
„FLEIRI konuforseta, takk!“ var
meðal þess sem unglingar á aldr-
inum 13 til 16 ára, úr vinnuskól-
unum á Seltjarnarnesi og Akra-
nesi, rituðu er þeir voru spurðir
um viðhorf sín til jafnréttis
kynjanna. Þrjár ungar konur
stóðu að viðhorfskönnuninni, þær
Auður Alfífa Ketilsdóttir, bók-
mennta- og kynjafræðinemi, Aðal-
björg Þóra Árnadóttir leiklist-
arnemi og Salka Guðmundsdóttir,
nemi í leikhúsfræðum. Verkefnið
var styrkt af Nýsköpunarsjóði
námsmanna.
„Við höfum sett á laggirnar
rannsóknarleikhús sem ber heitið
Júlía & Júlía – rannsóknarleik-
húsið og er tilgangur verkefnisins
að nota leikhús til að vekja at-
hygli unglinga á jafnrétti.“ Fyrr-
greind könnun var gerð í sumar
og tóku um hundrað unglingar
þátt í henni. Þeir svöruðu ýmsum
spurningum um jafnrétti og voru
textar byggðir á svörunum síðan
notaðir í verkefninu öraðgerð á
Menningarnótt í miðbæ Reykja-
víkur. Fólst öraðgerðin í því að
gefa gestum í miðbænum kost á
því að draga miða með texta
byggðum á svörum unglinganna
við spurningunni: Hvað þarf að
gera til að jafnrétti náist? Sá sem
dró miðann átti síðan að standa
uppi á stól og lesa það sem á mið-
anum stóð.
Sem dæmi um svar sem lesið
var á Menningarnótt var: „Mér
finnst að konur ættu að hætta að
væla.“ Þá má nefna svarið: „Vig-
dís Finnboga Rocks my World.“
Alfífa segir að öraðgerðin hafi
fengið mjög góðar viðtökur á
Menningarnótt. „Ótrúlega margir
tóku þátt í henni,“ segir hún, „og
kom það okkur á óvart hve marg-
ir unglingar drógu miða og stóðu
uppi á stól.“ Hún segir ennfremur
að unglingarnir hafi spurt mikið
og verið forvitnir um verkefnið.
Alfífa segir að enn eigi eftir að
þróa verkefnið áfram en tekur þó
fram að ýmislegt athyglisvert hafi
komið í ljós í niðurstöðum könn-
unarinnar. T.d. kom fram að einn
af hverjum þremur unglingum,
sem svöruðu, taldi neikvætt að
vera femínisti. En tveir af hverj-
um þremur fannst jákvætt að vera
jafnréttissinni. „Þetta sýnir að
femínisti er greinilega neikvætt
orð,“ útskýrir Alfífa og bætir því
við að í hugum unglinga sé ekki
endilega samasemmerki milli þess
að vera femínisti og jafnrétt-
issinni. „Þá kom fram að minna
en helmingur þekkti orðið „rauð-
sokka“. Mamma sagði reyndar
þegar hún heyrði þetta: hvað hef-
ur orðið um allt mitt starf?“ Alfífa
segir þó að það sé greinilegt að
„þessir krakkar séu ekki aldir
upp af rauðsokkum eins og við.“
Alfífa segir einnig athyglisvert
að svo virðist sem lítið sé rætt við
krakkana um jafnrétti kynjanna
en tekur þó fram að þeir hafi þó
margir hverjir tekið eftir um-
ræðunni um launamun kynjanna.
„Margir krakkanna sögðu að kon-
ur ættu að fá jafnhá laun og karl-
ar.“
Alfífa vill að lokum koma þökk-
um á framfæri til allra þeirra sem
þátt tóku í könnuninni, en það var
eins og áður sagði unglingar í
vinnuskóla Seltjarnarness og í
vinnuskóla Akraness.
„Fleiri
konu-
forseta,
takk!“
Stúlka uppi á stól að lesa texta um jafnrétti kynjanna.