Morgunblaðið - 20.08.2003, Síða 15
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2003 15
DANSAÐU HANDFRJÁLS
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
T
O
Y
21
88
6
0
8/
20
02
Handfrjáls búnaður Samlituð vindskeið Hágæða hljómtæki Lúxus innrétting
COROLLA - MOBILE Vertu í góðu sambandi. Komdu strax. Prófaðu nýjan Corolla Mobile með handfrjálsum búnaði, Sedan,
Hatchback eða Wagon. Corolla Mobile er hlaðinn nýjungum, innréttingin er ríkuleg og tónlistin dunar í hágæða hljómtækjum með 6 hátölurum. Corolla
Mobile er glæsilegur bíll að utan sem innan. Við bjóðum þér upp.... í reynsluakstur. www.toyota.is
ALASTAIR Campbell, upplýsinga-
fulltrúi brezka forsætisráðherrans,
Tonys Blairs, vísaði í gær á bug full-
yrðingum um að hann hefði átt við
orðalag skýrslu sem stjórnin birti í
september um vopnaeign Íraka, í
þeim tilgangi að ýkja ógnina sem af
þáverandi valdhöfum í Írak stafaði.
Campbell bar vitni í gær fyrir sér-
skipaðri nefnd sem falið var að rann-
saka tildrög dauða efnavopnasér-
fræðingsins dr. Davids Kellys.
Spurður hvort hann hefði komið
eitthvað nálægt því að setja inn í
skýrsluna umdeilda fullyrðingu um
að Írakar gætu beitt gereyðingar-
vopnum innan 45 mínútna frá því
skipun um slíkt væri gefin út svaraði
Campbell: „Alls ekki neitt.“
„Ég bætti engu við né tók út né
hafði nein áhrif á hana á þessu stigi,“
tjáði Campbell nefndinni, sem dóm-
arinn Hutton lávarður fer fyrir. Virt-
ist Campbell afslappaður og með allt
sitt á hreinu við yfirheyrsluna.
Fréttamaður brezka ríkisútvarps-
ins BBC, Andrew Gilligan, hélt því
fram í frétt sem send var út í byrjun
júní – með tilvísun til upplýsisnga frá
ónafngreindum heimildarmönnum
innan stjórnkerfisins – að Campbell
hefði átt frumkvæði að því að „45
mínútna-fullyrðingin“, sem vakti
mikla athygli, var sett inn í skýrsluna
viku fyrir birtingu hennar 24. sept-
ember. Skýrslan varð síðan ráða-
mönnum að liði við að telja brezkan
almenning á að styðja ákvörðun
stjórnarinnar um að grípa til
hernaðaríhlutunar í Írak.
Írafárið sem fylgdi í kjölfar frétt-
arinnar, þar sem Campbell og for-
svarsmenn BBC glímdu allheiftar-
lega, leiddi til þess að það var gert
opinbert að dr. Kelly hefði verið aðal-
heimild fréttar Gilligans og hinn hlé-
drægi vísindamaður var yfirheyrður
af tveimur þingnefndum. Skömmu
síðar fannst dr. Kelly látinn skammt
frá heimili sínu, að því er virðist eftir
að hafa svipt sig lífi.
Vísar á yfirmann
leyniþjónustunefndar
Campbell sagði að hann hefði boð-
ið ráðgjöf um það með hvaða hætti
bezt væri að kynna skýrsluna en
háttsettir leyniþjónustumenn hefðu
alfarið stýrt gerð hennar.
Campbell útskýrði, að ákveðið
hefði verið á fundi í Downingstræti
hinn 9. september að John Scarlett,
yfirmaður leyniþjónustunefndar rík-
isstjórnarinnar (Joint Intelligence
Committee), ætti að bera hitann og
þungann af skýrslugerðinni og birt-
ingu hennar. Umrædd leyniþjón-
ustunefnd er eins konar yfirstjórn
allra leyniþjónustudeilda brezka
stjórnkerfisins, sem yfirmenn hverr-
ar deildar eiga sæti í og er ríkis-
stjórninni til ráðgjafar um málefni
sem snerta leyniþjónustustarfsemi
innanlands sem utan. Vitnisburðar
Campbells hafði verið beðið með
nokkurri eftirvæntingu, enda ljóst að
hann væri lykilvitni sem gæti varpað
ljósi á atburðarásina sem leiddi til
sjálfsvígs dr. Kellys um miðjan júlí.
Í vitnisburðinum í gær stóð Camp-
bell fast á því leyniþjónustu-
mennirnir hefðu stýrt gerð skýrsl-
unnar frá upphafi til enda, jafnvel
þótt fyrir rannsóknarnefndinni liggi
gögn sem sýna að stjórnendur á
skrifstofu forsætisráðherrans hefðu
átt í tölvupóstsamskiptum þar sem
athugasemdir og tillögur voru gerðar
um frágang skýrslunnar.
„Þeim mun þurrara,
því betra“
„Ég lagði áherzlu á að trúverðug-
leiki þessa plaggs ylti að mestu á því
að það væri ótvírætt verk JIC-nefnd-
arinnar,“ bar Campbell. Sagðist
hann hafa skráð í minnisbók sína það
sem talað var um á fundi sem hann
átti með Scarlett þann 11. septem-
ber. Tjáði hann rannsóknarnefndinni
að hann hefði sagt við Scarlett:
„Þeim mun þurrara, því betra; slepp-
ið málalengingum.“
„Þar erum við komnir að kjarna
málsins. (...) Mér finnst að á köflum
sé orðalagið óþarflega litríkt. Ég
sagði einnig að bezt væri að textinn
væri byggður að eins miklu leyti og
mögulegt væri á leyniþjónustuupp-
lýsingum,“ bar Campbell.
Hann var spurður hvaðan „45-mín-
útna-fullyrðingin“ hefði komið, en
hún hafði ekki verið nefnd í fyrri
skýrslum um gereyðingarvopnaeign
Íraka og í frétt Gilligans var því hald-
ið fram að stjórnendur á skrifstofu
forsætisráðherrans hefðu staðið fyr-
ir því að skýrslunni var breytt viku
fyrir birtingu hennar.
Campbell svaraði: „Ég vissi að hún
var komin frá JIC en mér voru þó
ekki kunnar þær hráupplýsingar
sem hún var byggð á, né heldur hvað-
an hún var upprunalega runnin.“
Fyrir utan dómhúsið í Lundúnum
þar sem vitnaleiðslurnar fara fram
hafði safnazt nokkur hópur fólks með
mótmælaspjöld með fordæmingum á
stríðinu í Írak. Gerði fólkið hróp að
Campbell er hann mætti.
Campbell verst
öllum ásökunum
Lundúnum. AFP.
Alastair Campbell (t.v.) mætir til vitnaleiðslunnar í Lundúnum í gær.
Almannatengslastjóri Tonys Blairs ber vitni í Kelly-rannsókninni svonefndu
Reuters