Morgunblaðið - 20.08.2003, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2003 19
Öldungadeild Menntaskólans
við Hamrahlíð
Er þetta ekki eitthvað fyrir þig?
Í boði er fjölbreytt nám í raungreinum, tungumálum og samfélagsgreinum.
Boðið er upp um sjötíu bóknámsáfanga þar af eru fimmtán áfangar í dreifnámi.
Þeir sem hafa lokið skilgreindu starfsnámi athugið að hægt er að fá það nám metið sem
heild inn í námsferil til stúdentsprófs.
Innritun er að hefjast fyrir haustönn 2003!
Innritun í Öldungadeild MH fyrir haustönn 2003 stendur yfir daganna 20. til 22. ágúst n.k.
frá kl. 13 til kl. 18 og laugardaginn 23. ágúst n.k. frá kl. 10 til kl. 14. Hægt verður að hafa
samband við námsráðgjafa daganna 20. til 22. ágúst n.k. frá kl. 15 til kl. 18. Þá verða
deildarstjórar til viðtals fimmtudaginn 21. ágúst milli kl. 17 og 18.
Mögulegt er að innrita sig í gegnum síma eða vefinn. Sjá nánar í Fréttapésa öldunga á
heimasíðu okkar.
Skólagjöld ber að greiða við innritun.
Komdu í heimsókn á heimasíðu okkar!
Þar má finna ýmsar hagnýtar upplýsingar s.s. Fréttapésa öldunga (vefrit Öldungadeildar),
stundatöflu haustannar, bókalista, kennsluáætlanir einstaka áfanga, innritunareyðublað
fyrir símainnritun og fl.
Slóðin er; www. mh.is
Rektor
LANDIÐ
ÁÐUR en Svandís Bára Stein-
grímsdóttir varð sextug ákvað hún
að óska eftir því við vini og vanda-
menn að þeir létu fremur fé af
hendi rakna í læstan bauk heldur
en að kaupa handa henni gjafir.
Hún hélt upp á afmælið þann 16.
ágúst sl. og það sem safnaðist í
baukinn, alls 59.020 krónur, gaf
hún félagi Einstakra barna.
,,Ég fékk svo mikið þegar ég
varð fimmtug“ sagði Svandís ,,að
mér fannst nær að aðrir fengju að
njóta þess, og vildi gjarnan sjá að
fleiri gerðu svona“. Hún vill koma
á framfæri þakklæti til allra
þeirra sem gerðu þessa gjöf
mögulega. Sædís Þórðardóttir fé-
lagsmaður veitti peningunum við-
töku og þakkaði framlagið. Að
sögn Sædísar er jákvætt hvað fólk
hér man eftir Einstökum börnum,
en í Borgarnesi eru þrjár fjöl-
skyldur í félaginu. Hægt er að
kaupa boli og derhúfur, auk minn-
ingarkorta og jólakorta til styrkt-
ar félaginu.
Gaf einstökum
börnum sextugs-
gjafirnar sínar
Morgunblaðið/Guðrún Vala
Sædís Þórðardóttir, hjá Einstökum
börnum, t.v., og Svandís Bára Stein-
grímsdóttir með baukinn góða.
Borgarnes
FERÐAMÁLRÁÐ Íslands hefur lát-
ið gera og setja upp upplýsingaskilti
við bílastæðið ofan göngustígsins
um Nautastíg sem gengið er um að
Djúpalónssandi í Þjóðgarðinum
Snæfellsjökli. Af Djúpalónssandi er
gönguleið yfir Suðurbarða í Dritvík
og síðan áfram norður í Hólahóla
eða upp í Sandhóla.
Greinargóðar upplýsingar um ná-
grennið eru á skiltinu á fimm tungu-
málum: íslensku, ensku, dönsku,
þýsku og frönsku. Mjög góðar
myndir prýða skiltið þar á meðal
mynd með örnefnamerkingum og
önnur sérstök af teikningu af völ-
undarhúsinu á Suðurbarða. Mynda-
smiðir eru þeir Snævarr Guðmunds-
son og Oddur Sigurðsson. Öllu er
efninu komið vel fyrir og allur frá-
gangur skiltisins þeim til sóma sem
að hafa unnið.
Upplýsingaskilti
við Djúpalónssand
Hellissandur
HELGINA 15. – 17. ágúst voru hald-
in hin árlegu Töðugjöld við Hellu en
þau voru fyrst haldin þar 1994. Talið
er að alls um 3 – 5.000 manns hafi
mætt þrátt fyrir votviðri. Ókeypis
var inn á svæðið og boðið upp á
fjöldamörg skemmtiatriði frá föstu-
dagskvöldi fram á seinnipart sunnu-
dags.
Töðugjöldin hófust á föstudags-
kvöldinu með tónleikum í Hellahelli í
Landsveit þar sem söngkonan Krist-
jana Stefánsdóttir kom fram ásamt
kvartett. Á Gaddstaðaflötum voru
haldnir tveir dansleikir, annar í tjaldi
en hinn í húsi.
Dagskrá laugardagsins hófst um
kl. 11:00 þegar markaðstjöld, leik-
tæki og veitingasala opnaði. Síðar um
daginn var boðið upp á fjölbreytta
dagskrá sem hófst á barnaguðsþjón-
ustu í umsjón sr. Halldóru J. Þor-
varðardóttur prófasts. Þá komu m.a.
fram hinir landsþekktu skemmti-
kraftar Gunni og Felix sem gerðu
stormandi lukku, ekki aðeins meðal
ungu kynslóðarinnar heldur einnig
þeirra sem eldri eru.
Það sem jafnan hefur verið fjöl-
sóttast á Töðugjöldum er kvöldvakan
og svo var einnig nú enda veðrið farið
að snúast gestum mjög í hag. Þar
voru úrslit dægurlagakeppninnar
kynnt en það var lag Viðars H. Stein-
arssonar við ljóð dóttur hans Klöru,
Rangárvallarokk, sem bar sigur úr
býtum. Alls bárust sjö dægurlög í
keppnina. Að venju endaði kvöldvak-
an á fjöldasöng undir stjórn Ómars
Diðrikssonar, brennu og flugeldasýn-
ingu sem Flugbjörgunarsveitin á
Hellu sá um. Aftur var haldinn dans-
leikur í tjaldi og í Hvoli, Hvolsvelli
léku Hljómar frá Keflavík fyrir dansi.
Á Hvolsvelli var alla helgina bíla-
og búvélasýning í tengslum við Töðu-
gjöldin.
Sunnudagurinn hófst með fjöl-
sóttri guðsþjónustu sem sr. Sigurður
Jónsson sóknarprestur í Odda sá um.
Tónlistin var í höndum Þorvaldar
Halldórssonar. Eftir hádegið tók við
skemmtileg dagskrá þar sem yngri
kynslóðin fékk heldur betur að njóta
sín. Keppt var m.a. í kassabílaralli í
þremur aldursflokkum og verðlaun
veitt fyrir frumlegasta farkostinn en
þau hlutu Ómar Páll Sigurbjörnsson,
Jónína Björnsdóttir og Helgi Ár-
mannsson fyrir ökutæki sem upp-
haflega var framleitt sem garð-
sláttuvél. Í hæfileikakeppni sem
einnig var haldin á sunnudag sigraði
Þuríður Marín Jónsdóttir sem söng
Maístjörnuna.
Ferðamálafélagið Hekla hafði með
höndum skipulagningu Töðugjald-
anna þetta árið en formaður stjórnar
þess er Anton Viggósson.
Vel heppnuð Töðugjöld á Gaddstaðaflötum við Hellu
Margt um manninn þrátt
fyrir rigningarsudda
Morgunblaðið/Anna Ólafsdóttir
Frumlegasta rallýfarartækið fékk verðlaun en það voru Jónína Björns-
dóttir, Ómar Páll Sigurbjörnsson og Helgi Ármannsson sem komu með
þessa fyrrverandi sláttuvél.
Morgunblaðið/Anna Ólafsdóttir
Gísli Stefánsson, Hafdís Dóra Sigurðardóttir, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir og Sigurður Rúnar Sigurðarson ásamt
börnum sínum skemmtu sér konunglega í brekkunni á laugardagskvöld.
Hella
KRISTINN Arnbjörnsson, vélamaður
frá Kópaskeri, er einn þeirra vösku
manna sem reyna eftir fremsta megni
að halda malarvegakerfinu þokka-
legu. Hann var nýlega að hefla veginn
milli Grímsstaða á Fjöllum og Jökuls-
árbrúar í 20° hita og sólskini. Hann er
þar ásamt fleirum frá RSNÞ efh. að
rykbinda þennan veg sem tengir
Fjöllunga við hringveginn. Hann gaf
sér þó tíma til að kveikja í pípu sinni
og rabba dulítið við vegfaranda.
Umræddur vegarspotti er einnig
upphafið á vegi niður að Dettifossi
sem mikið hefur verið í fréttum að
undanförnu vegna tíðra tjóna á bílum
sem lagðir hafa verið í þann háska
sem ökuferð um Hólssand er. Sem
betur fer hafa ekki orðið umtalsverð
slys á fólki á veginum í sumar, en fast
að 10 bílum munu hafa eyðilagst þar
að undanförnu. Þó hafa þeir Kristján
og félagar hans hjá RSNÞ ehf. gert
miklar lagfæringar á leiðinni síðan í
vor.
Veghefilsstjórinn
Morgunblaðið/Birkir Fanndal
Kristinn Arnbjörnsson,
vélamaður frá Kópaskeri.
Mývatnssveit