Morgunblaðið - 20.08.2003, Side 23
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2003 23
NÚVERANDI ráðstjórn hefir
tvívegis búið sér til bjarghringi úr
ósannindum í alþingiskosningum
til að fljóta á. Og í
báðum reyndist
nægilegt flotmagn.
Á landsfundi
Sjálfstæðisflokksins
1999 tilkynnti að-
alritari að hann og
ráðstjórn sín
myndu beita sér fyrir sáttum í
hinni illvígu deilu í fiskveiði-
málum. Þessu var einkar vel tekið
á fundinum, og Morgunblaðið og
ríkisfjölmiðlar undir stjórn Hólm-
steins lofuðu strax Guð og kváðu
nú vandamálið úr sögunni. Á það
lagði landslýðurinn trúnað og
veitti friðarpostulunum umboð til
að stjórna áfram.
Ekki voru þó allir trúaðir á að
hugur fylgdi máli í boðskap herr-
anna. Enda kom á daginn að lof-
orðin voru orðin ein, sem aldrei
var ætlunin að standa við.
Og lénsherrarnir vissu allt um
það og greiddu áfram styrkina
glaðir í kosningasjóð kvótaflokk-
anna.
Skipuð var svokölluð Auðlinda-
nefnd, sem reyndist afgreiðslu-
nefnd á pöntun um óbreytt
ástand. Fulltrúum kvótagreifanna
í nefndinni var boðið upp á leið,
sem þeir kusu sér fúslega: Mála-
mynda auðlindagjald í framtíðinni,
gegn því að jafnháum gjöldum
yrði af þeim létt.
Vert er að geyma það vel í
minni, að undir hið fræga nefnd-
arálit skrifuðu þrír þingmenn
Samfylkingar – athugasemdalaust.
Nú leið að kosningum 2003 og
ráðstjórnarmenn óttuðust mjög
um sinn hag; óttuðust að þeir
myndu kannski drukkna í ólgusjó
sjávarútvegsumræðu, en líklegt að
Frjálslyndi flokkurinn héldi sinni
fleytu á floti. Þá skeði það á
landsfundi Sjálfstæðisflokksins, að
vestfirzkur sjóari, Guðmundur
Halldórsson frá Bolungarvík, kast-
aði til aðalritara nokkru, sem hon-
um virtist í fyrstu vera þung
sakka, sem myndi líkleg til að
draga Sólina Miklu í kaf í augum
sægreifanna. Þetta var tillaga
Guðmundar um ívilnun til handa
smábátum á línuveiðum, dagróðr-
arbátum.
Það kom ýmsum mjög á óvart,
að tillaga Guðmundar var sam-
þykkt á fundinum, sér í lagi þeim,
sem vita að á slíkum fundi er ekk-
ert samþykkt, sem forystan er
andstæð.
Hvernig í ósköpunum mátti
þetta verða?
Svarið varð fljótlega lýðum
ljóst. Pólitíski töframaðurinn í for-
mannssætinu hafði breytt blý-
sökkunni í bjarghring með sömu
aðferð og hann bjó sér til bjarg-
hring í kosningunum 1999 og á
var minnzt í upphafi þessa grein-
arstúfs.
Aðalritari fór um landið, hring-
inn í kring, og lofaði línuívilnum.
Menn féllu fram og lofuðu foringj-
ann, enda hafði hann nýverið full-
vissað kjósendur um að hann
stæði ævinlega við öll loforð sín.
Og sjá! Málsmetandi menn eru
nú á einu máli um að loforðið hafi
ráðið úrslitum um að ráðstjórnin
hélt velli! Enda hringdi aðalritari í
Guðmund sjóara í kosningahríð-
inni og þakkaði honum fyrir lausn-
ina, sem skipt hefði sköpum.
Og varla verður aðalritara
skotaskuld úr að finna sönnun
þess, að hann standi alltaf við öll
loforð sín, þótt staðreyndir sýni
annað, enda almenningur gleym-
inn og auðtrúa að hans mati.
Bjarghringir
Eftir Sverri Hermannsson
Höfundur er fv. þingmaður
Frjálslynda flokksins.
NÝLEGA er lokið Norrænu geðlæknaþingi sem haldið var hér í
Reykjavík þar sem fagfólki í geðheilbrigðisþjónustu gafst kostur á að
bera saman bækur sínar og ræða það sem efst er á baugi í geðheil-
brigðisþjónustu á Norðurlöndum. Á þinginu voru marg-
ir þekktir fyrirlesarar m.a. frá Norðurlöndum, Bret-
landi og Kanada. Það sem er minnisstætt frá þessu
þingi og ástæðan fyrir þessum pistli var umræðan um
vonina sem ekki verður frá okkur tekin, þrátt fyrir að
óhöpp og sjúkdómar dynji yfir.
Finnar höfðu kannað hverjar væntingar geðfatlaðra
einstaklinga væru til lífsins og tilverunnar og hvað
vekti með þeim von um betra líf. Það kom í ljós að
væntingar geðfatlaðra einstaklinga voru þær helstar að búa við fé-
lagslegt öryggi og eiga öruggt heimili, búa við gott viðurværi hvað
snertir mat og aðrar nauðsynjar og hafa félagsskap af öðrum og þá
sérstaklega þeim sem eiga við sömu vandamál að stríða. Væntingar
aðstandenda og starfsfólks sem önnuðust þessa einstaklinga voru í
meginatriðum þær sömu, þótt væntingarnar væru stundum aðeins
meiri, t.d. um getu til að stunda vinnu, íþróttir og að njóta menning-
arlegra atburða í ríkara mæli.
Finnar höfðu einnig kannað hvort félagsleg staða og kyn hefði áhrif
á lífsgæði og kom í ljós að einhleypir, geðfatlaðir karlmenn voru hvað
mest einangraðir og verst settir félagslega og bjuggu við lökust kjör.
Margir þeirra bjuggu enn hjá foreldrum þar sem þeir voru ófærir um
að búa einir.
Það virðist vera að geðfatlaðir einstaklingar búi við verri aðstæður
hér á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum þegar kemur að samfélags-
legri þjónustu. Þá skortir stuðning til að búa við þær aðstæður sem
efla sjálfsvirðingu þeirra og sjálfsvitund og skapar þeim öryggi og vel-
líðan. Ákveðin krafa kom fram um að efla þjónustu við geðfatlaða ein-
staklinga í samfélaginu og auka búsetumöguleika við þeirra hæfi.
Ég vil þakka geðlæknafélaginu og öðrum sem að þessu þingi stóðu
fyrir sérstaklega áhugavert og hvetjandi þing fyrir þá sem starfa við
geðheilbrigðisþjónustu.
Bættur aðbúnaður geðfatlaðra
– von um betra líf
Eftir Ingibjörgu Hrönn Ingimarsdóttur
Höfundur er geðhjúkrunarfræðingur.
vinnupallar
Sala - leiga
Sími 577 2050 · Fax 577 2055 · GSM 824 2050 · www.formaco.is
Fyrir flottar konur
Bankastræti 11 • sími 551 3930www.nowfoods.com
Skráning í síma 511-1575 og á www.hreyfigreining.is
Námskeið um lífsstíl
Morguntímar • Hádegistímar • Kvöldtímar
Innifalið í öllum námskeiðum er:
3 fastir tímar á viku, aðgangur að opnum tímum og tækjasal, mappa full af fróðleik um
þjálfun, næringu og lífsstíl, tími með þjálfara í tækjasal, fyrirlestur um næringarfræði og
lífsstíl, fitumælingar og þrekpróf, regluleg vigtun, matardagbók og hreyfingardagbók,
samanburður á mælingum í lok námskeiðs, stuttermabolur og vatnsbrúsi.
Fyrstu námskeiðin hefjast 25. ágúst
Karlaátak – 8 vikur, þrisvar sinnum í viku. 14.900 kr.
Í kjólinn – 8 vikur, þrisvar sinnum í viku. 14.900 kr.
Stórátak – 16 vikur, þrisvar sinnum í viku. 26.900 kr.
Unnur Guðrún
Pálsdóttir,
sjúkraþjálfari
Hólmfríður B.
Þorsteinsdóttir,
sjúkraþjálfari
Ása Dagný
Gunnarsdóttir,
íþróttakennari og
nemi í sjúkraþjálfun
Emilía
Borgþórsdóttir,
sjúkraþjálfari
Vaka
Rögnvaldsdóttir,
íþróttakennari
Guðrún
Höskuldsdóttir,
Þolfimileiðbeinandi
Augl‡singasími: 595 9046 –www.sparimagazin.is
Í bla›inu ver›ur a› finna fjölda
tilbo›a sem flú mátt ekki missa af!