Morgunblaðið - 20.08.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.08.2003, Blaðsíða 24
UMRÆÐAN 24 MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Opið mán.-fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9-17 Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Mjög vel staðsett 90 fm íbúð á annarri hæð til vinstri. Íbúðin skiptist m.a. í gott svefnherbergi, tvær sam- liggjandi stofur með rennihurð sem auðvelt er að skipta í stofu og gott herbergi, baðherbergi með kari og rúmgott eldhús. Húsið er nýlega standsett að utan og þá skipt um gler. Góð lóð og næg bílastæði. Íbúðin laus til afhendingar við kaupsamning. Verð kr. 12,3 milljónir. KAPLASKJÓLSVEGUR 39 OPIÐ HÚS Í DAG KL. 20 - 22 HVERNIG er hægt að fyrirgefa þeim sem misnota börn, þeim sem beita einhvers konar ofbeldi, nauðga eða taka líf annarrar mann- eskju? Mannlega séð er það örugglega ekki auðvelt, jafnvel ill- mögulegt og ekki ætla ég að segja til um það hverjum eigi að fyrirgefa og þá hvenær eða hvernig. Ef það er þá hægt. Þegar um refsiverða glæpi er að ræða hlýtur að vera eðlilegt að kæra. Taka þá leikreglur samfélags- ins viðkomandi geranda og dæma hann til hegningar eftir vonandi sanngjörnum lögum landsins. Hegningin hlýtur þá að taka mið af því að forða samfélaginu frá glæpa- manninum um tíma. Hegningin hlýtur þó ekki síður að miðast að því að koma viðkomandi ódæð- ismanni til hjálpar eða betrunar svo hann sjái að sér, bæti ráð sitt og geri síður glæpsamleg glappaskot eða mistök framvegis. Allt hlýtur þetta að vera bæði mann- og þjóðfélagslega bætandi og auk þess ákveðin viðurkenning þol- enda á því að refsivert athæfi hafi verið framkvæmt og því réttlætinu fullnægt að einhverju marki með dómsuppkvaðningu og þar til gerðri refsingu eða öllu heldur einhvers konar betrun eða við skulum alla vega vona að svo sé. Brotaþola og samfélaginu öllu hlýtur því að líða betur? Þótt vissulega hljóti að vera eftir úrvinnsla erfiðra tilfinninga, sársauka og sorgar þolanda, fjöl- skyldu hans og vina. Sumt ofbeldi og misrétti verður þó aldrei hægt að kæra þótt mis- kunnarlaust og mannskemmandi kunni að vera. Meiðandi mannleg samskipti Í daglegum mannlegum sam- skiptum verðum við fyrir alls kyns árekstrum. Á okkur er hallað, okkur er hafnað, við erum beitt órétti, við erum svikin, lögð í einelti eða beitt einhvers konar ofbeldi sem erfitt getur verið að sanna eða kæra. Þá vaknar sú erfiða spurning: Er hægt að fyrirgefa þeim sem gerir eitthvað á okkar hlut? Hverjum á að fyrirgefa og þá hvenær eða hvern- ig? Hvað sem öllu ranglæti, ofbeldi og glæpum líður heldur lífið alltaf einhvern veginn áfram. Og þá er spurningin: Er hægt að lifa með orðinni framkomu eða verknaði og þá hvernig? Sumt verður aldrei tek- ið aftur og aldrei bætt, jafnvel þrátt fyrir iðrun og góðan vilja. Öll viljum við væntanlega koma sem skást út úr áföllum, sjá til sólar á ný, þótt orðin reynsla marki óneit- anlega djúpt sár og skilji oft eftir sig illgræðanlegt ör sem við neyð- umst til að bera og lifa með þótt við hefðum óskað þess heitast af öllu að hafa sloppið við að eignast viðkom- andi reynslu. Ef við viljum vinna að því að ná áttum eftir hvers konar áfall er þá rétta leiðin að nærast á og vilja við- halda beiskju, biturð, hatri og hefnd? Eða er það raunhæfur kost- ur að vilja leitast við að fyrirgefa, ef það er þá á mannlegu valdi? Fyrirgefning er ekki sama og samþykki Það að fyrirgefa er spurning um hugarfar, lífsafstöðu. Öll þráum við að okkur sé fyrirgefið. Fyrirgefn- ingin er háleitt, göfugt og verðugt markmið. Það að fyrirgefa er að sætta sig við að gera viðkomandi at- burð að fortíð sem við fáum ekki breytt. Það er að ákveða að horfa fram á veginn og halda áfram. Fyrirgefningin kostar ákveðnar hugarfarslegar fórnir. Við þurfum að ganga í okkur og jafnvel brjóta odd af oflæti okkar. Það getur verið sárt. Fyfirgefningin er spurning um lífsafstöðu, hún er liður í úrvinnslu tilfinninga. Þegar upp er staðið gef- ur hún mikið. Það er eins og þungu fargi sé létt af hjarta okkar. Lífs- gangan verður bærilegri og við sátt- ari við náungann, umhverfið og ekki síst okkur sjálf. Það að fyrirgefa er ekki það sama og að sætta sig við eða að sam- þykkja einhverja liðna meiðandi at- burði. Síður en svo. En það er að sætta sig við að atburðurinn er for- tíð sem við fáum ekki breytt. Við hljótum að þrá réttlæti og við sættum okkur ekki við liðna meið- andi atburði sem rændu okkur ein- hverju mikilvægu og dýrmætu, ollu mikilli vanlíðan og jafnvel óbæt- anlegu tjóni. Við skulum aldrei samþykkja slíkt framferði í hvaða mynd eða á hvaða stigi sem það kann að birtast. Stöndum saman um að koma í veg fyrir misnotkun, ofbeldi og hvers konar glæpi. Finnum leiðir til að koma fórnarlömbunum til var- anlegrar hjálpar svo þau þurfi ekki að burðast ein með hina erfiðu líðan. En að festast í beiskju, biturð, hatri og hefnd þegar til lengri tíma er litið er mannskemmandi, við stöðnum og festumst í biturri og sárri fortíðinni. Beiskja, biturð, hat- ur og hefnd leiðir okkur endanlega inn í myrkur og ógöngur. En sú lífsafstaða að vilja að okkur sé fyrirgefið jafnvel óverðskuldað og það að reyna í veikum mann- legum mætti að fyrirgefa náung- anum bætir líðan okkar á leið til framtíðar. Hatrið ýfir upp sár sem alltaf eru flakandi og aldrei gróa. En fyrirgefningin er eins og græð- andi smyrsl. Þótt vissulega sitji allt- af eftir ör sárra minninga. Dagurinn í gær eða dagurinn í dag. Okkar er valið. Við getum ekki lifað báðum. Annaðhvort festumst við í fortíðinni eða lifum deginum í dag og horfum fram á veginn með reynslu fortíðarinnar sem bakgrunn en ekki sem stjórnanda. Kannski er það svo eftir allt sam- an bara alls ekkert á mannlegu valdi að fyrirgefa. Hvað er þá til ráða? Guð. Hann getur allt. Felum okkur því honum sem mýkir hjört- un. Honum sem kann, vill og getur fyrirgefið og reisir okkur upp á ný til vonarríkrar og bjartrar fram- tíðar. Er fyrirgefningin raunhæfur valkostur? Eftir Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur er rithöfundur, fram- kvæmdastjóri Laugarneskirkju og forseti Gídeonfélagsins á Íslandi. UNDANFARNA daga hefur ver- ið umræða um hvort banna eigi tób- aksreykingar á veitinga- og skemmtistöðum. Sitt sýnist hverjum og er umræðan oft heit eins og yfirleitt ger- ist þegar rætt er um reykingar. En um hvað snýst þetta mál? Af hverju á að banna reykingar? Jú, aðalröksemd- in virðist sú að starfsfólk veitinga- og skemmtistaða sé nauðugt viljugt umvafið reykjarmekki í vinnunni og því þurfi að verja það óbeinum reyk- ingum með því að banna reykingar. Með reykingabanni verður loftið nefnilega hreint og tært og starfs- fólkið sem um ræðir getur dregið andann léttar í orðsins fyllstu merk- ingu. En þarna er jú mergurinn málsins: hreint loft. Hreint loft er nefnilega það sem þetta í raun og veru snýst allt um. Stóra spurningin er hins vegar hvort besta leiðin til að auka hreina loftið sé með boðum og bönnum. Er einhver önnur leið fær? Andrúmsloftið er þeim eiginleika gætt að vera allsstaðar umhverfis okkur og því geta allir notað það án þess að þurfa að borga fyrir notin – því miður, frá sjónarhóli hagfræð- inga. Við hagfræðingar tölum í svona tilvikum um markaðsbrest, því markaðinum tekst ekki að fá fólk til að borga fyrir not á andrúmsloft- inu. Þetta ber ekki að skilja svo að hver andardráttur eigi að vera verð- lagður, heldur að þeir sem menga andrúmsloftið ættu að borga fyrir það. Í því tilviki sem hér um ræðir væri auðvitað best að þeir sem vilja reykja – því sumir vilja reykja – hreinlega mundu borga fyrir það tjón sem þeir valda. Auðvitað gera þeir það að vissu marki nú þegar í formi gjalda sem ríkisvaldið leggur á tóbaksvörur, en umræða und- anfarinna daga bendir eindregið til þess að þetta gjald sé ekki nógu hátt. Bíddu nú við, hugsar reyk- ingafólk, er verið að stinga upp á að auka enn skattlagningu á sígar- ettur? Nei, ekki er það nú tilgangur þessa greinarstúfs, enda er til reyk- ingafólk sem stundar ekki veitinga- og skemmtistaði og ætti því ekki að bera kostnað við að hreinsa loftið þar. Tilgangurinn hér er sá að benda á annars konar gjaldtöku sem gæti verið valkostur við núverandi hugmyndir um algert bann á reyk- ingar. Hugmyndin er að setja á gjald, sem kalla mætti reykgjald, sem eigendur veitinga- og skemmti- staða greiða og muni þetta gjald renna beint til tóbaksvarna og heil- brigðisstofnana sem eiga við afleið- ingar reykinga. Reykgjald þetta færi t.d. eftir stærð þess húsnæðis sem tóbaksreykur nær til á hverjum veitinga- og skemmtistað. Tökum sem dæmi 500 fermetra húsnæði þar sem lofthæð er 2,5 metrar. Þarna er því um að ræða 1.250 rúm- metra. Nú má hugsa sér að taka gjald fyrir hvern rúmmetra húsnæð- isins og mætti þetta gjald síðan vera reiknað fyrir hvern dag sem er opið eða fyrir hverja viku eða fyrir hvern mánuð. Það má hugsa sér margs- konar útfærslur, en ímyndum okkur að gjaldið sé 100 krónur á rúmmetra og látum tímalengd liggja á milli hluta. Því væri gjaldið 125 þúsund krónur fyrir þennan stað. Ég efa ekki að húseigandanum þætti blóð- ugt að borga þetta gjald, en engu að síður munu margir taka þetta fram- yfir reykingabann, því ef gjald er innheimt ætti húseigandinn ýmsa möguleika í stöðunni, sem ekki eru til staðar ef um bann er að ræða. Hann gæti jú velt þessu yfir í að- gangseyrinn, nú eða hækkað verð á drykkjum og mat sem hann selur. Þá er hins vegar viðbúið að eitthvað fækki viðskiptavinum, og ekki yrði húseigandinn ánægður með það. Auðvitað gæti hann bara tekið gjaldið á sig svo hagnaður hans af starfseminni minnkaði sem næmi gjaldinu, en ef gjaldið er mjög hátt mundu einhverjir leggja upp laup- ana. En einn valkostur væri jú að minnka reyksvæðið í húsinu og þar með lækka gjaldið sem þyrfti að borga. Ef gjaldið er nógu hátt þá mundu sjálfsagt einhverjir, einkum matsölustaðaeigendur, banna alveg reykingar og þar með losna alveg við gjaldið. Aðrir gætu brugðið á það ráð að innrétta reykherbergi og þar með minnka rúmmetrafjöldann sem reykgjaldið leggst á. Auðvitað þarf að vera tryggt að reykur berist ekki inn á önnur svæði húsnæðisins. Í dæminu okkar mætti hugsa sér að húseigandinn setji 100 fermetra undir reykherbergi og þarf þá að- eins að borga reykgjald fyrir 250 rúmmetra. Það þýðir sparnað upp á 80% frá upprunalega gjaldinu. Kostir þessarar aðferðar eru m.a. að veitinga og skemmtistaðaeigend- ur færu sjálfviljugir út í breytingar, ekki vegna lagaákvæða, heldur vegna þess að þeir búast við aukn- um hagnaði í kjölfarið. Einnig eiga viðskiptavinir valkosti, því sennilega mundu einhverjir reyklausir staðir spretta upp í kjölfar reykgjaldsins. Síðan fær ríkið tekjur sem verða nýttar við tóbaksvarnir og meðferð vegna tóbakssjúkdóma. Á hinn bóg- inn mun þessi leið ekki útrýma reykingum, því einhverjir munu borga gjaldið og bjóða sínum við- skiptavinum upp á reykmettuð húsakynni. Þessar hugleiðingar sem hér eru settar fram eru langt frá því að vera fullmótaðar og að mörgu þyrfti að hyggja áður en til útfærslu kæmi. Tilgangurinn er einungis að vekja fólk til umhugsunar og að leggja fram raunhæfan valkost við þau reykingaboð og -bönn sem hafa ver- ið rædd undanfarið; valkost sem yrði líklega meiri sátt um en algert reykingabann. Með bönnum skal land byggja? Eftir Vilhjálm H. Wiium Höfundur starfar við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. FJÖRLEGAR umræður hafa átt sér stað upp á síðkastið um það hvort reykingum skuli alfarið úthýst af veitingahúsum, skemmtistöðum og börum. Furðuleg sjónarmið hefur bor- ið á góma í um- ræðunni þess efnis að ,,eigendur veit- inga- og skemmti- staða ráði því sjálfir hvort þeir leyfi reykingar í húsum sínum. Okkur ber skylda til að nota ör- yggisbelti í einkabílum okkar, nota handfjálsan búnað þegar við tölum í síma og aka á löglegum hraða, fara að settum reglum – til að fækka bíl- slysum og dauðsföllum. Ábyrgð yf- irvalda er öðrum til eftirbreytni hvað það varðar. Hvers vegna bjóða eigendur banka, kvikmyndahúsa, flugfélaga, rútufyrirtækja og ann- arra fyrirtækja ekki upp á reyk- og reykrými fyrir viðskiptavini sína? Þeir hljóta að ráða yfir sínum eigin húsum. Fram til þessa hafa ekki ein rök verið færð fyrir því hvers vegna leyfa ætti reykingar á veitinga- og kaffihúsum, börum og skemmtistöð- um, en ekki á öðrum opinberum stöðum. ,,Af því bara er ekkert svar en það hefði líklega talist fullgilt svar fyrir hálfri öld þegar enginn vissi að tóbaksreykur væri ban- vænn. Ætla mætti að hagsmuna- samtök starfsfólks veitinga- og skemmtistaða líti á sitt fólk sem ann- ars flokks starfsfólk sem sé í lagi að fórna í eiturmettað andrúmsloft. Hvað varð um lög um vinnuvernd? Hvers á þetta starfsfólk að gjalda? Það er með ólíkindum að á nýrri öld skuli einstaklingar enn rísa upp og reyna að sannfæra landsmenn um að reykingar á opinberum stöðum, innan um aðra, séu sjálfsögð mann- réttindi. Allar erlendar kannanir sýna að það er nánast enginn munur á eiturefnamagni í reyklausu- eða reykrými á veitingastöðum (Hels- inki 2003). Innlit á veitingastaði í Reykjavík sannreyna það og sýnir nýlega könnun (TVN 2002) að 39 staðir af 40, sem leyfa reykingar, fara ekki að lögum um tóbaksvarnir. Í tóbaksreyk eru tæplega 60 krabbameinsvaldandi efni og þau fara ekki í manngreinarálit, hvað þá að þau hörfi þegar þau berast inn á ,,reyklaus“ svæði. Hvernig getur reykingamaður vitað að reykur frá hans sígarettu kveikir ekki krabba- mein hjá einstaklingi sem hugðist fá sér kaffisopa á ,,reyklausu“ svæði. Tóbaksvarnir snúast um að bjarga mannslífum þegar til lengri tíma er litið. Stjórnmálamenn, sem geta skipt sköpum í tóbaksvörnum, eru meðvitaðir um það. Það væri fróð- legt að gera skoðanakönnun á því hversu mörgum mannslífum Íslend- ingar eru tilbúnir að fórna fyrir það að leyfa reykingar áfram á opinber- um stöðum. Hvers virði er hvert mannslíf? Milljón, hundrað milljónir, milljarður? Hverjum á að fórna? Er kannski nógu mörgum fórnað nú þegar? Staðreyndin er sú að á milli 30 og 40 manns deyja árlega af völdum óbeinna reykinga á Íslandi, saklaust fólk. Hátt í 400.000 manns á heims- vísu falla árlega vegna óbeinna reyk- inga í nafni frelsis þess sem reykir, þ.e. ,,að engum kemur við hvort ég reyki. Það að minnast á frelsi og mannréttindi í sömu andrá og reyk- ingar er hjákátlegt. Hverra frelsi er það að um 55% barna á heimsvísu búa við óbeinar reykingar á heim- ilum? Hverra frelsi er það að börn neyðast til að anda að sér krabba- meinsvaldandi efnum, bundin í bíl- stól? Hverra frelsi er það þegar móðir reykir á meðgöngu? Reyk- ingar eru ánauð þótt allir hafi vit- anlega frelsi til að gera það sem þá langar til, ,,svo fremi að þeir skaði ekki aðra (samkvæmt mannréttinda- sáttmála sameinuðu þjóðanna). Heil- brigðisyfirvöld úti um allan heim vörðu hundruðum milljarða til að stöðva útbreiðslu bráðalungnabólg- unnar á dögunum sem lagði innan við 1.000 saklausa einstaklinga að velli. Til allrar hamingju tókst það en núna er kominn tími til að bjarga einhverjum af þeim 400.000 sem deyja árlega vegna reykinga ann- arra. Tóbaksvarnir eru í forgangi í heil- brigðisáætlun ríkisstjórnar Íslands sem nær til ársins 2010. Markmiðin eru háleit en þau nást ekki nema borin sé virðing fyrir hverju einasta mannslífi. Hingað til hafa íslenskir stjórnmálamenn haft hugrekki og framsýni til að hefta útbreiðslu reykinga, sölu á sígarettum til ung- menna og fleira með lagasetningum, auknu fjárframlagi og miklum stuðningi. Í ljósi þess stuðnings hef- ur tóbaksvarnastarf á Íslandi verið öðrum þjóðum til eftirbreytni. Litla Ísland hefur verið í fararbroddi. Innan örfárra ára munu reykingar á veitingahúsum, skemmtistöðum og krám heyra sögunni til í hinum vest- ræna heima. Fjöldi landa mun stíga skrefið árið 2004 enda hefur reynsl- an frá Bandaríkjunum, Kanada og víðar sýnt að allir hagnast á því að banna reykingar á opinberum stöð- um. Og mannslífum er bjargað. Brátt kemur í ljós hvort Ísland ætlar að vera með fyrri eða seinni skip- unum í þessum efnum. Heilbrigð- isráðherra hefur ýtt úr vör, enda framsýnn maður sem ber virðingu fyrir mannslífum og hefur markmið ríkisstjórnarinnar í tóbaksvörnum að leiðarljósi. Yfirgæfandi meirihluti þjóðarinnar vill banna reykingar á veitinga- og skemmtistöðum (IBM 2000, Gallup 2002). Þótt einstaka raddir mótmæli hástöfum og reyni að eitra út frá sér er hinn þögli meirihluti hlynntur því sem koma skal. Það væri þó málinu til stuðn- ings ef fleiri gæfu sér tíma til að hugsa upphátt! Eru mannslíf bara skiptimynt? Eftir Þorgrím Þráinsson Höfundur er framkvæmdastjóri Tóbaksvarnaráðs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.