Morgunblaðið - 20.08.2003, Side 32

Morgunblaðið - 20.08.2003, Side 32
MINNINGAR 32 MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Auður Jónsdóttir(Vigmo) Colot fæddist í Stykkis- hólmi 18. apríl 1921. Hún lést í Alexandríu- borg í Virginíufylki í Bandaríkjunum 26. júlí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Sesselja Kon- ráðsdóttir, kennari og skólastjóri frá Stykkishólmi, f. 31. jan. 1897, d. 22. apríl 1987, og Jón Ólafur Guðsteinn Eyjólfsson, kaupmaður í Stykkis- hólmi og síðar í Reykjavík, f. 27. júlí 1891, d. 15. jan. 1968. Auður var elst fjögurra systkina; Ingi- björg Margrét, f. 3. júní 1923, d. 2. sept. 1998, Þóra Margrét, f. 11. ágúst 1925 og Eyjólfur Konráð, f. 13. júní 1928, d. 6. mars 1997. Fyrri eiginmaður Auðar (6. apríl 1946) var Harald Vigmo læknir, f. 17. okt. 1915, d. 15. sept. 1950. Börn þeirra eru: 1) Hildur Vigmo Colot sameindalíffræðingur og tónlistarmaður, f. 31. des. 1946, maki Karen Hansen tónlistarmað- ur/tónskáld, 2) GerðurVigmo Col- ot kennari, f. 11. ágúst 1950, maki Guðmundur Ásgeirsson barna- læknir. Börn þeirra; Freyr tónlist- armaður/tölvunarfræðingur, f. 31. júlí 1979, Úlfhildur tónlistarmað- ur, f. 20. ágúst 1980, sambýlismað- ur Manuel Fernandez Ortiz tónlist- armaður og Finnbogi Darri nemi, f. 10. júní1989.Seinni eiginmaður Auðar (13. feb. 1953) var Peter Col- ot, flugstjóri í sjóhernum/verk- fræðingur, f. 13. feb. 1926, d. 5. apríl 1981. Börn þeirra eru: 3) Þóra Sesselja Rose Colot, framkvæmdastjóri í Washington DC, f. 13. feb. 1954. Sonur hennar er Peter Adrien Brooks Colot verkfræðingur, f. 25. maí 1977, sambýlis- kona hans Courtney Boissonnault, bók- menntafræðingur, 4) Freyja Valerie Lynn líffræðingur, f. 7. jan. 1958. Auður stundaði ýmis störf sem ung kona og nam við Húsmæðraskól- ann að Staðarfelli 1942-43. Hún var fulltrúi Íslands í ungmenna- deild Rauða krossins í Bandaríkj- unum árið 1945. Eftir að hún missti fyrri manninn sinn starfaði hún við sölu kvenfatnaðar og stofnaði með öðrum kvenfatabúðina Gullfoss. Hún flutti til Bandaríkjanna 1953 með nýjum eiginmanni og börnum sínum, sem Peter ættleiddi. Bjó þar á mörgum stöðum frá 1953- 1966 enda búferlaflutningar nán- ast daglegt brauð meðal her- mannafjölskyldna. Síðustu 37 árin hélt Auður heimili í Alexandríu- borg í Virginíufylki en sinnti líka ýmsum störfum utan heimilis. Starfaði hún þar t.d. aftur við sölu- mennsku en var einnig um tíma í ýmiskonar sjálfboðavinnu. Einnig var Auður mjög öflug í félagsstarfi Íslendinga á stór-Washington svæðinu. Minningarathöfn um Auði verður í Laugarneskirkju í dag og hefst hún klukkan 15. Útför Auðar var gerð 31. júlí. Tengdamóðir mín er látin eftir erf- ið veikindi. Ég geri ráð fyrir að hún hafi háð marga orrustuna áður, enda líf hennar ekki alltaf dans á rósum, og ekki verið vön því að tapa. Hún barðist hetjulega sl. mánuði en varð að játa sig sigraða og hlaut að lokum hægt andlát í svefni. Á rúmum aldarfjórðungi kynntist ég Auði vel og var hún okkur Gerði alla tíð ómetanleg stoð og stytta, sér- staklega er börnin fæddust en einnig þau ár sem við bjuggum í Alexandriu. Mannkostir hennar voru margir og miklir en mest áberandi var óvenju- leg, nánast ótrúleg gestrisni hennar og greiðvikni. Kom þetta ekki ein- göngu fram gagnvart fjölskyldu og nánum vinum, heldur nánast hverj- um sem var. Heimili hennar var opið fólki enda oft gestkvæmt hjá Auði á meðan heilsan leyfði. Frægar voru 1. des. veizlur hennar og á páskum var hópurinn gjarnan stór, sem leitaði eggja í garðinum hennar. Þó eru jóla- boðin minnisstæðust en þá var húsið oftast yfirfullt af fólki, allir voru vel- komnir. Hún var höfðingi heim að sækja og leið fólki vel á hennar heim- ili. Ekki ætlaðist hún heldur endilega til að fólk gyldi í sömu mynt. Vina- og kunningjahópur hennar var því stór, enda hafði Auður búið á sama stað í nánast 4 áratugi. Hún hélt ávallt sterkum tengslum við fjölskyldu og vini á Íslandi, kom heim eins oft og hún gat og lét sig ekki vanta í stórafmæli, fermingar og annað, sem skipti hana máli. Heldur voru ferðirnar þó strjálli sl. ár er heilsan fór að bresta. Auður hafði ákveðnar skoðanir og á stundum óvenjulegar, þótt á flestan hátt væri hún annars hefðbundin í skoðunum. Hún hafði ákveðnar óskir um kveðjustundina og vildi helst að viðhöfnin yrði sem minnst en að fólk kæmi saman og skemmti sér vel. Þá vildi hún t.d. engan legstein og „hana nú“. Ég kveð Auði með þakklæti, virð- ingu og söknuði í huga. Það er alveg rétt hjá þér, Auður mín, við þurfum ekki legstein til að minnast þín. Guðmundur Ásgeirsson. Hún Auður móðursystir mín er eftirminnileg kona. Þegar ég velti því fyrir mér, hvers vegna mynd hennar birtist svo skýrt í huganum, þrátt fyrir langvarandi fjarvistir hennar í annarri heimsálfu, verður skýringin sú, að hún hafi verið svo hrein og bein. Hún sagði meiningu sína, jafn- vel í tilvikum þar sem flestir aðrir hefðu þagað til hlífðar þeim sem um var rætt. Þá var hún oft snögg upp á lagið. Þræðir persónunnar voru ofnir úr einlægni, heiðarleika og eins kon- ar hvatvísi, sem fór ekki í manngrein- arálit. Svo hafði hún stórt hjarta. Maður fann að henni þótti vænt um fólk. Þegar hún til dæmis í fyrsta sinn sá og kynntist litlum frænda, sem hún aldrei hafði séð áður, var áhugi hennar og ræktarsemi ekta. Niðurstaðan varð sú, að hún varð manni kær. Ekki vegna þess að hún væri frænka sem maður átti að láta sér þykja vænt um, heldur vegna þess að hún var manneskja sem manni hlaut að þykja vænt um. Hann var í raun og veru merki- legur æviferill þessarar konu. Hún fæddist í sjávarþorpi á Íslandi snemma á síðustu öld við lítil efni. Henni bauðst ekki fremur en svo mörgum öðrum á þeim tíma nein skólaganga að heitið gæti. Hún spjaraði sig samt alltaf, þó að lífið væri ekki alltaf dans á rósum. Hún var glæsileg kona og vonbiðlarnir margir. Hún giftist tvisvar en missti báða menn sína. Hún þurfti að taka sig upp með tvær litlar dætur sínar og flytja til annarrar heimsálfu til að stofna þar heimili með seinni manni sínum, Pétri Colot. Með honum eign- aðist hún tvær dætur í viðbót. Hann þurfti oft að dvelja fjarri heimilinu vegna vinnu sinnar hjá hernum. Svo dó hann líka langt á undan henni. Þá hafði hún fest rætur vestra og bjó þar áfram, en kom öðru hvoru í heim- sókn til gamla landsins. Ég var strákur í Blönduhlíðinni, þar sem stórfjölskyldan bjó, þegar Auður frænka flutti til útlanda með frænkur mínar Hildi og Gerði. Ég man ekkert mikið eftir henni frá því áður en hún flutti. Ég man hana miklu frekar sem Auði frænku í Bandaríkjunum. Hún sendi okkur alltaf pakka um jólin. Það var alveg sérstakur helgiblær yfir þessum pökkum. Í þeim var alltaf eittvað sem kom á óvart og gladdi smávaxið frændfólkið. Einn grip á ég ennþá, sem skipar sérstakt heiðurssæti á jólum á mínu heimili. Það er lítill snjókarl með ljósaperu í. Svona grip- ur var hreinasta gersemi á þessum árum. Er það reyndar ennþá fyrir sakir uppruna síns. Ógleymanleg er ferðin, sem við fórum til hennar snemma árs 2001 til að halda uppá áttræðisafmælið með henni. Við hjónin höfðum með okkur tvö yngstu börnin. Auður náði alveg sérstöku sambandi við þau strax. Grettir bróðir minn og kona hans voru líka með í för. Ekki grunaði okk- ur þá að hann yrði fallinn frá innan skamms tíma. Auður tók á móti okk- ur af þeim myndarskap, sem svo margir þekkja hana af. Það var eins og hún væri fædd selskapsdama. Hún hafði áhuga á fólki og fólk hafði áhuga á henni. Hún varð alltaf hrók- ur alls fagnaðar. Hún þekkti líka mý- grút af fólki, bæði í Bandaríkjunum en líka á Íslandi, bæði þá sem hún hafði kynnst, þegar hún bjó hér, en ekki síður aðra sem hún kynntist síð- ar í ótal heimsóknum. Að leiðarlokum færi ég og fjöl- skyldan Auði frænku þakkir. Hún mun alltaf eiga sinn sess í hjörtum okkar. Minningin um hana gerir okk- ur öll að ofurlítið betri manneskjum. Við sendum dætrunum Hildi, Gerði, Þóru og Freyju og fólkinu þeirra samúðarkveðjur. Jón Steinar Gunnlaugsson. Greind, glæsimennska og persónu- töfrar einkenndu Auði. Hún stóð sig vel í lífinu og var fyrirmynd okkar landanna og annarra á Washington, D.C.-svæðinu í hálfa öld. Hún var fyrst og fremst Íslendingur og talaði móðurmálið lýtalaust og einnig góða ensku enda sílesandi bókmenntir á báðum málunum. Heldri konur Stykkishólms sáu fljótt að þarna fór sérstök stúlka og báðu hana strax frá fermingaraldri að hjálpa sér við veisluhöld og þegar á reyndi. Eftir að hún útskrifaðist úr Húsmæðraskólanum á Staðarfelli vann hún á skrifstofu stórkaup- mannsins og í Stykkishólmi eignaðist hún „stelpurnar“ sínar og þær héldu hópinn síðan. Þegar Auður var nýflutt til Reykjavíkur sá Haraldur Árnason, stórkaupmaður og formaður Rauða krossins, hana leika sér við börn á leikvelli. Hann bað hana að koma í viðtal við sig. Hann spurði, hvort hún vildi fara til Bandaríkjanna og kynna sér starfsemi Rauða krossins þar, hvað snerti börn og unglinga. Hún naut þessarar ferðar, sem byrjaði í Washington, D.C. og endaði eftir nokkra mánuði í Wisconsin. Hún trúlofaðist Harald Vigmo áð- ur en hann fór í læknanám til Virg- iníu og sigldi svo aftur yfir hafið og þau giftu sig í Richmond. Þar vann hún í kjólabúð. Þau höfðu ekki ráð á að eignast barn í þessu landi svo enn fór hún heim í Hólminn og fæddi dóttur. Næsta dóttirin fæddist í Reykjavík, eftir að ungu hjónin höfðu sest þar að. Harald dó langt fyrir ald- ur fram. Auður fór þá að vinna fyrir verslunina Edinborg, sem seldi fal- legustu föt sem seld voru á landinu og seinna fyrir Ragnar Þórðarson tískufatasala. Á björtu sumarkvöldi fór hún með vinkonum sínum á Borgina. Ungur og knár flugmaður í sjóhernum bauð henni upp. Þau liðu um gólfið og hefðu viljað dansa alla nóttina. Þau uppgötvuðu að bæði höðu gaman af söng, listum, bókmenntum og dansi, ekki síst polka. Í könnunarflugi sínu lenti hann stundum á Keflavíkurvelli. Þau giftu sig á afmælisdegi hans, 13. febrúar, næsta vetur og hann ætt- leiddi dæturnar. Sama dag næsta ár fæddist þriðja dóttirin í Flórída og nokkrum árum seinna sú fjórða í Kaliforníu. Bekkjarbróðir minn, Hans Svane frá Stykkishólmi, sagði eitt sinn við mig: „Nú er komin stelpa í bæinn, sem slær ykkur bekkjarsystrunum öllum við. Hún heitir Auður.“ Huu, ég varð afbrýðisöm. Árin liðu. Við hjón vorum í móttöku íslensku sendiráðshjónanna 17. júní 1963, þegar inn gengu hugguleg hjón með fjórar prúðar dætur, allar á upphlut. Þarna var komin þessi Auður og það var aðeins 20 mínútna keyrsla á milli okkar. Heppin var ég, því við urðum vinkonur í 40 ár. Við áttum það m.a. sameiginlegt að vita hversu erfitt það var að ala upp börn á meðan við vor- um alltaf að flytja, og að við þurftum að bera höfuð okkar hátt, þótt menn- irnir væru í burtu. Við þekktum heimþrá og nýtni, við styrktum hvor aðra og okkur vantaði aldrei um- ræðuefni. Við vorum um margt ólík- ar, hún var daman sem fór vikulega í lagningu, svaf hreyfingarlaus á bak- inu eða sitjandi með hatt í flugvél. Hún skammaði mig fyrir að ganga í fötum, sem stelpurnar mínar vildu ekki vera í lengur. Hún var alltaf eins og módel. Enda var hún tískuráðgjafi í fjölda ára í tveim virtum tískubúð- um í Alexandríu. Um leið og við- skiptavinur gekk inn, sá hún hvað mundi klæða hann best, enda var hún mjög vinsæl hjá eigendum og við- skiptavinum. Ef við rifumst hringd- um við fljótt hvor til annarrar og sættumst. Hún var bráðskemmtileg og fyrst til að bjóða hjálp sína ef einhver átti bágt. En það var gestrisni hennar, myndarskapur og elja sem allir dáðu mest. Ef hún settist las hún eða vann að handavinnu, mest við að búa til frumlegar gjafir. Hundruð manna komu á heimilið. Stærstu boðin voru á jólum, páskum og afmælum. Þá voru borðin hlaðin kræsingum og súkkulaðið, sem hún var fræg fyrir, beið í pottinum. Peter, sem kallaði sig „ratatoskr“, eftir að vera upplýs- ingafulltrúi fyrir Keflavíkurvöll í eitt ár, sat og veitti vel við barinn og hélt uppi skemmtilegum samræðum. Dæturnar lærðu fljótt að hjálpa til við kleinu- og laufabrauðsbakstur (hún kenndi mér hann líka og að gera skyr) og við að baka a.m.k. sjö teg- undir af smákökum eftir íslenskum uppskriftum og tertur. Þær stjórn- uðu líka leikjum og sungu og spiluðu á hljóðfæri. Allir sungu „Að hverju leitar lóan“ með háum eða lágum rómi eftir því hvort leitandi var ná- lægt eða fjarlægur fingurbjörginni. Þær földu eggin í garðinum á pásk- unum. Jólabaksturinn hennar var meiri háttar, ég held hún hafi fyllt um 20 box til gjafa. Hárgreiðslustof- an, tannlæknirinn, kvenlögreglan sem hjálpaði skólakrökkum yfir nær- liggjandi götu, samstarfsmenn fjöl- skyldunnar og vinir, allir fengu box. Sjálf átti hún nóg fram á nýárið. Ég tárast. Hún gleymdi aldrei að færa mér sérbökuð vínarbrauð og margt það sem mér þótti gott og ný blöð, þegar hún kom að heiman. Allar blaðaúrklippurnar. Ó, ég verð að hætta ... Einhvern tíma skrifaði ég á bók til hennar eitthvað á þessa leið: „Það er ekki hægt að láta sér leiðast, ef þú ert í nágrenninu.“ Var það kannski bók- in: The Dead Don’t Care, sem okkur þótti góð? Unitarian Universalist-kirkjan stendur á hæð í Arlingtonhverfinu í Virginíu. Hún er nýtískuleg og út um marga háa glugga sést yfir skóga og hraða umferð. Við altarið voru marg- ar, stórar, hvítar blómaskreytingar og kalaliljur í vösum. Bak við altarið er steinveggur skreyttur ljósum og nútímalist. Þarna minntumst við og fögnuðum lífi Auðar. Við grétum en oftar brostum við og hlógum. Hún fyllti huga okkar allra. Mér fannst hún vera með okkur þarna, ættingj- um og vinum. Við heyrðum klassíska orgeltóna þegar við gengum inn. Síðan heyrðist „Amazing Grace“ og inn gengu Hild- ur, og lék á bakpípu og maki hennar, Karen Olsen, lék á fiðlu. Presturinn Linda Olson Johnston (af sænskum ættum) ávarpaði gesti og stiklaði á stóru um lífsferil Auðar. Djákninn (af indverskum ættum) kveikti á kerti. Fjölskylduvinur lék á gítar, en dóttir hans og Þóra lásu úr bókinni „When The Wind Stops“. Á milli þess að all- ar systurnar skiptust á að rifja upp með ást, virðingu og glettni endur- minningar af móður sinni, einnig ömmudrengurinn Peter Adrian, sem hún aðstoðaði við að ala upp, töluðu tengdadóttir bestu amerísku vina Auðar, Liz Carpender, Gunnar Tóm- asson, Sigrún Rockmaker og ég. Öll táruðumst við á meðan við töluðum. Og allir landar urðu meyrir þegar Hildur, sem spilar á öll hljóðfæri nema píanó, og Karen, tónskáld sem spilar á þau öll, léku „Nú andar suðr- ið“ á harmoniku og trompet. Það var róandi að heyra Karen spila vals, sem hún hafði samið Auði til heiðurs. Líka að syngja Amazing Grace. Prestur- inn talaði um ást á Guði og ást á mönnum og blessaði okkur, djákninn slökkti á kertinu. Nú keyrðu flestir heim í gamla hús Auðar. Eitthvað um 120 manns flæddu um húsið en þar biðu margir þjónar og veittu drykki og forrétti, en vegleg kvöldmáltíð beið á borðum enda hafði Auður hvatt dæturnar til að skera hvergi við nögl. Þarna voru vinir úr öllum áttum. Inger Marie Munson og tvíburarnir sem hún eignaðist nóttina sem Surtsey gaus. Faðirinn vann í sendiráðinu heima og kynntist Colot-fjölskyldunni á Vell- inum. Carpender-hjónin frá Okla- homa og afkomendur. Carp sagði að þeir Pete hefðu tekið hæstu prófin, þegar þeir lærðu flug í Pensecola. Þeir voru að kenna flug þar þegar Auður bættist í hópinn. Síðan varð Súpí hennar besta ameríska vinkona, þau þrjú keyrðu Fjallabaksleiðina fyrir sjö árum. Og þarna voru dætur Weymouthhjóna og Snodgrasshjóna, vinanna frá því á Hawaii. Eftir að ég þakkaði og kvaddi Col- ot-systurnar leit ég til hússins, sem var selt, brosti og sagði bless, en hugsaði að kannski væru þau aftur farin að sigla á skútunni sinni eða far- in að dansa polka í Paradís. Hallfríður G. Schneider (Adda). Mæt kona og góð vinkona mín er látin í Washington. Hún var búsett þar síðastliðin 40 ár, þar sem hún, maður hennar Peter Colot og dæt- urnar fjórar áttu yndislegt heimili. Þetta heimili var rómað fyrir gest- risni þar sem húsbændurnir nutu þess í fullum mæli að taka á móti vin- um og ýmsum þeim sem leið áttu um höfuðborgina, ekki síst heiman frá Íslandi. Peter lézt fyrir allmörgum árum langt um aldur fram. Ein dótt- irin er gift og búsett hér á landi, en þrjár systur eru búsettar í Banda- ríkjunum. AUÐUR JÓNSDÓTTIR COLOT Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. LEGSTEINAR Mikið úrval af legsteinum og fylgihlutum Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, sími 587 1960 Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.