Morgunblaðið - 20.08.2003, Side 41

Morgunblaðið - 20.08.2003, Side 41
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2003 41 FÓLK  ÓLAFUR Ingi Skúlason kveður félaga sína í Fylki eftir Evrópu- leikinn við AIK í næstu viku. Ólaf- ur er sem kunnugt er á mála hjá Arsenal en er í láni hjá Fylk- ismönnum út mánuðinn og þarf að hafa félagaskipti í Arsenal áður en félagaskiptafresturinn rennur út hinn 1. september. Árbæjarliðið sem er í harðri baráttu við KR- inga um Íslandsmeistaratitilinn verður því án Ólafs Inga í þremur síðustu umferðunum en þá leikur Fylkir við ÍA, KA og Val.  BJARKI Sigurðsson, fyrrv. landsliðsmaður í handknattleik, þarf væntanlega að gangast undir speglun á hné á næstunni. Hann á þó að vera tilbúinn í slaginn þegar Íslandsmótið hefst 16. september en Bjarki gekk í sumar til liðs við sitt gamla félag, Víking.  SIGURÐUR B. Sigurðsson, handknattleiksmaður úr Þór, er kominn yfir til KA, samkvæmt frétt á heimasíðu KA-manna. Sig- urður lék 25 leiki með Þór í 1. deildinni síðasta vetur og skoraði 18 mörk.  HAFÞÓR Einarsson markvörður sem KA fékk frá Þór í sumar, meiddist á fyrstu æfingu sinni með KA og fer ekki með félaginu til Þýskalands um næstu helgi. Hann þarf að fara í speglun á hné en reiknað er með að hann geti spilað á opna Reykjavíkurmótinu um aðra helgi.  KA-MENN taka þátt í æfinga- móti í Þýskalandi um helgina og eru í riðli með Friesenheim, liðinu sem Atli Hilmarsson þjálfaði síð- asta vetur og Halldór Sigfússon, fyrrum KA-maður, leikur með, og Kadetten Schaffhausen frá Sviss. Í hinum riðlinum eru Dynamo Astrakhan frá Rússlandi og þýsku liðin Essen, með Guðjón Val Sig- urðsson, annan fyrrv. KA-mann innanborðs, og Dessauer.  EGGERT Magnússon, formaður KSÍ, verður á ferð og flugi næstu daga en hann er í Færeyjum um þessar mundir. Næsta þriðjudag verður hann fulltrúi stjórnar Knattspyrnusambands Evrópu á einum af þremur úrslitaleikjum Intertoto-keppninnar og afhendir verðlaun í leikslok, en þetta er í fyrsta sinn sem veitt verða gull- og silfurverðlaun í Intertoto-keppn- inni. Eggert verður á viðureign Wolfsburg og Perugia sem fram fer í Wolfsburg.  STRAX að leiknum loknum heldur Eggert til Mónakó þar sem hann tekur þátt í þriggja daga knattspyrnuhátíð í smáríkinu. Þar verða afhent verðlaun til þjálfara og leikmanna sem þóttu skara fram úr á síðasta ári að mati UEFA, þá verður dregið í riðla Meistaradeildarinnar auk þess sem úrslitaleikur Super-Cup fer fram. ÍSLENSKA landsliðið í golfi karla hefur leik á Evrópumeist- aramóti einstaklinga í dag en keppt er á Nairn golfvellinum í Skotalandi. Að sögn Ragnars Ólafssonar, liðsstjóra liðsins, er ætlunin að koma í það minnsta tveimur áfram í gegnum fækk- unina og á síðasta daginn. Völlurinn alveg frábær „Völlurinn er alveg frábær og flatirnar með því besta sem ég hef séð,“ sagði Ragnar um völlinn, sem er dæmigerður strand- völlur, níu holur út og níu heim aftir. Strákarnir hefja leik um klukkan níu í dag, það er að segja Sigurpáll Geir Sveinsson, Birgir Már Vigfússon og Guðmundur Ingvi Einarsson en Heiðar Davíð Bragason hefur leik um klukk- an 13.30. Leikinn er höggleikur þar sem ríflega 150 keppendur reyna með sér í þrjá hringi en þá verður keppendum fækkað þannig að þeir 70 efstu komast áfram og leika síðasta daginn. Þangað er Ragnar að vonast til að koma í það minnsta tveimur keppendum. Ætla með tvo á síðasta dag á EM ÞRÁTT fyrir að stúlkurnar í íslenska lands- liðinu í fimleikum næðu allar að bæta ár- angur sinn á HM í fimleikum í Bandaríkj- unum, dugði það ekki til að þær kæmust áfram í fjölþrautinni. Stúlkurnar hlutu 123,11 stig. Sif Páldóttir fékk 31,974, gekk sérlega vel á slánni þar sem hún fékk 8,225, Tanja B. Jónsdóttir fékk 30,6 stig, gekk best í stökki þar sem hún fékk 8,325 stig, Inga Rós Gunnarsdóttir 30,187 stig, stóð sig vel bæði á tvíslá og í gólfæfingum og Kristín Gígja Gísladóttir 30,349 stig, átti sérlega vel útfært stökk sem hún fékk 8,387 stig fyrir. Kristín Gígja hefur búið í Kaliforníu ásamt fjölskyldu sinni undanfarin ár og hef- ur ekkert keppt á mótum hér á landi. Hún þykir mikið efni og æfir við bestu aðstæður ytra. Stúlkurnar stóðu fyrir sínu SEPP Blatter, forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, kemst ekki til Færeyja til að vera viðstaddur vígslu nýrrar skrifstofubyggingar sem hýsir höfuðstöðvar Knatt- spyrnusambands Færeyja, en vígslan fer fram í hádeginu í dag. Blatter var væntanlegur til Færeyja í gærkvöldi en byggingin verður opnuð form- lega í hádeginu í dag. Átti Blatter að vera heiðursgestur enda byggingin reist með styrk frá Alþjóða knattspyrnu- sambandinu. Vegna óhapps þar sem hann slasaðist á hendi boðaði Blatter forföll seint á mánudagskvöldið. Eggert Magnússon, formaður Knattspyrnusambands Íslands, verður fulltrúi UEFA, Knatt- spyrnusambands Evrópu, við vígsluna, en hann er stjórn- armaður í UEFA. Vegna for- falla Blatters verður Eggert jafnframt fulltrúi FIFA á staðnum. Eggert hleypur í skarðið fyrir Blatter Jóhannes telur að leikurinn núgeti orðið meiri baráttuleikur en viðureign þjóðanna í vor á Laugardalsvelli. „Færeyingar ætla sér örugglega að leika fast og kom- ast inn í leikinn á baráttu. Þegar að þeim þætti kem- ur erum við engir aukvisar heldur og erum bæði líkamlega og and- lega tilbúnir að takast á við fær- eyska liðið á öllum vígstöðvum Við erum í góðu formi og spenntir að taka þátt í leiknum þegar hann verður flautaður á, segir Jóhannes Karl Guðjónsson sem kominn aftur til Real Betis á Spáni eftir stutta dvöl í Þýskalandi þar sem hann æfði með Dortmund. „Síðasti leikur var afar erfiður og ég reikna með að það sama verði upp á teningnum að þessu sinni,“ segir Brynjar Björn Gunn- arsson landsliðsmaður um viður- eignina í Þórshöfn. „Færeyingar gerðu Skotum og Þjóðverjum lífið leitt hérna í Þórs- höfn og ætla sér vafalaust að halda sínu striki að þessu sinni.“ Brynjar segist vænta þess að Færeyingar leiki aðeins framar á vellinum, sæki meira en á Laug- ardalsvelli í vor og þá skapist um leið aukin tækifæri fyrir íslenska liðið til sóknar. „Í fyrsta lagi verð- um við að berjast eins vel og þeir og síðan freista þess að taka bolt- ann niður og leika honum á milli okkar, gera það sem við getum best.“ Það er krafa um sigur í þessum leik? „Við sjáum það fyrir okkur að með sigri komumst við í efsta sæt- ið og þá getur allt gerst þegar tveir leikir verða eftir í riðlinum, báðir við Þjóðverja, þannig að við höldum okkur vel inni í keppninni með því að vinna þrjú stig úr úr leiknum á morgun. Eins og gefur að skilja er það mikilvægt fyrir landsliðið eftir að okkur tókst að komast inn í riðlakeppnina á nýjan leik með tveimur sigurleikjum í vor. Sú staða sem kemur upp í riðl- inum með sigri á morgun er ólíkt skemmtilegri þegar kemur að leikjunum við Þjóðverja í haust, það verður óneitanlega skemmti- legra að glíma við þá ef leikirnir skipta máli upp á sætin í riðl- unum.“ Brynjar segist reikna með að leikurinn við Færeyinga geti ein- kennst af baráttu fyrstu tuttugu mínúturunar. „Eftir það verðum við að finna okkar leik og spila boltanum. Við eigum að hafa yf- irburði í flestum stöðum, einkum í sóknarleiknum og þá er um að gera að nýta þau færi sem gefast og sýna þolinmæði. Ef leikurinn vinnst á síðustu tíu mínútunum þá er það ekkert verra en hvað ann- að,“ segir Brynjar Björn Gunn- arsson. Jóhannes Karl og Brynjar Björn reikna með svipaðri mótspyrnu Færeyinga og á Laugardalsvellinum Veltur á okkur hvernig leik- urinn þróast „MÓTSPYRNA Færeyinga verður svipuð og í síðasta leik en það veltur mest á okkur hvernig leikurinn þróast,“ segir Jóhannes Karl Guðjónsson spurður um Evrópuleikinn við Færeyinga í Þórshöfn. „Við erum með sterkara lið en Færeyingar og eigum að vinna leik- inn, með því hugarfari förum við í hann. Færeyingar ætla sér örugg- lega að reyna að stríða okkur eins og þeir geta, þeir eru minni þjóð en við í knattspyrnunni, en þegar inn á völlinn verður komið standa ellefu leikmenn gegn ellefu og þá megum við alls ekki vanmeta Færeyingana. Þeir eru metnaðarfullir og vilja standa sig fyrir fram- an sína þjóð. Fyrir vikið verður leikurinn vonandi skemmtilegur, en við verðum að fara með sigur af hólmi.“ Ívar Benediktsson skrifar frá Þórshöfn „VONANDI getum við gert betur en síðast þegar þjóðirnar mætt- ust,“ segir Jens Martin Knudsen, varamarkvöður Færeyinga og fyrrverandi leikmaður og þjálfari Leifturs í Ólafsfirði, spurður um viðureign Færeyinga og Íslend- inga á Tórsvelli í kvöld. „Við ætl- um að leggja allt í sölurnar til að vinna Íslendinga að þessu sinni, það er engin spurning um það í mínum huga. Í undanförnum leikjum hefur munað á þjóðunum og sennilega var síðasti leikur okkar við Íslendinga sá slakasti sem við höfum leikið síðustu fjög- ur til fimm árin, samt munaði ekki meira en raun bar vitni þeg- ar upp var staðið. Ég tel því að við eigum jafnmikla möguleika á að vinna að þessu sinni og Íslend- ingar.“ Jens Martin segir að vissulega sakni færeyska liðið Jákups á Borg og Fróða Benjaminsen en það komi maður í manns stað og það eigi ekki að standa og falla með þeim tveimur. „Við eigum nokkra góða leikmenn,“ segir Jens Martin og bætir við. „Íslend- ingar eru eins og stóri bróðir okkar á knattspyrnuvellinum og þar af leiðandi verður það okkur afar mikilvægt að geta einu sinni unnið þá á knattspyrnuvellinum. Eftir nokkra jafna leiki vonast ég til að okkur takist loksins nú að brjóta blað, en til þess verður allt að ganga upp hjá okkur á morg- un,“ segir Jens Martin Knudsen. Jens Martin Knudsen Eigum jafnmikla möguleika og Íslend- ingar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.