Morgunblaðið - 20.08.2003, Síða 42

Morgunblaðið - 20.08.2003, Síða 42
ÍÞRÓTTIR 42 MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ SVO virðist sem leikirnir í UEFA-bikarnum í knatt- spyrnu síðasta fimmtudag hafi farið illa í íslensku liðin sem þar léku, og ekki síður í hina erlendu mót- herja þeirra. Grindvíkingar léku við Kärnten í Austurríki á fimmtudag og töpuðu naumlega, 2:1. Þeir komu heim og lágu fyrir FH á heimavelli á sunnudaginn, 3:1. Á sama tíma lék Kärnten við Grazer AK í aust- urrísku úrvalsdeildinni og mátti þola sitt fyrsta tap á tímabilinu, 5:1. Fylkir steinlá gegn Þrótti, 1:5, á heimavelli í gær og hefur ekki áður verið leikinn svo grátt í efstu deild í Árbænum. AIK, hinir sænsku mótherjar Fylkis, sem unnu 1:0 í leik liðanna á fimmtudag, voru ekki sannfærandi á heimavelli gegn botnliðinu Öster og gerðu aðeins jafntefli, 1:1. Síðari leikir Grindavíkur og Fylkis gegn Kärnten og AIK verða leiknir hér á landi fimmtudaginn 28. ágúst. Slæm úrslit eftir UEFA-leikina ÍSLANDSMEISTARAR KR í knattspyrnu kvenna eru mættir til Danmerkur og spila í dag fyrsta leik sinn í Evrópukeppni félagsliða. Andstæðingarnir eru ZKF Masinac frá Nis, meistaralið Serbíu-Svartfjallalands, og hefst leikurinn kl. 17 að íslenskum tíma. Hin tvö liðin í riðlinum eru dönsku meistararnir Bröndby og skosku meistararnir Kilmarnock. Riðill- inn er leikinn hjá Bröndby í Kaupmannahöfn og KR- konur leika gegn gestgjöfunum á föstudaginn og síð- an gegn Kilmarnock á sunnudaginn. Sigurvegararnir í riðlinum komast í átta liða úrslit keppninnar. „Þetta verður mjög krefjandi og erfitt verkefni enda vantar marga sterka leikmenn í liðið, til að mynda Ásthildi, Þóru markvörð, Eddu, Guðrúnu Jónu og Guðrúnu Sóleyju. Við ætlum hins vegar að gera okkar besta og það er engin spurning að yngri stelpurnar fá þarna gott tækifæri til að öðlast reynslu,“ sagði Hrefna Jóhannesdóttir, markadrottn- ingin í liði KR, við Morgunblaðið. KR-konur í Danmörku Morgunblaðið/Arnaldur Landsliðsþjálfararnir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson hafa sett stefnuna á sigur í Færeyjum, ekkert annað. Hermann sagði að þótt íslenskaliðið væri talið sigurstrang- legra væri ekkert gefið í alþjóðlegri knattspyrnu. „Hins vegar tel ég að verði rétta hugarfarið uppi á borðinu hjá okkur í leiknum þá eigum við góðan möguleika á að vinna. Við ætlum að gera hvað við getum til að fagna sigri og komast í efsta sætið þannig að sigurleikirnir tveir í undankeppninni í vor hafi ein- hverja þýðingu, gildi þessara sigur- leikja í vor minnkar verulega ef við töpum að þessu sinni, á því er enginn vafi. Sigur gegn Færeyingum er því það eina sem skiptir máli nú.“ Er íslenska liðið ekki sterkara en það færeyska? „Ef við leikum toppleik tel ég eng- an vafa leika á því að við erum með betra lið, en til þess verðum við að vera einbeittir og vel stemmdir í leiknum. Við göngum til leiks með því hugarfari að vinna. Færeyingar gefa ekkert eftir eins og best kom í ljós þegar við mættum þeim á Laug- ardalsvelli í júní síðastliðnum. Sjálfs- traustið er fyrir hendi í liðinu og það fleytir okkur vonandi sem lengst.“ Þannig að þetta snýst fyrst og fremst um hugarfar frekar en lík- amlega getu? „Já, það er málið, hugfarið skiptir miklu máli í leikjum sem þessum. Ef menn væru alltaf vissir um að ná fullkomnum leik í hvert skipti sem þeir ganga til leiks þá væri ef til vill lítið gaman að knattspyrnunni. Þetta snýst um að ná því að laða það besta fram hjá sérhverjum leikmanni. Framundan er gífurlega spenn- andi og skemmtilegur leikur fyrir okkur og alla þá sem gaman hafa af íslenskri knattspyrnu. Andinn í hópnum er góður og menn staðráðn- ir í að leggja sig fram um að vinna. Það verður að gerast til þess að við getum verið áfram í baráttunni í þessum riðli og um leið hleypa auknu lífi í síðustu tvo leikina í riðl- inum. Það verður allt lagt í sölurnar til að vinna, það verður ekkert auð- velt og það er ekkert vanmat innan hópsins, en við teljum okkur vera betri og eiga góða möguleika á sigri,“ segir Hermann Hreiðarsson. Mikið er í húfi „Leikurinn verður mjög erfiður en vonandi tekst okkur að fara með sigur af hólmi,“ segir Indriði Sig- urðsson, sem hugsanlega verður í eldlínunni í íslensku vörninni frá upphafi. „Við eigum að geta unnið. Færeyingar koma af fullum krafti til leiks, eflaust af meiri krafti en oft áð- ur þar sem við verðum í hlutverki stóru þjóðarinnar í leiknum, venju- lega hefur það ekki verið hlutskipti okkar. En ég vona að það muni ríða baggamuninn fyrir okkur að vera með sterkari knattspyrnumenn en Færeyingar,“ segir Indriði. „Það er mikið í húfi hjá okkur að ná sigri til að halda þeirri stöðu sem við höfum náð í riðlinum með sig- urleikjunum tveimur í vor. Ég hef ekki verulegar áhyggjur af okkur, formið á mönnum er þannig um þessar mundir að við eigum að vinna, erum með sterkara lið.“ Indriði segir mikla stemningu vera í íslenska hópnum og menn viti hvað þurfi til að vinna. „Þótt und- irbúningurinn sé stuttur tel ég að hann hafi ekki allt að segja, við vit- um hvað þarf til þess að vinna,“ segir Indriði. Erfiður leikur „LEIKURINN verður erfiður, það er ekkert gefið gegn Fær- eyingum á heimavelli. Ég skynja það að menn hafa alveg áttað sig á því, segir Hermann Hreiðarsson, leikmaður íslenska lands- liðsins og enska úrvalsdeildarliðsins Charlton, sem væntanlega mun leika lykilhlutverk í íslensku vörninni gegn Færeyingum á Tórsvelli í kvöld. Ívar Benediktsson skrifar frá Þórshöfn KNATTSPYRNA Efsta deild kvenna, Landsbankadeild: Hásteinsvöllur: ÍBV - Valur ......................19 Í KVÖLD KNATTSPYRNA 1. deild kvenna A Breiðablik 2 - HK/Víkingur..................... 2:2 Lokastaðan: Breiðablik 2 12 10 1 1 63:14 31 Fjölnir 12 9 1 2 34:17 28 RKV 12 6 2 4 41:32 20 HK/Víkingur 12 5 2 5 24:15 17 ÍR 12 4 1 7 35:31 13 Þróttur/Haukar 2 12 2 2 8 16:49 8 HSH 12 1 1 10 14:69 4  Fjölnir og RKV eru komin í undanúrslit, þar sem Breiðablik 2 getur ekki keppt um sæti í efstu deild, þar sem þar er fyrir a-lið Breiðabliks. Fjölnir mætir Tindastóli í und- anúrslitum og RKV mætir Sindra. FH-ingar Íslandsmeistarar FH-ingar tryggðu sér í gærkvöldi Íslands- meistaratitilinn í 2. aldursflokki karla þeg- ar þeir burstuðu Keflvíkinga á heimavelli sínum í Kaplakrika, 8:1. FH-ingar hafa haft mikla yfirburði í sumar og eru með fullt hús stiga eftir 11 leiki og hafa 14 stiga forskot á KR-inga þegar þremur umferðum er ólokið í A-deildinni. England Deildabikarkeppnin, 1. umferð: Stoke - Rochdale ...................................... 2:1 Chris Iwelumo 13., Marc Goodfellow 90. - Townson 76. Vináttulandsleikir Luxemborg - Malta...................................1:1 Írland - Ástralía ....................................... 2:1 John O’Shea 74., Clinton Morrison 81. - Mark Viduka 49. ÚRSLIT Ég hef reynt að gera mönnumgrein fyrir því að þeir íþrótta- menn sem skara fram úr eru þeir sem tekst að grafa dýpra eftir rétta hugarfarinu þegar komið er út í krefj- andi aðstæður, sama hver andstæðingurinn er.“ Logi segir að nú reyni á atvinnu- menn Íslands þegar komið verður í slaginn við Færeyinga. „Hér eru að- stæður margar öðruvísi og sumpart verri en margir þeirra eiga að venj- ast, þá reynir á atvinnuhugsunar- hátt leikmanna sem hver og einn þarf að búa yfir. Að því leyti þykir mér stemningin og hugarfarið skipta verulega miklu máli í leiknum við Færeyinga á morgun [í dag].“ Hvernig gengur að koma þessu að hjá leikmönnum? „Það gengur ágætlega og lýsir sér meðal annars þannig að þeir einbeiti sér að því verkefni sem fram undan er, að hug- urinn sé ekki á flökti og láti ekki áföll hafa áhrif á sig, eins og til dæmis það að þurfa að fara langa leið á æfingu eins og gerðist í fyrra- dag, síðan koma ekki allir leikmenn á sama tíma vegna þess að þeir lenda í hrakningum og ýmsu þess háttar. Svona tilfelli mega ekki slá menn út af laginu við að einbeita sér að því sem mestu máli skiptir, sem er leikurinn sem fram undan er. Menn hafa að þessu sinni ekki látið ýmis atriði af þessum toga raska jafnvægi sínu og að því leytinu til finnst mér hugarfar leikmanna vera rétt. Síðan við Ásgeir [Sigurvins- son] tókum við þjálfun landsliðsins í vor höfum við lagt mikla áherslu á að byggja upp jákvætt hugarfar inn- an hópsins, í garð hver annars og þeirra verkefna sem við erum að takast á við á hverjum tíma. Þetta finnst okkur hafa tekist nokkuð vel. Nú höfum við lagt áherslu á að nú séum við að fara í afar mikilvægan leik fyrir íslenska knattspyrnu án þess að það eigi að vera aðalatriðið, leikurinn sjálfur er aðalmálið, ekki það sem tekur við. Þá verða menn að hafa það hugfast að leikurinn skiptir verulegu máli og til þess að hann takist sem best af okkar hálfu verða menn að grafa djúpt eftir „rétta“ hugarfarinu og halda já- kvæðu viðhorfi innan hópsins á hverju sem kann að ganga utan vall- ar sem innan. Við viljum að íslenska landsliðið í knattspyrnu sé jákvæð ímynd og að almenningur viti að þeir sem skipi landsliðið á hverjum tíma leggi sig fram. Mér sýnist að menn séu smátt og smátt að komast í þennan „gír“ fyrir viðureignina við Færeyinga.“ Að öðru, leikskipulagið gegn Færeyingum, verður það ekki með svipuðu sniði og í tveimur síðustu landsleikjum, gegn Færeyingum og Litháen í vor? „Við Ásgeir tókum einnig þá ákvörðun í vor þegar við komum að landsliðinu að nýta vel þann tíma sem gafst fyrir fyrsta leikinn, gegn Færeyingum heima, að leggja lín- urnar í varnar- og sóknarleiknum auk þess andlega þátt sem ég kom inn á að framan. Eftir þá vinnu sem var innt af hendi teljum við gæfu- legast fyrir okkur að þessu sinni að halda okkar striki, ekki síst þar sem vel gekk, auk þess sem það veitir leikmönnum „taktískt“ öryggi að vita hvað þeir eiga að gera og hvers sé ætlast til af þeim, hvert hlutverk þeirra er. Þessi atriði eru afar mik- ilvæg að þessu sinni vegna þess hversu stuttur undirbúningstíminn er fyrir leikinn, stór hluti hópsins mætir ekki hingað til Þórshafnar fyrr en rétt um og innan við tveimur sólarhringum áður en flautað verð- ur til leiks. Þar af leiðandi þarf að liggja ljóst fyrir hvert hlutverk manna er til þess að halda sig við þau „taktísku“ atriði sem mestu máli skiptir svo leikskipulag okkar gangi sem best upp. Því má segja að leikskipulag okk- ar að þessu sinni verði það sama og í tveimur síðustu landsleikjum með tiltölulega litlum útúrdúrum.“ Logi segir að styrkur Færeyinga liggi fyrst og fremst í góðri vörn og mikilli baráttu. „Þeir gefa mönnum engan frið með boltann og hefja leikinn af fítonskrafti. Því stendur málið um það hjá okkur meðal ann- ars að standast átökin og gefa þeim ekki færi á að búa til marktækifæri, en um leið verðum við að vera til- búnir að svara fyrir okkur. Bæði lið verða að inna jafn mikla vinnu af hendi inni á leikvellinum og þá treystum við á það að hæfni okk- ar leikmanna sé meiri og getumun- urinn skili sér og að lokum leiði það til þess að betra liðið fari með sigur af hólmi. Við þekkjum hlutverk Færeyinga vel, höfum oft verið í þeirri stöðu að vera talið veikara liðið og vegna þess að við höfum lagt meira á okk- ur í leikjum þá höfum við oft náð góðum úrslitum gegn sterkari þjóð- um. Nú þegar hlutverkin snúast við þá megum við ekki láta Færeyinga fella okkur á okkar eigin bragði. Tvö atriði eru mikilvæg hjá okk- ur, það er þolinmæði og halda jafn- vægi, láta ekki raska ró okkar. Eins og kom í ljós í fyrri leik þjóðanna í þessari keppni þá er það þolinmæð- isverk að vinna Færeyinga og því hafa fleiri fengið að finna fyrir hér í Þórshöfn á síðustu misserum,“ segir Logi Ólafsson landsliðsþjálfari. Logi Ólafsson landsliðsþjálfari segir íslenska liðið vera klárt í slaginn við Færeyinga Megum ekki falla á eigin bragði „HUGARFARIÐ skiptir alltaf verulegu máli, og þá gildir einu í hvers konar leik menn eru að fara, en menn verða að grafa dýpra eftir því þegar mótherjinn er fyrirfram talinn vera veikari eins og er í þessu tilfelli okkar nú,“ segir Logi Ólafsson, annar landsliðsþjálfara í knattspyrnu, um undirbúning hins andlega þáttar landsliðsmann- anna fyrir landsleikinn við Færeyinga í Þórshöfn í kvöld. Ívar Benediktsson skrifar frá Þórshöfn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.