Morgunblaðið - 20.08.2003, Side 43

Morgunblaðið - 20.08.2003, Side 43
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2003 43 ÓLAFUR Stefánsson hefur verið valinn í heimsliðið sem mætir Rússum í lok desember þegar handknattleikssambandið þar í landi verður 75 ára og síðari leikurinn verður í mars en þá verð- ur leikið við Þjóðverja. Nokkrir þjálfarar og sérstök nefnd völdu 25 leikmenn í heimsliðið og er Ólafur einn þeirra. Markverðir eru: Henning Fritz (Kiel), Arpad Sterbik (Veszpr- em), Yousef Alfadhli (Salmiya), og David Barrufet (Barcelona). Skyttur hægra megin: Stefan Lövgren (Kiel), Bruno Sousa (Göppingen) og Carlos Perez (Veszprem). Leikstjórnendur: Enric Massip (Barcelona), Hussein Zaki (Ciudad Real), Markus Baur (Lemgo) og Ivano Balic (Metkovic). Skyttur hægra megin: Ólafur Stefánsson (Ciudad Real), Pat- rick Cazal (Essen), Petar Metlicic (Ademar Leon,), Volker Zerbe (Lemgo) og Yoon (Gummersbach). Vinstra horn: Lars Christiansen (Flensburg), Eduard Kockcharov (Celje), Stefan Kretzschmar (Magdeburg). Línumenn: Christian Schwarzer (Lemgo), Magnus Wislander (Redbergslids) og Bertrand Gille (Hamburg). Hægra horn: Mirza Dzomba (Veszprem), Grégory Anquetil (Montpellier), og Florian Kehrmann (Lemgo). ÁSGEIR Sigurvinsson og Logi Ólafsson ætla að tilkynna byrjunarliðið gegn Færeyingum um hádegisbilið í dag, en eftir því sem lesa mátti út úr síðustu æfingu liðsins er sennilegt að þrjár breytingar verði gerðar á byrjunarliðinu frá leiknum við Litháa í Kaunas í júní. Líklegt má telja að Ívar Ingimarsson leysi Lárus Orra Sig- urðsson af hólmi og Ólafur Örn Bjarnason komi í stað Guðna Bergssonar. Þá kæmi ekki á óvart að Heiðar Helguson tæki stöðu Helga Sigurðs- sonar í sókninni. Þar með yrði byrjunarliðið gegn skipað eftirtöldum leikmönnum: Árni Gautur Arason verður í markinu, Ívar Ingimars- son leikur hægra megin í vörninni og Hermann Hreiðarsson vinstra megin og á milli þeirra Ólafur Örn. Á miðjunni Þórður Guðjónsson, Rúnar Kristinsson, Brynjar Björn Gunnarsson, Jóhannes Karl Guðjónsson og Arnar Þór Við- arsson. Eiður Smári Guðjohnsen og Heiðar Helguson hefja leikinn í fremstu víglínu.  HERMANN Hreiðarsson leikur í kvöld sinn 50. landsleik þegar flaut- að verður til leiks í Þórshöfn. Árni Gautur Arason bætir sínum 30. landsleik í safnið og Eiður Smári Guðjohnsen spilar í 25. sinn með landsliðinu og fær þá gullúr KSÍ eins og hefð er fyrir þegar landsliðsmenn ná þeim áfanga.  PAUL Michaelsen, fyrrverandi borgarstjóri í Þórshöfn, er fram- kvæmdastjóri félagsins sem á og rekur Tórsvöllinn í Þórshöfn þar sem viðureign Íslendinga og Færey- inga fer fram. Michaelsen er allt í öllu á vellinum og gengur greinilega í öll störf eftir því sem þurfa þykir.  MICHAELSEN tók vel á móti ís- lenskum fjölmiðlamönnum sem heimsóttu völlinn í gær þegar ís- lenska landsliðið var þar á æfingu. Sagði hann m.a. að 180 þýskir fjöl- miðlamenn hefðu mætt þegar Þjóð- verjar léku við Færeyinga 11. júní sl. í undankeppni EM. Mikið verk hefði verið við að útvega þeim öllum vinnuaðstöðu á vellinum. Michaelsen þarf ekki að leggja út í eins mikla vinnu við að koma íslenskum fjöl- miðlamönnum fyrir nú þegar ís- lenska landsliðið er í heimsókn því þeir eru aðeins sex.  GEIR Þorsteinssyni, fram- kvæmdastjóra KSÍ, hraus hugur við tilhugsuninni þegar Michaelsen sagði honum að 180 fjölmiðlamenn frá Þýskalandi hefðu mætt á viður- eign Færeyinga og Þjóðverja í vor. Geir sagðist aðeins hafa rými fyrir 60 fjölmiðlamenn á Laugardals- velli. AÐALGATAN í miðbæ Þórs- hafnar hefur verið skreytt vegna landsleiksins. Allt meðfram götunni eru færeyskir og íslenskir fánar. Reiknað er með að uppselt verði á leikinn, en Tórsvöllur tekur um 6.000 áhorfendur í sæti.  EYJÓLFUR Sverrisson, fyrrver- andi fyrirliði Íslands í knattspyrnu, er mættur til Færeyja til að sýna strákunum stuðning fyrir leikinn í kvöld en hann gistir á sama hóteli og íslenska landsliðið.  FIMM leikmenn úr efstu deild karla í knattspyrnu, Landsbanka- deildinni, voru úrskurðaðir í leik- bann á fundi aganefndar í gær. Eyja- mennirnir Bjarnólfur Lárusson og Ian Jeffs taka út leikbann í leiknum við FH á mánudaginn, það gerir einnig Sverrir Garðarsson, FH. Kristinn Ingi Lárusson, Val, verður fjarri góðu gamni þegar Valsmenn sækja Skagamenn heim og Þróttar- inn Ingvi Sveinsson tekur út leik- bann í leiknum við Grindavík.  FH-ingar urðu í gær Íslandsmeist- arar í 2. flokki karla í knattspyrnu þegar þeir burstuðu Keflvíkinga, 8:1, á heimavelli sínum í Kaplakrika. FH hefur unnið alla 11 leiki sína og hefur 14 stiga forskot á KR þegar þrjár umferðir eru eftir. FÓLKHENRIK Larsen, landsliðsþjálfari Færeyinga, skrifaði í hádeginu í gær undir nýjan tveggja ára samning við Knattspyrnu- samband Færeyja um að þjálfa landsliðið fram yfir riðlakeppni heimsmeistaramótsins, en henni lýkur haustið 2005. Astoð- armaður Larsens, Jógvan Martin Olsen, skrifaði einnig undir sams konar samning við sama tækifæri. Larsen er danskur og býr mest megnis í Danmörku. Hann tók við færeyska landsliðinu fyrir tveim- ur árum af landa sínum Allan Simonsen. Almenn ánægja er með störf Larsens með landsliðið og voru forráðamenn Knattspyrnu- sambands Færeyjar afar ánægðir með að hafa framlengt samning- inn við þjálfarann. Larsen var leikmaður danska landsliðsins í knattspyrnu sem varð Evr- ópumeistari í fyrir ellefu árum. Larsen áfram með landslið Færeyja Ásgeir segist ætla að gefa þáskipun til sinna manna að þeir gangi til leiks með það að markmiði að taka frumkvæðið strax frá fyrstu mín- útu. „Við munum leika eins örugglega í vörninni eins og við getum og síðan ætlum við að pressa á færeyska liðið á ákveðnum stöðum á vellinum. Þetta verður í raun það sama og hefur verið upp á teningn- um í síðustu tveimur leikjum undir stjórn okkar Loga [Ólafssonar]. Ég vona bara að hugarfar leikmanna verði rétt, menn geri sér grein fyrir hversu mikilvægur er, sigur gefur okkur tækifæri til að vera í toppbar- áttu riðilsins annars minnka mögu- leikarnir verulega. Það er til mikils að vinna.“ Hvernig skynjar þú andrúmsloftið í hópnum? „Við vitum alveg hvað Færeying- ar geta á knattspyrnuvellinum, við lentum í erfiðleikum með þá á heimavelli í vor. Ég finn og veit að strákarnir gera sér alveg grein fyrir því að það þarf að hafa fyrir því að vinna og þeir eru að mínu mati klárir í slaginn. Ég finn það á samtölum við hvern og einn leikmann að þeir eru alveg með á hreinu hvað þarf að gera.“ Menn átta sig á því færi sem þeir eru í? „Ég held að það geti orðið bið og svona færi sem við erum í núna fyrir undankeppni stórmóts og þetta færi verður að nýta með því að vinna Færeyinga. Það er enginn vafi í mín- um huga að við erum með betri leik- menn í öllum stöðum en Færeying- ar, en lið þeirra er að mestu leyti skipað áhugamönnum á sama tíma og við erum með atvinnumenn. En til þess að munurinn sjáist á leikvell- inum og á úrslitunum í leikslok verða menn að leggja sig fullkom- lega fram í leikinn frá fyrstu mínútu til hinnar síðustu. Um leið verðum við að vera heppnir og nýta þau marktækifæri sem við fáum.“ Færyeingar eru bjartsýnir og segja að nú sé lag hjá þeim að vinna. Hvaða áhrif heldur þú að þessi bjartsýni hafi á ykkur? „Ég reikna með því að þeir ætli sér að vinna, hef skynjað það á mönnum hér. Þetta er svona svipað mál í augum Færeyinga að leggja okkur að velli og fyrir okkur að vinna Dani. Við verðum því að gera allt sem við getum til að koma í veg fyrir að þeim takist ætlunarverk sitt, við megum ekki tapa stigi eða stig- um, það kemur ekki til greina.“ Áttu von á að Færeyingar komi framar á völlinn en þeir gerðu á Laugardalsvelli í vor úr því að þeir ætla sér að vinna? „Það er alltaf hægt að ræða um að menn ætli sér framarlega á völlinn, en þegar út í raunveruleikann er komið er það andstæðingurinn sem stjórnar því hversu framarlega er farið. Við ætlum ekki að draga okkur til baka í leikjum í upphafi, sitja og bíða þótt það væri eflaust að ein- hverju leyti klók leikaðferð því ef Færeyingar ætla að sækja á okkur með mörgum mönnum þá opnast um leið tækifæri fyrir okkur til sóknar þegar við vinnum boltann. Við ætl- um hins vegar ekkert að gefa Fær- eyingum neitt tækifæri á að taka að sér stjórnina, hún á að vera og verð- ur í okkar höndum. Hins vegar er engum blöðum um það að fletta að Færeyingarnir eru hættulegir. Þeir hafa sýnt það til þessa að þeir eru mjög skipulagðir í vörninni, en allt byggist þetta á að við nýtum þaum marktækifæri sem við fáum, það verður afar mikilvægt atriði. Takist það þá er ég ekki í neinum vafa um að við vinnum þau þrjú stig sem eru í boði í leiknum.“ Hvar liggur styrkleiki Færeyinga helst? „Fyrst og fremst í öguðum og skipulögðum varnarleik. Færeying- ar hafa ekki á að skipa miklu sókn- arliði, þeir eru fyrst og síðast skipu- lagðir baráttumenn og ég reikna með að þeir fari út í sömu aðgerðir og gegn Þjóðverjum hér í Þórshöfn í vor, það er að vera mjög grimmir, fastir fyrir og brjóta mikið. Fyrir vikið fá leikmenn liðsins mörg spjöld og það er eitt þeirra atriða sem þeir eru að súpa seyðið af núna þar sem tveir sterkir leikmenn verða í leik- banni gegn okkur. Til að mæta þessu verður hugarfarið að vera rétt hjá okkur og dagsformið í lagi og þrátt fyrir að undirbúningurinn hafi ekki verið eins góður og ég hefði óskað þá tel ég að allir leikmenn verði klárir í leikinn þegar flautað verður til leiks. Þegar ég tók við liðinu í vor ásamt Loga þá settum við okkur það mark- mið með leikmönnum að vinna níu stig í þremur næstu leikjum. Nú eru stigin orðin sex í tveimur leikjum og við megum ekki leyfa okkur það að klúðra síðasta leiknum af þessum þremur, það má ekki gerast. Ég verð ekki sáttur við jafntefli, aðeins sigur kemur til greina þótt það sé engum vafa undirorpið að leikurinn verður erfiður. Við megum ekki fá á okkur mark eins og síðast gegn þem, en ég er viss um að við skorum eitt til tvö mörk hjá Færeyingum.“ Þú sættir þig ekkert við annað en sigur? „Ég get ekki sætt mig við annað en sigur og þrjú stig gegn Færey- ingum. Miðað við stöðuna í riðlinum verðum við að vinna. Lið mitt er bet- ur undirbúið fyrir þennan leik en viðureignina við Færeyinga í vor, þar sem menn eru búnir að fara í gegnum undirbúningstímabil og farnir að leika í sínum deildum og því eiga þeir að vera í betra formi en í júní. Það væri mikil synd að eyði- leggja þá vinnu sem unnin var í vor með tapi að þessu sinni, ég vil ekki hugsa þá hugsun til enda ef við töp- um stigi eða stigum hér í Færeyj- um,“ segir Ásgeir Sigurvinsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu. Við erum með betra lið en Færeyingar „ÉG ætla að leggja upp með sama leikskipulag og í síðustu tveimur leikjum, ég sé ekki neina ástæðu til að breyta því þar sem það hefur gefist vel, en að vísu þurfum við að gera tvær mannabreytingar í vörninni frá síðasta leik þar sem Guðni Bergsson leikur ekki með landsliðinu meir og Lárus Orri Sig- urðsson getur alveg örugglega ekki leikið með frá upphafi leiks, sagði Ásgeir Sigurvinsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, spurður hvernig hann hygðist leggja upp leikinn við Færeyinga á Tórsvelli í Þórshöfn í kvöld. „Ég ætla ekki að tilkynna byrj- unarliðið fyrr en í fyrramálið [í dag] og þar af leiðandi hverjir taka þessi tvö sæti í vörninni, það þarf að fara yfir ýmsa þætti áður en að valinu kemur.“ Ívar Benediktsson skrifar frá Þórshöfn Ásgeir segist ekki vilja hugsa þá hugsun til enda að tapa stigi Ólafur Stefánsson valinn í heimsliðið Þrjár breytingar í Færeyjum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.