Morgunblaðið - 20.08.2003, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2003 49
SÍÐAST fréttist af
JoJo, götulistamann-
inum eina og sanna, í
vor en þá var frum-
sýnd í Ríkissjónvarp-
inu heimildarmynd
um kappann. Nú er
JoJo, sem spilað hef-
ur á götunni í áratugi,
í fyrsta sinn kominn
með útgáfu á eigin
efni og er hún í formi
geisladisksins Óður til
norðursins. Einvörð-
ungu er hægt að
kaupa gripinn af sjálf-
um listamanninum.
„Þetta er bara götu-
memó,“ segir JoJo og
er hæverskur. „Ég er bara með
þetta í töskunni minni. Þetta er
selt á sanngjörnu götuverði.“
JoJo segir að diskurinn sé tek-
inn upp í Austurstræti, á hljóm-
leikum og í hljóðveri.
„Mér fannst myndin sem þú
nefnir vera gott súrrealískt summ-
ardjók,“ segir hann, spurður um
téða heimildarmynd. „Hún á
örugglega eftir að virka best í
skammdeginu.“
JoJo, sem
er orðið
nokkuð
þekkt andlit
á götum
Reykjavíkur,
neitar því að
það sé erfitt
að spila á göt-
unni.
„Það er alltaf
jafn gaman að spila
en það er stundum
erfitt að fást við fólk
sem heldur að það hafi
rétt fyrir sér eftir 25
bjóra.“
Með JoJo er danskur
vinur hans, Martin,
sem er kominn í heimsókn hingað
til að spila. Þeir félagar þekkjast
frá Danmörku, þar sem JoJo hefur
oft spilað. Martin er þó ekki bösk-
ari og spilar einvörðungu inni á
stöðum.
„Ég spilaði svolítið á Dubliner í
sumar,“ segir Martin sem leggur
fyrir sig þjóðlagatónlist frá Eng-
landi, Írlandi og Bandaríkjunum.
„Það er mjög góður andi þar.“
JoJo segist svo að lokum reikna
fastlega með því að spila eitthvað
um landið í haust því að „með lög-
um skal land byggja“, eins og
hann segir glottandi.
Götulistamaðurinn JoJo gefur út disk
Óður til norðursins
Morgunblaðið/Kristinn
Martin og JoJo skýla sér fyrir sumarregninu.
Sofandi orðabók
(The Sleeping Dictionary)
DRAMA
England 2002. Myndform. VHS (91 mín.)
Bönnuð innan 12 ára. Leikstjóri: Guy
Jenkin. Aðalleikendur: Hugh Dancey,
Jessica Alba, Brenda Blethyn, Bob Hosk-
ins.
ÓVÆNTIR hlutir gerast af og til í
myndbandageiranum, öfugt við kvik-
myndahúsin þar sem áhorfandinn er
oftast nær með það á hreinu að
hverju hann gengur. Sofandi orðabók
er eitt þessara furðuverka, óvenjuleg
og framandi uppákoma í flesta staði.
John Truscott
(Dancey), er ungur
Breti sem er send-
ur til Sarawak í
Malasíu árið 1937.
Hlutverk hans að
koma innfæddum
íbúum nýlendunnar
til einhverra
mennta. Breska
heimsveldið er enn
við lýði og er John komið fyrir hjá
landstjórahjónunum (Hoskins og
Blethyn). Eitt það fyrsta sem kenn-
arinn þarf að gera er að læra málið og
þá kennslu fær hann, samkvæmt sið-
venju, hjá „sofandi orðabók“; inn-
fæddri stúlku sem veitir honum jafn-
framt verklega tilsögn í
unaðssemdum ástalífsins. Ekki veitir
af því piltur er jafn illa upplýstur á
báðum sviðum.
Þau fella hugi saman, Sofandi
orðabókin – sem nefnist Selima
(Alba) og Truscott. Þá kemur nýr
vinkill á framvinduna því landsstjóra-
hjónin eiga Cecil, gjafvaxta mey og
eru þau pússuð saman, Truscott og
dóttirin.
Nú hefst einstaklega dramatískur
kafli þar sem kemur í ljós að Trusc-
ott, þó pasturslegur sé til orðs og æð-
is, hefur gert þeim báðum barn, hjá-
svæfum sínum. Hann elskar báðar,
þó aðra meira og sjálfsagt að fara
ekki frekar út í þá sálma en hvetja
rómantískar sálir til að berja herleg-
heitin augum. Sofandi orðabók hefur
eitt og annað til síns ágætis. Tekin á
firna fögrum slóðum í Malasíu, efnið
glettilega gamaldags og hádrama-
tískt með dularfulla leyndardóma
frumskógarins, glæpamenn, hausa-
veiðara, frumbyggja og hábreska
embættismenn hans hátignar í einni
beðju. Alba er virkilega snotur stúlka
og leikurinn almennt í þolanlegu
standi og myndin líður bærilega hjá
eftir að hún er komin í gang. Sæbjörn Valdimarsson
Myndbönd
Ástfangin
í Malasíu
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i. 10 ára.
KVIKMYNDIR.IS
KVIKMYNDIR.COM
ÓHT RÁS 2
SG DV
MBL
KVIKMYNDIR.IS
KVIKMYNDIR.COM
ÓHT RÁS 2
SG DV
MBL
KVIKMYNDIR.IS
KVIKMYNDIR.COM
ÓHT RÁS 2
SG DV
MBL
KVIKMYNDIR.IS
KVIKMYNDIR.COM
ÓHT RÁS 2
SG DV
MBL
KRINGLAN
Sýnd kl. 5, 8.15 og 10. B.i. 10 ára.
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i.10 ára.
AKUREYRI
Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 10 ára.
ÁLFABAKKI
Kl. 3.45 og 5.50
KRINGLAN
kl. 5.50
AKUREYRI
Sýnd kl. 6.
H U L K BASIC WRONG TURN
EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 6 OG 10.
ÁSTRÍKUR OG KLEOPATRA
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 10.
ÁLFABAKKI
Kl. 8 og 10. B.i. 16.
KRINGLAN
kl. 8 og 10.10.
AKUREYRI
Sýnd kl. 10.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 3.30, 6 og 8.30. B.i.12 ára.
Stranglega bönnuð
innan 16 ára!