Morgunblaðið - 20.08.2003, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 20.08.2003, Qupperneq 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. SÚ NIÐURSTAÐA meirihluta hrepps- nefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps í gær að hafna útfærslu Landsvirkjunar um gerð Norðlingaölduveitu eykur óvissu um orku- sölu til stækkunar Norðuráls, að sögn Þor- steins Hilmarssonar, upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar. Segir hann Landsvirkjun harma að hreppsnefndin hafi ekki fellt sig við niðurstöðu setts umhverfisráðherra líkt og Umhverfisstofnun, Landsvirkjun, Ása- hreppur og Rangárþing ytra hafi gert. Útfærsla Landsvirkjunar gengur út á að reisa stíflu í 566 metra hæð yfir sjó og hækka hana á vissum árstímum um tvo metra með sérstökum gúmmíbelgjum, líkt og eru við Sultartangavirkjun. Meirihluti hreppsnefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps leggst gegn þessu en fellst á að Lands- virkjun haldi sig við tillögu VST um ein- göngu 566 m lónhæð sem kynnt var með úr- skurði setts umhverfisráðherra, Jóns Kristjánssonar, í janúar sl. Þorsteinn Hilmarsson segir að Lands- virkjun hafi ekki borist niðurstaða hrepps- nefndar með formlegum hætti. Fyrirtækið muni skoða hana á næstu dögum ásamt „ýmsum fleiri lausum endum“. Hann bendir á að lón í 566 metra hæð leiði ekki aðeins til lakari arðsemi framkvæmdarinnar með minni orkuöflun á hærra verði heldur einnig til rekstrarerfiðleika varðandi ísvandamál. Með því að geta hækkað lónið í 568 metra á vissum árstímum sé m.a. verið að draga úr þeim vanda. Þorsteinn segir að stjórn Landsvirkjunar muni fjalla um þetta mál á fundi sínum í byrjun september og fram að þeim tíma verði einnig rætt við fulltrúa Norðuráls og þeirra orkufyrirtækja sem hafa ætlað að út- vega stækkuðu álveri raforku, þ.e. Orku- veitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja. Eykur óvissu um orkusölu til stækkunar Norðuráls  Útfærslu/10 BÖRN sem hafa í sumar verið að rækta grænmeti í Skóla- görðum Kópavogs hafa að und- anförnu verið fórnarlömb þjófa. Þjófarnir sækja nær ein- göngu í hnúðkál, sem þykir af- ar gott í salöt og súpur ýmiss konar. Þegar börnin í skóla- görðunum við Víðigrund komu í garðana eftir verslunar- mannahelgi tóku þau eftir því að töluvert magn af hnúðkáli hafði verið fjarlægt úr skikum þeirra. Viku seinna höfðu þjóf- arnir haft á brott með sér enn meira hnúðkál annars staðar úr garðinum og nú á mánudag höfðu þeir lokið við verkið og garðurinn nær algerlega hnúð- kálslaus. „Þeir skildu í raun einungis eftir minnstu hausana,“ segir Bent Marinósson, forstöðumað- ur Skólagarða Kópavogs. Hann telur að þarna hafi verið um þaulskipulagðan þjófnað að ræða, enda var vandað til verksins, unnið hratt og hljóð- lega, blöðin rifin af og skilin eftir í haugum áður en haus- arnir voru teknir í burtu. „Þetta er líka ekkert smámagn af hnúðkáli, rúm hundrað kíló, og þetta hefur líka verið að gerast í öðrum görðum hér í Kópavogi. Krökkunum var mjög brugðið við þetta og þau eru afar vonsvikin.“ Þjófar rækti sitt kál sjálfir Krakkarnir sem eru að rækta í görðunum í sumar segjast vissulega vera svekkt yfir því að missa hnúðkálið, enda er það afar gott græn- meti og í uppáhaldi hjá mörg- um. „Ég held að þeir hafi stolið þessu af því að þeim finnst það Börnin í Kópavogi sitja því miður ekki ein í kálsúpunni, því nú hafa einnig borist til- kynningar um hnúðkálsþjófnað í skólagörðunum í Jaðarseli í Breiðholti. til ráða gagnvart grænmet- isþjófum sem þessum. „Þetta er mjög lágkúrulegt og skömm að þessu, en ekki getum við vakt- að svæðið upp á hverja einustu nótt, eða hvað?“ svo gott,“ segir ein stúlka og vinur hennar bætir við: „En ef fólki finnst hnúðkál svona gott ætti það bara að rækta sitt kál sjálft.“ Bent segist ekki vita hvað er Vandlátir þjófar í skólagörðum Morgunblaðið/Svavar Þau Stígur, Sóley Björk, Tómas og Skúli Þór eru ekki hress með framgang þjófanna og segja þeim að skammast til þess að rækta sitt kál sjálfir. Þau telja að þjófarnir sæki í hnúðkálið því þeim þyki það gott. FLUGLEIÐIR stefna að því að lækka rekstrarkostnað um 1,5 millj- arða króna á árinu, en í gær var birt uppgjör félagsins fyrir fyrri helming ársins. Samkvæmt því var félagið rekið með 903 milljóna króna tapi eftir skatta, samanborið við 50 millj- óna króna hagnað á sama tímabili í fyrra. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, segir að verið sé að horfa á allar hliðar rekstrarins við lækkun kostnaðar. „Til að mynda höfum við í skoðun að hefja miðalaus viðskipti og fjölga bókunum í gegnum netið. Þá hyggjumst við spara við afgreiðslu á flugvélum, bæði hérlendis og erlend- is. Markmiðið er að lækka allan kostnað fyrirtækisins,“ segir Sigurð- ur. Hann segir að vinna við undir- búning gangi vel, sumt sé að koma til framkvæmda núna og annað komi til framkvæmda með haustinu. Áhersla á fjölgun ferðamanna Þá segir Sigurður að dótturfyrir- tækið Icelandair hyggist fjölga flug- leiðum næsta sumar og hefja þá áætlunarflug til sex nýrra áfanga- staða; Helsinki, Berlínar, München, Zürich, Madríd og Orlando í Banda- ríkjunum. „Þetta er liður í áherslu fyrirtækisins á að fjölga enn frekar ferðamönnum til landsins.“ Í tilkynningu frá Flugleiðum vegna uppgjörsins segir að megin- ástæður versnandi afkomu fyrstu sex mánuði ársins hafi verið sam- dráttur á alþjóðaflugmarkaði í vetur og vor, vegna óvissu í tengslum við Íraksstríðið, og í framhaldi af því sá ótti við ferðalög í alþjóðaflugi sem tengist bráðalungnabólgufaraldrin- um. Gengið lækkaði Gengi hlutabréfa í Flugleiðum í Kauphöll Íslands lækkaði um 4,6% í gær. Upphafsgengi var 4,35, en loka- gengi 4,15. Lægst fór gengið í 3,75, en í lok dags var kauptilboð upp á 4,05, en sölutilboð 4,20. Áfangastöðum Icelandair í Evrópu og Bandaríkj- unum verður fjölgað um sex næsta sumar Stefnt að 1,5 millj- arða sparnaði  903 milljóna/12 Ljósmynd/Baldur Sveinsson HAGSTÆÐUSTU innlendu lánin til bílakaupa eru lífeyrissjóðslán en Jafet Ólafsson, framkvæmda- stjóri Verðbréfastofunnar hf., seg- ir að ekkert mæli á móti því að líf- eyrissjóðslán séu tekin til bílakaupa þótt líftími lánanna sé töluvert lengri en bílsins. Hann segir jafnframt að hægt sé að ná jafnvel enn betri kjörum ef tekin eru erlend lán. Þau eru ekki tengd við vísitölu. „Lægstu vextirnir eru af jap- önskum jenum. Með venjulegu álagi í banka geta vextirnir verið innan við 2%,“ segir Jafet. Hann bendir á að þessu fylgi gengis- áhætta en að gengið og vísitalan vegi hvort annað upp á þriggja til fjögurra ára tímabili. Jafet segir að fólk sýni því sífellt meiri áhuga en áður að taka erlend lán. Erlend lán til bíla- kaupa hagstæðust  Erlend lán/B2 LANDSBANKINN og Íslandsbanki eru enn að huga að sameiningu SH og SÍF, þrátt fyrir að viðræðum um sameiningu félaganna hafi verið slit- ið fyrr á þessu ári. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins ráða hags- munir Íslandsbanka í Kanada miklu um afstöðu bankans. Bankinn er í umtalsverðum við- skiptum við sjávarútvegsfyrirtækin Clearwater og Fishery Products Int- ernational. Óstaðfestar heimildir herma að hugur bankanna standi til þess að lokinni sameiningu SH og SÍF að ganga til samstarfs eða sam- einingar við þessi kanadísku félög og hugsanlega selja þeim hluti sína í sameinuðu íslenzku félagi. Bankarnir ráða ferðinni innan SH enda eru þeir þar með meirihluta hlutafjár. Staðan er önnur innan SÍF en þar ráða Burðarás, Sjóvá-Al- mennar og Skeljungur um 45% hlutafjár, Íslandsbanki á innan við 10% og Landsbankinn ekkert. Bank- arnir þurfa því á liðveizlu þeirra að halda, en óvíst er að það dugi því S-hópurinn svokallaði fer með 35% í félaginu og getur komið í veg fyrir sameiningu. S-hópurinn er því alger- lega andvígur að fara í sameiningu við kanadísku fyrirtækin og óttast kanadísk yfirráð yfir sölukerfi ís- lenzkra sjávarafurða. Bankarnir vilja sameina SH og SÍF  Skiptar skoðanir/26

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.