Morgunblaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ VONBRIGÐI Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- ráðherra segir það valda vonbrigð- um að Landsvirkjun muni ekki af- henda orku til stækkunar Norður- áls, eins og vonir hafi verið bundnar við, og er ekki bjartsýn á að hægt verði að útvega næga orku í tíma. Talsmenn Norðuráls, Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suður- nesja telja hins vegar ágætis líkur á að tímaáætlanir geti staðist þannig að 180 þúsund tonna álver Norður- áls taki til starfa í árslok 2005 eða á árinu 2006. Tilboð frá Grænfriðungum Fulltrúar Greenpeace hafa afhent íslenskum stjórnvöldum tilboð um að falli þau frá vísindaveiðum á hrefnu muni Grænfriðungar hvetja eigin félagsmenn til þess að ferðast til Íslands, m.a. til að skoða hvali. Náðu auði fíkniefnabaróna Breska lögreglan hefur lagt hald á skuldabréf upp á 900 milljarða króna í aðgerðum gegn kólumbískum fíkni- efnahring. Einnig fannst mikið magn fíkniefna, skartgripa og reiðu- fjár sem samtals er metið á tæplega milljarð króna. Séu skuldabréfin ófölsuð er þetta talið þyngsta högg sem alþjóðlegir fíkniefnasalar hafa orðið fyrir. Þjóðin snemma á fótum Íslendingar þjást mun síður af þunglyndi en Lundúnabúar þar sem þeir fara fyrr á fætur að því er rann- sókn kanadísks aðstoðarprófessors við McGill-háskólann í Toronto leiðir í ljós. L a u g a r d a g u r 6. s e p t e m b e r ˜ 2 0 0 3 Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Úr Vesturheimi 38 Viðskipti 12/14 Umræðan 39 Erlent 16/20 Minningar 40/44 Höfuðborgin 21/24 Kirkjustarf 46/47 Akureyri 24 Bréf 64/65 Suðurnes 26 Dagbók 50/51 Árborg 28 Staksteinar 50 Landið 28 Íþróttir 52/55 Neytendur 30 Leikhús 56 Heilsa 30 Fólk 56/61 Forystugrein 32 Bíó 58/61 Viðhorf 36 Ljósvakamiðlar 62 Listir 36/37 Veður 63 * * * Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablaðið Miðborgin. Blaðinu er dreift um allt land. RÓSA Hreinsdóttir er sauðfjárbóndi og býr á Halldórs- stöðum og er einnig með fé á Tjörnum innst í Eyjafjarð- arsveit. Rósa og eiginmaður hennar, Guðbjörn Elvars- son, sem samhliða búskapnum stundar sjómennsku, búa með 500 fjár og eru stærstu sauðfjárbændur í sveit- inni. Rósa er því aðalbúforkurinn á Halldórsstöðum. Í dag eru fyrstu göngur í Eyjafjarðarsveit og þarf Rósa að leggja til hvorki fleiri né færri en 18 menn í þær. „Þetta er náttúrulega bilun,“ sagði Rósa, þegar hún var spurð út í þetta. „Að vísu hefur mér gengið sæmilega að útvega mannskap og hafa frændur mínir frá Tjörnum, sem nú búa í Reykjavík, verið iðnir við að hlaupa undir bagga, því þeim finnst svo skemmtilegt að fara í göngur.“ Þar sem stöðugt fleiri bændur hætta sauðfjárrækt leggjast gangnastörfin sífellt þyngra á þá sem eftir eru. Rósa sagði að til umræðu hefði komið að bændur á fremstu bæjunum í Eyjafjarðarsveit stofnuðu upp- rekstrarfélag. Með slíku fyrirkomulagi væri hægt að smala á fleiri dögum og þá með færri mönnum í hvert skipti. Í aðrar göngur þarf Rósa svo að senda 13 menn og þrjá í hrossasmölun, þannig að alls eru þetta 34 dags- verk sem lögð eru á Rósu. „Ef ég ætti að greiða þetta fullu verði en dagsverkið er, fyrir þá sem lengst fara, metið á um 8 þúsund krónur, þá telst mér til að það væri nálægt 240 þúsundum króna. En mannskapurinn hefur nú ekki allur gengið hart eftir greiðslu svo þetta hefur ekki verið svona mikið.“ Rósa sagði að hún gæti sent helminginn af lömbunum í slátrun á Blönduósi þann 12. september nk. og þá slyppi hún með 33% útflutningsskyldu af því að slátrað er fyrir 14. september. Eftir þann tíma er útflutnings- skyldan 38% og þá fást aðeins 150 krónur fyrir kílóið. Rósa þyrfti því að leggja inn 1.600 kg af kjöti í útflutn- ing til að hafa upp í kostnað við göngur ef allir gengju hart eftir launum fyrir dagsverkið. Meðalverð á kg á innanlandsmarkað er hins vegar um 260 krónur. Með 18 menn í fyrstu leit Morgunblaðið/Benjamín Baldursson Rósa Hreinsdóttir, sauðfjárbóndi á Halldórsstöðum í Eyjafjarðarsveit, heldur í göngur á hryssunni sinni. Í TILEFNI Íslandsheimsóknar Lu- os Gan, eins æðsta ráðamanns í Al- þýðulýðveldinu Kína hvetur Íslands- deild Amnesty International íslensk yfirvöld til að mótmæla mannrétt- indabrotum í Kína og krefjast úrbóta. Íslandsdeild Amnesty Internation- al sendi í gær bréf til Halldórs Ás- grímssonar utanríkisráðherra, Björns Bjarnasonar dómsmálaráð- herra, Halldórs Blöndal, forseta Al- þingis, og Guðrúnar Erlendsdóttur, forseta Hæstaréttar, þar sem meðal annars kemur fram að kúgun á póli- tískum andstæðingum kínversku stjórnarinnar hafi aukist mjög mikið á nýliðnum árum og Amnesty Inter- national hafi sérstakar áhyggjur vegna aukins fjölda mála þar sem fólk sé dæmt til margra ára fangelsisvist- ar án þess að njóta réttlátrar dóms- meðferðar. Fram kemur að meira en 60 ólík brot geti leitt til dauðadóms í Kína, „þar á meðal eru spilling, mútur, sala á skemmdum mat, neysla og sala á eiturlyfjum og ofbeldisglæpir og aðr- ir glæpir eins og skattsvik og hór- mang.“ Pyndingar og önnur slæm meðferð fanga og annarra sem eru í haldi séu mjög útbreiddar í Kína. „Meðal fórnarlamba pyndinga er fólk sem er í haldi vegna gruns um glæp- samlegt atferli og pólitísk afskipti, áhorfendur að mótmælum, farand- verkafólk, útigangsfólk, konur sem grunaðar eru um vændi og meðlimir ýmissa trúarhópa sem ekki eru við- urkenndir af stjórnvöldum.“ Sagt er að fjölda fólks sé haldið í fangelsum og vinnubúðum án dóms og laga og að réttindi verkafólks séu fótum troðin í landinu. Með bréfinu fylgja nýlegar skýrslur um ástand mannréttinda í Kína. „Íslandsdeild Amnesty International hvetur yður til að vekja máls á ástandi mannrétt- inda í Kína í viðræðum yðar við Luo Gan og krefjast úrbóta. Fyrir hönd Íslandsdeildar vil ég hvetja yður til að mótmæla framferði kínverskra stjórnvalda gagnvart íbúum landsins og fara fram á að Kínverjar gerist að- ilar að alþjóðlegum mannréttinda- samningum og skuldbindi sig án fyrirvara til að framfylgja þeim.“ Íslandsdeild Amnesty International bregst við heimsókn kínversks ráðamanns Mótmæla mannréttindabrotum FYRIRTÆKIÐ 101 Skuggahverfi stendur fyrir umfangsmiklum bygg- ingaframkvæmdum í Skuggahverf- inu ofan Skúlagötu í Reykjavík. Framkvæmdir hófust í mars sl. og ganga mjög vel, að sögn Einars Hall- dórssonar framkvæmdastjóra og er komin góð mynd á þyrpinguna. Hann sagði að alls yrðu byggðar 93 íbúðir í þessum fyrsta áfanga og verða þær afhentar í september á næsta ári. „Við byrjuðum að selja íbúðirnar í júní sl. Áhuginn fyrir þeim er mikill og við höfum þegar gengið frá all- mörgum kaupsamningum,“ sagði Einar. Hann sagði að fólk á ýmsum aldri hefði sýnt íbúðunum áhuga og einnig hefur hann orðið var við áhuga Íslendinga sem búa erlendis á íbúðunum. Alls mun fyrirtækið byggja 250 íbúðir í Skuggahverfinu í þremur áföngum. Um er að ræða fjölbýlishús á þremur hæðum upp í sautján hæðir með bílakjallara. Stigahúsin verða 18 og íbúðirnar frá 60 fermetrum upp í 270 fermetra að stærð. Einar sagði að meira væri lagt í íbúðirnar en hingað til hefði verið gert á markaðnum og að lögð væri áhersla á gott útsýni. Hann sagði stefnt að því að ljúka framkvæmdum á svæðinu árið 2007. „Þetta verður mikil lyftistöng fyrir miðbæinn og þegar svæðið verður fullbyggt verða þarna 700–800 nýir íbúar.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Framkvæmdum í Skuggahverfi hefur miðað mjög vel áfram og eru á undan áætlun. Byggingaframkvæmdir í Skuggahverfi ganga vel Mikill áhugi á íbúðunum FIMMTUGUM karlmanni hefur verið gert að greiða 4,2 milljónir króna í sekt fyrir brot gegn lögum um virðisaukaskatt. Hann játaði fyr- ir dómi að hafa ekki staðið skil á inn- heimtum virðisaukaskatti að upp- hæð 2,2 milljónir á árunum 2000 og 2001. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglu- stjóra ákærði manninn og var ákær- an þingfest í Héraðsdómi Reykja- ness í gær þar sem ákærði var látinn sæta viðurlagaákvörðun sem nam sektarfjárhæðinni. Maðurinn var daglegur stjórnandi í einkafyrirtæki en ekki skráður hjá hlutafélagaskrá sem stjórnarmaður eða framkvæmdastjóri, heldur eig- inkona hans. Sektaður fyrir skattsvik MAÐURINN, sem lést á Arnar- vatnsheiði þegar fjórhjól hans valt á vegarslóða skammt norðan Arnar- vatns á fimmtudag, hét Skúli Már Níelsson frá Fremri-Fitjum í Húna- þingi vestra. Hann var búsettur á Laugarbakka. Skúli Már var fæddur 13. október árið 1978 og lætur eftir sig unnustu. Rannsókn á tildrögum slyssins er enn ekki lokið. Samkvæmt vitnis- burði vitna virðist maðurinn hafa misst stjórn á fjórhjóli sínu og lent út fyrir veg þar sem hann kastaðist af hjólinu. Rannsóknin miðar m.a. að því að rannsaka hvort sprungið hafi á framhjóli með þessum afleiðingum. Lést af slysförum ♦ ♦ ♦ VONIR standa til að Flosa Arnórs- syni, stýrimanninum sem setið hefur í fangelsi í nágrenni Abu Dhabi, höf- uðborgar Sameinuðu arabísku fursta- dæmanna, frá 12. ágúst sl. verði sleppt úr haldi í dag eða á morgun. Skv. upplýsingum ráðuneytisins strandar málið á því að fangelsisyf- irvöld í Abu Dhabi hafa ekki fengið formlega tilkynningu frá lögregluyf- irvöldum í borginni um það hvort Flosi eigi að fá að vera frjáls ferða sinna í landinu eftir að honum verður sleppt eða hvort vísa eigi honum strax úr landi. Verði sleppt um helgina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.