Morgunblaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Skóflan sf Sími 896 5191 og heimasími 544 5191 Vinnuvél til sölu Ein vél fyrir öll tækin MÚRBRJÓTUR GAFFALL STAURABOR TRJÁUPPTÖKUVÉL SNJÓBLASARIGÖTUSÓPARI BENS SEM VÉLIN KEMST INN Í EKINN 50.000 KM SAND OG SALTDREIFARI TVÍ VIRK FRAMSKÓFLA Það er eins gott að vera ekki að blaðra mikið um hvað höfðingjarnir hafast að. Gagnreynd heilbrigðisþjónusta Ný hugsun í heilbrigðiskerfi NÝLEGA er farin aflandi brott banda-ríski hjúkrunar- fræðingurinn dr. Marita Titler frá Iowa, en hún hélt fyrirlestra hér á landi í vikunni og kynnti fyrir hlustendum reynslu sína og störf við gagnreynda heilbrigðisþjónustu. Morgunblaðið náði tali af prófessornum áður en hún hélt af landi brott og spurði hana fyrst hvert til- efni heimsóknarinnar hingað til lands hefði ver- ið. „Ég kom hingað til lands fyrst og fremst til að flytja fyrirlestra um mitt sérsvið sem er hvernig nýta megi þekkingu fengna með rannsóknum til að veita gagnreynda heilbrigð- isþjónustu. Við Landspítala – há- skólasjókrahús stendur nú yfir umfangsmikil undirbúningsvinna við að koma á slíkum vinnubrögð- um.“ Á hvers vegum varstu gestur hér á landi? „Ég kom hingað til lands á veg- um hjúkrunarforstjóra Landspít- ala – háskólasjúkrahúss í sam- vinnu við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og Rannsóknar- stofnun í hjúkrunarfræði við Há- skóla Íslands.“ Geturðu útskýrt þetta nánar, hvað er gagnreynd heilbrigðis- þjónusta? „Hér er á ferðinni verklag sem hófst hjá okkur í Iowa um og upp úr 1986 og hefur náð töluverðri útbreiðslu, bæði í Bandaríkjunum og víðar. Það snýst um betri þjónustu við sjúklinga, svo og að ná betri árangri í umönnun þeirra. Segja má að þetta verklag snúist í grundvallaratriðum um að nýta þekkingu fengna með rannsókn- um til að veita þessa gagnreyndu heilbrigðisþjónustu sem við höf- um svo nefnt. Ef koma á þessu verklagi í heilbrigðisþjónustu þarf mikla hugarfarsbreytingu innan heilbrigðiskerfis.“ Stefndir þú að einhverju með komu þinni hingað? „Íslendingar eru mjög víðsýnir og allir þeir sem ég hef fyrirhitt í heimsókn minni hingað eru opið fólk og lærdómsfúst. Ég sá fyrir mér að með því að kynna þá vinnu og þann árangur sem náðst hefur heima í Iowa myndi ég leggja mitt af mörkunum til að hjálpa Ís- lendingum að koma þessu verk- lagi á heilbrigðisþjónustu sína. Gefa þeirri vinnu og þeim hug- myndum sem þegar eru komin fram aukinn kraft og sannfær- ingu.“ Þú telur sem sé að gagnreynd heilbrigðisþjónusta eigi við hér á landi? „Ég tel að það sé ekki nokkur spurning. Hún á alls staðar við. Alls staðar þar sem verklagið hef- ur verið innleitt hníga öll rök að því að þjónusta og árangur hafi batnað til mikilla muna. Það sama gildir um Ísland og ef eitthvað er, ætti ykkur að reyn- ast auðveldara en mörgum öðrum að tileinka ykkur þessi vinnubrögð, því þið hafið bæði fámenni og afburða fagfólki á að skipa.“ Er þetta dýrt ferli? „Það er einhver stofnkostnað- ur, en sannast sagna er þetta einkum og sér í lagi breytt hug- arfar, ný vinnubrögð og meiri samvinna faghópa í millum. Rannsóknir sýna hins vegar, að þar sem gagnreynd heilbrigðis- þjónusta er komin vel á veg spar- ast gífurlegar fjárhæðir. Rann- sókn hjá okkur í Iowa sýndi t.d. að verklagið sparaði 1.500 dollara á dag í umönnun aldraðra ein- staklinga með brot á mjöðm.“ Er gagnreynd heilbrigðisþjón- usta eitthvað sem menn einfald- lega koma á fót, eða er þetta ferli sem er endalaust í þróun? „Þetta er ferli sem er í stöðugri þróun, enda miðast gagnreynd heilbrigðisþjónusta við að notuð sé ævinlega nýjasta þekkingin og rannsóknarniðurstöður. Tilfellið er að það tekur nið- urstöður rannsókna oft 10 til 20 ár að skila sér út í þjónustu sjúkrahúsanna og þá geta menn séð að þetta er eilífðarverkefni sem þó getur aldrei gert annað en að aukast að gæðum og bæta þjónustu og árangur.“ Hvað er algert grundvallarat- riði í þessu máli? „Ég myndi hiklaust segja að það væri hugarfarsbreytingin sem nauðsynleg er. Að menn hætti að sitja hver í sínu horni með eigin meiningar og sannfær- ingar. Að samvinna verði reglan, sama hvert litið er og öll meðferð og þjónusta við sjúklinga byggist alltaf og undantekningarlaust á bestu þekkingu sem völ er á hverju sinni. Allt lýtur þetta jú að því að veita sjúklingum betri þjónustu og umönnun.“ Og þú ert bjartsýn á að Íslendingum vegni vel á þessari braut? „Já, ekki spurning. Áhugi allra sem ég hitti og hlýddu á fyrirlestra mína var einlægur og í mínum huga gera íslenskir heilbrigðisstarfs- menn sér fulla grein fyrir kostum þessa verklags, enda er þróttmik- il vinna á þessum línum þegar hafin. Þetta á vissulega framtíð fyrir sér hér á landi og ég vona að heimsókn mín, þekking og reynsla hafi hjálpað Íslendingum eitthvað.“ Marita Titler  Dr. Marita Titler er í forsvari fyrir deild er nefnist Research; Quality; and Outcome Manage- ment innan hjúkrunar- og umönnunarsviðs háskólasjúkra- hússins í Iowa-ríki í Bandaríkj- unum. Hún er einnig klínískur prófessor við University of Iowa Collage of Nursing. Hún er félagi í American Academy of Nursing, sem er heiðursfélag hjúkr- unarfræðinga sem skarað hafa fram úr í Bandaríkjunum, og í al- þjóðlegri vinnunefnd Sigma Theta Tau um gagnreynda þekk- ingu. Hún hefur hlotið marg- víslega viðurkenningu fyrir störf sín við rannsóknir og fyrir- lestrahald. Snýst um betri þjónustu við sjúklinga IMPREGILO hefur samið um kaup á níu stálgrindarhúsum frá fyrirtæki í Sádi-Arabíu, Zamil Steel Industr- ies, sem setja á upp við Kárahnjúka- virkjun. Frá þessu er greint á vef- síðu er flytur viðskiptafréttir af fyrirtækjum í Miðausturlöndum. Þar kemur fram að andvirði samn- ingsins við Zamil Steel sé 1,2 millj- ónir evra, eða um 100 milljónir króna. Afhenda á stálgrindarhúsin á næstu fimm vikum en alls eru þau um sex þúsund fermetrar að flatar- máli og vega rúm 700 tonn. Mun fyr- irtækið vera leiðandi aðili í fram- leiðslu á forsmíðuðum stálgrindar- húsum og í hópi stærstu fyrirtækja í Miðausturlöndum. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hyggur Zamil Steel Industries á frekari viðskipti hér á landi og fulltrúi fyrirtækisins er væntanlegur til landsins í því skyni. Impregilo kaupir níu stál- grindarhús frá Sádi-Arabíu KJARTAN Jakob Hauksson ræðari heldur enn kyrru fyrir í Bolungarvík sökum veðurs. Fyrsta haustlægðin er nú að ganga yfir landið sam- kvæmt upplýsingum Veðurstofunn- ar og hefur hvassviðrið sem henni fylgir tafið brottför Kjartans frá Bol- ungarvík. Kjartan bíður þar nú þol- inmóður og vinnur áfram að endur- bótum í bátnum, m.a. hefur hann komið fyrir seglyfirbreiðslu, eða eins konar blæju, á bátinn til að verjast regni og ágjöf. Vonir standa til að lægðin verði gengin yfir í dag eða á morgun og blæs Kjartan til brott- farar um leið og það gerist. Kjartan hyggst róa einn á árabát, sem fengið hefur nafnið Rödd hjart- ans, umhverfis landið til styrktar Sjálfsbjörg. Samkvæmt upplýsing- um frá Sjálfsbjörg í gær er nauðsyn- legt að veður sé skaplegt þegar Kjartan siglir fyrir Hornstrandir. Um leið og hann kemur inn á Húna- flóa verður róðurinn léttari. Áfang- inn Bolungarvík – Húsavík er u.þ.b. 172 sjómílur eða nokkru styttri en vegalengdin sem nú er að baki, en alls er óvíst hve langan tíma tekur að róa hana þar sem veður ræður öllu. Kjartan lagði af stað frá Reykja- vík 21. ágúst og kom til hafnar í Bol- ungarvík tíu dögum síðar. Hægt er að fylgjast með ferðum hans á heimasíðu Sjálfsbjargar, Sjalfsbjorg.is. Kjartan Hauksson ræðari bíður af sér veður í Bolungarvík Bíður enn eftir að haust- lægðin gangi yfir landið ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.