Morgunblaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 55
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2003 55 MARIA Mutola vann 82 milljónir íslenskra króna í Brussel í kvöld á gullmótinu í frjálsíþróttum. Mutola sigraði í 800 metra hlaupi á tímanum 1:57.78 mínútum en í öðru sæti var Khrushchelyova Natalya frá Rúss- landi á 1:58.53 mínútum. Mutola var eini keppandinn sem átti möguleika á gullpottinum sem er í boði fyrir þá sem sigra á öllum gullmótunum í sinni grein. Und- anfarin ár hafa nokkrir íþróttamenn skipt gullpott- inum á milli sín en í ár var Mutola eini keppandinn sem sigraði á öllum gullmótunum. Hin þrítuga Mutola er frá einu fátækasta ríki ver- aldar, Mósambík. Mutola hefur ekki tapað frá því 19. júlí í fyrra en hún hefur keppt 17 sinnum frá þeim tíma. „Ég kem frá mjög fátæku landi og það verður mjög gaman að geta notað hluta af þessum fjármunum til þess að styðja við bakið á frjálsíþróttafólki í Mós- ambík. Ég veit að það eru margir efnilegir íþrótta- menn í Mósambík en okkur vantar betri aðstæður og þjálfara til þess að koma íþróttafólkinu okkar á fram- færi,“ sagði Mutola. Maria Mutola krækti í 82 milljónir PATRICK Vieira, leikmaður Arsenal, hefur gagnrýnt Real Madrid fyrir að selja franska landsliðsmanninn Claude Makelele til Chelsea. Vieira er ennfremur ánægður með að hafa skrifað undir nýjan samning við Arsenal í stað þess að fara til Madrid. Makelele hefur leikið mikilvægt hlutverk fyrir Madrid á síðustu árum og Viera telur að spænska liðið hafi gert stór mistök með því að selja hann. „Ég er mjög ánægður með að hafa ekki farið til Madrid eftir að hafa séð hvernig þeir komu fram við Mak- elele. Ég er sannfærður að ég hafi tekið rétta ákvörðun með að vera áfram hjá Ars- enal. Ég skil ekki af hverju Madrid seldi Makelele því að mínu áliti var hann besti leikmaðurinn þeirra. Forráðamenn Madrid gera sér greinilega ekki grein fyrir því hversu mikla hæfileika hann hefur,“ sagði Vieira. Viera gagnrýnir Real Madrid MICHAEL BALLACK, Bayern München, 26 ára miðjumaður. 33 landsleikir, 3 leikir og 2 mörk í EM, 6 leiki og 3 mörk í HM 2002. FRANK BAUMANN, Werder Brem- en, 27 ára varnarmaður, 17 lands- leikir, ekkert spilað í EM, 1 leikur í HM 2002. FREDI BOBIC, Hertha Berlín, 31 árs sóknarmaður, 27 landsleikir, 3 leikir og 2 mörk í EM. SEBASTIAN DEISLER, Bayern München, 23 ára miðjumaður, 19 landsleikir, ekkert spilað í EM. ARNE FRIEDRICH, Hertha Berlín, 24 ára varnarmaður, 10 landsleikir, 4 leikir í EM. MICHAEL HARTMANN, Hertha Berlín, 29 ára varnarmaður, 3 lands- leikir, 1 leikur í EM. ANDREAS HINKEL, Stuttgart, 21 árs varnarmaður, 3 landsleikir, ekk- ert spilað í EM. JENS JEREMIES, Bayern Münch- en, 29 ára miðjumaður, 49 landsleik- ir, 4 leikir í EM, 7 leikir í HM 2002. OLIVER KAHN, B. München, 34 ára markvörður og fyrirliði, 61 lands- leikur, 5 leikir í EM, 7 leikir í HM 2002, besti leikmaður keppninnar. SEBASTIAN KEHL, Borussia Dort- mund, 23 ára miðjumaður, 19 lands- leikir, 3 leikir í EM, 2 leikir í HM 2002. MIROSLAV KLOSE, Kaiserslaut- ern, 25 ára sóknarmaður, 30 lands- leikir, 5 leikir og 2 mörk í EM, 7 leik- ir og 5 mörk í HM 2002. KEVIN KURANYI, Stuttgart, 21 árs sóknarmaður, 3 landsleikir, 1 leikur í EM. BENJAMIN LAUTH, 1860 Münch- en, 22 ára sóknarmaður, 4 landsleik- ir, ekkert spilað í EM. JENS LEHMANN, Arsenal, 33 ára markvörður, 16 landsleikir, ekkert spilað í EM, varamarkvörður í HM 2002. OLIVER NEUVILLE, Bayer Lever- kusen, 30 ára sóknarmaður, 44 landsleikir, 4 leikir í EM, 6 leikir og 1 mark í HM 2002. CHRISTIAN RAHN, Hamburger SV, 24 ára miðjumaður, 2 landsleikir, ekkert spilað í EM. CARSTEN RAMELOW, Bayer Lev- erkusen, 29 ára miðjumaður, 41 landsleikur, 5 leikir og 1 mark í EM, 5 leikir í HM 2002. MARKO REHMER, Hertha Berlín, 31 árs varnarmaður, 33 landsleikir, 1 leikur í EM, 1 leikur í HM 2002. BERND SCHNEIDER, Bayer Lev- erkusen, 29 ára miðjumaður, 27 landsleikir, 5 leikir í EM, 7 leikir og 1 mark í HM 2002. CHRISTIAN WÖRNS, Borussia Dortmund, 31 árs varnarmaður, 48 landsleikir, 4 leikir í EM. Landslið Þjóðverja  AÐALMARKASKORARI Eng- lands, Michael Owen, er ánægður með að fólk geri miklar kröfur til hans. „Mér finnst gaman að fólk ætl- ist til þess að ég skori mörg mörk fyrir England. Ég er vanur að bera helstu ábyrgðina á markaskorun hjá Liverpool og það er gott að vita að fólk treystir á mig,“ sagði Owen.  CRAIG Bellamy, sóknarmaður Wales og Newcastle, segir að hann geti leikið með Wales í dag gegn Ítal- íu í undankeppni EM. Bellamy hefur átt við meiðsli að stríða og Sir Bobby Robson, knattspyrnustjóri New- castle, vill ekki að Bellamy leiki landsleikinn. „Ég er ekki lengur meiddur í hnénu og ég er í nægilega góðu formi til þess að vera í byrj- unarliðinu,“ sagði Bellamy.  FORSVARSMENN NBA-meist- araliðsins San Antonio Spurs hafa ráðið Mario Elie sem aðstoðarþjálf- ara Gregg Popovich aðalþjálfara liðsins. Elie lék í ellefu ár í deildinni og varð NBA-meistari með Houston 1994 og 1995, og með Spurs 1999. FÓLK Golfmót hreyfihamlaðra Annað mótið í mótaröð fatlaðra verður haldið Sunnudaginn 7. september og hefst kl. 10.00 á golfvelli Golfklúbbs Suðurnesja Skráning á staðnum. Mótið er punktamót með fullri forgjöf. Hámarksforgjöf er 36. Gjaldgengir. Allir sem eru hreyfihamlaðir og eru félagar í golfklúbbi GSFÍ Rudi Völler, landsliðsþjálfariÞýskalands, sat fyrir svörum á blaðamannafundi sem þýska knatt- spyrnusambandið hélt á Nordica-hótel- inu í Reykjavík í gær. Völler um ástand þýska liðsins „Bernd Schneider er veikur og Jens Jeremies meiddur í hné. Það verður óvíst með þátttöku þeirra í leiknum fram á síðustu stundu. Ég nota yfirleitt ekki leikmenn nema þeir séu 100 prósent leikfærir en ég gæti þurft að brjóta þá reglu í þetta skipti. En allir þjálfarar þurfa stöð- ugt að glíma við svona vandamál og ég hef aldrei getað stillt upp mínu óskaliði, svo þetta er ekkert nýtt fyr- ir mér. Völler um íslenska liðið „Þegar Íslendingar höfðu tapað tvisvar fyrir Skotum héldu allir að þeir væru úr leik en annað hefur komið á daginn. Ísland er í efsta sæti riðilsins, hefur leikið einum leik meira en við, og kemur í þennan leik fullt sjálfstrausts. Við vitum á hverju við eigum von, Íslendingar hafa engu að tapa og munu leika með hjartanu til síðustu mínútu. Þeir unnu frábæran sigur í Litháen og eiga alla möguleika á að ná langt í keppninni. Öll Norðurlandalið, að Færeying- um meðtöldum, eru mjög vel skipu- lögð, verjast vel og gefa sóknar- mönnum lítil svæði til að athafna sig. Það er í okkar höndum að taka frum- kvæðið, við þurfum að ná forystunni í riðlinum hér í Reykjavík eða í síð- asta lagi á heimavelli gegn Skotum á miðvikudaginn. Sjálfur getum við komist beint á EM með því að vinna tvo næstu leiki, að því einbeitum við okkur og fyrsta skrefið ætlum við að stíga hér í Reykjavík.“ Völler um markaleysi þýska liðsins „Okkar vandamál er ekki að skapa marktækifæri, heldur að nýta þau. Nú er Michael Ballack aftur í okkar liði og þótt við megum ekki treysta alfarið á hann sem okkar bjargvætt þá mun hann létta ákveðnu álagi af sóknarmönnum okkar. Svo getur það verið vandamál að skora of mikið af mörkum því þá meta menn ekki liðið eða mótherj- ana á réttan hátt. Eins og þegar við skoruðum sjö mörk í einum hálfleik í vináttuleik gegn Ísraelsmönnum og allir afskrifuðu þá sem lélegt lið, þótt það sé ekki raunin.“ Völler um Eið Smára Guðjohnsen „Hann er stórkostlegur sóknar- maður sem er á óskalista margra sterkra liða í Evrópu. Hann hefur þegar skorað fimm mörk í keppninni og aðalmálið hjá okkur verður að stöðva hann. Ég er ekki búinn að leggja endanlega upp hvernig við förum að því, hvort ég set einn mann honum til höfuðs eða læt alla varn- armennina vera með hann í sigtinu. Það mun þó mæða mest á miðvörð- unum, Baumann og Wörns, að glíma við hann. Eiður er hæfileikaríkur sóknarmaður sem er sífellt á ferð- inni og ógnar bæði til hægri og vinstri.“ Hvort vill Völler fá Íslendinga eða Skota í annað sætið? „Ef við gefum okkur að við vinnum riðilinn hef ég ekki miklar áhyggjur af því hverjir hafna í öðru sætinu. En ég fer ekki dult með það að ég hef miklar taugar til landa míns og fyrrverandi þjálfara, Berti Vogts, og vona að honum og skoska liðinu gangi vel. Ég mun þó sofa ró- legur, sama hvor þjóðin kæmist áfram úr riðlinum.“ Rudi Völler, landsliðsþjálfari Þýskalands, um leikinn í dag „Í okkar höndum að taka frumkvæðið“ Eftir Víði Sigurðsson SIR Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchest- er United, telur að það séu erfiðir tímar fram- undan hjá Chelsea. Ferguson telur að Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri Chelsea, muni eiga í miklum erfiðleikum með að halda mörgum af leikmönnum Chelsea ánægðum í vetur. „Chelsea er með mjög gott lið og stóran og breiðan leikmannahóp. Þeir eru með um 27 góða leikmenn og það mun hjálpa þeim þegar meiðsl fara að hrjá liðið. En stundum þegar svona margir góðir leikmenn eru í sama liðinu geta komið upp vandræði. Það kemur að þeim tíma- punkti að margir af þeim sem eru ekki að spila um hverja einustu helgi verða mjög óánægðir. Þó að allir séu ánægðir hjá Chelsea í dag verður mjög forvitinlegt að sjá hvernig andrúmsloftið verður hjá leikmönnum félagsins þegar töluvert verður liðið á tímabilið. Það er ljóst að Ranieri þarf að vera mjög snjall til að halda öllum sínum leikmönnum ánægðum,“ sagði Ferguson. Alex Ferguson aðvarar Chelsea ÞÓ svo Íslendingar og Þjóð- verjar leiki á Laugardals- velli í dag eru menn þegar farnir að huga að síðari leik þjóðanna í undankeppni EM sem fram fer í Hamborg laugardaginn 11. október. Þangað virðast að sögn Geirs Þorsteinssonar, fram- kvæmdastjóra KSÍ, fjöl- margir Íslendingar ætla að leggja leið sína og sagðist hann búast við að um 1.000 Íslendingar yrðu á leiknum. Fjölmennt til Þýskalands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.