Morgunblaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 43
að koma til þín í litla húsið þitt.
Eins var líka hálfgert ævintýri að fá
að kíkja í heimsókn til þín í eldhúsið
á elliheimilinu. Það var alltaf eitt-
hvað gott sem maður fékk þar. Mér
fannst ég alltaf vera svo rosalega
dugleg eftir þær heimsóknir, þú
leyfðir mér að bera fram brauðið
handa gamla fólkinu. Þær eru svo
ótal minningarnar sem ég get yljað
mér við. Ferðirnar okkar tveggja í
berjamó á haustin eiga sérstaka
merkingu. Mér fannst þetta alltaf
vera rosalegt ferðalag, tók marga
klukkutíma að keyra út fjörð til Ey-
vindarstaða. Líklega hefur það
lengt ferðalagið hvað þú keyrðir
hægt, með innsogið í botni og á
bremsunni. Óteljandi klukkutímana
sem við stóðum hlið við hlið við upp-
vaskið á hótelinu, við bekkina að
dúllast eitthvað í matnum. Það var
ósjaldan sem við fengum að njóta
dugnaðar þíns þar, þegar þú komst
oft með litlum eða engum fyrirvara
að aðstoða mömmu og okkur á hót-
elinu. Megnið af minningunum er
einmitt eitthvað tengt matargerð.
Hálf ofan í bala við sláturgerð, fletja
út laufabrauð og steikja kleinur.
Svo ekki sé minnst á hversu lagin
þú varst í höndunum. Allir ullar-
sokkarnir sem hafa hlýjað tásunum
mínum. Allt lék þetta í þínum hönd-
um, elsku amma mín. En ekki var
lífið þér alltaf auðvelt þú hefur þurft
að ganga í gegnum erfiða hluti í
þínu lífi og þú tókst á við þá á þinn
hátt.
Það var alltaf gaman að tala við
þig þó að síðustu árin hafa samtölin
okkar verið mest í gegnum síma. Þú
spurðir alltaf svo mikið um strákinn
minn hann Kristófer Mána. Amma
mín, hann mun því miður ekki fá að
kynnast langömmu sinni en á minn
hátt mun ég alltaf halda minningu
um þig sem yndislegri ömmu og
svakalega duglegri konu. Það eru
ekki allir sem geta sagt „amma mín
fór nokkra túra sem kokkur á tog-
ara“. Þar er þér einmitt rétt lýst.
Það var ljúfsárt að koma til þín
inn á legudeild, það er svo skrýtið
að mér finnst svo langt síðan þó að
aðeins séu liðnar tæpar tvær vikur.
Þó að erfitt hafi verið að koma til
þín þá, þá var svo gott að sjá hvað
þú varst sátt. Og þín einlæga trú
hjálpaði þér og okkur öllum mikið.
Elsku amma mín, takk fyrir allt
sem þú hefur gert fyrir mig og litlu
fjölskylduna mína Olgeir og Kristó-
fer Mána. Þú verður alltaf í huga
mínum og bænum. Það verður tóm-
legt að koma ekki til þín í litla húsið
þitt. Ég elska þig, amma mín.
Þín
Jóhanna Bjarnadóttir (Hanna).
Síðustu vikurnar hef ég verið að
kveðja Jóhönnu, hugsað til hennar
daglega, litið örsjaldan inn og sest
við rúmstokkinn og notið nærveru
við sterka konu sem þakklát lifði
síðustu stundir lífsins umkringd
börnum, barnabörnum, tengdabörn-
um, ættingjum og vinum sem sátu
hjá henni til skiptis.
Óbifanleg trú hennar hjálpaði
henni að taka stöðugt harðnandi
sjúkdómsstríði með einstöku jafn-
aðargeði. Og nú er hún Jóhanna öll,
aðeins minningarnar eftir, ljúfsárar
núna, en eiga eftir að ylja vinum og
ættingjum þegar sorgin breytist í
trega.
Kynni okkar hófust fyrir réttum
33 árum þegar ég flutti í Refsstað.
Jóhanna bjó þá „frammi í húsi“ og
þangað lá leiðin oft þegar sambýlið
þrengdi að mér í nýjum heimkynn-
um og nýjum aðstæðum. Vanda-
málin voru ekki rædd en gufuðu
upp við eldhúsborðið hjá Jóhönnu
og léttstígari fór ég alla tíð af henn-
ar fundi. Meðan Jóhanna bjó
„frammi í húsi“ var heimili hennar
annað heimili sona minna og því
sjálfsagt fyrir þann elsta, Þorstein,
að setjast að borði Jóhönnu í
Hvammi og seinna á Kolbeinsgötu
5, þegar hungur og þorsti hrjáði
hann á skólaárunum á Tanga.
Traustur vinur sem aldrei brást
er horfinn yfir móðuna miklu. Við
hjónin og synir okkar þökkum Jó-
hönnu góða samfylgd. Börnum
hennar og fjölskyldum þeirra send-
um við innilegar samúðarkveðjur.
Ágústa Þorkelsdóttir.
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2003 43
✝ Guðrún ÁgústaSamsonardóttir
fæddist á Þingeyri
við Dýrafjörð 23.
október 1914. Hún
lést á Hrafnistu í
Hafnarfirði 28. ágúst
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Samson Jóhannsson,
f. 28.4. 1890, d. 25.5.
1971, og Bjarney
Sveinbjörnsdóttir, f.
6.10. 1888, d. 26.12.
1943. Systkini Guð-
rúnar eru 1) Sigurð-
ur Björn, f. 1912, d.
1946, 2) Ragnheiður, f. 1913, 3)
Þorbjörg Samsonardóttir Maher,
f. 1916, d. 2003, 4) Samson, f. 1917,
d. 1978, 5) Jóhann, f. 1919 d. 2001,
6) Sveinbjörn, f. 1920, d. 1975, 7)
Þorvaldína Ida, f. 1922, d. 1942, 8)
Jónea, f. 1923, 9) Sigríður, f. 1925,
10) Aðalheiður, f. 1926, 11) Har-
aldur, f. 1928 d. 1995, 12) Valgerð-
ur Albína, f. 1930, d. 2003, og 13)
Kristín Agnes, f. 1933.
Guðrún giftist 24. maí 1938
Gísla Snæbjörnssyni frá Tálkna-
firði, f. 4.5. 1914 d. 16.8. 1986. For-
eldrar hans voru Snæbjörn Gísla-
son, f. 26.12. 1885, d. 8.3. 1967, og
Margrét Jóna Guðbjartsdóttir, f.
18.9. 1884, d. 18.8.
1958. Börn Guðrún-
ar og Gísla eru 1)
Stella, f. 18.6. 1939,
maki Richard Krist-
jánsson og eiga þau
sex börn og þrettán
barnabörn. 2) Bjarn-
ey, f. 30.11. 1943,
maki Eyjólfur Þor-
kelsson og eiga þau
fjögur börn og fjög-
ur barnabörn. 3) Sig-
ríður Björg, f. 26.2.
1946, sambýlismað-
ur Jóhann Svavars-
son, Sigríður á þrjú
börn með Magna Steingrímssyni
og þrjú barnabörn. 4) Snæbjörn, f.
2.11. 1952, maki Kristín Finn-
bogadóttir, þau eiga tvo syni og
þrjú barnabörn og fyrir átti Snæ-
björn einn son og á hann tvö börn.
5) Guðmundur Bjarni, f. 7.5. 1954,
hann á tvær dætur með Hildi Vals-
dóttur. 6) Margrét Jóna Gísladótt-
ir, f. 5.10. 1958, maki Hálfdán Þór-
hallsson, þau eiga einn son.
Guðrún var húsmóðir á Pat-
reksfirði en síðustu æviárin bjó
hún á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Útför Guðrúnar verður gerð frá
Patreksfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Ef öndvert allt þér gengur
og undan halla fer,
skal sókn í huga hafin,
og hún mun bjarga þér.
Við getum eigin ævi
í óskafarveg leitt
og vaxið hverjum vanda,
sé vilja beitt.
Þar einn leit naktar auðnir,
sér annar blómaskrúð.
Það verður, sem þú væntir.
Það vex, sem að er hlúð.
Þú rækta rósir vona
í reit þíns hjarta skalt,
og búast við því bezta,
þó blási kalt.
Þó örlög öllum væru
á ókunn bókfell skráð,
það næst úr nornahöndum,
sem nógu heitt er þráð.
Ég endurtek í anda
þrjú orð við hver mitt spor:
Fegurð, gleði, friður –
mitt faðirvor.
(Kristján frá Djúpalæk.)
Þegar ég lít yfir farinn veg finnst
mér eins og móðir mín hafi lifað sínu
lífi samkvæmt þessu orðum.
Með virðingu og þakklæti, kveð ég
móður mína og bið guð að blessa
minningu hennar.
Margrét Jóna.
Nú er hún amma farin.
Eftir stöndum við með fallegar
minningar um stolta og góða konu
sem vildi sínum aðeins það besta.
Við hugsum til baka og fram í hug-
ann brjótast myndir frá liðinni tíð.
Ferðir vestur á Patró á sumrin, þar
sem vel var tekið á móti öllum með
besta ömmuknúsi sem fyrir fannst,
afi og amma snemma morguns hrjót-
andi í faðmlögum uppi í rúmi, og mjög
freistandi fyrir litla gutta að skríða
upp í til og finna þar hlýjuna og hið
fullkomna öryggi, afi með pípuna sína
og vasahnífinn, amma með svuntuna
og sífellt að galdra fram eitthvað gott
í gogginn fyrir svanga maga.
Öll eigum við sögur um ömmu,
myndbrot í huganum, orð, faðmlög og
fleiri minningar sem ylja hjartað og
sálina, og geymdar verða á góðum
stað um ókomna tíð.
Elsku amma.
Nú ertu komin á bjartan, fallegan
og góðan stað þar sem vel er tekið á
móti þér.
Takk fyrir allt sem þú gafst okkur
öllum.
Megi gæfan þig geyma,
megi Guð þér færa sigurlag.
Megi sól lýsa þína leið,
megi ljós þitt skína sérhvern dag.
Og bænar bið ég þér,
að ávallt geymi þig
Guð í hendi sér.
(Þýð. Bjarni Stefán Konráðsson.)
Ástarkveðja.
Daði og Gísli.
Gunna mín Sam var falleg kona.
Grönn, létt á fæti með bros er lýsti
upp andlitið og augun svo himinblá.
Við vorum stoltar af mæðrum okkar
við Sigga. Mín einnig grönn og létt á
fæti en með dökkbrún augu. Þær
tóku sig vel út í aðskornu drögtunum
sem þá voru í tísku. Hversdags var
pils og blússa látið nægja, eða morg-
unkjóll sem sveiflaðist í golunni þegar
farið var út á snúrur.Við sem slitum
barnsskónum á seinnihluta síðustu
aldar höfðum þau forréttindi að mæð-
ur okkar voru heimavinnandi hús-
mæður. Um leið og útidyrahurðinni
var hrundið upp, þegar komið var
heim úr skólanum, var hrópað
„mamma“. Vildi svo til að mamma
væri ekki heima virtist allt heimilið
tómt og yfirgefið. Venjan var að fá
mjólk og köku eða jafnvel kakó og
köku áður en farið var að læra eða út
að leika. Þetta voru árin eftir seinni
heimsstyrjöldina og allt var skammt-
að. Þegar efni kom í Kaupfélagið
stukkum við heim og létum mömm-
urnar vita. Eftir smátíma mátti sjá
telpukornin í Þorpinu í teygjupilsum
eða kjólum úr stranganum sem kom.
Úrvalið þætti ekki fjölbreytt í dag en
okkur fannst við fínar og ekki má
gleyma prjónklukkunni og kotinu.
Gunna og Gísli bjuggu á Stekkunum á
þessum tíma. Þar var alltaf líf og fjör
enda heimilið barnmargt. Sigga átti
tvo yngri bræður sem hún passaði og
ég systur, okkur fannst það í raun al-
veg nóg. Þegar við síðan tólf ára
gamlar fengum að vita það að
mamma mín ætti von á barni fjörutíu
og tveggja ára gömul var okkur öllum
lokið.
Ég fékk mikla umhyggju frá vin-
konu minni gagnvart því sem fram-
undan var. Þegar hún síðan ári seinna
fékk sína systur af jafnaldraðri móð-
ur að okkar mati átti hún alla mína
samúð. Fullorðnar hlógum við oft að
þessu og ekki síður mamma og
Gunna. Að varðveita ástina sína er
ekki öllum gefið, hún er eins og jurtin,
þarf næringu til að dafna og vaxa. Þá
list kunnu Gunna og Gísli. Eins og
nýtrúlofuð voru þau alla tíð. Hann
stríðinn og hún bað guð að hjálpa sér
hvað maðurinn gæti látið út úr sér,
ekki orð að marka hvað hann segði,
en ljómaði eins og ung stelpa yfir
stríðninni. Jón úr Vör segir í ljóði sínu
Sumarnótt er birtist í ljóðabókinni
Þorpið og fjallar um uppvöxt hans á
Patreksfirði.
Meðan þögnin leikur á hörpu kvöldroðans
og fjöllin speglast í bládýpi rökkurs,
sem aldrei verður að nótt,
siglir ástin yfir bárulausan sjó,
bíður ung kona við þaragróna vík
og hlustar eftir blaki af árum.
Fleyið hennar Gunnu hefur nú siglt
henni yfir bárulausan sjóinn til fund-
ar við þann sem hún þráði að hitta.
Ég þakka alla hlýju og elsku gegn-
um tíðina og veit að þótt ekki yrði af
því að Gunna lærði hjúkrun eins og
hana langaði til, einkenndi eðli þess
starfs hugur, hjarta og hönd hana alla
tíð. Börnum og fjölskyldum þeirra
votta ég samúð.
Blessuð sé minning Guðrúnar
Samsonardóttur.
Sigþrúður Ingimundardóttir.
GUÐRÚN ÁGÚSTA
SAMSONARDÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds-
laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er
minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist)
eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að til-
greina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima-
síma). Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi
Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgun-
blaðsins Kaupvangsstræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrif-
uðum greinum.
Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar
og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um
foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð
og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum,
sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Um hvern látinn ein-
stakling birtist ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar
greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur
í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast
við eitt til þrjú erindi.
Birting afmælis- og
minningargreina
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát
og útför eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og
langafa,
ÓLAFS ÓSKARS JÓNSSONAR
frá Eylandi,
Funafold 6,
Reykjavík.
Gíslína Margrét Sörensen,
börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuð föðursystir mín,
MARÍA PÉTURSDÓTTIR
fyrrverandi skólastjóri,
lést að morgni fimmtudagsins 4. september.
Fyrir hönd ættingja og vina,
Pétur Esrason.
Hjartans þakkir til allra þeirra er auðsýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
SKÚLA JÚLÍUSSONAR
rafvirkjameistara,
Skólabraut 3,
Seltjarnarnesi.
Guðjón Skúlason,
Kristinn Skúlason, Hallbera Gunnarsdóttir,
Skúli Skúlason, Rósamunda Bjarnadóttir,
Helgi Skúlason,
Þráinn Skúlason, Kristín Benediktsdóttir,
Stefán Skúlason, Herdís Þórisdóttir,
barnabörn og langafabörn.
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og
útför
EVU S. BJARNADÓTTUR,
Neðstaleiti 4,
Reykjavík.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðrún Ólafsdóttir.