Morgunblaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 1
Jose Saramago Nóbelsverðlaunahafinn gestur á bókmenntahátíð Lesbók Nammi eða epli? Íþróttaálfurinn situr fyrir svörum í SOS Fólk í fréttum Ísland Þýskaland Við ætlum okkur að njóta augnabliksins Íþróttir STOFNAÐ 1913 240. TBL. 91. ÁRG. LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is RÚMUR þriðjungur þjóðarinnar, eða rúmlega 110 þúsund manns, nýt- ir sér viðbótarsparnaðarleiðir sem bankarnir bjóða upp á og voru tæpir 60 milljarðar króna í þessum sjóðum um mitt árið. Bankarnir bjóða margvíslegar sparnaðarleiðir fyrir ólíka hópa og ávöxtun hefur verið afar misjöfn. Þegar hins vegar eru bornar saman svipaðar leiðir er munurinn minni. Til dæmis hafa þeir fengið lökustu ávöxtunina á síðustu misserum sem lagt hafa inn í sjóði sem að stærstum hluta eða öllu leyti innihalda erlend hlutabréf. Áhættuminni sparnaður hefur komið betur út og þegar litið er til þriggja ára hefur komið best út að hafa sparnaðinn í innlendum skuldabréfum eða lífeyrisreikning- um. Þá er athyglisvert að þegar fimm ára ávöxtun er skoðuð minnkar munurinn á ólíkum leiðum mikið og rennir það stoðum undir það að ólík- ar leiðir eigi að jafna sig nokkuð út þegar litið er til lengri tíma. Ávöxtun viðbótarlífeyrissparnað- ar hjá bönkunum var á bilinu 2,1%– 14,8% á fyrri helmingi ársins. Ef litið er eitt ár aftur frá miðju þessu ári liggur ávöxtunin á bilinu –17,5%– 32,1%. Þegar litið er til lengri tíma er ávöxtunin mun jafnari. Hjá þeim sparnaðarleiðum sem tölur eru til um fyrir fimm ára ávöxtun hefur hún verið á bilinu 4,3%–9,9% á ári að meðaltali. Þriðjungurinn sparar  Ólíkir/12 Ráðherrann, Hoshyar Zebari, sagði þörf á að fá hersveitir Evrópuríkja til Íraks og að Írakar myndu ekki taka alvarlega friðargæzluhermenn frá löndum sem réðu ekki yfir jafn háþróaðri hertækni og sveitir banda- manna nú. Tyrkir segjast tilbúnir að senda 10.000 hermenn til Íraks. Bandaríkjastjórn hefur lýst sig reiðubúna til að íhuga breytingar á drögum sínum að nýrri ályktun um Íraksmál en fulltrúar hinna 15 aðild- arríkja öryggisráðs SÞ hófu í gær að ræða drögin sem miða að því að fá al- þjóðasamfélagið til að deila á sig byrðunum af endurreisn Íraks. Rússar og Frakkar hafa lýst and- stöðu við drögin eins og þau liggja fyrir og Ígor Ívanov, utanríkisráð- herra Rússlands, sagði að leggja þyrfti „mikla vinnu“ í þau til að þau yrðu viðunandi fyrir Rússa. Gerhard Schröder, kanzlari Þýzkalands, mildaði gagnrýni sína á drögin í gær með því að segja þau „framför“. Varar við herjum ná- grannaríkja Íraski utanríkisráðherrann vill þýzkan og franskan her á svæðið NÝR utanríkisráðherra bráðabirgðaríkisstjórnar Íraks varaði ein- dregið við því í gær að hermenn frá nágrannalöndum eins og Tyrk- landi yrðu fengnir til friðargæzlustarfa í Írak, þar sem ráðamenn í grannríkjunum hefðu allir eigin pólitískra sérhagsmuna að gæta. Hvatti hann aftur á móti Frakka, Þjóðverja og Rússa til að senda hermenn í fjölþjóðlegar gæzlusveitir á vegum Sameinuðu þjóðanna. Bagdad, Najaf, Sameinuðu þjóðunum. AFP, AP. „EF fólk fer snemma á fætur á morgnana tel ég að það dragi úr þunglyndi og jafnframt tel ég að þessu atriði hafi ekki verið gefinn gaumur út frá lýðheilsufræðilegu sjónarmiði,“ segir kanadíski geðlæknirinn Henry Olders í samtali við Morg- unblaðið, en hann hefur birt grein í nýjasta hefti Journal of Psychosomatic Research um tengsl þunglyndis og fótaferðartíma. Olders dregur þá ályktun að tengsl séu á milli þunglyndis og þess að fara seint á fætur. Niðurstöðurnar gefa jafn- framt til kynna að minnka megi þunglyndi hjá fólki sem býr í borgum með því að stilla klukk- una á sumartíma allt árið um kring í stað þess að seinka henni á haustin. „Ef Íslendingar myndu skipta yfir í tímabelti sem í raun samræmist meira landfræðilegri legu landsins, þá gæti það þýtt aukið þunglyndi hjá fólki,“ segir Olders. Í rannsókn sinni fann hann ótrúlegan mun á tíðni þunglyndis hjá fólki í borgum víðs vegar í Evrópu og fimm borgum í Bandaríkjunum. Þannig var tíðnin 5,3 tilfelli á hverja 100 íbúa í Reykjavík en 14,3 tilfelli í Lundúnum. Með réttu ætti að vera tveggja tíma munur á Íslandi og Bretlandi þar sem Ísland er mun vestar, en af efnahagslegum og pólitískum ástæðum hafa Ís- lendingar ákveðið að vera á sama tíma og Lund- únabúar, segir í grein á netútgáfu blaðsins The Gazette. Í kaupbæti uppskera Íslendingar meiri hamingju fyrir að vakna fyrr en Lundúnabúar. Í grein sinni spyr Olders hvort það séu ein- hver lífeðlisfræðileg rök fyrir því að fólk sem sefur meira en 9 klst. á sólarhring og minna en 6 klst. sé 1,6 sinnum líklegra til að deyja en þeir sem sofa 8 klst. Í greininni dregur Olders ályktanir af rann- sókn Michaels Wiegand sem komst að því að of mikill draumsvefn (REM-svefn, dýpsti svefn- inn) geti leitt til þunglyndis. Hjá heilbrigðu fólki hefst REM-svefninn 90 mínútum eftir að það festir svefn. Á svefntímanum fellur það síðan í REM-svefn á 90 mínútna fresti og sefur þeim svefni lengur í hvert skipti. Undir morgun ganga lengstu REM-tímabilin yfir og þar af leið- andi sleppa hinir árrisulu við þau. Uppskerum hamingju fyrir að vakna snemma Íslendingar eru snemma á fótum í röngu tímabelti SAMGÖNGURÁÐHERRA Írlands, Seamus Brennan, hefur loks látið verða af því að taka bílpróf eftir að hafa ekið með útrunnið skírteini í meira en tíu ár. Þannig vill hann sýna gott fordæmi en meira en 350.000 manns, eða 17% þjóðar- innar, aka um vegi landsins án þess að hafa nokkurn tíma tekið bílpróf. Auk þess hafa tveir þriðju þeirra aldrei fengið neina ökuþjálfun, samkvæmt úttekt írska samgöngu- ráðuneytisins. Lög um ökuréttindi í Írlandi eru nefnilega á þann veg að fólk sem ekki tekur bílpróf eða fellur á því getur fengið útgefið bráðabirgða- skírteini sem það notar að vild. Samgöngu- ráðherrann ók próflaus í tíu ár Dublin. AP. VINDHRAÐI fór upp í 213 km á klukkustund þegar fellibylurinn Fabian, öflugasti fellibylur síðan 1953, gekk yfir Bermúdaeyjar í gærkvöldi. Eyjaskeggjar höfðu búið sig undir óveðrið með því að festa hlera fyr- ir dyr og glugga húsa, flugvöllum hafði verið lokað, flugferðum aflýst og skemmtiferðaskip haft sig á brott. Gert er ráð fyrir að leifar fellibylsins gangi yfir Ísland á miðvikudag eða fimmtudag, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands en of snemmt er að segja til um hversu kraftmikill hann verður þá. Reuters Öflugasti fellibylur í 50 ár ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.