Morgunblaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Jón Sigurðssonfæddist á Berg- stöðum í Biskups- tungum 7. maí 1912. Hann lést á Sjúkra- húsi Suðurlands 31. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Ísleifsson bóndi, fyrst á Berg- stöðum í Biskups- tungum, en síðar á Syðri-Gegnishólum í Gaulverjabæjar- hrepp. f. á Kana- stöðum í Landeyjum 18. október 1872, d. 5. ágúst 1945 og kona hans Sigríð- ur Jónsdóttir ljósmóðir, f. á Hólm- um í Landeyjum 31. júlí 1878, d. 18. júlí 1958. Jón átti sjö systkini, sem eru: Ís- leifur sjómaður f. á Bergstöðum 14. ágúst 1909, d. 1973, Sigríður húsmóðir og kennari í Reykjavík, f. á Bergstöðum 14. janúar 1911, d. 27 nóvember 1990, Gissur húsa- smíðameistari í Reykjavík, f. á Bergstöðum 6. desember 1913, d. trésmið og eiga þau þrjú börn: Kristínu Þóru, f. 15. mars 1978, Jón Örn f. 9. marz 1981 og Þröst, f. 30. maí 1990. 2) Sigurður bif- reiðastjóri á Selfossi, f. í Syðri- Gegnishólum 28. febrúar 1954, kona hans var Unnur Harðardótt- ir, f. 26. júlí 1957, d. af slysförum 16. júlí 1986. Þau eiga tvær dætur: Önnu Guðrúnu, f. 5. maí 1983 og Sigríði, f. 29. apríl 1985. Einnig ólst upp í Syðri-Gegnishólum Sig- urður Sigurjónsson bifreiðastjóri á Selfossi, f. 4. maí 1943, sonur Hallberu systur Jóns. Jón flutti ungur með foreldrum og systkinum frá Bergstöðum að Syðri-Gegnishólum í Flóa og átti þar síðan heimili til þess er hann brá búi og flutti á Selfoss 1990 Framan af vann hann að búi for- eldra sinna og stundaði jafnframt vertíðarvinnu til sjós frá Vest- mannaeyjum. 1947 tóku hann og Ólafur bróðir hans við búinu og bjuggu félagsbúi til 1965, en þá flutti Ólafur til Selfoss og síðar að Vorsabæjarhól. Jón og Kristjana bjuggu síðan sem áður sagði til 1990 en þá hætti hann sökum ald- urs. Síðan hafa þau búið á Sel- fossi. Útför Jóns verður gerð frá Gaulverjabæjarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. 2000, Hallbera hús- móðir í Reykjavík, f. í Syðri-Gegnishólum 28. janúar 1915, d. 1986. Ólafur bóndi og verkamaður á Sel- fossi, f. í Syðri-Gegn- ishólum 27. janúar 1919, Guðrún hús- móðir í Vestmanna- eyjum, f. í Syðri- Gegnishólum 9. sept- ember 1920, d. 19. apríl 1993, og Áslaug húsmóðir í Kópavogi, f. í Syðri-Gegnishól- um 25. desember 1923. Fóstursystir Jóns er Anna Kristgeirsdóttir húsmóðir í Reykjavík f. í Mið-Meðalholtum 14. júni 1932. Jón kvæntist 25. október 1953, Kristjönu Þorgrímsdóttur frá Efri-Gegnishólum í Flóa, f. 9. nóv- ember 1923. Þau eiga tvö börn: 1) Guðrún húsmóðir á Sandbakka í Villingaholtshreppi, f. í Syðri- Gegnishólum 3. febrúar 1953, gift Albert Sigurjónssyni bónda og Elsku besti afi. Nú þegar þú ert farinn koma upp í hugann margar stundirnar sem við eyddum með þér. Þegar þú fórst með okkur, litlu stelpurnar þínar, að kíkja á hestana, þegar við fengum að leika okkur í hlöðunni og þegar við fórum á gamla jeppanum að ná í kýrnar, þá var gaman. Eftir að þið amma fluttuð á Selfoss komum við oft í Sigtúnið og þú varst yfirleitt ekki lengi að spyrja hvort við værum ekki svangar. Eftir prófin vildirðu fá að sjá einkunnaspjaldið. Þú hrósaðir einkunnunum í hástert og sagðir okkur að fara inn í herbergi að gá hvort það væri ekki eitthvað í skúffunni en þar var alltaf til súkku- laði eða brjóstsykur. Þér var annt um menntun okkar og þegar að því kom að við þyrftum að læra marg- földunartöfluna hlýddirðu okkur yfir þangað til hún var stimpluð inn í minnið. Þú vildir að við kynnum að meta bókmenntir og þegar bókalist- inn kom út fyrir jólin fengum við að velja okkur jólagjöfina. Það var alltaf gott að setjast niður hjá þér og spjalla, þar var alltaf næg- ur tími og enginn æsingur. Það er dásamlegt að vita af einhverjum sem hugsar jafn vel um okkur og þú, sem þykir jafn vænt um okkur og líðan okkar og þú. Að vita að maður eigi alltaf samastað sem maður getur leitað á. Við munum ávallt elska þig og sakna nærveru þinnar. Anna Guðrún og Sigríður. Hann Jón frændi er dáinn; Það er þó ekki frétt í sjálfu sér að öldungur kominn yfir nírætt leggi upp í sína hinstu för, en fyrir þá sem þekktu lífshlaup Jóns er það ef til vill meiri frétt að hann skyldi ekki leggja upp fyrr, maður sem frá blautu barns- beini hafði erfiðað fyrir sínu lifi- brauði og hvergi dregið af sér fyrr en hann 78 ára gamall dró sig í hlé og flutti á Selfoss. Ævilengd sína á hann efalaust að nokkru að þakka það að Bergsættir báðar, sem að honum stóðu hafa átt sér langlífa einstaklinga og einnig að honum var í blóð borið að erfiðleikar væru til þess að yfirvinna þá. Líf Jóns er líf sunnlenska bóndans í hnotskurn á síðustu öld, en hann kom sem barn með foreldrum sínum að Syðri-Gegnishólum í Gaulverja- bæjarhreppi og þar fylgdi ekki auður með, en næg þrautseigja. Sem ungur maður sótti hann vinnu til Vestmannaeyja á vertíðum og færði ásamt systkinum sínum björg í bú foreldra sinna og tók hann við því búi ásamt Ólafi bróður sínum nokkru eftir andlát föður þeirra. Þótt ekki væru Syðri-Gegnishólar nein stórjörð, tókst þeim með atorku og nægjusemi að gera hana að mynd- arlegu búi, sem var vel rekið og hélt Jón áfram þeirri þróun eftir að hann tók einn við 1965, er Ólafur bróðir hans fór til annarra starfa. Jón kvæntist 1953 Kristjönu Þor- grímsdóttur frá Efri-Gegnishólum og eignuðust þau tvö börn, Guðrúnu og Sigurð sem bæði bera foreldrum sínum gott vitni. Jón og Kristjana eða Sjana eins og hún er kölluð daglega voru samhent í blíðu og stríðu og unnu búi sínu svo lengi sem heilsa entist. Minningar mínar um Jón móðurbróður minn eru frá stopulum heimsóknum og því ekki samhangandi, en hann kom mér ávallt svo fyrir sjónir að vera heil- steyptur persónuleiki, með ákveðnar og raunsæjar skoðanir á mönnum og málefnum, og breytti þeim lítið, en var þó ávallt reiðubúinn að hlusta á álit annarra þótt hann gerði þau ekki að sínum. Hann bar ekki á torg erfiðleika í sínu lífsstriti, eða heilsu frekar en þeir væru ekki til og sór sig þar vel í sínar ættir, en hann átti til að vera glettinn og spaugsamur í viðræðum og fundvís á broslegar hliðar mála. Ég veit að Jóni væri illa við að vera mærður um of, svo ég hef þetta ekki lengra, en votta Sjönu og afkomend- um þeirra samúð mína og minna. Björn Ólafsson. Elskulegur frændi minn hann Jón frá Syðri-Gegnishólum er farinn frá mér, það er erfitt að skilja við þá sem hafa verið hornsteinar í lífi manns íjafnt gleði sem sorg. Frá því ég man eftir varst þú alltaf til staðar og ekki eru fáar stundirnar sem ég átti með þér þar sem ég var að leita mér ráða eða að fá blessun þína yfir hluti sem ég ætlaði að gera eða hafði gert, ég veit að þú varst hvíldinni feginn og vel hefur verið tekið á móti þér og þú þýtur um há- loftin á hestunum þínum sem þú unn- ir svo mikið á meðan þú hafðir heilsu til. Á stundu sem þessari hlaðast upp ljúfar minningar, fyrst frá því ég var barn, síðar unglingur og loks fullorð- inn og eru það ófáar minningarnar sem ég á frá þér í sveitinni, þú að mjólka, þú að heyja, þú að laga girð- ingar, þú að laga eitthvað, eða að hjálpa einverjum með eitthvað, en ég efast mjög stórlega um að þú hafir einhverntíma neitað einhverjum um aðstoð sem til þín hafa leitað, en maður með aðra eins manngæsku og þú hafðir er vanfundinn, og skipti þá ekki máli hvort það var Jón eða séra Jón, hjá þér voru allir jafnir. Alltaf var maður velkominn heim að Gegn- ishólum, hvort maður var bara að kíkja í kaffi, nátta sig eina nótt eða vera lengri tíma og ekki eru það fáar nætur sem ég var hjá ykkur hjónum og eru það minningar sem eru mér ógleymanlegar. Mér er það t.d. mjög minnisstætt þegar ég fékk bílpróf og ætlaði að kaupa mér bíl og sem fyrr fór ég og ráðfærði mig við þig og þú taldir að ég ætti að kaupa mér Lödu, þeir bílar hefðu reynst vel og væru ódýr- ir, mér leist nú ekkert of vel á þá hugmynd í fyrstu en þegar ég fór svo að skoða bíla sá ég aldrei neitt nema Lödur og endaði á að kaupa mér eina slíka sem reyndist mér síðan mjög vel, síðan var brunað beint austur að sýna þér bílinn og þegar þú sagðir að ég hefði bara fengið ágætis bíl þá fyrst vissi ég að ég hefði gert rétt. Svona gæti ég haldið endalaust áfram en á lífsleið minni hafa skoð- anir þínar skipt mig miklu máli. Þú unnir sveitinni þinni svo mikið og sagðir alltaf að þótt þú værir flutt- ur á Selfoss þá væri þú alltaf Gaul- verjabæingur, þér var það svo mikið hjartans mál að Syðri-Gegnishólar væru í góðum höndum þegar þínum búskap lyki, og sem betur fer varð þér að ósk þinn en þú fórst fögrum orðum um hjónin sem þar búa nú að þau gerðu allt með miklum myndar- skap og stæðu við allt sem þau sögðu en það fannst þér vera mikils virði að fólk stæði við það sem það segði. Eftir að þú brást búi og fórst á Sel- foss var þér mikils virði að geta tekið hestana þín með þér og notið þeirra við á meðan þú hafðir heilsu til og voru það nokkrar ferðirnar sem við forum saman á hestbaki, riðum frá Björk meðfram Ölfusánni í smá hring, áðum á leiðinni og töluðum mikið saman, en það eru minningar sem eru mér mikils virði en það var svo margt sem þú sagðir mér og ráð- lagðir mér að gera. Og núna eftir að þú lentir í að slasa þig þá var ég hjá þér þegar þú varst á spítalanum, þá sagðir þú við mig að þetta væri ekki svo slæmt, kannski væri þetta til að þú fengir að fara, en þá fann ég hvað þú varst tilbúinn að leggja af stað til æðri máttavalda, svo sáttur við lífsstarfið þitt, ánægð- ur með þitt fólk, ekki síst barnabörn- in þín sem voru þér svo mikils virði. Elsku Jón, þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig, og veit ég að minning um stórkostlegan mann mun fylgja mér um ókomna tíð. Þín systurdóttir Sigrún. Örkveðja frá sveitunga og félaga. Nú hefur þú kvatt hérvistardalinn, Jón í Gegnishólum, eftir langan og strangan vinnudag. Það má ekki þykja ólíklegt að við sveitungar þínir séum á einu máli um það, að þar sé genginn einn harðduglegasti, ósér- hlífnasti og bóngreiðugasti samtíðar- maður okkar. En því verður ekki leynt að fáir hafa alveg klæðst þínum flíkum. Þegar þú fórst á bak Hrana eða Sokka vildirðu heldur hafa ferð með fyrirheiti, heldur en að ríða eitthvað út í bláinn, hring eftir hring sem eng- um tilgangi þjónaði. Eftir að það var mitt hlutskipti að búa sjálfur hjá mér, eftir nær sextíu ára sambúð með minni konu dreymdi mig þig, þar sem þú spurðir mig, hvort ég héldi að það væri líf eftir jarðlífið. Þá þóttist ég svara með þessum orðum: – Ég veit ekki hvern- ig það ætti að geta verið, en þó lang- ar mig að hitta mína konu aftur. – Líklega er best að trúa því, sem maður vill trúa. Þökk fyrir samfylgdina. Kristján í Skógsnesi. JÓN SIGURÐSSON ✝ Fanney Ármanns-dóttir fæddist í Vestmannaeyjum 20. júlí 1922. Hún lést á Sjúkrahúsi Vest- mannaeyja 27. ágúst síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Sól- rún Eiríksdóttir, f. 16.2. 1899, d. 10.1. 1989, og Ármann Jónsson, f. 15.12. 1900, d. 1.12. 1933. Fanney átti eina syst- ur, Sóleyju, f. 9.1. 1925, d. 13.3. 1927. Fanney giftist 22.12. 1945 Sig- urði Jóelssyni, f. 1.8. 1917, d. 29.4. 1991. Sonur þeirra er Jóel, f. 7.1. 1954. Kona hans er Inga Steinunn, f. 21.4. 1958, eiga þau þrjú börn, þau eru Júlía, f. 21.1. 1994, Fann- ey, f. 15.2. 1991, og Sigurður, f. 22.1. 1978, kona hans Telma, f. 27.7. 1978, þau eiga dæturnar Söru Sól, f. 26.10. 1998, og Örnu, f. 1.4. 2003. Útför Fanneyjar verður gerð frá Landakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Með nokkrum orðum langar mig að kveðja frænku mína Fanneyju Ármannsdóttur og minnast við út- för hennar liðinnar tíðar. Vegna þess að ég ber nafn föður hennar, Ármanns Jónssonar frá Eystra- Þorlaugargerði í Vestmannaeyjum, hefi ég alla ævi og strax frá barn- æsku notið sérstakrar vináttu Fanneyjar og móður hennar Sól- rúnar Eiríksdóttur eða Sólu eins og hún var alltaf kölluð. Árið 1933 dó nafni minn langt um aldur fram eins og svo margir ungir Íslend- ingar á fyrri hluta 20. aldar á Víf- ilsstaðahæli úr hinum mannskæða hvíta dauða eins og berklarnir voru stundum nefndir. Ármann var sonur hjónanna Rósu Eyjólfsdóttur frá Kirkjubæ í Vestmannaeyjum og Jóns Péturs- sonar, bónda og skipasmiðs í Þor- laugargerði, sem var á sinni tíð einn slyngasti lundaveiðimaður í Eyjum. Hann var bróðir Guðlaug- ar, fyrri konu Guðjóns bónda og líkkistusmiðs á Oddsstöðum. Mikið vinfengi var með þeim frændum, Eyjólfi föður mínum og Ármanni í Þorlaugargerði, en þeir voru systk- inasynir. Eyjólfur var bróðursonur Rósu, sonur Gísla Eyjólfssonar, bónda og formanns á Eystri-Búa- stöðum. Óhætt er að fullyrða að mjög sterk ættar- og fjölskyldu- tengsl voru á milli systkinanna frá Kirkjubæ, barna Eyjólfs Eiríks- sonar og Jórunnar Skúladóttur. Þau systkinin voru í blóma lífsins um og eftir aldamótin 1900 og voru Rósa í Þorlaugargerði, Jóel á Sælundi, Margrét, eiginkona Guð- laugs í Gerði, Guðjón á Kirkjubæ, Gísli á Búastöðum og Sigrún, sem náði ekki fullorðinsaldri. Mikill ættbogi er kominn frá þeim hjón- um, Jórunni og Eyjólfi á Kirkjubæ, og eru fjölmargir afkomendur þeirra búsettir í Vestmannaeyjum. Fanney var alla tíð sérstaklega frændrækin og eftir andlát Ár- manns föður síns var hún mikið hjá Rósu ömmu sinni í Þorlaug- argerði. Þar var ég í æsku, vegna nafnsins og frændsemi, í sérstöku uppáhaldi hjá afasystur minni. Í minningunni eru heimsóknir mínar að Þorlaugargerði í sérstökum ljóma og stundum fór pabbi á jóla- föstunni upp að Þorlaugargerði til Rósu með kjöt í reyk. Ég man vel hvað mér var alltaf vel fagnað og ég umfaðmaður af Rósu frænku, þegar ég kom niður kjallaratröpp- urnar og settist í eldhúskrókinn hjá henni. Rósa í Þorlaugargerði var sérstaklega barngóð og sagði Hlöðver Johnsen (Súlli) mér að hún hefði alltaf verið kölluð „Rósa amma“ af börnum á bæjunum fyrir ofan Hraun. Fanney sem hér er kvödd hélt mikið upp á ömmu sína og það gladdi hana því mikið þegar við Anika skírðum yngri dóttur okkar Rósu eftir ömmu hennar. Þær mæðgur, Fanney og Sóla, héldu heimili saman þar til Fanney giftist frænda sínum Sigurði Jóels- syni frá Sælundi hinn 22. desem- ber 1945. Það var beggja hamingja og voru þau sérstaklega samhent og unnu hvort öðru. Fanney og Sigurður tóku til fósturs frænda sinn, Jóel Eyjólfsson Gunnarsson, og varð hann og síðar fjölskylda hans, tengdadóttir, börn og barna- börn, sólargeisli þeirra hjóna. Þau Fanney og Siggi Jóels voru sam- hent í lífsbaráttunni og byggðu sér myndarlegt íbúðarhús á Kirkju- bæjarbraut 7 sem þau fluttu í árið 1952. Eins og allt umhverfið fór hús þeirra á kaf í ösku og eimyrju í eldgosinu 1973, en þegar gosi lauk sýndu þau eins og reyndar allir Vestmannaeyingar sem sneru aftur ótrúlega elju og þrautseigju við að hreinsa út vikurinn og græða sárin. Fluttu þau fyrst allra til baka í hverfið á haustdögum 1973. Sigurður Jóelsson og Fanney sömdu sig að lífinu eins og því hafði verið lifað mann fram af manni í Vestmannaeyjum. Þau voru sem sagt er miklir Vest- mannaeyingar og fóru varla út af eyjunni sinni nema þessa fáu mán- uði sem eldgosið í Heimaey stóð og voru í hópi þeirra fyrstu sem fluttu aftur heim til Eyja haustið 1973. Þau hjónin voru bæði gestrisin og veitandi og hafði ég mikla ánægju af að heimsækja þetta frændfólk mitt og vini. Síðasta árið, áður en Fanney varð að fara á sjúkrahús, bjó hún í kjallaranum á Kirkjubæjarbraut 8 og þótti vænt um sambýlisfólk sitt. Sigurður Jóelsson andaðist 29. apríl 1991, en hann var um sína daga í hópi bestu fjallamanna sem verið hafa í Vestmannaeyjum. Hann var um árabil forystumaður í fjallaferðum og við eggjatöku í út- eyjum Vestmannaeyja og var leik- andi léttur, hvort sem hann fór um bjargið laus eða með stuðningi af bandi og sigmaður var hann ágæt- ur. Fanney tók þátt í úteyja- og fjallaferðunum með lifandi áhuga og eitt sinn fór hún upp í Súlna- sker, sem er allerfiður fjallvegur og fáar konur hafa farið. Hún var einstaklega trygglynd og ætíð sér- staklega hlý við föður minn Eyjólf Gíslason frá Bessastöðum í Eyjum, skrifuðust þau stundum á og hringdu oft hvort í annað eftir að hann eins og fleiri missti hús sitt og heimili í eldgosinu og flutti frá Vestmannaeyjum. Síðustu tvö æviárin voru Fann- eyju erfið, en hún fékk góða að- hlynningu og umönnun á Sjúkra- húsi Vestmannaeyja. Jóel fóstur- syni hennar og fjölskyldu hans sem og Sigurði yngra Jóelssyni vottum við samúð við fráfall Fann- eyjar. Blessuð sé minning Fanneyjar Ármannsdóttur. Hún hvíli í Guðs friði. Guðjón Ármann Eyjólfsson. FANNEY ÁRMANNSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.