Morgunblaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 36
LISTIR
36 LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
J
afnréttismál eru mik-
ilvægur málaflokkur
og þau þarf að flétta
inn í alla stefnu stjórn-
valda, eins og Svíar
gera nú undir stjórn Margaretu
Winberg, varaforsætisráðherra
Svíþjóðar. Hún er sérstakur
varðhundur sænsku ríkisstjórn-
arinnar í jafnréttismálum, eins
og hún sagði á fyrirlestri í gær,
en hún er í heimsókn hér á landi
um þessar mundir í boði kvenna-
samtaka á Íslandi og talar á
málþingi Stígamóta í dag.
Með samþættingu kynjasjón-
armiða eða Gender mainstream-
ing er hægt að komast lengra í
að breyta þjóðfélögum í jafnrétt-
isþjóðfélög en áður hefur tekist.
Þetta veit sænska ríkisstjórnin
og beitir
því þessu
tæki til að
komast
lengra. Í
Svíþjóð er
fyrsta fem-
íníska ríkisstjórnin í heiminum
og hefur sett fram fram-
kvæmdaáætlun í jafnrétt-
ismálum. Viðfangsefnin eru m.a.
þessi: Jöfn áhrif og völd
kynjanna í stjórnmálum og efna-
hagsmálum, sömu laun fyrir
sömu og sambærileg störf, að
koma í veg fyrir ofbeldi gegn
konum, vændi og mansal, karlar
og jafnrétti kynjanna og klám-
væðing í umhverfinu.
En þarf eitthvað að gera í Sví-
þjóð, er það ekki fyrirmynd-
arþjóðfélag þar sem fullkomið
jafnrétti ríkir? Það myndu sumir
segja, en Margareta Winberg
tekur ekki undir það. Hún hefur
verið í pólitík í um þrjátíu ár og
ráðherra frá árinu 1994. Hún
hefur alla tíð beitt sér fyrir rétt-
læti og jafnrétti kynjanna en
Svíþjóð er ekki ennþá þjóðfélag
þar sem jafnrétti kynjanna ríkir.
Það sést m.a. á því að mansal er
stundað, konur verða fyrir of-
beldi og hafa lægri laun. Hennar
framtíðarsýn, eins og annarra
femínista víða um heim, er þjóð-
félag þar sem jafnrétti ríkir á
öllum sviðum.
Það er þjóðfélag þar sem
kynjunum er ekki mismunað og
ofbeldi þekkist ekki. Það er
þjóðfélag þar sem karlar geta
sýnt tilfinningar og tengst börn-
um sínum vel. Það er þjóðfélag
þar sem það þykir sjálfsagt en
ekki svolítið skrýtið að karlar
stundi umönnunarstörf og strák-
ar fari til dæmis í ballett. Og að
á sama hátt þyki sjálfsagt að
kona sé flugmaður, svo notuð
séu dæmi Margaretu Winberg.
Þetta þykir nefnilega ekki sjálf-
sagt, hvorki á Íslandi né í Sví-
þjóð, að ekki sé talað um fleiri
ríki. Viðhorfsbreyting á þessu
sviði og öðrum verður með því
að samþætta kynjasjónarmið í
allar ákvarðanir ríkisstjórnar og
það þarf líka að gerast á Íslandi.
Það verður forvitnilegt að sjá
hvort félagsmálaráðherra, Árni
Magnússon, taki sér störf
Margaretu Winberg til fyrir-
myndar og smitist af bjartsýni
hennar og baráttuhug hvað
varðar jafnréttismálin á Íslandi.
Fæðingarorlofslögin eru fín en
það þarf líka markvissa fjöl-
skyldustefnu og samþættingu
kynjasjónarmiða í alla stefnu
ríkisstjórnarinnar. En einhvern
veginn sé ég Davíð Oddsson
ekki fyrir mér lýsa því yfir að
hann sé femínisti. En hvað um
það. Maður má nú hafa framtíð-
arsýn.
Hvernig væri nú að íslenskir
ráðamenn gerðu sér grein fyrir
því að kynjamismunun er
rótgróin í samfélaginu og að
hana þurfi að uppræta? Til að
sjá það þarf að setja upp fem-
ínísk gleraugu, hafa vilja til að
breyta og nota pólitíkina til
þess. Þetta er nefnilega í sam-
félagsgerðinni en ekki vandamál
einstaklingsins, eins og Mar-
gareta Winberg benti á í gær.
Til að koma á samþættingu
kynjasjónarmiða í öllu starfi
sænsku ríkisstjórnarinnar, fara
allir ráðherrar og yfirmenn í
stjórnsýslunni á námskeið og
læra bæði um femínisma og
hvernig hægt er að beita honum.
Lögin um að kaupendur vændis
séu brotlegir en ekki vændiskon-
urnar sjálfar eru m.a. afleiðing
þessa starfs sænsku ríkisstjórn-
arinnar sem Margareta Winberg
hefur umsjón með.
Hún hefur sýnt frumkvæði í
baráttunni gegn kynferðisofbeldi
og er vel þekkt og virt á al-
þjóðavettvangi fyrir störf sín. Í
dag mun hún m.a. fjalla um
sænska löggjöf á þessu sviði.
Hún hefur beitt sér mikið í bar-
áttunni gegn mansali, vændi og
ofbeldi gegn konum og skrifaði
að sjálfsögðu undir sameiginleg
mótmæli ráðherra Norður-
landanna og Eystrasaltsríkjanna
við áætlun grískra yfirvalda um
að fjöga vændishúsum í Aþenu
fyrir Ólympíuleikana árið 2004.
Það er hins vegar með ólík-
indum að danskur kollegi henn-
ar, Henrietta Kjær, hafi ekki
skrifað undir.
Winberg sagði frá því í gær
að á síðasta ári voru konur að-
eins 6% stjórnarmanna fyr-
irtækja í Svíþjóð og þrátt fyrir
miklar umræður síðustu þrjú ár
á undan hefði hlutfallið ekki
hækkað. Hún lýsti þá þeirri
áætlun sinni að setja reglur um
ákveðinn fjölda kvenna í stjórn-
um fyrirtækja ef hlutfallið yrði
ekki komið upp í 25% eftir árið
2004. Upp komu kvartanir meðal
fyrirtækjastjórnenda um að eng-
ar hæfar konur byðu sig fram til
stjórnarsetu. Þeir hafa þó sett
upp kynjagleraugun, að sögn
Winberg, og nú hefur hlutfallið
þó þokast upp í 11,5% og hún
hefur trú á að konum fjölgi án
þess að reglur verði settar.
Í fyrirlestrinum í gær benti
Margareta Winberg á að það
krefðist þolinmæði og væri erfitt
að hugsa ávallt um samþættingu
kynjasjónarmiða, en það borgaði
sig. Það getur varpað ljósi á
misjafna stöðu karla og kvenna
en samþættingin felst m.a. í því
að spyrja við alla ákvarðanatöku
hvaða áhrif viðkomandi ákvörð-
un hefur á konur annars vegar
og karla hins vegar. „Oft erum
við hrædd við svörin,“ sagði
Winberg, „en ef við hlustum á
svörin er hægt að búa til nýtt
samfélag.“ Og það er kjarni
málsins.
Nýtt
samfélag
Hvernig væri nú að íslenskir ráða-
menn gerðu sér grein fyrir því að
kynjamismunun er rótgróin í samfélag-
inu og að hana þurfi að uppræta?
VIÐHORF
Eftir Steingerði
Ólafsdóttur
steingerdur@mbl.is
MYNDLISTARMENNIRNIR
Anna Sigríður Hróðmarsdóttir,
Birgir Rafn Friðriksson, Jóhannes
Dagsson, Ólafur Sveinsson og Sig-
urveig Sigurðardóttir opna sýningu í
Safnahúsinu á Húsavík kl. 13 í dag,
laugardag. Yfirskriftin er Landslag
og er viðfangsefnið hefðbundið í
myndlist. Ekki er um að ræða neina
fyrirfram ákveðna heildarstefnu inn-
an hópsins, heldur hefur hver um sig
frjálsar hendur.
Sýningin stendur til 14. septem-
ber og er opin frá 13 til 17 alla daga.
Landslagsmynd-
ir á Húsavík
HJÖRTUR Hjartarson opnar sýn-
ingu í Slunkaríki á Ísafirði í dag kl.
16. Á sýningunni eru teikningar og
málverk frá þessu og síðasta ári.
Þema verkanna eru mismunandi
„hópar“ hvernig einstaklingurinn er
innan um sína hjörð.
Hjörtur Hjartarson útskrifaðist
úr fjöltæknideild Myndlista- og
handíðaskóla Íslands vorið 1996 og
var síðan einn vetur við nám á teikni-
deild Universidad de Granada á
Spáni. Hann hefur tekið þátt í nokkr-
um samsýningum hér heima og er-
lendis á undanförnum árum.
Sýningin er opin kl. 16–18 fimmtu-
daga til sunnudaga til 28. september
nk.
Hjörtur Hjartar-
son innan um
sína hjörðLAB Loki mun á ný sýna barnaleik-
ritið Baulaðu nú… Dagur í lífi Krist-
ínar Jósefínu Páls, í Listasafni
Reykjavíkur – Hafnarhúsinu. Sýn-
ingin er ætluð börnum á aldrinum
3–9 ára. Leikstjóri er Steinunn
Knútsdóttir.
Leikendur eru Kristjana Skúla-
dóttir og Lára Sveinsdóttir.
Sýningin er byggð á þjóðsögunni
um Búkollu og gerist á listasafni þar
sem skúringakonan glaðværa, Krist-
ín Jósefína Páls, sinnir sínum dag-
legu skúringum.
Það líður þó ekki á löngu þar til
hin fræga Móna Lísa lifnar við og
stígur út úr rammanum, saman leika
þær stöllur svo söguna af Búkollu.
Sýningar verða kl. 14 á laugardög-
um og standa um 45 mínútur.
Sagan af Búkollu
í Hafnarhúsinu
styrkja efnilega tónlistarnema í
„söng og fíólínspili“ eins og Anna
sjálf orðar það í bréfi. Styrkþegi
flytur stutta dagskrá og að því búnu
verða bornar fram léttar veitingar í
forrými Salarins.
Einnig verður stutt kynning á Tí-
brártónleikum vetrarins, miðasala á
Netinu verður opnuð við hátíðlega
athöfn og nýr styrktaraðili boðinn
velkominn til samstarfs.
Í TILEFNI af nýju starfsári og fimm
ára afmæli er efnt til mannfagnaðar
í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs í
dag, kl. 12.15. Veitt verður við-
urkenning úr Styrktarsjóði Önnu
Karólínu Nordal, og er þetta í annað
sinn sem styrkurinn er afhentur í
Salnum á fæðingardegi Önnu, en
styrkþegi síðasta árs var Guðrún Jó-
hanna Ólafsdóttir mezzósópran-
söngkona. Sjóðnum er ætlað að
Afmælishátíð Salarins
PETER Singer,
kennari við
Princeton-háskóla
og einn umdeild-
asti siðfræðingur
samtímans, held-
ur fyrirlestur í há-
tíðarsal Háskóla
Íslands kl. 14 í
dag. Í erindi sínu
mun Singer tala
um heimspeki náttúruverndar út frá
gildi náttúrunnar fyrir manninn.
Singer er einn fárra akademískra
fræðimanna sem hefur tekist að brúa
bilið milli strangfræðilegrar umræðu
og deilumála í samtímanum sem setja
mark sitt á allt hversdagslíf manna.
Hann skrifar um siðferðileg vanda-
mál sem venjulegt fólk glímir við með
hætti sem venjulegt fólk skilur.
Singer telur heimspekina geta nýst
við að greina mörg þessara vanda-
mála og leysa. Singer hefur komið
víða við og hefur barist utan háskóla-
samfélagsins fyrir stefnumálum sín-
um enda telur hann að heimspeki eigi
að stunda bæði í orði og í verki.
Fyrirlesturinn er í boði Heimspeki-
stofnunar.
Fjallað um heimspeki
náttúruverndar
Peter Singer
ÞAÐ ánægjulegasta við vel heppn-
aða sýningu Ráðalausra manna á
samnefndu verki er að það er verið að
frumsýna verkið öðru sinni. Það var
sýnt í byrjun árs af Leikfélagi Kefla-
víkur í leikstjórn höfundar við góðar
undirtektir. En ekki var látið þar við
sitja. Ákveðið var að setja verkið upp
með atvinnuleikurum og undir stjórn
atvinnuleikstjóra endurskoðað og
snurfusað. Þetta er ágæt aðferð til að
fullvinna verk og til eftirbreytni.
Mörg ágæt leikrit eru skrifuð fyrir
áhugaleikhópa en fæstum dettur í
hug að stíga næsta skref og vinna
áfram í verkunum eftir frumsýningu
þeirra og athuga fleiri möguleika. Í
raun er það akkilesarhæll íslenskra
nútímaleikritunar hve fáum nýjum
rithöfundum gefst tækifæri til að end-
urskoða verkið og vinna í því frekar
eftir að hafa séð það á leiksviði, gjarn-
an undir handleiðslu reyndra atvinnu-
manna.
Og hvað tekur Siguringi Sigurjóns-
son til umfjöllunar? Hvorki meira né
minna en tilvistarkreppu tveggja
karlmanna sem komnir eru undir þrí-
tugt og sitja tveir einir á föstudags-
kvöldi, kvenmannslausir. Verkið á
samt ekkert skylt með þeim hellis- og
marsbúum sem hafa verið til umfjöll-
unar undanfarinn áratug. Persónur
Siguringa eru ekki hinn útflatti
meðalkarlmaður með þær fyrirsjáan-
legu væntingar og viðhorf sem fjallað
er um í slíkum verkum heldur ein-
staklingar með skýr sérkenni og að
mörgu leyti sérstakt viðhorf til lífsins.
Þrátt fyrir að sjónarhornið sé ein-
stakt kannast flestir áhorfendur við
þessa karaktera, viðurkenna þá og
samsama sig þeim á ákveðinn hátt.
Persónurnar eru því mun áhugaverð-
ari en í flestum verkum sem eiga að
túlka viðhorf annars kynsins til hins,
vangaveltur þeirra hafa dýpri tilvísun
og uppbyggingin öll trúverðugri.
Annað sem kom undirrituðum
skemmtilega á óvart á frumsýningu
er hve vel hefur tekist til við uppsetn-
ingu jafneinfalds stofuverks. Það er
ótrúlegt hvað Ingólfi Níelsi Árnasyni
leikstjóri hefur tekist að vinna vel
með staðsetningu leikaranna; það líð-
ur varla sú mínúta að
grunnstaðan sé ekki brot-
in upp á einhvern veg svo
úr verður ákaflega eðlilegt
flæði sem myndar trú-
verðuga umgjörð um túlk-
un leikaranna á persónum
höfundar og texta þeirra.
Sigurður Eyberg Jó-
hannesson og Jón Páll
Eyjólfsson eru Suður-
nesjamenn eins og höf-
undurinn og báðir útskrif-
aðir úr East 15-leiklistar-
skólanum í Lundúnum og
störfuðu sem leikarar þar í borg að
loknu námi. Jón Páll hefur á undan-
förnum árum gegnt hér fjölmörgum
hlutverkum. Hlutverk Steina er
sennilega þeirra bitastæðast og hann
gerir sér mikinn mat úr því. Sigurður
Eyberg Jóhannesson leikstýrði í
fyrra Upprisu holdsins fyrir Stúd-
entaleikhúsið. Nálgun hans á persónu
Jóa er létt og skemmtileg, enda hann
að upplagi bjartsýnni en Steini félagi
hans. Samleikurinn er fyrirtak, leik-
stjóri dregur fram andstæðurnar í fé-
lögunum án þess að missa sjónar á því
hvað þeir eiga sameiginlegt. Það er
slegið á létta strengi fyrst og fremst
og verkið er umfram allt bráðfyndið
og ferskt en undir niðri skín alltaf í þá
nöturlegu staðreynd að ef félögunum
tekst ekki að koma sér upp úr farinu
sem þeir eru fastir í þá er fyrirsjáan-
legt að þeirra bíði ekki annað en
þreyja restina af ævinni kvenmanns-
lausir.
Bráðfyndnir
kvenmannsleysingjar
LEIKLIST
Ráðalausir menn í Tjarnarbíói
Höfundur: Siguringi Sigurjónsson. Leik-
stjóri: Ingólfur Níels Árnason. Ljósahönn-
un: Hreggviður Ársælsson. Umsjón bún-
inga: Hildur Hinriksdóttir. Leikarar: Jón
Páll Eyjólfsson og Sigurður Eyberg Jó-
hannesson. Fimmtudagur 4. september.
RÁÐALAUSIR MENN
Sveinn Haraldsson
Morgunblaðið/Kristinn
Siguringi Sigurjónsson, Ingólfur Níels Árna-
son, Jón Páll Eyjólfsson og Sigurður Eyberg.
♦ ♦ ♦
VIGDÍS Finnbogadóttir opnar nám-
stefnu sem hefur yfirskriftina
Rúnaspá Völu – menningararfurinn
og nýir miðlar. Hún er um ný tæki-
færi í gagnvirkri margmiðlun. Nám-
stefnan fer fram í Ráðhúsi Reykjavík-
ur og hefst kl. 9.30 í dag með
tónleikum sem nefnast Söngvar Völu.
Það er söngkonan og lagahöfundur-
inn Karina Gretera frá Litháen sem
flytur þar frumsamda tónlist úr
Rúnaspá Völu ásamt íslenskri hljóm-
sveit. Þetta eru einu tónleikarnir sem
hljómsveitin heldur á þessu ári og eru
einungis opnir námstefnugestum.
Maureen Thomas flytur fyrirlestur
um rannsóknir og vinnu sem liggur að
baki Rúnaspá Völu. Þá verður Media-
Desk með kynningu á styrkjakerfi í
Evrópu og Pia Vigh, aðalráðgjafi
Norrænu ráðherranefndarinnar,
greinir frá þróun margmiðlunarsjóðs
á Norðurlöndum. Eftir hádegi verða
pallborðsumræður þar sem fram
koma fræðimenn og listafólk sem
unnið hefur við gerð gagnvirkra
verka. Annars vegar verður fjallað
um; „Konur, listir og tækni“. Hins
vegar verður fjallað um jaðartungu-
mál og menningu og hvernig tölvulist-
tækni hefur opnað nýja möguleika.
Námstefnugestum gefst kostur á
að skoða Rúnaspá Völu og reyna
sjálfir hvernig sögupersónan Vala
getur spáð fyir þeim og brugðið ljósi á
gamla visku sem á erindi til fólks nú á
tímum.
Námstefna
um Völuspá