Morgunblaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 28
ÁRBORGARSVÆÐIÐ 28 LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ HANN heitir Úlfar Jón Andrésson, er einungis 15 ára gamall, en hann og fjölskylda hans leggja töluvert á sig til þess að hann geti stundað eftirlætisíþróttina sína. Úlfar fer til Reykjavíkur í það minnsta sex daga í viku til að taka þátt í æfingunum og leikjum. Sú íþróttagrein sem heillaði Úlfar er hokkí. „Ég byrjaði um jólin, þegar ég var sex ára. Ég sá þetta í sjónvarpinu og fékk í framhaldi af því skauta í jólagjöf,“ segir Úlfar Jón. Síðan hefur hann æft á hokkískautum. Í fyrra æfði Úlfar sex sinnum í viku, alla daga nema laugardaga. Leikir eru oftast um helgar og þá ýmist á laugardögum eða sunnu- dögum. Einu sinni í viku fer Úlfar í bæinn á æfingu fyrir skóla, þá stendur æfingin frá klukkan sex til sjö um morguninn. Foreldrar Úlf- ars, þau Steinunn Sigurðardóttir og Andrés Úlfarsson, hafa stutt hann dyggilega í hokkíinu og keyra hann alltaf í bæinn á æfingar. „Að vísu voru æfingarnar hjá Sólveigu syst- ur minni oft á sama tíma og mínar æfingar í fyrra og mamma og pabbi voru svo heppin að hún er komin með bílpróf og gat keyrt,“ segir Úlfar. Fram að þeim tíma hafa for- eldrarnir keyrt hann í bæinn og eft- ir því sem Úlfar segir aldrei orðið neitt verulega leið á því. Sólveig systir Úlfars hefur stundað list- dans, eða syncro sem er hópdans, í mörg ár og m.a. tekið þátt í heims- meistaramótum síðustu árin. Stefnir á framhaldsnám erlendis En hvernig sér Úlfar framtíðina fyrir sér. „Mig langar til að komast í framhaldsnám þar sem ég get stundað hokkí með náminu. Ég er lítið farinn að kanna það en langar mest að fara til Svíþjóðar eða Bandaríkjanna. En ég verð alltaf í hokkíinu, þegar ég hætti að keppa þá fer ég í Old boys og verð þar til sjötugs.“ Í sumar sem leið var Úlf- ari ásamt Elmari, frá Skautafélagi Akureyrar boðið á námskeið í Finn- landi. „Tveimur til fjórum bestu frá hverju landi, þar sem hokkí er spil- að, var boðið til Finnlands og við Elmar vorum valdir og vorum í æf- ingabúðunum þar í viku. Þaðan fór ég til Svíþjóðar og hitti félaga mína úr Skautafélagi Reykjavíkur. Í Landskrona í Svíþjóð vorum við í hokkískóla í eina viku. Að þeirri viku liðinni fórum við tveir til Dan- merkur í hokkískóla. Sá skóli er rétt fyrir utan Kaupmannahöfn, að því loknu var flogið aftur heim til Íslands. Sá sem þjálfaði okkur í Danmörku, er þjálfari besta hokkí- liðs Danmerkur, liðið hefur orðið Danmerkurmeistarar sl. 10 ár. Hann bauð okkur að koma og æfa með sínu liði í viku í vetur.“ Um þessar mundir æfir Úlfar og leikur með þriðja, öðrum, fyrsta og meistaraflokki, og segir hann að hann geti aðeins leikið upp fyrir sig í aldri. Eftir mánuð fer hann út til Svíþjóðar að keppa og síðastliðinn vetur varð hann ásamt leikmönnum yngri en átján ára heimsmeistarar í þriðju deild. Hvað kemur strák úr Hveragerði til að stunda íþrótt sem eingöngu er hægt að æfa í Reykja- vík? „Þetta er hraði, harka og bara ótrúlega skemmtilegt, ég hætti þessu aldrei,“ segir Úlfar og við- urkennir ekki að hafa nokkru sinni hugsað um að sleppa einni æfingu. En hefur hann ekki smitað strák- ana hér og fengið þá til að koma og æfa hokkí. Úlfar segir að margir hafi ætlað að byrja, en það nenni enginn að keyra svona langt á æf- ingar. Rekur eigið fyrirtæki Undanfarin þrjú sumur hefur Úlfar tekið að sér að slá garða fyrir fólk og rekur sitt eigið fyrirtæki. Foreldrar hans og systir keyra fyr- ir hann kerruna með vélunum, um bæinn. Úlfar segist að meðaltali geta slegið sjö garða á dag, hann þurfi að kaupa sér eina sláttuvél á ári sem kosti u.þ.b. sextíu þúsund, en hann hafi ágætt upp úr þessu. Þegar hann hóf reksturinn fyrir þremur árum, sendi hann vélarnar í viðgerð til Reykjavíkur en „núna gerum við pabbi við allt sjálfir“. Leikur hokkí í fjórum deildum Hveragerði Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Úlfar Jón á ísnum, ásamt föður sínum, Andrési Úlfarssyni. HEIÐURSHJÓNIN Jóhannes Guð- mundsson og Auðbjörg Guðmunds- dóttir á Illugastöðum buðu ásamt fjölskyldu sinni til mikillar veislu þann 29. ágúst s.l. Tilefnið var 90 ára afmæli Jóhannesar og einnig að þau hjón áttu 60 ára brúðkaupsafmæli í júní sl. Fjöldi fólks heimsótti þau hjón í góðu veðri og nutu veislufanga í tjaldi á hlaðinu. Gestum var síðan heimilt að ganga um hinn sögufræga bæ og skoða húsakynni og einstætt innbú þeirra hjóna, sem um margt minnir á ættarsafn. Sjálft húsið hef- ur fengið vandað viðhald að hluta og er margt innanstokks upprunalegt. Morgunblaðið/Karl Ásgeir Sigurgeirsson Á myndinni eru Jóhannes og Auðbjörg með Jónínu dóttur sinni (lengst til vinstri á myndinni) og Bjarneyju Valdemarsdóttur tengdadóttur. Afmælisveisla á Illugastöðum Hvammstangi BRÚARHLAUP Selfoss fer fram í 13. skipti í dag, laugardaginn 6. september. Keppnisvegalengdir verða, hálfmaraþon (21,1 km), 10 km, 5 km og 2,5 km. Einnig er keppt í hjólreiðum 5 km (malbik) og 12,5 km (leiðin er bæði malbik og malarvegur). Tímataka er í öll- um vegalengdum, bæði hlaupa og hjólreiða. Allir hlauparar og hjólreiða- menn verða ræstir á Ölfusárbrú. Hjólreiðar hefjast kl. 13:00, hálf- maraþon kl. 13:30 og aðrar vega- lengdir kl. 14:00. Allir þátttakendur fá við skrán- ingu keppnisbol og verðlaunapen- ing við komu í mark. Skráning- argjöld eru 1000,- kr fyrir 12 ára og eldri og 500,- kr fyrir 11 ára og yngri, í allar keppnisgreinar. Allar hlaupaleiðir eru löggildar og mældar upp af viðurkenndum aðila. Skráning hefur farið fram und- anfarna daga en fer einnig fram á hlaupadag frá kl. 10:00 í Hótel Sel- foss. Afhending keppnisgagna er á hlaupadag í Hótel Selfoss frá kl. 10:00. Verðlaun eru veitt fyrir þrjú fyrstu sætin í hálfmaraþoni, bæði kyn. Einnig fyrir fyrsta sæti í 10 km hlaupi, bæði kyn. Einnig verða dregin út útdráttarverðlaun úr hópi allra keppenda. Úrslit verða birt á hlaupasíð- unni, Hlaup.is og á heimasíðu sveitarfélagsins Árborgar, Árborg- .is. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Ölfusárbrú er alltaf þéttskipuð hlaupurum þegar þeir leggja af stað í Brú- arhlaupið. Frá hlaupinu í fyrra. Brúar- hlaup Sel- foss í dag Selfoss LANDIÐ MÝVARGUR hefur verið allmikill í sumar í Mývatnssveit og meira en mörg undanfarin ár. Þetta á sér skýringu í miklum þörungagróðri í Mývatni sem berst niður í Laxá og er þar aðalfæða mýlirfunnar. Bitmý angrar fólk og búsmala en lirfan er miklivæg fæða urriðans í Laxá. Við fjallskil nú í haust hefur komið fram sauðfé sem verulega er skemmt af bitmýi. Svo er að sjá sem flugan leggi einstakar kindur í einelti en láti aðrar óskemmdar. Verstu sárin verða umhverfis augu og á eyrum. Þannig geta skepnurnar orðið hálf- blindar. Í miklum vargi leitar sauðfé í hella og undir börð og reynir þann- ig að komast undan þessum fjanda. Á sama tíma sem bitmý hefur sig mjög í frami hefur rykmý látið lítið á sér kræla og er það sökum átuskorts í vatninu, að sögn Árna Einarssonar, en lirfa rykmýs þroskast á botni Mý- vatns. Rykmýið er aðalfæða bleikj- unnar í vatninu og fer þar nú saman ekkert mý og lítil veiði. Mývargur fer illa með sauðfé Mývatnssveit Morgunblaðið/BFH Örn bóndi býst hér til að bera græð- andi smyrsl á sár einnar kindar sem var illa útleikin af mýbiti. LENGI hafa Mývetningar og ýmsir fleiri ræktað kartöflur til heimilisnota í Bjarnarflagi með góðum árangri. Á þessu sumri sprettur allur jarðar- gróður ágætlega og því hafa menn síðan um miðjan júlí sótt kartöflur í garða sína þar. Hér eru hjónin í Engi- dal, þau Kristlaug Pálsdóttir og Mjó- firðingurinn Guðmundur Wíum, að hreinsa upp úr garði sínum og munu þau vera hin fyrstu sem svo gera hér á þessu hausti. Uppskeran er ágæt. Þau hjón halda búskap í Mjóadal með nokkrar kindur. Bærinn þeirra er á heiðinni milli Stangar í Mývatnssveit og Víðikers í Bárðardal og ekki í al- faraleið. Þar um hlaðið er þokkalega góður sumarvegur milli sveita. Ann- ars eiga þau sitt annað heimili á Húsavík þar sem Guðmundur sækir þeirra hlut af þorskkvótanum á trillu við hentugleika. Morgunblaðið/BFH Ágæt kartöfluuppskera Mývatn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.