Morgunblaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 38
ÚR VESTURHEIMI 38 LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ JANIS Guðrún Johnson er eini öld-ungadeildarþingmaðurinn af íslensk-um ættum á kanadíska þinginu í Ottawa, en hún er frá Gimli í Mani- toba. Hún er mikil áhugamanneskja um kvikmyndir og er ánægð með hvernig hefur til tekist með kvikmyndahátíðina í Gimli. „Við höfum fengið góðar viðtökur og fólk hefur fjölmennt á ströndina til að sjá mynd- irnar á tjaldinu úti í Winnipegvatni, en í því sambandi má nefna að um 800 manns komu kvöldið sem við sýndum bandarísku heim- ildamyndina Spellbound,“ segir hún. Einstök hátíð Kvikmyndahátíðin fór nú fram í þriðja sinn og voru sýndar 20 myndir í fullri lengd og um 50 stuttmyndir frá Kanada, Íslandi, Noregi, Finnlandi, Englandi og Bandaríkj- unum. „Umfangið hefur aukist mikið frá því við byrjuðum og greinilegt er að það er mikill áhugi fyrir þessari hátíð, en hugs- anlega þurfum við að færa hana framar svo hún rekist ekki á Íslendingadagshátíðina sjálfa,“ segir Janis Guðrún. „Íslendingadag- urinn hefur mikið aðdráttarafl en fólk tínist til Gimli alla vikuna á undan og margir eru komnir hingað helgina á undan, þannig að það er ekkert því til fyrirstöðu að hefja kvikmyndahátíðina fyrr en til þessa. Núna vorum við frá miðvikudegi til sunnudags en við þurfum ekki að binda okkur við þá daga. Hvað sem því líður þá er kvikmyndahátíðin í Gimli einstök og þetta er eina hátíðin í Kanada þar sem sýningartjald er úti í vatni, en myndir eru sýndar á ströndinni á Maui og í Cannes. Við höfum fengið mikla og góða umfjöllun og meðal annars hafa for- svarsmenn kvikmyndahátíðarinnar í Tor- onto sýnt áhuga á samstarfi við okkur. Þetta snýst um að sýna myndir sem eru ekki gerðar í Hollywood og það kom flatt upp á Torontomenn þegar ég sagði þeim að við hefðum sýnt norsku myndina Elling, en þeir sögðust hafa reynt að fá hana til sín án árangurs. Úrvalið hjá okkur var mjög gott og samkeppnisfært við hvaða kvik- myndahátíð sem er af þessari stærð.“ Heimildamyndir og umhverfisvernd Jón Einarsson Gústafsson var listrænn framkvæmdastjóri hátíðarinnar að þessu sinni. Hann þurfti að koma mynd sinni Kan- adiana á framfæri og fékk þannig hugmynd- ina að hátíðinni, sem stjórn Íslendingadags- nefndar og skrifstofa aðalræðismanns Íslands í Winnipeg í samvinnu við íslenska sendiráðið í Ottawa stóðu að 2001. Jim Ingebrigtsen var nú framkvæmdastjóri og sinnti ákveðnum störfum á liðnum vetri og var það í fyrsta sinn sem starfsmaður vann við hátíðina á þeim tíma. Janis Guðrún segir að aukið umfang hafi kostað hátíðina meira en áður en kostnaði hafi verið haldið niðri alla tíð. Hins vegar sé frítt á myndirnar sem sýndar séu á strönd- inni og því komi litlar sem engar tekjur inn. Þess vegna þurfi að treysta á styrki og meðal annars hafi íslenska ríkisstjórnin styrkt hátíðina. „Fyrsta árið vorum við með myndir frá Kanada og Íslandi,“ segir hún. „Í fyrra ein- beittum við okkur að löndunum í norður- skautsráðinu og nú bættum við Bretlandi við auk þess sem við vöktum athygli á stutt- myndum frá Manitoba. Mikil ábyrgð fylgir því að vera með svona kvikmyndahátíð á ströndinni því þar er ekkert aldurstakmark. Þess vegna þarf að vanda val myndanna gaumgæfilega og sérstaklega þarf að varast myndir sem sýna of mikið ofbeldi og kynlíf, en ef um slíkar myndir er að ræða eru þær sýndar inni. Við höfum reyndar færst æ meira yfir í heimildamyndir og ástæðan er sjálfsagt sú að fólk vill læra og fræðast. Við leggjum líka áherslu á mikilvægi umhverf- isverndar með því að sýna myndirnar á ströndinni en með því vekjum við fólk jafn- framt til umhugsunar um mikilvægi vatns- ins og strandarinnar í umhverfi okkar. Þetta eru sömu atriði og Robert Redford leggur áherslu á á sinni hátíð, en þau gera almenningi kleift að leggja sitt af mörkum á hátíð sem þessari. Aðalatriðið er samt að fólk komi hingað til þess að njóta þess að vera til og taki þátt í þessari skemmtun með okkur.“ Viðbót við listalífið Friðrik Þór Friðriksson, kvikmyndagerð- armaður, var sérstakur gestur hátíðarinnar 2001, en þá voru m.a. sýndar myndirnar Englar alheimsins og 101 Reykjavík. Í fyrra voru íslensku myndirnar Ungfrúin góða og húsið, Fiasko og Lalli Johns á hátíðinni. Að þessu sinni voru m.a. Hafið, Í skóm drekans og Mávahlátur á dagskrá, en Ágúst Guð- mundsson, leikstjóri síðastnefndu mynd- arinnar, var sérstakur gestur hátíðarinnar. „Kvikmyndahátíðin er mikil viðbót við lista- lífið í Gimli, styrkir það og styður sam- félagið, sem sýnir nauðsynlegan stuðning á móti,“ segir Janis Guðrún Johnson. Á hvíta tjaldinu í vatninu Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Janis Guðrún Johnson, stjórnarformaður kvikmyndahátíðarinnar í Gimli í Kanada. steg@mbl.is Kvikmyndahátíðin í Gimli í Kanada hefur farið fram í tengslum við Íslendingadag- inn síðan 2001. Steinþór Guðbjartsson settist niður með Janis Guðrúnu Johnson, stjórnarformanni hátíð- arinnar, og fór yfir sviðið með henni. VESTUR-ÍSLENDINGURINN Jo- hannes Olson var í liði Torontohá- skóla, sem lék við vestur-íslenska ís- hokkíliðið Fálkana frá Winnipeg um kanadíska meistaratitilinn 1920 og farseðilinn á Ólympíuleikana í Ant- werpen, þar sem Fálkarnir tryggðu Kanada fyrstu gullverðlaunin í ís- hokkí á Ólympíuleikum. Þetta hefur farið hljótt en Lorna, dóttir hans, komst að þessu fyrir skömmu. Joe Olson lék með Fálkunum í Winnipeg, en ímabilið 1916 til 1917 léku leikmennirnir með liði 223. her- deildarinnar undir nafninu O.S. Batt- alion Hockey Club á umræddu tíma- bili. Joe var í liðinu en síðan fór hann í tannlæknanám við Torontoháskóla og þá skildi leiðir. „Ég vissi ekki fyrr en nýlega að pabbi hefði leikið á móti Fálkunum og því síður að mynd af herdeildarlið- inu væri á safninu í Gimli,“ segir Lorna, sem þekkti alla leikmenn Fálkanna, en myndin fannst í geymslu fólks sem kom henni á Safn íslenskrar menningararfleifðar í Gimli í stað þess að fleygja henni. „Pabbi missti af Ólympíuleikunum vegna háskólanámsins en hann náði því að verða Kanadameistari síðar og það var svolítil sárabót,“ segir Lorna. Lék á móti Fálkunum Morgunblaðið/Steinþór Lorna og dr. Kenneth Thorlakson með myndina sem kom nýlega í leit- irnar, en Ken flutti minni Íslands á nýliðinni Íslendingadagshátíð í Gimli. FYRR á árinu var undirrituð viðbótarbókun sem auðveldar fyrirtækjum í Kanada og á Íslandi að eiga samstarf við gerð tveggja kvikmynda samtímis. Judith A. LaRocque, varamenningarmálaráðherra Kanada, og Hjálmar W. Hannesson, sendi- herra Íslands í Kanada, undirrituðu fyrir hönd ríkisstjórna sinna viðbótarbókun við samning Ís- lands og Kanada frá 1997 um samframleiðslu á sviði hljóð- og myndverka í vor. Breytingarnar varða einkum svokölluð samstæðuverkefni og auðveldar fyrirtækjum í löndunum tveimur sam- starf á þessu sviði. Samstarf Íslands og Kanada NÁMSKEIÐ um landnám Ís- lendinga í Vesturheimi verður haldið í haust á vegum Þjóð- ræknisfélags Íslendinga. Sem fyrr sér Jónas Þór, sagnfræðingur, um námskeiðið og er það öllum opið, en fjallað verður um helstu staði í Norð- ur-Ameríku þar sem Íslending- ar reyndu landnám frá 1856 til 1914. Námskeiðið stendur yfir í átta vikur. Það fer fram í Gerðubergi á þriðjudagskvöld- um kl. 19:30–21:30 og hefst 9. september. Þátttökugjald er 10.000 krónur. Námskeið um land- námið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.