Morgunblaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í GÆR undirrituðu fulltrúar Fjarðaáls og Bechtel Group Inc. samning um byggingu álvers á Reyðarfirði. Bechtel mun reisa 322 þúsund tonna álver og skila verkinu árið 2007. Íslenskur samstarfsaðili Bechtel við framkvæmdina er verk- fræðisamsteypan HRV, en það eru Hönnun, Rafhönnun og Verkfræði- stofa Sigurðar Thoroddsen, en þess- ir aðilar undirbúa nú stofnun sér- staks fyrirtækis um verkefnið. Kostnaður við álverið er áætlaður um 80 milljarðar ísl. króna. Undirritun samningsins fór fram á Reyðarfirði að viðstöddum fulltrú- um íslenskra stjórnvalda, fyrirtækja og hagsmunasamtaka. Fram- kvæmdastjóri frummálmvinnslu Al- coa, Bernt Reitan, undirritaði samn- inginn fyrir hönd Fjarðaáls, en framkvæmdastjóri málmvinnslu hjá Bechtel, Andrew Greig, fyrir hönd Bechtel. Meðal viðstaddra voru Val- gerður Sverrisdóttir, iðnaðarráð- herra, Kristinn H. Gunnarsson, for- maður iðnaðarnefndar Alþingis, Smári Geirsson, forseti bæjarstjórn- ar í Fjarðabyggð og Guðmundur Bjarnason, bæjarstjóri Fjarða- byggðar. Undirbúningur hefst á næstu vikum Samningur um byggingu álvers á Reyðarfirði var undirritaður í byrj- un mars 2003 af fulltrúum Alcoa og íslenskra stjórnvalda. Fjarðaál er dótturfyrirtæki Alcoa og verður hinn formlegi rekstraraðili álvers- ins. Fljótlega verður auglýst eftir for- stjóra og starfsmannastjóra hjá Fjarðaáli, vinna við hönnun álvers- ins hefst á næstu mánuðum og jarð- vegsframkvæmdir í lok næsta árs. Byggingarvinna byrjar árið 2005 og á verksmiðjan að vera tilbúin að vori 2007. Fram á næsta vor verður unnið að hönnun verksmiðjunnar, lóð verður rannsökuð, unnar kostnaðaráætlanir og tæknimál álversins endanlega yf- irfarin. Í júní fer eiginleg hönnun mannvirkisins fram ásamt undir- búningi að útboðum. Gert er ráð fyrir að í byggingu ál- versins fari hundrað þúsund rúm- metrar af steypu, 25 þúsund tonn af stáli og að færa þurfi milli 3 og 4 milljónir rúmmetra af jarðvegi í tengslum við framkvæmdirnar. Jarðvegur úr grunni álversins verð- ur notaður til uppfyllingar í tengslum við hafnarframkvæmdir á svæðinu. Alls er reiknað með að unnin verði í kringum 2.300 ársverk við smíði ál- versins og að um 1.500 starfsmenn muni vinna við framkvæmdirnar þegar mest verður árið 2006. Vinna að 900 verkefnum í 60 löndum Bechtel er mjög stórt einkafyrir- tæki á alþjóðlega vísu. Meðal verk- efna sem það hefur tekið að sér má nefna Hoover-stífluna í Bandaríkj- unum, Ermarsundsgöngin milli Englands og Frakklands og flugvöll- inn í Hong Kong. Í 105 ára sögu fyr- irtækisins hefur það fengist við um 22 þúsund verkefni í 140 löndum. Starfsmenn Bechtel eru nú 47 þús- und talsins og vinna í dag að 900 verkefnum í yfir 60 löndum. Fyrir- tækið hefur byggt meirihluta þeirra álvera sem reist hafa verið á Vest- urlöndum síðustu þrjá áratugina. Andrew Greig hjá Bechtel sagði við undirritunina, að mikil áhersla yrði lögð á öryggi starfsmanna við framkvæmdirnar og þess yrði vand- lega gætt að lágmarka áhrif bygg- ingar álversins á umhverfi og lífríki. „Við leggjum áherslu á samráð og samstarf við heimamenn. Það er af- ar mikilvægt fyrir okkur og Alcoa að falla vel að samfélaginu og skila já- kvæðum áhrifum inn í það samfélag þar sem verkefni okkar verður unn- ið,“ sagði Andrew Greig. Samningur um byggingu álvers á Reyðarfirði undirritaður í gær Undirbúning- ur að hefjast Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Samningamenn voru ánægðir eftir undirritunina á Reyðarfirði í gær. ÁTTA borgarfulltrúar R-listans felldu tillögu Ólafs F. Magnússonar, borgarfulltrúa F-listans, þess efnis að borgarstjórn lýsti yfir andstöðu við nýlega gjaldskrárhækkun Orku- veitu Reykjavíkur á heitu vatni, á fundi borgarstjórnar á fimmtudag. Í umræðum um málið sagði Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi og stjórnarformaður OR, að borgar- fulltrúinn Guðlaugur Þór Þórðarson hefði árangurslaust í nokkrar vikur reynt að skapa öldu óánægju meðal Reykvíkinga vegna þessarar hækk- unar. „Borgarbúar hafa ekki mynd- að hér kór með Guðlaugi Þór,“ sagði Alfreð. Mest hefði borið á stuðnings- mönnum Sjálfstæðisflokksins fyrir utan nokkra „kverúlanta“ sem hefðu látið skoðun sína í ljós. Þetta væri því fyrst og fremst pólitískt mál að hans mati þar sem hækkunin kæmi ekki þungt niður á buddu fjölskyldu- fólks í Reykjavík. Hún næmi um einu strætisvagnagjaldi á mánuði – aðra leiðina. Kjartan Magnússon, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagðist ekki almennilega vita hvað orðið „kverúlant“ þýddi en hélt það frekar neikvætt. „Hvað þýðir orðið kverúl- ant, borgarfulltrúi Alfreð Þorsteins- son?“ spurði Kjartan og taldi brýnt að fá svör þar sem fólk úti í bæ hafði fengið þessa nafngift úr ræðustól borgarstjórnar. Alfreð var ekki í vandræðum með að útskýra fyrir borgarfulltrúunum hvað orðið þýddi: „Borgarfulltrúinn Kjartan Magnússon vill gjarnan vita hvað orðið kverúlant þýðir. Það þýð- ir nöldrari,“ sagði hann og settist jafnóðum í sæti sitt. Guðlaugur Þór taldi borgarbúum sýndur hroki með þessari framkomu Alfreðs og benda til þess að þreyta væri komin í starf R-listans. Um alla borg væri óánægja meðal íbúa vegna þessarar hækkunar og Alfreð segði þá annaðhvort sjálfstæðis- menn eða kverúlanta. Ólafur F. Magnússon, F-lista, sagði marga ör- yrkja og aldraða einstaklinga taka þessari hækkun illa. Það munaði um hverja krónu hjá þeim sem lítið hefðu. Guðlaugur sagði marga hafa gagnrýnt þessa hækkun án þess að hann vissi að þeir væru virkir í starfi Sjálfstæðisflokksins. Þeir hljóti þá að vera kverúlantar samkvæmt skil- greiningu Alfreðs. Nefndi hann full- trúa Neytendasamtakanna sem dæmi, Guðmund Andra Thorsson rithöfund, Egil Ólafsson blaðamann, og Sigurð Grétar Guðmundsson pípulagningameistara. „Ég þekki þetta fólk ekki úr starfi Sjálfstæð- isflokksins og því hlýtur það að flokkast sem kverúlantar sam- kvæmt skilgreiningu R-listans og Alfreðs,“ sagði Guðlaugur. Gjaldskrárhækkun OR rædd í borgarstjórn Kallaði þá sem gagnrýndu hækkunina kverúlanta JAPANSKUR tesiðameistari, Sokei Kimura, er staddur hér á landi í tengslum við upphaf kennslu í jap- önsku við Háskóla Íslands. Það er sendiráð Japans á Íslandi sem stendur fyrir komu hans til lands- ins. Kennsla í japönsku hófst nú í haust og eru 50 nemendur skráðir. Samkvæmt upplýsingum frá jap- anska sendiráðinu er áhugi ís- lenskra ungmenna á Japan sífellt að aukast. Tesiðameistarinn sýndi gestum við hátíðardagskrá á fimmtudag, í tilefni þess að austurlenskt mál er nú kennt í fyrsta skipti í Háskól- 50 nemendur skráðir í japönsku í HÍ Morgunblaðið/Jim Smart Meistarinn Sokei Kimura sýnir tesiðaathöfn í Háskóla Íslands. Japönsk tesiðaathöfn við kynningu námsins anum, tesiðaathöfn en í kringum hana eru aldalangar hefðir. Rektor háskólans, Páll Skúlason, setti hátíðina og sendiherra Japans á Íslandi, Masao Kawai, flutti erindi um japönsk stjórnmál og stjórn- arfar. Þá ræddi Vigdís Finn- bogadóttir, fyrrverandi forseti Ís- lands, um nauðsyn tungumála- þekkingar. Þeir sem hafa áhuga á að sjá hvernig tesiðaathöfnin fer fram geta heimsótt japanska sendiráðið í dag, laugardag, að Laugavegi 182 (glerhúsið). Meistarinn mun sýna tesiðaathöfn kl. 13, aðra kl. 14 og þá síðustu kl. 15. NORSK stjórnvöld hafa ákveðið að lyfta fjölveiðiskipinu Guðrúnu Gísladóttur af hafsbotni nú í haust ef Íshús Njarðvíkur og norska björgunarfélaginu Seløy Under- vannsservice hætta við verkið. Þetta er haft eftir sjávarútvegs- ráðherra Noregs, Svein Ludvig- sen, á heimasíðu norska ríkisút- varpsins en áður hafði ráðherrann aðeins viljað tryggja að olía úr skipinu yrði fjarlægð en sú yfirlýs- ing sætti verulegri gagnrýni í Nor- egi. Ljóst er af ummælum ráð- herrans að hann hyggst þó ekki grípa í taumana alveg strax: „Ég vil að við fjarlægjum bæði skipið, farm þess og olíuna úr því í haust og að við undirbúum okkur undir það að grípa í taumana og taka verkið yfir gangi það ekki eðlilega fram,“ segir sjávarútvegsráðherr- ann norski. Sprengja sem setti strik í reikninginn Guðjón Jónsson, talsmaður björgunarmannanna í Noregi, seg- ir að á miðvikudaginn hafi verið búið að komast að endanlegu sam- komulagi í öllum meginatriðum við Seløy, sama dag og sjávarútvegs- ráðherrann hafi kastað sprengju með yfirlýsingum um að Strand- gæslan ætti að fjarlægja olíuna úr Guðrúnu og allt hafi þá farið í loft upp. „Við stefnum að því að vera komnir fram með það sem okkur ber á miðvikudaginn kemur, bæði gagnvart Seløy og strandgæslunni. Þá eigum við að hafa fjórar til sex vikur til þess að klára verkið. Ég á von að við greinum fjölmiðlum frá þessu í næstu viku. Miðað við hvernig staðan er á skipinu núna og undirbúninginn og öðru ætti þetta leikandi að hafast. Það eru ákveðnar leikreglur í gangi og það þurfa allir að virða þær, alveg sama hver á í hlut,“ segir Guðjón. Í fréttatilkynningu norska sjáv- arútvegsráðuneytisins er tekið fram að útgerðin (Íshúsið) beri engu síður fulla á byrgð á skipinu. „Ég legg áherslu á að það er út- gerðin sem ber ábyrgð á að fjar- lægja flakið. Við munum gera hana ábyrga fyrir því og þá einnig fyrir dómstólum ef þörf krefur,“ segir Ludvigsen. Norsk stjórnvöld ábyrgjast að Guðrúnu verði lyft STARFSMANNARÁÐ Landspít- ala – háskólasjúkrahúss hefur sent frá sér ályktun þar sem fram kem- ur að ráðið lýsir yfir þungum áhyggjum vegna fjárveitinga til sjúkrahússins. Svið sem sinna mikilli bráða- þjónustu við sjúklinga, s.s lyflækn- ingasvið-, skurðlækningasvið og slysa- og bráðasvið, eru komin verulega fram úr fjárheimildum. Skýrist þessi aukni kostnaður m.a. af fjölgun sjúklinga og því að sjúk- lingar sem leggjast inn á spítalann eru að jafnaði veikari en áður. Þetta hefur leitt til aukins álags á starfsfólk sjúkrahússins. Ljóst er að verði fjárframlög til LSH ekki aukin verður ekki unnt að viðhalda nauðsynlegri heil- brigðisþjónustu við alla lands- menn. Starfsmannaráð skorar á Al- þingi að standa vörð um starfsemi LSH og bendir á að mestu verð- mæti LSH felast í þekkingu og reynslu starfsfólks sjúkrahússins. Samkvæmt rekstraruppgjöri LSH fyrir fyrstu sjö mánuði ársins fara útgjöld spítalans 666 milljónir fram úr fjárheimildum sem er 4,3% frávik frá heimildum tíma- bilsins. Meðtalin eru útgjöld við S-merkt lyf sem eru 9,8% umfram fjárheimildir. Launagjöld nema rúmum 65% af heildargjöldum sjúkrahússins og eru þau 3,5% hærri en áætlað var fyrir tímabilið. Skorað á Alþingi að standa vörð um starf- semi Landspítalans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.