Morgunblaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Vigri fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Fornax fer í dag. Mannamót Félag aldraðra Mos- fellsbæ. Skrifstofa fé- lagsins verður lokuð í sumar til 2. september. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Morg- ungangan er frá Hraunseli kl. 10. Rúta frá Firðinum kl.19.50. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Breyting verður á dagsferð sem vera átti 11. september hún verður 12. sept- ember: Hrunaréttir, Tungufellsdalur, Geysir, Haukadals- kirkja, Haukadals- skógur, Gullfoss. Kaffi og meðlæti í Brattholti. Leiðsögn Ólafur Sig- urgeirsson. Skrifstofa félagsins er í Faxafeni 12 sími. 588 2111. Félag eldri borgara í Kópavogi. Ferð í Skaftholtsrétt, Gnúp- verjahreppi og að Gull- fossi og Geysi. verður farin föstudaginn 12. september. Lagt af stað frá Gjábakka kl. 8 og frá Gullsmára kl. 8.15 og ekið að Skaft- holtsrétt. Í Árnesi verður borðaður réttur dagsins kjötsúpa. Ekið í gegnum Hruna- mannahrepp að Brúar- hlöðum að Gullfossi og Geysi, síðan heimleiðis um Laugarvatn og nið- ur Grímsnesið. Áætluð koma til Kópavogs um kl: 17.30. Leið- sögumaður Nanna Kaaber. Búið ykkur eftir veðri. Skráning á þátttökulista í fé- lagsmiðstöðvunum Gjábakka og Gull- smára til kl. 15 fimmtu- daginn 11. sept. Upp- lýsingar fást hjá ferðanefndinni: Bogi, s. 554 0233, eða Þráinn, s. 554 0999. FEBK. Púttað á Lista- túni kl. 10.30 á laug- ardögum. Mætum öll og reynum með okkur. Gönguklúbbur Hana- nú. Morgunganga kl. 10 laugardagsmorgna frá Gjábakka. Krummakaffi kl. 9. Gigtarfélagið. Leik- fimi alla daga vik- unnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reyk- ingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17.30. GA-Samtök spilafíkla, fundir spilafíkla, Höf- uðborgarsvæðið: Þriðjudagur kl 18.15 – Seltjarnarneskirkja, Valhúsahæð, Seltjarn- arnes. Miðvikudagur kl. 18 – Digranesvegur 12, Kópavogur. Fimmtudagur kl. 20.30 – Síðumúla 3–5, Göngudeild SÁÁ, Reykjavík. Föstudagur kl.20 – Víðistaðakirkja, Hafnarfjörður. Laug- ardagur kl.10.30 – Kirkja Óháða safn- aðarins, v/ Háteigsveg, Reykjavík. Austur- land: Fimmtudagur kl.17 – Egilstaðakirkja, Egilstöðum. Neyð- arsími GA er opinn all- an sólarhringinn. Hjálp fyrir spilafíkla. Neyðarsími: 698 3888. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fundir mánudaga kl. 20 að Sólvallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA-samtakanna. Oa samtökin. Átrösk- un / Matarfíkn / Ofát. Fundir alla daga. Upp- lýsingar á www.oa.is og síma 878 1178. Ásatrúarfélagið, Grandagarði 8. Opið hús alla laugardaga frá kl. 14. Kattholt. Flóamark- aður í Kattholti, Stang- arhyl 2, er opinn þriðjud. og fimmtud. frá kl. 14-17. Leið 10 og 110 ganga að Kattholti. Minningarkort Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúk- linga fást á eftirtöldum stöðum á Vestfjörðum: Jón Jóhann Jónsson, Hlíf II, Ísafirði, s. 456 3380 Jónína Högna- dóttir, Esso-verslunin, Ísafirði, s. 456 3990 Jó- hann Kárason, Engja- vegi 8, Ísafirði, s. 456 3538 Kristín Karvel- sdóttir, Miðstræti 14, Bolungarvík, s. 456 7358. Minningarkort Hjarta- verndar fást á eft- irtöldum stöðum á Norðurlandi: Ólafs- fjörður: Blóm og gjafa- vörur Aðalgötu 7. Hvammstangi: Versl- unin Hlín Hvamms- tangabraut 28. Ak- ureyri: Bókabúð Jónasar Hafnarstræti 108, Möppudýrin Sunnuhlíð 12c. Mý- vatnssveit: Pósthúsið í Reykjahlíð. Húsavík: Blómasetrið, Héðins- braut 1, Raufarhöfn: Hjá Jónu Ósk Péturs- dóttur, Ásgötu 5. Styrktarfélag krabba- meinssjúkra barna. Minningarkort eru af- greidd í síma 588-7555 og 588-7559 á skrif- stofutíma. Gíró- og kreditkortaþjónusta. Í dag er laugardagur 6. sept- ember, 249. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Hvern þann sem kannast við mig fyrir mönnum, mun og ég við kannast fyrir föður mínum á himnum. (Mt. 10, 32.)     Guðný Dóra Gestsdóttirskrifar í Morgunpóst VG um áhrif hvalveiða á ímynd Íslands. „Umhverfismálin og af- staða Íslendinga til um- hverfisins skipta gríð- arlega miklu máli í tengslum við ímynd landsins og hvernig það er markaðssett,“ skrifar Guðný Dóra.     Ferðaþjónusta á Íslandier löngu orðin alvöru atvinnugrein. Mörg öflug fyrirtæki í greininni hafa byggst upp bæði hér á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Einnig hefur verið litið til upp- byggingar í ferðaþjón- ustu þar sem samdráttur hefur orðið á landsbyggð- inni. Sjávarútvegur er líka hornsteinn íslensks at- vinnulífs. Þetta eru allir sammála um. Hins vegar er það súrt í broti þegar ein grein getur valtað yfir hinar án þess að sam- hengi hlutanna sé skoðað. Ekki hefur verið gerð út- tekt á áhrifum hvalveið- anna á íslenska ferða- þjónustu. Af hverju ekki? Skipta 12,5 milljarðar í gjaldeyristekjur engu máli fyrir þjóðarbúið? Eins og fram hefur komið í blöðum hafa erlendir ferðamenn afbókað ferðir til Íslands vegna hvalveið- anna. Hvalveiðar hafa áhrif á komu ferðamanna hingað. Það er ljóst. Vegna þess að þeir ferða- menn sem ákveða að koma til landsins eru á móti hvalveiðum af því að það er ríkjandi viðhorf t.d. í Bretlandi. Þar er viðhorf til hvalveiða sam- ofið afstöðunni til um- hverfismála.“     Guðný Dóra helduráfram: „Stjórnvöld þurfa að fara að átta sig á því að ferðaþjónustan er alvöru grein sem taka þarf tillit til. Í markaðs- setningu er það lykilatriði að þekkja markaðinn vel. Við þurfum að skilja óskir og væntingar þeirra ferðamanna sem hingað koma. Hvers konar mark- hópur þetta er. Við höfum sem sagt verið að höfða til ákveðins markhóps frá því að markaðssetning á landinu fyrir ferðamenn hófst af einhverri alvöru. Markhóps sem hefur mjög skýra afstöðu til umhverfismála og hval- veiða. Nú loka menn bara eyrum og augum fyrir þeirri staðreynd og þeim skaðlegu áhrifum sem veiðarnar munu hafa á ferðaþjónustuna. Á nú að söðla um og fá annan markhóp? Byggja upp nýja ímynd sem er auðvit- að langtímaverkefni?     Hvalveiðar eru táknfyrir afstöðu þjóðar til náttúrunnar. Fyrir- bærið hefur fengið þá stöðu með árunum og er því miklu flóknara en bara veiðar í sjálfu sér. Því hefði afstaða okkar til hvalveiða átt að vera ígrunduð út frá öllum þessum flóknu breytum og fullt tillit tekið til ferðaþjónustunnar í því samhengi.“ STAKSTEINAR Hvalveiðar og ímyndin Víkverji skrifar... VÍKVERJI hafði ekki rænu á aðfara á verðlaunasýninguna Kvetch á síðasta leikári. Hann rauk því upp til handa og fóta og dreif sig nú á dögunum þegar sýningar hófust að nýju á verkinu. Og eftir að hafa loksins séð uppfærsluna skilur Vík- verji vel að henni skuli hafa fallið í skaut Gríman góða, leikhús- verðlaunin endurvöktu. Hún er nefnilega í alla staði frábær. Verkið sjálft allt í senn frumlegt, meinfynd- ið, harmrænt og trúverðugt. Leik- stjórnin, sviðsmyndin og frammi- staða leikara, sama hvað tínt er til, allt í hæsta gæðaflokki. Víkverja þótti þó ánægjulegast að sjá Stein Ármann Magnússon í slíkum ham, enda alltaf þótt hann vanmetinn mjög sem leikari og ekki hafa fengið eins bitastæð hlutverk og hann á skilið – e.t.v. vegna grínistabak- grunnsins og ímyndar hans sem sprelligosa er hann var kunnastur sem annar tveggja Radíus-bræðra. x x x BRESKU bíódögunum sem standayfir í Háskólabíói ber að fagna. Gott framtak og þarft, jafnvel þótt Víkverja finnist reyndar að slíkar myndir sem á bíódögunum eru í boði ættu að eiga greiða leið í kvikmynda- húsin á almennar sýningar allt árið um kring, og það á meðan þær eru spánnýjar, eins og hinar bandarísku sem rignir yfir okkur. Víkverji hefur þegar séð nær helming myndanna níu sem í boði eru og telur sérstaka ástæðu til að geta Sweet Sixteen eft- ir Ken Loach og All or Nothing eftir Mike Leigh. Báðar hreint afbragðs- góðar, áhrifaríkar og sláandi vel leiknar – eins og breskar myndir eru oftar en ekki. Eitt mættu okkar kvik- myndagerðarmenn líka læra af breskum kvikmyndagerðarmönnum á borð við Loach og Leigh, að gera meira af því að líta sér nær, fást í rík- ara mæli við lífið í kringum sig, dag- legt amstur, sem oft getur orðið dramatískara og átakanlegra en skáldskapurinn. x x x VÍKVERJI heyrði um daginn einaaf hinum smekklausu kjaftasög- um sem virðast vera orðnar sérgrein þeirra á útvarpsstöðinni X-inu. Mögnuð málsvörn þeirra X-manna birtist svo í Fréttablaðinu í vikunni; að þetta sé „bara“ slúður, algjör uppspuni og því í góðu lagi. Þvílíkt endemis bull – að það sé meinlaust að fara án allra nánari skýringa eða við- varana með helber ósannindi um nafngreinda einstaklinga. Og þau virðast í miklu smekk- leysustuði X-mennin um þessar mundir. Víkverji heyrði þar á rás eitthvert ósmekklegasta auglýsinga- slagorð sem flutt hefur verið í ís- lensku útvarpi, en það var efnislega einhvern veginn á þá leið að nýjustu rannsóknir sýndu að sjálfsmorðstíðni á Íslandi væri hæst í þeim lands- hlutum þar sem X-ið næðist ekki. Al- veg drepfyndið, finnst ykkur ekki? x x x LÉTTARA hjal undir lokin. Gár-ungarnir gera því nú skóna að til standi að sameina karlalið Fylkis og Fram í knattspyrnu. Fylkir leiki svo fyrri hluta Íslandsmótsins og Fram þann seinni. Morgunblaðið/Jim Smart Ert þú „kvetch“? Góð þjónusta GÁ-húsgögn. Hvað er nú það, það er von að þú spyrj- ir, lesandi góður, en þér til upplýsingar er fyrirtækið í Ármúla 19 í Reykjavík. Og hvað er svona merki- legt við það? Jú, okkur hjónin vantaði hornsófa en þar sem plássið var of lítið fyrir þá sem almennt eru á markaði og að fenginni til- vísan frá Val-húsgögnum og TM-húsgögnum, lá leið okkar til GÁ-húsgagna. Þar hittum við fyrir eigandann Grétar, sem sagði að þetta væri minnsta mál, sýndi okkur nokkra hornsófa og sagðist geta breytt eftir okkar þörfum eða sérsmíð- að. Það er ekki að orðlengja að við völdum sófafyrir- mynd og áklæði, Grétar gerði okkur þvínæst tilboð sem ekki var hægt að hafna, svo við ákváðum að fela honum „vandamálið“ til úrlausnar. Þetta var mánudaginn 25. ágúst. Og nú kemur rúsínan í pylsuendanum, því föstu- daginn 29. ágúst (ath. ekki vika) er hringt til okkar og við spurð hvort við viljum ekki fá sófann fyrir helgina, því hann sé tilbúinn. Þvílík afgreiðsla, þvílík þjónusta. Sófinn er kominn heim og smellpassar. Grétar og starfsfólk GÁ- húsgagna, hafið heila þökk fyrir þjónustuna, við kom- um aftur svo sannarlega og þú, lesandi góður, ég hvet þig til að sannreyna þessa frábæru þjónustu. Kærar þakkir, Sigrún og Jón Sveinsson. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar FYRIR stuttu var frétt í Morgunblaðinu um þyrlu- sveit Landhelgisgæslunn- ar. Þar kom fram að í neyð- arútköllum væri erfitt fyrir áhöfn þyrlunnar að komast út á flugvöll vegna umferð- ar og að lausn á því væri að fá forgangsljós. Ég er í fyrsta skipti sam- mála lögreglustjóranum í Reykjavík sem hafnaði þeirri beiðni. Áhöfn þyrlu- sveitarinnar á að vera á vöktum úti á flugvelli og vera tilbúin fyrir útkall, en ekki að það þurfti að kalla þá út að heiman. Finnst mér að stjórnvöld þurfi að taka á þessu máli nú þegar. Hafliði Helgason. Mjólk er holl og góð SAMKVÆMT manneldis- ráði þarf 1.200 milligrömm af kalki daglega í líkamann. Ḿjólkin vill gleymast hjá sumum á matarborðið en kalkið fær maður úr mjólk- urafurðum. Mjólk er holl og góð. Fyrir þá sem gleyma að drekka mjólkina. Neytandi. Sammála foreldri MIG langar að taka undir með foreldri í Hafnarfirði sem skrifar í Velvakanda 2. sept. sl. um fagurgala bankanna. Á baksíðu Fréttablaðsins mánudaginn 25. ágúst var auglýsing frá Búnaðar- bankanum sem ég var al- veg rasandi yfir. Vildi ég frekar að bankarnir kenndu börnum og ung- lingum að safna en ekki að lifa um efni fram. Ég fékk hjá Landsbank- anum í fyrra bók um sparn- að sem ég vil benda fólki á, það mætti kenna hana í skólum, t.d. í lífsleiknitím- um. Foreldri í Kópavogi. Karlakórinn Heimir FÉLAGAR í karlakórnum Heimi fá kveðju frá aðdá- endum sínum með ósk um að þeir komi til Reykjavík- ur og syngi fyrir aðdáendur sína. Margir aðdáendur. Þakkir fyrir góða grein ÉG vil þakka Pétri Péturs- syni fyrir greinina Stilltu þig, gæðingur sem birtist í Morgunblaðinu sl. helgi. Þetta var skemmtileg grein. Það er alltaf gaman að lesa greinar Péturs því hann er hafsjór af fróðleik og skemmtilegur. Lesandi. Ég vil þakka Davíð DAVÍÐ Hafstein bar Morgunblaðið til mín í mörg ár. Blaðið kom alltaf til skila á hverjum morgni kl. 6.30. Davíð minn, ég sakna þín. Þakka þér innilega fyrir öll árin. Guð blessi þig og gangi þér allt í haginn. Stella á Hjarðarhaga. Tapað/fundið Taska með skautum og síma týndist UNGUR drengur týndi svartri tösku með hokkí- skautum og GSM-síma, lík- lega í strætó, leið 2, á leið- inni frá Skautahöllinni í Laugardal og niður á Lækjartorg milli kl. 18 og 20 sl. sunnudag. Skilvís finnandi hafi samband í síma 561 1447. Fundarlaun. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is LÁRÉTT 1 á ný, 4 glennir út, 7 svalur, 8 guðinn, 9 álít, 11 framkvæma, 13 mæli, 14 þekkja, 15 beitilands, 17 hestur, 20 þjóta, 22 sprengiefni, 23 árum, 24 vætuna, 25 ráfa. LÓÐRÉTT 1 tormerki, 2 blást- urshljóðfærið, 3 lélegt, 4 þægileg viðureignar, 5 hafna, 6 dreg í efa, 10 rík, 12 keyra, 13 verkur, 15 stökkva, 16 kvenguð, 18 ginni, 19 hæsi, 20 hús- dýrið, 21 hefur eftir. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 mannsefni, 8 suddi, 9 guldu, 10 tær, 11 riðla, 13 augun, 15 hræða, 18 salla, 21 rit, 22 launi, 23 ostur, 24 mannamáls. Lóðrétt: 2 andúð, 3 neita, 4 eigra, 5 nálæg, 6 ásar, 7 kunn, 12 lið, 14 una, 15 hóls, 16 æruna, 17 arinn, 18 storm, 19 lítil, 20 aðra. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.