Morgunblaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 64
VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnaðarráðherra
segir það valda vonbrigðum að Landsvirkjun
muni ekki afhenda orku til stækkunar Norður-
áls, eins og vonir hafi verið bundnar við, og er
ekki bjartsýn á að hægt verði að útvega næga
orku í tíma. Talsmenn Norðuráls, Orkuveitu
Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja telja
hins vegar ágætis líkur á að tímaáætlanir geti
staðist þannig að 180 þúsund tonna álver
Norðuráls taki til starfa í árslok 2005 eða á
árinu 2006.
Stjórn Landsvirkjunar ákvað á fundi sínum í
gær að fresta gerð Norðlingaölduveitu og
ástæðurnar eru einkum sagðar tímaþröng við
undirbúning verksins og að ekki hafi reynst
unnt að tryggja rekstraröryggi veitunnar með
fullnægjandi hætti. Því nær Landsvirkjun ekki
því takmarki að afhenda orku til stækkunar
Norðuráls fyrir lok ársins 2005 og áður en
framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun og álver
Alcoa nái hámarki. Mun Landsvirkjun þó
vinna áfram að undirbúningi Norðlingaöldu-
veitu.
Niðurstaða Landsvirkjunar
kemur Norðuráli á óvart
Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjun-
ar, segir að fyrirtækið hafi lagt í verulegan
kostnað í löngum undirbúningi Norðlingaöldu-
veitu. Hann segir það ljóst að Landsvirkjun
hafi getað haldið málinu til streitu og keyrt það
áfram á grundvelli laga, úrskurðar og samráðs.
Landsvirkjun telji hins vegar að það sé ekki til
heilla.
Ragnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri
hjá Norðuráli, segir að niðurstaða Landsvirkj-
unar sé seint á ferðinni og komi í raun á óvart.
Spurður hvort hægt sé að breyta tímaáætlun
Norðuráls segir Ragnar svigrúm vera til stað-
ar en það sé ekki mikið. Minnir hann á að þótt
jákvæð svör komi frá Orkuveitunni og Hita-
veitu Suðurnesja um orkuöflunina sé stækkun
álversins ekki í höfn. Ákvörðun Landsvirkj-
unar nú geti haft áhrif á fjármögnun verksins
og sá óvissuþáttur sé til skoðunar.
Norðlingaölduveitu verður frestað og Norðurál reiðir sig á OR og HS
Iðnaðarráðherra ekki
bjartsýnn á stækkun
Tímarammi/6
Ekki bjartsýn/4
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
Áskriftarsími 881 2060
Í FORMI – leiðandi í lausnum
Skeifunni 17AcoTæknival Sími 550 4000 Fax 550 4001
ÞAÐ ríkti mikil gleði á
heimili í Barmahlíð í gær er
blaðamaður leit þar inn.
Ástæðan er sú að Pási páfa-
gaukur, sem saknað hafði
verið af heimilinu frá því
fyrir verslunarmannahelgi,
var kominn heim á nýjan
leik.
Bræðurnir Kári, Kolbeinn
og Bjartur Brynjarssynir
létu vel að gauknum og
segjast mjög glaðir að fá
hann aftur heim enda voru
þeir orðnir vonlitlir um að
finna hann nokkurn tíma
aftur. Pási hafði rétt áður
en hann týndist fengið fé-
lagsskap í búrið sitt, kerl-
inguna Lísu, og kom þeim
ekki svo vel saman. Kannski
var Pási því að flýja kerlu
er hann elti gesti út úr
Barmahlíðinni í lok júlí. Bú-
ið var að auglýsa eftir hon-
um en það var ekki fyrr en
mynd birtist af honum á
baksíðu Morgunblaðsins á
fimmtudag að hjólin fóru að
snúast. „Það hringdi fullt af
fólki og sagði okkur frá
myndinni,“ segir Kári.
Hann var kallaður í flýti
heim frá vini sínum og það-
an fór hann ásamt fjölskyld-
unni að leikskólanum
Dvergasteini í vesturbænum
og sótti gaukinn. Ferðalag-
ið hefur því verið langt og
strangt en sennilega hefur
hlýviðrið í sumar bjargað
lífi Pása. „Jú, ég held hann
hafi þekkt mig og verið
glaður að sjá mig,“ segir
Kári og brosir til Pása sem
hefur reyndar verið svolítið
utan við sig síðan hann kom
heim. Kári segir að hann sé
þó að jafna sig og vonar að
hann fari að tala og leika
listir sínar aftur fljótlega.
Lísa og Pási eru ekki
lengur í sama búrinu enda
þykir sannað að sambúðin
gekk ekki upp. Skilnaður
að borði og sæng hefur því
átt sér stað en stundum
kallast þau á á milli her-
bergja.
„Ég ætla sko að passa
sérstaklega vel að glugg-
arnir séu lokaðir núna svo
hann fljúgi ekki aftur út,“
sagði Kári og Kolbeinn og
Bjartur bræður hans tóku
heilshugar undir.
Morgunblaðið/Þorkell
Kári og Kolbeinn voru ánægðir með að hafa endurheimt páfagaukinn.
Pási kominn
heim eftir
langt ferðalag
ER hægt að láta sér þykja vænt um eigið
krabbamein? Anna Pálína Árnadóttir söngkona
hélt erindi um reynslu sjúklings á árlegri ráð-
stefnu norrænu krabbameinssamtakanna á Ak-
ureyri í gær, og óhætt er að segja að við-
staddir – læknar og fólk úr öðrum heilbrigðis-
stéttum af öllum Norðurlöndunum – hafi verið
hrærðir. Áheyrendur stóðu upp og klöppuðu
Önnu Pálínu lof í lófa og dönsk kona sem
stýrði þessum hluta ráðstefnunnar hætti við
umræður um ávarpið að því loknu. Hún þakk-
aði Önnu innilega fyrir frásögnina og sagði
engu við hana að bæta.
Anna Pálína greindist með brjóstakrabba-
mein fyrir fjórum árum. Hún sagði frá þeim
hefðbundnu lækningameðferðum sem hún hefði
gengið í gegnum, svo og óhefðbundnum. Og
Anna sagði frá því hve gríðarlega mikilvægt
skref það hefði verið þegar henni tókst að
kveðja óttann.
Einhverju sinni rakst hún á þá setningu í
bók eftir lækni að sjúklingi bæri að láta sér
þykja vænt um eigið krabbamein. Henni fannst
það fáránlegt, en þegar hún hugsaði málið bet-
ur sagði hún við sjálfa sig að hún elskaði eig-
inmanninn, jafnvel þó að hann færi í taugarnar
á henni endrum og sinnum, hún elskaði börnin
sín, þó svo þau valdi henni einstaka sinnum
vonbrigðum og henni þætti meira að segja
vænt um köttinn sinn, þótt hann hefði pissað í
skóna hennar! Kannski var þetta eitthvað til að
byggja á, sagði Anna Pálína við sjálfa sig. Og
það tókst; krabbinn varð ekki sú hræðilega
skepna sem hún hræddist heldur lítil, gömul
frænka. Krabba frænka …
Morgunblaðið/Kristján
Anna Pálína Árnadóttir og Guðrún Agnarsdóttir,
forstjóri Krabbameinsfélags Íslands, ræðast við á
ráðstefnunni á Hótel KEA í gær.
Þykir vænt
um Kröbbu
frænku
Óhefðbundnar/11
Akureyri. Morgunblaðið.
Vilja kaupa Samherja út úr
Hraðfrystistöð Þórshafnar
HÓPUR hluthafa í Hraðfrystistöð Þórshafn-
ar, HÞ, undir forystu Rafns Jónssonar, út-
gerðarstjóra HÞ, og Hilmars Þórs Hilmars-
sonar, fyrrverandi starfsmanns HÞ, gerði sl.
miðvikudag tilboð í allt hlutafé Samherja í
Hraðfrystistöð Þórshafnar. Tilboðið rann út í
gær kl. 16 án þess að því væri tekið.
Tilboðið var á genginu 4,1 sem er um 75%
hærra verð en síðasta lokaverð á bréfum fé-
lagsins í Kauphöll Íslands. Í peningum hljóð-
aði tilboðið upp á einn milljarð króna.
Ástæða tilboðsins er að hópurinn, sem er
eigandi samanlagt um 25% hlutar í félaginu,
er ekki sáttur við fyrirhuguð 1.360 milljóna
króna kaup félagsins á fullvinnsluskipinu
alltaf deila. Þó sé tiltölulega auðvelt að meta
aflaheimildir en verðmat á skipi eins og Þor-
steini geti hins vegar verið flóknara.
Hluthafafundur hefur verið boðaður í
Hraðfrystistöð Þórshafnar á mánudaginn. Á
dagskrá fundarins eru tvö mál, tillaga um
kaupin á Þorsteini EA og tillaga um hluta-
fjáraukningu í félaginu að upphæð 110 millj-
ónir króna að nafnverði.
Stærsti hluthafi HÞ er Samherji með
49,66% hlut, en þar á eftir koma Sjóvá-Al-
mennar tryggingar hf. með 11%, Kaldbakur
með 5% hlut og Sjöfn með 5% hlut.
Þorsteini EA ásamt aflaheimildum frá Sam-
herja. Bæði telur hópurinn, samkvæmt heim-
ildum Morgunblaðsins, að verðið sé of hátt og
kaupin séu of mikil áhætta fyrir félagið.
Enn fremur telur hópurinn að hætta sé á að
störf flytjist út á sjó og raunverulega sé um
hreina stefnubreytingu að ræða fyrir félagið.
Finnbogi Jónsson, stjórnarformaður bæði
Samherja og HÞ, segir að hlutur Samherja sé
ekki til sölu og tilboðið hafi því ekki verið tek-
ið alvarlega.
Hann segir að tilgangur kaupanna á Þor-
steini sé að styrkja félagið og byggðarlagið.
Varðandi verð á skipi og aflaheimildum
segir Finnbogi að um það megi að sjálfsögðu Ósætti/12
BÍLAEIGN í Reykjavík er mun meiri en bílaeign í
höfuðborgum hinna Norðurlandanna. Í Reykjavík
eru 584 bílar á hverja þúsund íbúa en hlutfallið er
mun lægra í hinum höfuðborgunum fjórum.
Kaupmannahafnarbúar eru ólíklegastir til þess
að eiga bíla en þar eru einungis 213 bílar á hverja
þúsund íbúa sem er rétt rúmlega þriðjungur af
bílaeigninni í Reykjavík.
L'"'
$ F''.%
J
%
8
' '
A
; . %
!
*
+,,,&
(-.
2*/
2*(
22*
102
Flestir bílar
í Reykjavík