Morgunblaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 53
KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2003 53 Arnar Þór Viðarsson, leikmaðurhjá belgíska liðinu Lokeren, er einn af aðeins þremur leikmönnum sem hafa verið í byrjunarliði Íslands í öllum sex leikjunum í þessari Evr- ópukeppni. Hinir eru Árni Gautur Arason og Eiður Smári Guðjohnsen. Arnar Þór sagði við Morgunblaðið að íslenska liðið væri á leið í sannkall- aðan draumaleik gegn Þjóðverjum á Laugardalsvelli í dag. „Þetta er leikurinn sem allir gutt- ar á Íslandi vildu komast í að spila, og í okkar hópi eru tuttugu leikmenn sem allir vilja vera með, en af því getur því miður ekki orðið. Það er draumur að taka þátt í þessu, sam- keppnin um að komast í liðið hefur eflaust aldrei verið meiri, en við bú- um okkur undir þennan leik sem einn hópur og þeir sem hefja leikinn fá fullan stuðning frá hinum. Síðan þurfa allir að gera sitt besta og vilj- inn þarf að vera fyrir hendi. Ef þetta er fyrir hendi, þá er allt hægt. Auð- vitað verður þetta þrælerfiður leikur en ef við verðum þéttir fyrir og gef- um ekki færi á okkur eru möguleik- arnir einhverjir þótt fyrirfram teljist þeir ekki miklir.“ Arnar Þór sagði að það væri skemmtileg tilfinning að vera í efsta sæti fimmta riðils undankeppni Evr- ópukeppninnar. „Já, það er búið að vera gaman að skoða stöðuna síðan 20. ágúst þegar við unnum Færeyinga og komust í efsta sæti riðilsins og væri ekki slæmt að geta haldið henni svona að- eins lengur. Það væri frábært ef okk- ur tækist að koma Íslandi á enn hærra plan í fótboltanum. Þetta verður erfitt og við þurfum á öllum stuðningi áhorfenda að halda sem völ er á. Við glímum við alvörulið í þess- um leik, sem er það skemmtilegasta í fótboltanum. Það eru svona leikir sem eru dýrmætastir, og þá er líka eins gott að við séum tilbúnir í slag- inn þegar flautað verður til leiks og sýnum að við eigum skilið að vera þar sem við erum,“ sagði Arnar Þór Viðarsson. Leikur sem allir vilja spila Þórður sagði við Morgunblaðið ígær að síðasta vika hefði verið fullbókuð hjá sér. „Ég fór í gegnum alla þýsku fjölmiðla- flóruna eins og hún lagði sig og þurfti að svara mörgum spurningum blaða, útvarps- og sjónvarpsstöðva. Þýsku fjölmiðlarnir vildu vita allt um ís- lenska liðið, sérstaklega hvernig það hefði eiginlega getað gerst að við værum í þeirri stöðu sem við blasir í dag, og þessi umfjöllun var mjög já- kvæð í okkar garð í öllum tilvikum.“ Þórður hefur spilað lengi í Þýska- landi, hann lék með Bochum frá 1993 til 1997 og kom aftur til félagsins fyr- ir rúmu ári. Fyrir hann er því leik- urinn gegn Þjóðverjum öðruvísi en aðrir landsleikir. „Það er mjög sérstök tilfinning að eiga að fara að mæta leikmönnum sem ég spila gegn um hverja helgi í Þýskalandi. Þetta er spennandi og skemmtilegt verkefni, og svo bætist við að við erum í fyrsta sæti riðilsins og eigum í fyrsta skipti einhverja möguleika á að ná lengra en áður.“ Hann sagði að íslensku leikmenn- irnir kæmu alls óhræddir til leiks þótt mótherjinn væri ógnvænlegur. „Við förum mjög raunsæir í þennan leik og það eina sem við ætlum að gera á Laugardalsvellinum er að njóta augnabliksins til hins ýtrasta. Við verðum að mæta til leiks með því hugarfari að eftir hann getum við horft í spegil og sagt: Við gerðum allt sem við gátum. Takist það hef ég fulla trú á að við gegnum knúið fram hagstæð úrslit. Það verða allir að leggja sig sérstaklega vel fram og eiga góðan dag, og um leið þurfa Þjóðverjar að hitta á slæman dag. Það er ekki verra ef aðeins blæs á þá á laugardaginn.“ Þórður sagði að þýska liðið væri mjög sterkt og heilsteypt. „Það er með öfluga vörn og gríðarlega reyndan markvörð. Á miðjunni eru hættulegir leikmenn, Ballack, Neu- ville, Schneider og Deisler, sem kemur inn í liðið á ný. Frammi er Klose, mjög öflugur skallamaður, sem þeir reyna að hitta á með háum sendingum og fylgja síðan á eftir þar sem þeir eru með mjög góða skot- menn. Þýskaland er öðruvísi stórþjóð en flestar sem við höfum mætt. Leik- menn liðsins eru margir hverjir ekki vel þekktir hér á Íslandi en eru frá- bærir knattspyrnumenn. En liðs- heildin er miklu sterkari en hjá öðr- um liðum og það er það sem ég ber mesta virðingu fyrir í þeirra fari. Það er verst að þurfa að mæta Þjóðverj- um núna, í lok riðlakeppninnar, það hefði verið betra að eiga við þá í upp- hafi hennar. En við tökum stöðunni eins og hún er. Við erum vel settir og ef við náum jafntefli gegn Þjóðverj- um erum við áfram á toppi riðilsins. Framhaldið ræðst síðan talsvert af því hvernig fer þegar Þjóðverjar og Skotar mætast á miðvikudaginn,“ sagði Þórður Guðjónsson. Morgunblaðið/Árni Sæberg Mikið mun mæða á Eiði Smára Guðjohnsen, fyrirliða íslenska landsliðsins, í leiknum í dag. Þjóðverjar ætla sér að hafa sérstakar gætur á honum og jafnvel setja á hann „yfirfrakka“, þ.e. að einn varnarmaður Þjóðverja elti hann um allan völl. Bræðurnir Kristján Örn Sigurðsson t.v. og Lárus Orri Sigurðsson eru í fyrsta sinn saman í íslenska landsliðshópnum. Kristján var valinn nú í fyrsta sinn en Lárus hefur átt sæti í liðinu í nokkur ár. „Við ætlum að njóta augnabliksins“ ÞÓRÐUR Guðjónsson hefur haft í nógu að snúast undanfarna daga, ekki síst áður en hann kom til Íslands til að búa sig undir landsleik- inn við Þjóðverja. Hann er eini leikmaður íslenska liðsins sem spilar í þýsku 1. deildinni og að vonum hefur athygli þýskra fjölmiðla beinst að honum í stórum stíl. Eftir Víði Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.