Morgunblaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2003 59 Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 www.regnboginn.is Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10 með íslensku tali. Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. B.i. 14. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16 ára. Frá leikstjóra Trainspotting kemur hið magn- aða meistaraverk 28 Days Later. Missið ekki af þessum frábæra framtíðartrylli. SV MBL  HK DV  Kvikmyndir.com Einn sá allra besti hryllingur sem sést hefur í bíó síðustu misserin." Þ.Þ. FBL. Ein besta mynd ársins Fjölskyldumynd ársins! FRUMSÝNING MEÐ ÍSLENSKU TALI Barnapössun hefur aldrei verið svona fyndin! Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Miðaverð 500 kr. Sýnd kl. 2 og 4. Ísl. tal. Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. www.laugarasbio.is Ef þú gætir verið Guð í eina viku, hvað myndir þú gera? MEÐ ÍSLENSKU TALI Sýnd kl. 8 og 10.15. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 10 ára J I M C A R R E Y Sýnd kl. 2 og 4. Með íslensku tali. Fyndnasta mynd sumarsins frá leikstjóra Liar Liar og Ace Ventura KVIKMYNDIR.IS FRUMSÝNING Fullkomið rán. Svik. Uppgjör. Skemmtilegasta spennumynd ársins er komin.. Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.15. Sýnd kl. 2, 4 og 6. Með íslensku tali. Fjölskyldumynd ársins! FRUMSÝNING MEÐ ÍSLENSKU TALI Barnapössun hefur aldrei verið svona fyndin! Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. ÍÞRÓTTAÁLFURINN er flestum kunnur en hann er einn íbúa Lata- bæjar en bærinn komst einmitt í fréttirnar í vikunni. Búið er að skrifa undir samning milli Latabæjar og Nickelodeon um framleiðslu og sýningu á heilum fjörutíu sjónvarps- þáttum um Latabæ í Bandaríkjun- um. Alls munu hundrað manns starfa við framleiðslu þáttanna hér á landi og munu sýningar þeirra ná inn á tæplega níutíu milljón heimili í Bandaríkjunum. Af þessu tilefni datt Morgunblaðinu í hug að spyrja Íþróttaálfinn nokkurra vel valinna spurninga og var hann meira en til í það. Hvað ertu með í vösunum? Tvö epli, sextán gulrætur, eina mel- ónu og sex vatnsglös. Uppvaskið eða skræla kartöflur? Að vaska upp og skræla kartöflur í einu, standandi á höndum. Ef þú værir ekki íþróttaálfur, hvað myndirðu þá helst vilja vera? Ég vildi vera íslenska landsliðið í fótbolta. Hefurðu tárast í bíói? Bíóið í Latabæ er búið að vera bilað frá því að það var opnað. Hver er fyrsta líkamsræktaræfing- in sem þú lærðir að gera? Mér hefur verið sagt að ég hafi byrj- að að gera handalyftur strax í vögg- unni og það á annarri hendi. Hvaða óhollusta fer mest í taug- arnar á þér? Súkkulaðitannkremið hans Sigga sæta fer pínulítið í taugarnar á mér. Hver er þinn helsti veikleiki? Langar stundum smá í nammi en má það ekki af því að ég er ofur- hetja. Finndu fjögur orð sem lýsa per- sónuleika þínum vel. Virkja orku komandi kynslóða. Nammi eða epli? Langar stundum smá í nammi en má það ekki af því að ég er ofur- hetja. Hver var síðasta bók sem þú last tvisvar? Orkubókin. Hvaða lag kemur þér í splitt? „Bing bang“ með Sollu stirðu. Hvað fékkstu þér síðast í hádeg- ismat? Ég fékk mér brokkolísteik með spínatstrimlum og rósakálragúi á gulrótarbeði, skreytt með tómat- rósum. Hvert er þitt mesta prakkara- strik? Ég setti alvöru tannkrem í súkku- laðitannkremstúpuna hans Sigga sæta, það var nú eiginlega góð- verk. Hver er furðulegasti matur sem þú hefur borðað? Það er banelsína, nýtt afbrigði af ávexti sem Maggi mjói er að þróa. Banelsína og súkkulaðitannkrem SOS SPURT & SVARAÐ Íþróttaálfurinn HLJÓMSVEITIN Sigur Rós hefur verið tilnefnd til bandarísku tónlist- arverðlaunanna Shortlist. Tilnefning- arnar voru tilkynntar í vikulok og er Sigur Rós ekki í amalegum hópi. Aðr- ir tilnefndir eru Yeah Yeah Yeahs, Interpol, Floetry, Cody Chestnutt, Bright Eyes, Black Keys, Damien Rice, Cat Power og The Streets. Sérstök nefnd velur síðan verð- launahafann en nefndina skipa m.a. Mos Def, Erykah Badu, Tori Amos, Dave Matthews, Perry Farrell, The Neptunes og leikstjórinn Spike Jonze. Verðlaunin eru virt í tónlistarheim- inum og eru tileinkuð þeim tónlistar- mönnum sem feta utan meðalveganna og hafa selt færri en 500.000 eintök af síðustu plötu sinni. Sigur Rós hefur áður verið tilnefnd til verðlaunanna árið 2001 og hreppti þau í það skiptið. Aðrir sem hlotið hafa þennan heiður er hljómsveitin N.E.R.D., afsprengi The Neptunes, en verðlaunin verða veitt í þriðja sinn í haust. Hinn 5. október verða haldnir Shortlist-tónleikar í Wiltern-leikhús- inu í Los Angeles, sem teknir verða upp og sýndir á sjónvarpsstöðinni MTV2 í Bandaríkjunum. Á meðal þeirra sem koma fram eru Bright Eyes og Damien Rice. Tilkynnt verð- ur hver hlýtur verðlaunin í lok tón- leikanna og hlýtur verðlaunahafinn 5.000 bandaríkjadali, eða rúmlega 400.000 krónur í boði Sirius Satellite Radio. Bandarísku Shortlist-tónlistarverðlaunin Sigur Rós tilnefnd Morgunblaðið/Árni Torfason Hljómsveitin Sigur Rós á sviði á tónleikum í Háskólabíói í desember. www.shortlistofmusic.com SÁLIN hans Jóns míns held- ur lokadansleik sumartúrsins á Broadway í Reykjavík í kvöld. Eins og orðrétt stendur á innihaldsríkri heimasíðu Sál- arinnar: „Sál- inni til fulltingis verða lands- liðsblásararnir úthaldsgóðu úr Jagúar, þeir Sam- úel „Leder-lip“ og hinn harð- mynnti Mýr-Kjartan, en þeir munu þeyta herlúðra sína fram á rauða nátt, og helst halda vöku fyrir árrisulum Þjóðverjum í Dansiball Sálarinnar á Broadway er í kvöld. www.salinhansjonsmins.is www.salin.is gjörvöllum Ármúlanum.“ Þess má að auki geta að nú í tilefni þess að Sálin fagnar í ár 15 ára afmæli sínu þá hafa dugmiklir aðdáendur sveitarinnar stofnað aðdáenda- klúbb henni til heiðurs. Klúbbnum hefur verið gefið hið viðeigandi nafn Gullna hliðið og hefur opnað heimasíðu sem er www.salin.is. Þar má finna frekari upplýsingar um starfsemi klúbbsins, skrá sig í hann auk þess sem þar eru frekari fregnir af sveitinni og annað henni tengt. Sálin á Breiðvangi Stefán Hilmarsson leggur sér hljóð- nema til munns á Breiðvangi í kvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.