Morgunblaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Leiðir til sparnaðar eru óendan- legar, því kostirnir eru margir og að auki er hægt að blanda kostum sam- an og þannig getur hver og einn farið þá leið sem honum hugnast best. Meðfylgjandi er tafla sem sýnir þá möguleika sem bankarnir bjóða og þá ávöxtun sem hver leið hefur skil- að. Um er að ræða nafnávöxtun reiknaða miðað við markaðsvirði eignanna. Ávöxtunin er á ársgrunni fyrir lengri tímabilin, en fyrir fyrstu sex mánuði þessa árs er sýnd sú ávöxtun sem náðist á því tímabili. Rétt er að benda á að ávöxtun for- tíðar gefur ekki fyrirheit um ávöxtun í framtíð, en er engu að síður eitt af því sem sparendur ættu að fylgjast með. Margs er að gæta þegar ávöxtun lífeyrissjóða er borin saman. Eðli sjóðanna er til að mynda ólíkt, þar sem sumir taka bæði við frjálsum viðbótarsparnaði og lögbundnum ið- gjöldum. Þeir sjóðir heyra undir strangari reglur en hinir, meðal ann- ars um fjárfestingarstefnu. Fjárfestingarstefna og ávöxtun Fjárfestingarstefna er eitt af því sem skiptir máli við val á sjóði fyrir viðbótarlífeyri og ólík stefna hentar ólíkum einstaklingum. Almennt er litið svo á að eftir því sem fólk eldist ætti það að hafa hærra hlutfall sparnaðarins í innlendum skuldabréf- um, því þannig séu sveiflur í ávöxtun, með öðrum orðum áhætta, minnst. Framan af æv- inni er hins vegar álitið að fólk ætti að hafa tiltölulega hátt hlutfall í hlutabréfum, bæði innlend- um og erlendum, því þau gefi að jafn- aði hærri ávöxtun, þótt ávöxtun þeirra sveiflist meira en ávöxtun skuldabréfanna. Bankarnir hafa brugðist við þessu með því að bjóða upp á fleiri en eina leið í sjóðunum. Eins og sjá má í töflunni eru þessar leiðir oft númeraðar frá einum upp í þrjá til fimm og oftast þýðir lægri tala hærri áhættu og er því hugsuð fyrir yngri sparendur, en því hærri sem talan er, þeim mun betur ætti hún að henta þeim sem eldri eru. Þessu er þó öfugt farið hjá Séreign- arlífeyrissjóði Kaupþings Búnaðar- banka, þar er hlutfall skuldabréfa hæst í leið eitt en lægst í leið þrjú. Lífeyrissjóðirnir fylgja fjárfest- ingarstefnu sinni misjafnlega ná- kvæmlega og í einhverjum tilvikum taka þeir sér líka tíma til að laga sig að breytingum á stefnunni og þá get- ur tímabundið komið upp nokkur skekkja. Skekkjan er yfirleitt í þá átt að sjóðirnir eigi meira af innlendum skuldabréfum en stefnan segir til um og munar þar oft 10%–20%. Sam- kvæmt þessu eru sjóðirnir oft með minni áhættu en gefið er upp sam- kvæmt stefnu þeirra. Eins og sjá má í töflunni hefur ávöxtunin verið afar misjöfn. Þar munar mest um að fjárfestingarleiðir eru afar ólíkar, en minni munur er á ávöxtun svipaðra leiða, eða svipaðrar fjárfestingarstefnu. Þannig er til að mynda greinilegt að þeir, sem hafa sparað með því að leggja inn í sjóði sem að stærstum hluta eða öllu leyti innihalda erlend hlutabréf, hafa fengið lökustu ávöxtunina á síðustu misserum. Þetta stafar bæði af lækk- un erlendu hlutabréfanna og hækkun á gengi íslensku krónunnar. Áhættu- minni sparnaður hefur komið betur út og þegar litið er til þriggja ára hef- ur komið best út að hafa sparnaðinn í innlendum skuldabréfum eða lífeyr- isreikningum. Þá er athyglisvert að þegar fimm ára ávöxtun er skoðuð minnkar munurinn á ólíkum leiðum mikið. Þetta er í samræmi við það að ólíkar leiðir eigi að jafna sig nokkuð út til lengri tíma litið, þó fimm ár séu ekki mjög langur tími þegar lífeyr- issparnaður er annars vegar. Ólíkar uppgjörsaðferðir valda misræmi í uppgefinni ávöxtun Eitt af því sem gerir samanburð ávöxtunar milli sjóða afar erfiðan er að skuldabréfaeign sjóðanna er ekki öll gerð upp með sama hætti. Lífeyr- issjóðir verða að gera skuldabréf upp á kaupkröfu, það er að segja miðað við verðið á þeirri ávöxtunarkröfu sem bréfin voru keypt á. Þetta veldur því að myndast getur óinnleystur gengishagnaður eða óinnleyst geng- istap, eftir því hvort ávöxtunarkraf- an á markaðnum lækkar eða hækk- ar. Hjá flestum sjóðanna skiptir þetta þó ekki máli því þeir kaupa skuldabréf í gegnum skuldabréfa- sjóði sem gera upp á markaðskröfu, þ.e. þeirri ávöxtunarkröfu og þar með því verði sem gildir á markaðn- um á þeim tíma sem gert er upp. Uppgjör þessara sjóða eru þar með á markaðsverði og samanburður þeirra raunhæfur að því leyti. Einn þeirra lífeyrissjóða sem hér er til umfjöllunar, Frjálsi lífeyris- sjóðurinn, kaupir hins vegar mikið af skuldabréfum sínum beint og hefur þess vegna verið gerður upp á kaup- kröfu. Eins og sjá má í skýringum í meðfylgjandi töflu hefur þessi upp- gjörsaðferð á síð- ustu misserum gefið lægri ávöxt- un en uppgjör samkvæmt mark- aðskröfu, þ.e. upp- gjör á markaðsverði. Þeir sem hafa fengið greitt úr sjóðnum að undan- förnu hafa því staðið frammi fyrir lægri ávöxtun á síðustu misserum en þeirri markaðsávöxtun sem birtist í töflunni, því þeir hafa fengið greitt út samkvæmt uppgjöri miðað við kaup- kröfu. Neðanmáls í töflunni má sjá ávöxtunartölur miðað við kaupkröfu. Þetta misræmi veldur því þó að myndast hefur óinnleystur gengis- hagnaður í sjóðnum, sem sjóðsfélag- ar munu njóta góðs af síðar, að minnsta kosti þeir sem ekki hafa tek- ið út miðað við kaupkröfu að undan- förnu. Samkvæmt upplýsingum frá fram- kvæmdastjóra Frjálsa lífeyrissjóðs- ins hefur stjórn sjóðsins óskað eftir því við Fjármálaeftirlitið að fá að gera sjóðinn upp á markaðsverði og segir hann þeirri aðferð verða beitt frá og með næsta milliuppgjöri og þar með muni sjóðsfélagar bæði greiða inn og fá greitt út samkvæmt markaðskröfu. Mismikill kostnaður Ýmis kostnaður fylgir viðbótarlíf- eyrissparnaðinum. Greitt er fyrir umsjón með sjóðunum og í sumum tilvikum er gengismunur, þ.e. gengi sjóðanna er misjafnt eftir því hvort lagt er inn eða tekið út. Þá leggst yf- irleitt 1% kostnaður á ef inneign er flutt til annars vörsluaðila. Umsýslukostnaður Almenna líf- eyrissjóðsins er 0,2%, sem er lægsti almenni kostnaður sambærilegra sjóða. Umsýslukostnaður Íslenska lífeyrissjóðsins er 0,62%, hann er 0,7% hjá Vista, 0,5% hjá Frjálsa sér- eignarsjóðnum, 0,4% hjá Séreignar- lífeyrissjóðnum og 0,4% hjá Frjálsa lífeyrissjóðnum. Fyrir efstu leið hjá Frjálsa lífeyrissjóðnum, Frjálsa sér- eignarsjóðnum og Vista er umsýslu- kostnaður þó enginn. Umsýslukostnaður er almennt hærri á öðrum leiðum, auk þess sem gengismunur bætist við og stundum söluþóknun. Enginn umsýslukostn- aður eða gengismunur er þó við líf- eyrisreikninga eða lífeyrisbækur. Ólíkir kostir og ólík ávöxtun lífeyris                                                                   !"# $%&'                !                   "        !" !" !" ()*# +),# ()-# .),# /),# 0,)(# .)*# .)+# ()-# *)+# -)*# *)-# ()1#     !"  #  $%  &   ' () * $% & "' ' () * $% +&"  $%  ,&- . ) /$0.   !"  ' 1   !"# $%&'    !                    $               %&   !" )%' -  "  % 2( 234 56%. )    7' 61. )  8 ) * % 0/           9   *)2# ()(# -)+# /)2# 2)2# .)2# (),# +)*# +)*# -)1# .)*# .)*# *)*# +).# -)1# .)*# .).# 01),# 0.)-# 1)0# .)(# .)*# .)2# .).# 2)/#   !            1)1# *)(# -)*# -).# 0().# -)(# +)0# ()/# 2)(# -)1# -)0# -)0# ,).# 2)*# -)1# *)+# 2)+# 3,)2# ,)-# 1)-# +)*# .)2# ()(# -)2# +)/# +)1# *)0# ()2# ()-# +)0# /)*# /)2# -)-# /)/# +)1# 00)+# 00)+# ,)-# 31)-# 30()0# 00)0# 30()2# 00)0# 30().# 31-)/# 30)2# 30()0# 0,)/# 0,)(# 00)*# 00)*# 0()(# 1+)0# 30*).# -)2# 30,)1# 0)1# *)1# 01)(# -)(# 30,)1# ,).# ()*# 01)*# -)(# -)1# 0()(# 21)0# 30(),# 30+)(# +)*# 301)(# -)1# -)+# :7     .* )    '   6% ' () *    " %   *   ;;' ;'  : (  7 17     7  %   ' ;;    %   '7 ' ;'     ( <+<  =+1#1  =+1 #   <  =1+#1   =>1># .        ? '@   "           *   % .*  $*   % A ;6  VIÐBÓTARLÍFEYRIR er nýlegt sparnaðarform sem hefur vaxið hratt. Fjöldi þeirra sem leggur til hliðar með viðbótarlífeyrissparnaði hjá bönkunum hefur vaxið um fimmtung milli ára og um mitt þetta ár var rúmur þriðjungur þjóðarinnar í þessum hópi, eða rúmlega 110.000 manns. Sjóðirnir hafa stækkað enn meira eða samtals um rúman fjórðung og um mitt ár voru í þeim tæpir 60 milljarðar króna. ’ Fjárfestingar-stefnan ræður mestu um ávöxtunina. ‘ SKÝRSLA Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um fjármálastöðugleika hér á landi er komin út og í henni fjallar sjóðurinn meðal annars um stöðu lífeyrissjóðanna. Þar kemur fram að lífeyrissjóðir hér á landi muni, líkt og lífeyrissjóðir margra landa, hafa skilað neikvæðri ávöxtun á síðasta ári. Þetta leiði til þess að nokkrir sjóðir standist ekki lágmarksreglur um jafnvægi milli eigna og skuldbindinga. Þar sem enginn lágmarkslífeyrir sé í hættu, hafi þessi nið- urstaða lífeyrissjóðanna þó engin bein áhrif á fjármálalegan stöðugleika landsins, en leiði til þess að sumir sjóðir þurfi að breyta samþykktum sínum og endurskoða greiddan lífeyri. Skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Neikvæð ávöxtun lífeyrissjóða UNDIRRÉTTUR í Hørsholm í Danmörku hefur dæmt danska lyfja- fyrirtækinu Lundbeck í vil í máli sem fyrirtækið höfðaði til að freista þess að koma í veg fyrir að dóttur- fyrirtæki Pharmaco gæti dreift sam- heitalyfi þunglyndislyfsins Cipramil þar í landi. Á vefmiðli Jyllands- Posten í gær segir að Dansk Læge- middelforsyning, DLF, dótturfyrir- tæki Pharmaco, geti ekki lengur dreift samheitalyfi Cipramil í Dan- mörku. Í tilkynningu frá Pharmaco vegna málsins segir að úrskurðinum hafi nú þegar verið áfrýjað og verði málið tekið aftur fyrir á næstu vikum. Óveruleg áhrif á afkomu Pharmaco „Úrskurðurinn mun hafa óveruleg áhrif á afkomu Pharmaco og mun fé- lagið áfram selja Citalopram til ann- arra viðskiptavina í Danmörku. Þess má geta að nýlega féll dómur í máli Lundbecks gegn Ratiopharm, við- skiptavini Pharmaco, Ratiopharm í vil og féll sá dómur í Lyngby þar sem DLF hefur aðsetur. Lyf Ratiopharm er einnig framleitt af Pharmaco og nákvæmlega sama lyfið og DLF hef- ur verið að selja.“ Ennfremur segir í tilkynningunni að Lundbeck hafi lengi barist gegn fyrirtækjum með umdeildum aðferð- um til að koma í veg fyrir sam- keppni. „Dæmi um þetta er kaup- tilboð sem barst frá Lundbeck um að kaupa Matrix, hráefnabirgi Pharma- co, í þeim tilgangi að binda enda á framleiðsluna auk þess sem grunur leikur á að félagið hafi ráðið til sín aðila í þeim tilgangi að komast yfir innanhússskjöl hjá samstarfsaðila Pharmaco. Niðurstaða dómsins kom lög- mönnum Pharmaco á óvart, enda hefur Lundbeck áður viðurkennt að unnt sé að framleiða virka efnið í Citalopram án þess að það brjóti einkaleyfi þeirra.“ Brot á lögbanni á UNP DLF er systurfélag United Nord- ic Pharma, UNP. Í marsmánuði síð- astliðnum samþykkti undirréttur í Hørsholm kröfu Lundbeck um lög- bann sem kom í veg fyrir að UNP gæti dreift lyfinu Citaham í Dan- mörku, en það er samheitalyf Cipramil. Í júnímánuði hóf DLF hins vegar dreifingu á Citaham. Þá sagði Hans Henrik Munch-Jensen, for- stjóri Lundbeck, í Jyllands-Posten, að fyrirtækið liti svo á að dreifing DLF á Citaham væri brot á lögbann- inu á dreifingu UNP á lyfinu frá því í marsmánuði. Í gær hafði Jyllands-Posten eftir Munch-Jensen að fyrirtækið hefði ávallt trúað því að ekki væri hægt að komast hjá lögbanni við dreifingu á Citaham með því að færa dreif- inguna yfir til annars fyrirtækis, þ.e. frá UNP til DLF. Lundbeck gleðjist því yfir úrskurði undirréttarins. Cipramil hefur verið mikilvægasta lyf Lundbeck undanfarin ár. Fyrr í þessari viku greindi Jyllands-Posten frá því að tekjur Lundbeck af sölu lyfsins á síðasta ári hefð numið um 7,6 milljörðum danskra króna, jafn- virði um 90 milljarða íslenskra króna. Lyf frá Pharmaco bannað í Danmörku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.