Morgunblaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 20
ERLENT 20 LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ PANDULENI Shingenge afhenti í vikunni forseta Íslands trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Namibíu með aðsetur í Stokkhólmi. Auk fundarins með forseta lýðveldisins átti hún við- ræður við rektor Háskóla Íslands, fulltrúa íslenzks viðskipta- og at- vinnulífs og Geir H. Haarde fjár- málaráðherra. Í samtali við Morgunblaðið bendir sendiherrann á að löndin eigi ým- islegt sameiginlegt, þar sem þau eru bæði dreifbýl, tiltölulega fámenn strandríki við Atlantshafið. Namibía er um átta sinnum stærra en Ísland að flatarmáli og íbúar landsins eru um 1,9 milljónir; tölfræðilega telst Namibía því álíka dreifbýlt og Ísland (um 2,1 íbúi á ferkílómetra). Fyrst og fremst eru það fiskveiðar sem tengja þjóðirnar tvær, Namib- íumenn og Íslendinga, en þær hafa átt náið samstarf á þessu sviði um árabil. Íslenzkir aðilar hafa lagt þar mikið af mörkum við að byggja upp verkkunnáttu og tækni við fisk- veiðar og vinnslu sjávarafurða. Íslendingar hafa einnig komið að öðrum þróunaraðstoðarverkefnum í Namibíu, sem sendiherrann segir að hafi reynzt vel og kann Íslendingum þakkir fyrir. Hún segist þó harma að dregið hafi úr þróunaraðstoð frá Norðurlöndunum í Namibíu. Fók- usinn hafi færzt frá eiginlegum þró- unaraðstoðarverkefnum yfir á milli- ríkjaviðskipti. Þau séu þó enn sem komið er að miklu leyti einstefnu- gata, þar sem erlendir aðilar fjár- festi í framleiðslufyrirtækjum og námuvinnslu í Namibíu. Undir þessa þróun ýtir svonefnd EPZ-áætlun Namibíustjórnar, sem síðan árið 1996 veitir erlendum fjárfestum, sem festa fé í útflutningsaukandi at- vinnustarfsemi í landinu, mikil skattfríðindi. Shingenge vekur athygli á því að höfnin í Walvis Bay geti annað meiri gámaumferð en stærstu hafnir Suð- ur-Afríku, og vegakerfi og aðrir inn- viðir Namibíu séu mjög góðir, sem geri landið mjög aðlaðandi fyrir þá sem hafa áhuga á að stunda vöru- viðskipti í sunnanverðri Afríku. Shingenge minnir á, að pólitískur stöðugleiki og öryggi ríki í landinu, þótt vandamálin séu vissulega marg- vísleg, svo sem fátækt og glíman við útbreiðslu HIV-veirunnar. Bjór frá eyðimerkurlandi Sendiherrann bendir á, að Namibía hafi ýmsar aðrar góðar út- flutningsvörur upp á að bjóða en gull og gimsteina og nefnir þar sérstak- lega bjór frá Windhouk, sem fram- leiddur er eftir þýzkri hefð. Hann sé nú fáanlegur í nokkrum Evrópu- löndum og hugsanlega brátt á Ís- landi líka. Bezt sé þó að njóta namibískra veiga í Namibíu; landið hafi mikið upp á að bjóða fyrir ferðamenn – stórfenglegt og fjölbreytilegt lands- lag, náttúru og dýralíf. Ferðaþjón- ustuaðilar í Namibíu bjóði Norður- landabúum upp á sérsniðnar pakkaferðir, allt eftir áhuga hvers og eins, þar sem áherzla er t.a.m. lögð á skotveiði eða safaríferðir. Og þótt Namibía sé þekkt fyrir stórar eyðimerkur og eitt þurrasta loftslag heims, þá sé meira að segja heita- vatnslindir að finna syðst í landinu, náttúrulega „heita potta“. Segir sendiherrann það fagnaðar- efni að íslenzkt flugfélag bjóði nú í haust og vetur upp á ferðir til Nam- ibíu og vonar hún að framhald verði í slíku. Hún segist einnig binda vonir við efld samskipti á sviði menntunar og rannsókna, svo sem námsmanna- skipti. Ýmsar leiðir til nánari tengsla við Namibíu  4 567 4 8 9:;        < :9 =;    @ ? -1. 1/1 9 0 /1+ ,,,B7   ,,C 0'' DE1#1." +# F )(   +1# 5 >:@ : :  ?3   F  1? 1 '  1' 1 '  ?$  &5 "' .  6@G' @( $  &5 "' ".  (   F %  )F % . 6   .  & (  " 16    6  7 " $  &5 "'   >++.%.  " '!@ ' $  &5 "' 1$H5IJ1  7 )   '7 .  : 6%''    >DD  & " ' % (*   %  (  1  (    )". F   7   >>,F  ($   6%   5: ? #A B 4;B :B E, ,,,")? C 9:A 9B " >>,C Morgunblaðið/Þorkell Panduleni Shingenge, sendiherra Namibíu á Íslandi, með aðsetur í Svíþjóð. Panduleni Shingenge, sendiherra Namibíu á Íslandi, segir ýmsar leiðir opnar til þróunar nánari samskipta landanna. Auðunn Arnórsson hitti hana að máli. SÆNSKA dagblaðið Express- en skýrði frá því í gær, að rúss- neska lögreglan hefði handtek- ið sænskan mann, sem reynt hefði að smygla 90 kílóum af geislavirkum efnum frá Rúss- landi til Finnlands. Hafði blaðið fréttina eftir Pentti Saira, yfir- manni lögreglunnar í finnska landamærabænum Salla. Rúss- ar sjálfir hafa lítið sagt um mál- ið en þegar svona mál hafa komið upp áður í Rússlandi, hefur verið um að ræða geisla- virk efni, sem stolið hefur verið í kjarnorkuverum eða á rann- sóknastofnunum. Aldrei fyrr hafa farið fréttir af jafnmiklu magni og nú en óttast er, að hryðjuverkamenn sækist eftir geislavirkum efnum í því skyni að búa til svokallaða „skítuga sprengju“. Þá er venjulegt sprengiefni notað til að dreifa geislavirkum efnum yfir ákveð- ið svæði. Rau ætlar að hætta JOHANNES Rau, forseti Þýskalands, hefur lýst yfir, að hann muni ekki gefa kost á sér aftur en kjör- tímabili hans lýkur á næsta vori. Eru þeg- ar komnar af stað vanga- veltur um eft- irmann hans en segja má, að enn þyki enginn líklegri en annar. Ed- mund Stoiber, forsætisráð- herra Bæjaralands, og Angela Merkel, leiðtogi kristilegra demókrata, hafa verið nefnd en ljóst er, að bæði hafa þau meiri áhuga á að leysa Gerhard Schröder af hólmi sem kansl- ara. Sprengja í Vasa EINN maður lét lífið er sprengja sprakk sem hann var með í kjöltu sér í bíl við fjölsótt- an útimarkað í vestur-finnska bænum Vasa í gær, að því er lögregla greindi frá. Tveir veg- farendur særðust lítillega en engin frekari meiðsl urðu á fólki við sprenginguna og er lögreglan engu nær um það hvað hafi vakað fyrir sprengju- manninum. Engin al- Qaeda-tengsl JORGE Dezcaller, yfirmaður spænsku leyniþjónustunnar, sagði á fundi einnar nefndar spænska þingsins í fyrradag, að hann teldi, að engin tengsl hefðu verið milli Saddam Husseins, fyrrverandi forseta Íraks, og hryðjuverkasamtakanna al- Qaeda. Jose Maria Aznar, for- sætisráðherra Spánar og mikill stuðningsmaður innrásarinnar í Írak, hélt hins vegar því gagn- stæða fram nokkrum sinnum og einkanlega í þingræðu 5. febrúar sl. STUTT Fundu geisla- virk efni Johannes Rau Jose Maria Aznar ÁTTA af níu stjórnmálamönnum sem nú keppa að því að verða for- setaefni demókrata í Bandaríkjun- um í kosningunum næsta ár, sátu fyrir svörum á fundi í Nýju Mexíkó á fimmtudag. Sá níundi, Al Sharpton, komst ekki á fundinn vegna óveðurs í New York. Fréttaskýrendur segja að ræðumenn hafi einbeitt sér að því að ráðast á stjórn repúblikana en yf- irleitt forðast að ráðast hver á ann- an. Er ekki talið að frammistaðan hafi breytt miklu um fylgi þeirra. Á fréttavef BBC var haft eftir Howard Dean, sem er efstur þeirra í skoðanakönnunum sem stendur, að það sýndi veika stöðu stjórnar George W. Bush Bandaríkjaforseta að hann þyrfti nú að leita stuðnings þeirra sem hann hefði niðurlægt með því að hunsa andstöðu þeirra við hernaðinn í Írak. Hann ráði ekki lengur við það ástandið. Bandaríkja- stjórn lagði í vikunni fram tillögur um að Sameinuðu þjóðirnar heim- iluðu alþjóðlega friðargæslu í Írak til að létta álagið á bandamönnum. Flestir studdu stríðið en gagnrýna stefnu Bush Dean, sem er fyrrverandi ríkis- stjóri í Vermont, hefur frá upphafi verið andvígur stríðinu í Írak. Aðrir helstu frambjóðendur studdu hins vegar flestir eindregið stríðið en gagnrýna nú Bush hart fyrir að hafa ekki undirbúið nógu vel eftirleikinn í Írak. Einnig hafi hann ekki lagt sig nógu mikið fram við að fá aðrar stór- þjóðir til að senda her á vettvang í umboði SÞ. Carol Mosely Braun, eina konan sem sækist eftir tilnefningu, tók í sama streng og gagnrýndi Bush fyr- ir að láta leitina að hryðjuverkaleið- toganum Osama bin Laden sitja á hakanum vegna stríðsins. „Við höfum ekki verið að leita að honum vegna þess að við lentum á villigötum,“ sagði hún og vísaði þar með til Íraks. Öldungadeildarþingmaðurinn Joe Lieberman frá Connecticut, sem var harður stuðningsmaður hernaðarins í Írak, lagði hins vegar áherslu á að hann styddi það að Bandaríkjaher sendi liðsauka til Íraks. Lieberman var varaforsetaefni Als Gore árið 2000. Hann þykir vera hægrisinn- aður í efnahagsmálum, er herskár miðað við aðra demókrata og styður ákaft Ísrael. Lieberman gagnrýndi efnahagsmálastefnu Deans. Sagði hann Dean vilja koma á breytingum sem myndu kosta þúsundir manna starfið og grafa undan alþjóðlegum viðskiptasamningum. „Ef svo færi held ég að á eftir samdráttarskeiði Bush kæmi kreppa Deans,“ sagði Lieberman. Níumenningunum hefur fram til þessa gengið illa að koma sér á framfæri hjá kjósendum. Sam- kvæmt nýrri könnun geta tveir af hverjum þremur kjósendum ekki nefnt með nafni einn einasta hugs- anlegan frambjóðanda demókrata til forsetaembættisins. Rjóður af ákefð John Kerry, öldungadeildarþing- maður frá Massachusetts, sagði Bush reyna að leyna því með dig- urbarkalegu tali hve ástandið í Írak væri slæmt. Fulltrúadeildarþing- maðurinn Dick Gephardt hefur verið sakaður um að vera loðinn í tali og lítt áhugaverður, þrátt fyrir mikla stjórnmálareynslu og virtist hann reyna ákaft að reka af sér slyðruorð- ið. Hann réðst harkalega á Bush og var rjóður í andliti af ákefð. „Forset- anum hefur mistekist gersamlega á sviði utanríkismála og efnahagsmála og annar maður verður að taka við,“ sagði Gephardt. Demókratar gagnrýna Íraksstefnu Bush Howard Dean segir forsetann nú þurfa að fara bónarveg að þeim sem hann hafi áður niðurlægt Albuquerque. AP, AFP. Reuters Joe Lieberman (t.v.) og Howard Dean á fundi níu bandarískra stjórnmála- manna sem keppa að því að verða forsetaefni demókrata.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.