Morgunblaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 45
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2003 45 Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði Glæsibæ mánud. 1. sept. 2003. Spilað var á 9 borðum. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S: Albert Þorsteinsson – Bragi Björnsson 285 Sæmundur Björnsson – Olíver Kristóf. 256 Eysteinn Einarsson – Kristján Ólafss. 251 Árangur A-V: Magnús Oddss. – Magnús Halldórss. 267 Oddur Jónsson – Katarinus Jónsson 236 Halldór Magnúss. – Sigurður Karlss. 224 Tvímenningskeppni spiluð 4. sept. Spilað var á 9 borðum. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S: Júlíus Guðmundsson – Rafn Kristjánss. 269 Magnús Oddsson – Magnús Halldórss. 239 Björn E. Péturss. – Hannes Ingibergss. 235 Árangur A-V: Eysteinn Einarsson – Kristján Ólafss. 249 Albert Þorsteinsson – Bragi Björnsson 244 Oddur Jónsson – Katarinus Jónsson 237 Bridsfélag Suðurnesja hefur vetrarstarfið Vetrarstarf félagsins hefst nk. mánudagskvöld. Starfsemin verður með svipuðu sniði og undanfarin ár og byrjar með eins kvölds upphit- unartvímenningi. Fyrsta verðlauna- mótið hefst svo annan mánudag. Dagskráin fram að áramótum verður annars þessi: 15.–29. sept. Þriggja kvölda tvímenningur. 6.–27. október. Sveitarokk. 3.–24. nóvember. Barometer tvímenningur. 1.–15. desember. Hraðsveitakeppni. 22. desember. Jólatvímenningur Spilað er í húsi félagsins í Mána- grund og hefst spilamennskan kl. 19.30. og verður nú tekið á því sem aldrei fyrr. Dagskrá Bridsfélags Reykjavíkur í haust Spilamennska BR byrjar þriðju- daginn 16. september. Haustdag- skráin er hefðbundin og tekur mið af síðustu tveimur árum. Spilað verður í húsnæði BSÍ, Síðumúla 37. Spila- mennska byrjar kl. 19:30. Tekið er við skráningu í tölvupósti allt að klukkutíma fyrir spilamennsku á tölvupóstfangið keppnisstjori- @bridgefelag.is. 16., 23. og 30. sept. Þriggja kvölda hausttvímenning- ur. Hefð er komin fyrir því að byrja spilaárið á þessari keppni. Spila- form er Monrad-barómeter og fjöldi spila í umferð fer eftir þátttöku. 7., 14. og 21. okt. „Cavendish“-tvímenningur. Sama spilasnið og á kauphallarmótinu sál- uga. Spilaform verður barómeter nema þátttaka verði það góð að spil- að verði með Monrad-fyrirkomu- lagi. 28. okt., 4., 11. og 18. nóv. Hraðsveitakeppni. Ein vinsælasta keppni BR á haustin. Skipt verður í riðla eftir árangri og hefur verið mikil keppni um að detta ekki niður um riðil. Þegar heim er komið er hægt að skoða butlerinn á www.bridgefelag.is. 25. nóv., 2. og 9. des. Þriggja kvölda aðventu-monrad. Haustdagskráin endar á þriggja kvölda Monrad-barómeter með jóla- verðlaunum sem BR-spilarar geta fengið í skóinn. 16. desember Jólasveinatvímenningur. Eins kvölds tvímenningur með jólakon- fekts- og rauðvínsverðlaunum. Allir sem mæta með jólasveinahúfur eiga möguleika á jóla-rauðvínsflösku. 27. desember Minningarmót Harðar Þórðar- sonar. Jólamót BR og SPRON. Spilamennska byrjar kl. 13:00. Spil- aðar verða ellefu umferðir, fjögur spil í hverri umferð. Fyrirkomulag er Monrad-barómeter. Áætluð mótslok eru um kl. 19:00. Heimasíða BR: www.bridgefelag- .is. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson SMÁAUGLÝSINGAR DULSPEKI Miðill sem svarar þér í dag. Hringdu og fáðu einkalestur og svör við vandamálum í starfi eða einkalífi í síma 001 352 624 1720. Ruby Grey Enski miðillinn Ruby Grey verður stödd hér á landi frá 12. sept. til 24. sept. Upplýsingar í síma 588 8530. FÉLAGSLÍF 7. sept. Ölfusvatn - Hvera- gerði. Frá Ölfusvatni í Grafningi er gengið með Katlatjörnum og Klóarfjalli til Hveragerðis. Farar- stjóri Gunnar Hólm Hjálmars- son. Brottför frá BSÍ kl. 10.30. Verð 1.900/2.300 kr. 10. sept. Útivistarræktin - Úlf- arsfell, 295 m. Brottför frá gömlu Toppstöðinni (stóra brúna húsinu) í Elliðaárdalnum kl. 18.30. Allir eru velkomnir í Úti- vistarræktina - ekkert þátttöku- gjald. 11.-14. sept. Laugavegurinn - hraðferð. Laugavegurinn geng- inn á tveimur dögum og endað í grillveislu í Básum. Fararstjóri Hákon Gunnarsson. Brottför frá BSÍ kl. 20. Verð 18.700/21.300 kr. 12.-14. sept. Básar á Goða- landi. Árleg grill- og haustlita- ferð í Bása. Fararstjóri Emilía Magnúsdóttir. Brottför frá BSÍ kl. 20. Verð 8.900/10.200 kr. 13. sept. Jepparæktin. Ekið af Mýrum yfir í Dali um Langa- vatnsdal. Brottför frá skrifstofu Útivistar á Laugavegi 178, kl. 10. Jepparæktin er opin öllu jeppa- fólki - ekkert þátttökugjald. Nánari uppl. á www.utivist.is 7. september — Dagsferð um Síldarmannagötur Farið upp frá Hvalfjarðarbotni og gengið norður í Skorradal. U.þ.b. 5 klst. ganga, göngu- hækkun um 400 m. Farið frá BSÍ kl. 10.00 og komið við í Mörkinni 6. Fararstjóri Hjalti Kristgeirs- son. Verð kr. 2.500/ 2.800 Helgarferðir á næstunni 19.-21. sept. Fjölskylduferð í Þórsmörk Ekið í Þórsmörk á föstudags- kvöld. Gist í tvær nætur í skála FÍ í Langadal. Farið verður í göngu- ferðir við allra hæfi um svæðið. Náttúruskoðun og skemmtun af ýmsu tagi. Grillveisla verður á laugardagskvöldinu. Fararstjóri Kristján M. Baldursson. Farið frá BSÍ kl. 19.00 ATH. lækkað verð kr. 9.600/10.600. 19.-21. sept. Emstrur - Entujökull - Öldu- fellsleið. Jeppaferð, fær öll- um jeppum. Ekið í skála FÍ í Botnum á Emstr- um, gist í tvær nætur. Á laugar- degi er öku- og gönguferð inn að Entujökli. Á sunnud. verður ekin Öldufellsleið austan Mýr- dalsjökuls og til Reykjavíkur. Fararstjóri Þorsteinn Eiríksson. Verð kr. 4.900/ 6.800. 26.-28. sept. Landmannalaugar - Jökulgil - Hattver. Frábært tækifæri til að komast á ódýran hátt í spennandi ferð á stórbrotið svæði! Rúta ekur hópnum í Landmanna- laugar að kvöldi föstudags. Þar verður gist í tvær nætur í skála FÍ. Að morgni verður ekið inn í hið stórfenglega Jökulgil og inn í Hattver. Gengið upp á Skalla og í Landmannalaugar. ATH. lækkað verð kr. 10.900/11.900. Hundavinir mótmæla við Dals- mynni Hundavinir ætla að mótmæla meðferð á hundum og hvolpafram- leiðslu að Dalsmynni í Kjós, í dag, laugardaginn 6. september. Mótmæl- endur munu hittast við Kentucky Fried Chicken í Mosfellsbæ og fara þaðan að Dalsmynni. Uppskeruhátíð í Grasagarði Reykjavíkur í dag, laugardaginn 6. september, kl. 11–14. Á uppskeruhá- tíðinni verður fræðsla um ræktun matjurta í heimilisgarðinum en einn- ig fær fólk að að bragða á góðgætinu. Slegið verður upp grænmetisborði með öllum grænmetis- og kryddteg- undunum. Í nytjajurtagarðinum er stunduð lífræn ræktun, engin plöntu- varnarefni eru notuð og plönturnar fá einungis lífrænan áburð. Leiðbein- endur eru Auður Jónsdóttir garð- yrkjufræðingur og Eva G. Þorvalds- dóttir forstöðumaður. Dagskráin hefst í hvíta lystihúsinu við garðskál- ann. Allir velkomnir, ókeypis fræðsla fyrir almenning. Japönsk tesiðaathöfn í sendiráði Fólki gefst kostur á að fylgjast með hinni aldagömlu tesiðaathöfn Japana, laugardag, í sendiráði Japans. Hr. Sokei Kimura, tesiðameistari, mun framreiða ekta grænt te eftir hinum fornu hefðum og siðum Japana í sendiráðinu sem er til húsa á Lauga- vegi 182, efstu hæð. Allir eru vel- komnir meðan húsrúm leyfir en ný athöfn hefst stundvíslega kl. 13, 14 og 15. Fjölskylduhátíð í versluninni Next í Kringlunni í dag, laugardaginn 6. september, kl. 12–16, í tilefni þess að búist er við að þrjúhundruðþúsund- asti viðskiptavinurinn komi í versl- unina í dag. Boðið verður upp á léttar veitingar fyrir börn og fullorðna og þrjúhundr- uðþúsundasta gestinum fagnað. Hann verður leystur út með gjafa- körfu og 30.000 kr. vöruúttekt í Next og getur auk þess boðið fjölskyldunni á Línu langsokk í Borgarleikhúsinu og á myndina um Grísla í Kringlubíói. Í DAG Vika símenntunar verður opnuð á morgun, sunnudaginn 7. september, kl. 13.30 í Skriðu, sal Kennarahá- skóla Íslands, og Egilshúsi, Stykk- ishólmi. Tómas Ingi Olrich mennta- málaráðherra setur vikuna með formlegum hætti, en erindi halda Þorsteinn Gunnarsson, rektor Há- skólans á Akureyri, Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskóla Íslands, og Kristín Á. Ólafsdóttir, aðjúnkt við Kennaraháskóla Íslands. Opnunarhátíðin í Kennaraháskóla Íslands mun um leið vera hluti dag- skrár á vígsluhátíð sem fer fram í Egilshúsi í Stykkishólmi, þar sem vígt verður nýtt námsver. Átta manns munu stunda fjarnám þaðan frá Háskólanum á Akureyri í vetur. Staðirnir verða tengdir saman með fjarfundarbúnaði. Allar nánari upplýsingar um Viku sí- menntunar er að finna á heimasíðu Vikunnar á slóðinni: www.mennt.net/simenntun. Á MORGUN Dansskóli Jóns Péturs og Köru hefur sitt 15. starfsár nú í haust og verður í vetur boðið upp á námskeið í barnadönsum, samkvæmisdönsum, gömlu dönsunum, tjútti, mambói og salsa fyrir fólk á öllum aldri, jafnt byrjendur sem lengra komna. Einnig verða kenndir nýjustu tískudans- arnir, grease og dans ársins. Fyrir yngstu nemendurna, 4–5 ára, er boðið upp á dans, söng og leik og þessu fléttað saman við tónlist. Hjá eldri börnum og unglingum er boðið upp á námskeið í samkvæmisdönsum og nýjustu tískudönsunum. Fyrir full- orðna verður boðið upp á námskeið í samkvæmisdönsum. Á námskeiðinu fyrir byrjendur eru kenndir suður- amerískir dansar s.s. jive, cha cha cha, mambó og salsa ásamt tjútti o.fl. Í framhaldshópum barna, unglinga og fullorðinna er haldið áfram að byggja upp dansinn á þeim grunni sem fyrir er og bætt inn fleiri dönsum og sporum. Fyrir utan almenna danskennslu stendur skólinn fyrir jóla- og vor- dansleikjum ásamt nemendasýningu. Kennsla hefst miðvikudaginn 10. september og er innritun daglega frá kl. 12–19 í síma eða með tölvupósti dans@dansskoli.is. Afrekshundur ársins Hundarækt- arfélag Íslands efnir til samkeppni um val á afrekshundi ársins. Les- endum til glöggvunar er hér átt við hund sem með einhverjum hætti hef- ur komið að björgun manna og/eða dýra, liðsinnt fötluðum eða veikum einstaklingum eða verið til uppörv- unar og hjálpar á einn eða annan hátt. Leitað er eftir tilnefningum í þessa samkeppni. Með tilnefningunni þarf að fylgja frásögn um hundinn og góð- verk hans ásamt öðrum nauðsyn- legum upplýsingum s.s. nafn hans, aldur, nafn eiganda, nafn sendanda, o.s.frv. Ekki eru gerðar kröfur um að hundurinn sé hreinræktaður. Allar tilnefningar eru vel þegnar jafnvel þótt langt sé um liðið. „Afrekshundur ársins“ verður heiðraður á október- sýningu félagsins 3.–5. október nk. Tilnefningar skal senda með pósti til skrifstofu HRFÍ, Síðumúla 15, l08 Reykjavík, eða með tölvupósti, net- fang: hrfi@hrfi.is Skilafrestur er til 26. september nk. Á NÆSTUNNI ÞÓRIR Tryggvason vann hnattreisu fyrir tvo í leik á vegum DHL. Verð- mæti ferðarinnar er um 6 milljónir. Þórir var dreginn úr hópi yfir millj- ón þátttakenda. Þórir vann til ferðarinnar með þátttöku í leik sem haldinn var vegna kynningarherferðar DHL, en viðskiptavinir fyrirtækisins fengu sendan heim póst þar sem þeir voru hvattir til þess að heimsækja heima- síðu herferðarinnar. Yfir milljón manns tók þátt í leiknum um allan heim. Þórir mun ferðast um heiminn á fyrsta farrými og getur boðið einum vini með sér. Engin takmörk eru á því hvert Þórir getur farið í ferðinni, en alls hefur hann 29.000 flugmílur til afnota, segir í fréttatilkynningu. Þórður Kolbeinsson, framkvæmdastjóri DHL, og Þórir Tryggvason. Vann hnattreisu fyrir tvo á fyrsta farrými LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft- ir vitnum að umferðaróhappi á gatnamótum Sæbrautar og Faxa- götu, fimmtudaginn 4. september kl.15:05. Þar varð árekstur milli grænnar Ssangyong Musso-jeppa- bifreiðar sem ekið var til vesturs inn á gatnamótin frá Sæbraut og hvítrar Hyundai Pony-fólksbifreiðar sem ekið var til suðurs inn á gatnamótin frá Faxagötu. Ökumenn greinir á um stöðu umferðarljósa fyrir óhappið. Þeir sem upplýsingar geta veitt um málið eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. Lýst eftir vitnum LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að umferðaróhappi er varð á Vesturlandsvegi við Elliða- árbrú, þriðjudaginn 2. september kl.13:27. Þar varð árekstur með hvítri Ford Thunderbird-fólksbif- reið og svartri Suzuki Fox-jeppa- bifreið, sem báðum var ekið til austurs. Þeir sem upplýsingar geta veitt um málið eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við lög- regluna í Reykjavík. Bíóstjóri Hafnarfjarðarbíós Á sunnudag og aftur á þriðju- daginn var rangt farið með stað- reyndir í frétt um bíósýningar Kvikmyndasafnsins í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Þar var Níels Árna- son sagður hafa verið bíóstjóri í Bæjarbíói. Hið rétta er að hann var bíóstjóri Hafnarfjarðarbíós. Beðist er velvirðingar á rangfærsl- unni. LEIÐRÉTT STJÓRN Gídeonfélagsins á Ís- landi hefur ráðið Sigurð Þ. Gústafsson til þess að gegna starfi framkvæmdastjóra Gíd- eonfélagsins á Íslandi frá 1. september 2003. Sigurður, sem var áður aðalféhirðir Lands- banka Íslands hf., hefur verið félagi í Gídeonfélaginu allt frá árinu 1959. Hann hefur setið í stjórn Landssambands Gídeon- félaga og gegnt þar embættum forseta, varaforseta og gjald- kera. Hlutverk framkvæmdastjóra er að skipuleggja dreifingu á Nýja testamentinu til 10 ára skólabarna, á hótel, sjúkrahús, elliheimili og víðar. Vera fé- lagsmönnum til aðstoðar, upp- örvunar og hvatningar og til að færa þeim verkefni upp í hend- urnar og halda utan um starf- semi félagsins. Sigurður verður með afgreiðslu– og viðtalstíma á skrifstofu Gídeonfélagsins á Vesturgötu 40 í Reykjavík mánudaga til fimmtudaga kl. 12–14. Gídeonfélagið á Íslandi starf- ar nú í 17 félagsdeildum víðs- vegar um landið. Hver fé- lagsdeild hefur ákveðið landsvæði eða borgarhluta í sinni umsjá og sinnir því starfi félagsins á því svæði. Núverandi stjórn Landssam- bands Gídeonfélagsins á Ís- landi skipa: Sigurbjörn Þor- kelsson, forseti, dr. Bjarni E. Guðleifsson, dr. Sveinbjörn Gizurarson og Bragi Berg- sveinsson. Nýr fram- kvæmda- stjóri Gídeon- félagsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.