Morgunblaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 56
KVIKMYNDIR 56 LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞRÁTT fyrir mikla og kærkomna vakningu í gerð teiknimynda síðustu árin og áratugi þá hafa allra yngstu áhorfendurnir heldur farið hallloka, trúlega vegna ofuráherslna á að láta myndirnar höfða ekki síður til full- orðinna en barna. Í því ljósi eru myndirnar um Bangsímon og félaga hans í Hundraðekruskógi einkar kærkomnar því þær eru blátt áfram ætlaðar yngstu áhorfendunum og lít- ið sem ekkert reynt að taka tillit til þess að þeir sem borguðu bíómiðana fái eitthvað fyrir sinn snúð einnig – sem er vel, í þessu tilfelli að minnsta kosti. En þá verður líka erfitt fyrir fullþroska áhorfanda að ætla að fara að setja sig í spor yngstu áhorfend- anna og meta mynd eins og Grísling út frá einhverjum fullorðins stöðlum. Ætli besta mælistikan sé því ekki að fylgjast með viðbrögðum smáfólks- ins þegar það horfir á myndina – og sé það gert þá fær Gríslingur bestu meðmæli því börnin lifðu sig gjör- samlega inn í myndina og létu ekkert trufla sig – sem hlýtur að teljast af- rek útaf fyrir sig. Það hjálpast allt að við að fanga athygli barnanna og halda henni. Teikningar eru skýrar og einfaldar, litirnir skærir, sögu- persónur skemmtilegar og hver með sín greinilegu sérkenni, sönglögin eru grípandi, boðskapurinn hollur um leið og séð er til þess að grínið og glensið sé aldrei langt undan. Gríslingur fjallar líkt og aðrar sög- ur er eiga sér stað í Hundrað- ekruskógi um vináttuna og mikil- vægi hennar. Í myndinni um Tuma tígur var megininntakið fjölskyldu- böndin og að fjarlægðin geri ekki fjöllin blá og er nú tekið á skynsam- an hátt á minnimáttarkenndinni og gengið út frá hinum góða og gilda málshætti að margur sé knár þótt hann sé snár. Þannig mætti segja að saga Gríslings sé ekkert ósvipuð sögunni um Stubb litla og bræður hans. Gríslingi finnst hann skilinn útundan þegar vinir hans, sem segja hann of lítinn, fara að tína hunang. Einmana ráfar Gríslingur í burtu þannig að vinir hans verða að fara að leita að honum. Á leið sinni komast þeir Bangsímon og félagar að því, með aðstoð minningarbókar Grísl- ings, að sá stutti leynir á sér, hefur drýgt hverja hetjudáðina á fætur annarri og er þeim miklu meira virði en þá óraði fyrir. Þetta er mynd sem eins og fyrr segir er ætluð allra yngstu áhorfend- unum og höfðar líka nær örugglega sterkast til þeirra. Þess vegna hefði söguþráðurinn kannski mátt vera heldur einfaldari, ekki inntak sög- unnar, heldur frásögnin sjálf, því öll miningarbrotin, hvert upprifjunar- skeiðið á fætur öðru vefjast örugg- lega fyrir einhverjum, og dregur úr spennunni sem fylgir annars æsi- legri leitinni að Gríslingi. Íslenska talsetningin er sem endra nær til fyrirmyndar, valinn maður í hverjum rúmi og einstak- lega vel til fundið að fá söngkonuna góðu Guðrúnu Gunnarsdóttur til að syngja lög Carly Simon. Margur er knár þótt hann sé smár KVIKMYNDIR Sambíóin Leikstjórn Francis Glebas. Handrit Brian Hohlfeld byggt á sögupersónum eftir A.A. Milne. Tónlist Carly Simon, Carl Johnson. Leikraddir Hjálmar Hjálmars- son, Þórhallur Sigurðsson, Sigurður Sig- urjónsson, Guðmundur Felixson, Örn Árnason, Jóhann Sigurðarson, Edda Heið- rún Backman, Óskar Völundarson. Leik- stjóri talsetningar Jakob Þór Einarsson. Þýðandi Davíð Þór Jónsson. Gríslingur – Stórmynd/Piglets Big Movie  Skarphéðinn Guðmundsson Gríslingur þarf að sanna fyrir Eyrnaslappa og öðrum vinum sínum að hetjudáðin felist ekki í hæðinni. Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050                              Stóra svið LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Aðalæfing fö 12/9 kl 13 - kr. 1.000 Forsýning lau 13/9 kl 14 - UPPSELT FRUMSÝNING su 14/9 kl 14 - UPPSELT Lau 20/9 kl 14 - UPPSELT, Su 21/9 kl 14. Lau 27/9 kl 14, Su 28/9 kl 14, Lau 4/10 kl 14, Su 5/10 kl 14. ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield Lau 13/9 kl 20, Lau 20/9 kl 20. RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT og ÍD Í kvöld kl 20 - UPPSELT, Su 7/9 kl 20 - UPPSELT, Lau 13/9 kl 20. Allra síðustu sýningar Nýja sviðið KVETCH e. Steven Berkoff Í samstarfi við Á SENUNNI Mi 10/9 kl 20 - UPPSELT, Fi 11/9 kl 20 - UPPSELT, Fö 12/9 kl 20 - UPPSELT. Síðustu sýningar NÚTÍMADANSHÁTÍÐ - Sex danshöfundar frumflytja sex sólódansa Í kvöld kl 20, Su 7/9 kl 20, Lau 13/9 kl 20, Su 14/9 kl 20. Aðeins þessar sýningar Litla sviðið Sala áskriftarkorta og afsláttarkorta stendur yfir Sex sýningar: Þrjár á Stóra sviði, og þrjár aðrar að eigin vali. kr. 9.900 Tíumiðakort: Notkun að eigin vali kr. 16.900 Komið á kortið: Fjórir miðar á Nýja svið/Litla svið. Kr. 6.400 VERTU MEÐ Í VETUR Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is AUKASÝNING LAUGARDAGINN 6/9 - KL. 15 UPPSELT SUNNUDAGINN 7/9 - KL. 16 UPPSELT SUNNUDAGINN 7/9 - KL. 20 UPPSELT FÖSTUDAGINN 12/9 - KL. 20 UPPSELT SUNNUDAGINN 14/9 - KL. 20 UPPSELT SUNNUDAGINN 21/9 - KL. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS MÁNUDAGINN 22/9 - KL. 20 LAUS SÆTI ATHUGIÐ SÝNINGUM FER FÆKKANDI! Stórdansleikur með Geirmundi Valtýssini Leikhúsgestir munið spennandi matseðill í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu, Miðaverð 1.200 kr. Miðapantanir í síma 590 1200. Nánari uppl. í síma 662 4805. Lab Loki sýnir: í dag 6. sept kl. 14, lau. 13. sept. kl. 14, sun. 21. sept. kl. 14, lau. 27. sept. kl. 14. í Hveragerði Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN TÓNLEIKAR Í HVERAGERÐISKIRKJU Í DAG, LAUGARDAG KL. 16.00 AÐGÖNGUMIÐAR VERÐA SELDIR VIÐ INNGANGINN Hljómsveitarstjóri ::: Rumon Gamba Einleikari ::: Jóhann Stefánsson Einsöngvari ::: Margrét Stefánsdóttir Á efnisskrá eru verk eftir Victor Urbancic, Wolfgang Amadeus Mozart, William Walton, Franz Lehár og Aram Katsjatúrían. Sinfóníuhljómsveitin Miðasala í síma 561 0280. RÁÐALAUSIR MENN Sýning lau. 6/9 kl. 20.00 Sýning fim. 11/9 kl. 20.00 IÐNÓ fim, 18. sept kl. 21, sun, 21. sept kl. 21, fim, 25. sept kl. 21. föst, 26. sept kl. 21. Gríman 2003 „BESTA LEIKSÝNING ÁRSINS,“ að mati áhorfenda Félagsheimilið Hnífsdal,Ísafirði lau 13. sept kl. 21. Örfá sæti Miðasölusími í IÐNÓ 562 9700 og sellofon@mmedia.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.