Morgunblaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 52
ÍÞRÓTTIR 52 LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BERTI Vogts, hinn þýski þjálfari skoska landsliðsins í knattspyrnu, er ánægður með ástand sinna leik- manna fyrir leikinn gegn Færeyjum í und- ankeppni EM, sem fram fer í Glasgow á morgun. Skotar verða að sigra til að halda í við Íslendinga og Þjóðverja í bar- áttunni um sæti í lokakeppni Evrópumótsins og Vogts segir að sig vanti aðeins tvo leikmenn sem til greina komu í lið- ið. Það eru varnarmennirnir Christian Dailly frá West Ham og Steven Pressley frá Hearts, sem báðir eru meiddir. Fyrirliðinn Paul Lambert meiddist reyndar á æf- ingu með Celtic en Vogts segir að hann verði tilbúinn á laugardaginn. „Með svona marga leikmenn heila, er ég í sterkri stöðu og get stillt upp öflugu liði. Við þurfum líka á því að halda til að sigra Fær- eyinga, sem við verðum að gera,“ sagði Vogts. Skotar gerðu jafntefli við Fær- eyinga, 2:2, í fyrri leik þjóðanna í Þórshöfn en þeir eru fjórum stigum á eftir Íslendingum í 5. riðli keppn- innar og eiga einn leik til góða. Skotar sækja síðan Þjóðverja heim til Dortmund næsta miðvikudag. Vogts ánægður með lið sitt „EFTIR hagstæð úrslit í síð- ustu leikjum hefur sjálfs- traustið að sjálfsögðu aukist í leikmannahópnum,“ segir Eið- ur Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins. „Það virðist vera sem það leik- skipulag sem tekið var upp þegar Ásgeir og Logi tóku við liðinu henti okkur betur en það sem áður var notast við. Það sýndi sig best í Litháen í vor, sá leikur var besti leikur íslenska liðsins sem ég hef tek- ið þátt í. Nú einbeitum við okkur að leiknum við Þjóð- verja og veltum okkur ekki mikið upp úr fortíðinni. Ár- angur okkar í riðlakeppninni er undir okkur sjálfum kom- inn, en eigi að síður getur til þess komið að þótt allir leiki eins vel og þeir geta þá nægi það ekki til að fá hagstæð úr- slit úr þessari viðureign sem fyrir dyrum er. Þýska lands- liðið er sterkt og gefur aldrei neitt eftir,“ segir Eiður Smári. Aukið sjálfstraust hverja, ekki satt? „Við gerum okkur grein fyrir að við verðum að halda markinu hreinu, það er að verjast vel. Takist það þá er á hreinu að við fáum ákjósanleg tækifæri í sókn- inni,“ sagði Logi og var greinilega af- ar var um sig. Þjóðverjar halda sig við leikkerfi sitt „Þjóðverjar halda sig örugglega við þriggja manna vörn eins og þeir eru vanir,“ segir Ásgeir Sigurvins- son landsliðsþjálfari er hann var inntur eftir þeim vangaveltum Þjóð- verja um að þeir muni stilla upp 4/4/2 í stað 3/5/2 eins og vant er. Breyt- ingin yrði gerð til þess að setja varn- armann á Eið Smára Guðjohnsen. Logi segir að fast verði haldið við það leikskipulag sem íslenska lands- liðið hafi leikið í síðustu leikjum, jafnvel þótt svo færi að Þjóðverjar Þetta leikkerfi hefur líkað vel ogvirðist henta okkur ágætlega þannig að við Ásgeir teljum ekki vera neina ástæðu til þess að hverfa frá því að þessu sinni.“ Hvar liggur styrk- leiki Þjóðverja? „Sóknarmennirnir, Miroslav Klose og Oliver Neuville, eru frá- bærir, hvor á sinn hátt. Klose sterk- ur skallamaður og Neuville snjall með boltann og fljótur. Þá eru kant- mennirnir Sebastian Deisler og Bernd Schneider framúrskarandi og þá má heldur ekki gleyma Michael Ballack sem er frábær knattspyrnu- maður. Þá má ekki gleyma mark- verðinum Oliver Kahn sem á fáa sína líka. Þannig er lengi hægt að telja. Þýska liðið er einfaldlega mjög gott og vart að finna á því veikan blett.“ Þið hljótið nú að hafa fundið ein- breyttu yfir í 4/4/2. „Eftir að við breyttum leikskipulagi íslenska liðs- ins í 3/5/2 höfum við mætt landslið- um sem leika með fjögurra manna vörn og fjóra á miðjunni. Við höfum brugðist vel við því innan okkar skipulags, þannig að það breytir engu þótt Þjóðverjar geri þá breyt- ingu sem talað er um. Við Ásgeir höf- um hins vegar okkar upplýsingar um að Þjóðverjar hafi æft 3/5/2 á æfing- um áður en þeir komu hingað og ég hef ekki trú á því að það hafi verið fyrir tilviljun,“ segir Logi. Þjóðverjar hafa talað mjög hlýlega um íslenska liðið í aðdraganda leiks- ins í dag og um margt minnir það á aðferð Skota fyrir leikinn hér á Ís- landi í fyrrahaust. Logi sagðist ekki trúa því að umræða af þessu tagi verði til að slæva baráttuvilja ís- lenska liðsins. „Við ætlum að leika okkar stíl og halda áfram að koma þeim boðskap inn hjá leikmönnum sem við Ásgeir höfum verið að boða síðan við tókum við landsliðinu í vor. Við látum því vangaveltur Þjóðverja sem vind um eyru þjóta,“ segir Logi. Allt tal um lélegt þýskt lið er bull Ásgeir segist ekki taka mikið mark á þeirri gagnrýni sem sett hef- ur verið fram á þýska liðið upp á síð- kastið þess efnis að það sé nú eitt hið lakasta sem Þjóðverjar hafi teflt fram. „Það er ekki nema rúmt eitt ár liðið frá því að Þjóðverjar höfnuðu í öðru sæti á heimsmeistaramótinu. Varnarlína Þjóðverja er ef til vill ekki sú sterkasta sem þeir hafa átt og sóknarmennirnir hafa ekki skor- að mikið upp á síðkastið. Þegar litið er á miðvallarleikmennina er ljóst að þar er um afar góða knattspyrnu- menn að ræða. Þjóðverjar leika alltaf vel þegar þeir þurfa á að halda þannig að allt tal um lélegasta þýska landslið í langan tíma er hreint bull sem ég hlusta ekki á,“ segir Ásgeir. Logi segir alla leikmenn íslenska hópsins, 20 að tölu, vera klára í slag- inn, engin meiðsli sem dæmi menn úr leik. Velja verði hins vegar 18 manna hóp sem tekur þátt í leiknum. „Það er hið jákvæða vandamál sem við stöndum frammi fyrir þegar við veljum það lið sem tekur þátt í leikn- um og það er að það eru allir leik- menn heilir og geta tekið þátt í hon- um. Þar af leiðandi eru einnig allar forsendur fyrir því að við getum átt góðan dag á leikvellinum,“ sagði Logi og bætti því við að byrjunarliðið verði tilkynnt í hádeginu í dag. Morgunblaðið/Árni Sæberg Landsliðsþjálfararnir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson bera saman bækur sínar á æfingu ís- lenska landsliðsins. Þeir segjast ætla að halda fast við það leikskipulag sem notast hefur verið við í síðustu þremur leikjum með góðum árangri. Þjóðverjar leika alltaf vel þegar þeir þurfa VIÐ leggjum leikinn upp á svipaðan hátt og gegn Litháum ytra í vor,“ sagði Logi Ólafsson landsliðsþjálfari þegar hann var spurður að því í gær hvernig leikurinn við Þjóðverja á Laugardalsvelli í dag verður lagður upp. „Við gerum okkur grein fyrir að væntanlega verðum við að „liggja“ aftarlega á vellinum að mestu leyti þótt við ætlum að sjálfsögðu að nýta hvert tækifæri sem gefst til sóknar,“ sagði Logi enn fremur og undirstrikar að leikið verði áfram samkvæmt leik- skipulaginu 3/5/2 sem tekið var upp þegar hann og Ásgeir Sig- urvinsson tóku við stjórn landsliðsins í vor. Eftir Ívar Benediktsson  ALEX McLeish, knattspyrnustjóri Rangers, hefur framlengt samning sinn við félagið. Ekki hefur verið gef- ið upp hversu lengi nýi samningur- inn gildir. McLeish hefur verið við stjórnvölinn hjá Rangers í tvö ár og auk titilvarnar í Skotlandi stendur félagið frami fyrir þátttöku í Meist- aradeild Evrópu.  CHRISTIAN Vieri meiddist á æf- ingu með ítalska landsliðinu og er af- ar ósennilegt að hann geti leikið með landsliðinu gegn Wales í undan- keppni EM í knattspyrnu í dag.  DAVID Beckham leikur með enska landsliðinu í dag gegn Mak- edóníu en eftir að Beckham meidd- ist í leik Real Madrid og Villareal í spænsku deildinni í vikunni var um tíma óttast að Beckham gæti ekki leikið með enska landsliðinu í leikn- um mikilvæga í Skopje.  JOHN Arne Riise leikmaður norska landsliðsins og enska liðsins Liverpool hefur gert samkomulag við norska 1. deildarliðið í hand- knattleik, Haslum, um að félagið auglýsi fjárfestingarfélag í eigu Riise á búningum sínum.  FÉLAGI Riise er einn af leik- mönnum liðsins og fær félagið um 400 þúsund kr. fyrir auglýsinguna. Margir íslenskir handknattleiks- menn hafa leikið með Haslum und- anfarin ár og má þar nefna Daníel Ragnarsson, Theódór Valsson og Heimi Örn Ríkharðsson sem hafa nú yfirgefið liðið. Daníel leikur með Torrevieja frá Alicante á Spáni en Heimir Örn er í herbúðum Vals- manna. Kristján Halldórsson var þjálfari liðsins á síðustu leiktíð.  RÚMENSKA sjónvarpsstöðin Pro TV hefur heimildir fyrir því að for- ráðamenn rúmenska knattspyrnu- sambandsins hafi boðið leikmönnum landsliðs Bosníu um 2 millj. kr. ef lið- ið leggur landslið Norðmanna að velli í dag í viðureign liðanna í und- ankeppni EM. Per Omdal forseti norska knattspyrnusambandsins segir við Dagsavisen að hann telji að ekki sé fótur fyrir þessu og að norska knattspyrnusambandið muni ekki aðhafast neitt í málinu.  FORSVARSMENN Opna banda- ríska mótsins í golfi sem fram fer á Shinnecock Hills-vellinum á næsta ári sendu frá sér tilkynningu í fyrra- dag þess efnis að nú þegar væri upp- selt á golfmótið sem stendur yfir í fjóra daga. Það hafa allir aðgöngu- miðar verið seldir á U.S Open sl. 17 ár og nú bætist við einn eitt árið þar sem allt verður stappfullt á áhorf- endabekkjunum.  FYRST var uppselt árið 1987 í San Francisco en mótið fer nú fram í fjórða sinn á Shinnecock Hills-vell- inum en Corey Pavin sigraði síðast er mótið var haldið þarna 1995. FÓLK Berti Vogts
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.