Morgunblaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
4 LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Alltaf ód‡rast á netinu
Verð á mann frá 19.500 kr.
ÍS
LE
NS
KA
A
UG
LÝ
SI
NG
AS
TO
FA
N
EH
F/
SI
A.
IS
IC
E
21
53
5
0
5.
20
03
„ÞAÐ eru vonbrigði að Landsvirkjun skuli ekki
ráða við að afhenda orku til Norðuráls eins og við
gerðum okkur vonir um,“ sagði Valgerður Sverr-
isdóttir iðnaðarráðherra þegar ákvörðun Lands-
virkjunar um að fresta byggingu Norðlingaöldu-
veitu lá fyrir í gær. Hún telur möguleikana á að
hægt verði að útvega næga orku til Norðuráls litla
vegna þröngs tímaramma.
„Að vísu er kannski of snemmt að afskrifa málið
vegna þess að nú hefjast viðræður við önnur orku-
fyrirtæki sem, eftir því sem mér skilst, telja að
það sé ekki útilokað að þau geti útvegað þá raf-
orku sem þarna þarf til.“
Valgerður segir að miðað við að búið sé að vinna
gríðarlega mikið að málinu, ekki síst hvað um-
hverfisþáttinn varðar, sé þessi niðurstaða Lands-
virkjunar sér mikil vonbrigði.
Aðspurð hversu raunhæfar hugmyndir um
orkuöflun hjá Orkuveitu Reykjavíkur og Hita-
veitu Suðurnesja fyrir Norðurál séu sagði Val-
gerður að tímaramminn væri afar þröngur. „Þess-
ir aðilar hafa staðið í rannsóknum á sínum
orkusvæðum í sumar og ef til vill búa þeir yfir ein-
hverjum upplýsingum sem ég þekki ekki. Miðað
við þann tímaramma sem við vorum að vinna eftir
í ráðuneytinu, var það okkar niðurstaða að Norð-
lingaölduveita væri algjört frumskilyrði til þess að
hægt væri að afhenda þá orku sem Norðurál óskar
eftir. Raunar hefur nokkuð verið teygt úr málinu á
þann hátt að það er örlítið meira svigrúm núna
heldur en var í upphafi, nú er verið að tala um
2005-6, en áður hafði verið miðað við 2004. Þrátt
fyrir það sýnast mér möguleikarnir ekki mjög
miklir.“
Samningur um byggingu álvers
Valgerður var stödd á Reyðarfirði við undirrit-
un Fjarðaáls og Bechtel Group Inc. á samningi um
byggingu álvers á Reyðarfirði í gær.
„Það sem gerir það að verkum að þetta er í
gangi á Austurlandi í dag, er fyrst og fremst að
hér er orkan. Það hefur verið stefna ríkisstjórn-
arinnar að nýta hana sem næst upptökum. Það er
óhætt að segja að það eru bjartir tímar framundan
á Austurlandi,“ sagði Valgerður Sverrisdóttir.
Iðnaðarráðherra lýsir vonbrigðum með frestun Norðlingaölduveitu
Ekki bjartsýn á að hægt verði
að útvega næga orku í tíma
MARÍA Anna Péturs-
dóttir, fyrrverandi
skólastjóri Nýja hjúkr-
unarskólans, er látin, á
84. aldursári.
María fæddist 26.
september árið 1919 á
Ísafirði. Foreldrar
hennar voru Pétur Sig-
urðsson, ritstjóri og er-
indreki, og Sigríður
Elín Torfadóttir frá
Flateyri.
María varð stúdent
frá Menntaskólanum í
Reykjavík árið 1938 og
Cand.phil. frá Háskóla
Íslands árið 1939. Þá lauk hún prófi
frá Hjúkrunarkvennaskóla Íslands
árið 1943. Hún hélt utan í framhalds-
nám til Bandaríkjanna og Kanada og
lærði þar m.a. barnahjúkrun og geð-
hjúkrun.
María kenndi við Hjúkrunar-
kvennaskóla Íslands frá 1945 til 1946
og var stundakennari þar um 20 ára
skeið frá árinu 1955. Hún varð skóla-
stjóri Nýja hjúkrunarskólans er
hann tók til starfa árið 1972. Auk
þess vann hún á ýmsum sjúkrastofn-
unum um skemmri tíma.
María settist í stjórn Hjúkrunar-
félags Íslands árið 1945 og var for-
maður félagsins á árunum 1964 til
1974. Hún sat einnig í fjölmörgum
öðrum nefndum, m.a. var hún í vara-
stjórn Bandalags
kvenna í Reykjavík á
árunum 1966 til 1969.
Þá sat hún í aðalstjórn
og varastjórn SSN,
Samvinnu hjúkrunar-
kvenna á Norðurlönd-
unum 1967 til 1979.
Hún var formaður
Samtaka heilbrigðis-
stétta frá stofnun 1969
til 1972 og aftur 1977 til
1980. Hún var í vara-
stjórn BSRB 1970 til
1973 og í aðalstjórn
1973 til 1976. Enn
fremur gegndi hún for-
mennsku í Kvenfélagasambandi Ís-
lands en þar tók hún við formennsku
árið 1979.
María hlaut fjölmargar viður-
kenningar á ferli sínum. M.a. var hún
heiðursfélagi Hjúkrunarfélags Ís-
lands frá 1988. Þá var hún heiðruð af
námsbraut í hjúkrunarfræði við Há-
skóla Íslands árið 1998. Hún var
sæmd riddarakrossi hinnar íslensku
fálkaorðu árið 1973 og stórriddara-
krossinum árið 1988. Enn fremur
var hún sæmd Florence Night-
ingale-orðunni.
María giftist Finnboga Guð-
mundssyni, útgerðarmanni frá Gerð-
um í Garði. Hann lést árið 1974.
Bróðir Maríu var Esra Pétursson
læknir sem lést árið 2000.
Andlát
MARÍA ANNA
PÉTURSDÓTTIR
FULLTRÚAR Greenpeace hafa af-
hent íslenskum stjórnvöldum tilboð
um að falli þau frá vísindaveiðum á
hrefnu muni Grænfriðungar hvetja
eigin félagsmenn til þess að ferðast til
Íslands, m.a. til að skoða hvali. Er
þetta í fyrsta skipti sem samtökin
setja fram tilboð af þessu tagi og við-
urkenna talsmenn þeirra að stefna og
aðgerðir þeirra gagnvart hvalveiðum
Íslendinga nú sé allt önnur en áður
var; Grænfriðingar vilji ekki deila við
Íslendinga um það hvort veiðar á 38
hrefnum séu réttlætanlegar eða ekki
eða fara út skilgreiningar á hvað séu
vísindaveiðar eða ekki. Markmiðið sé
fyrst og fremst að benda Íslendingum
á að þeir eigi mikla möguleika á sviði
náttúrutengdrar ferðamennsku sem
sé miklu mikilvægari en hvalveiðarn-
ar sem muni aðeins skaða landið efna-
hagslega.
Munu ekki taka þátt í við-
skiptaþvingunum gegn Íslandi
Telja Grænfriðungar tilboðið vera
betri kost fyrir Íslendinga, bæði efna-
hagslega og eins út frá umhverfis-
sjónarmiðum, en að veiða 38 hrefnur í
vísindaskyni. Þeir segja Ísland hafa
öll tækifæri til þess að vera mjög
framarlega á sviði umhverfisverndar
og náttúruferðamennsku og þessi
lausn geti verið liður í að efla og
styrkja þá ímynd.
Á fundi með bæði innlendum og er-
lendum blaðamönnum um borð í
Rainbow Warrior sagðist Frode
Pleym, talsmaður Grænfriðunga,
telja að fulltrúar sjávarútvegsráð-
herra myndu nú skoða tilboð Græn-
friðunga af fullri alvöru þótt hann
byggist ekki við svari strax.
Frode var spurður sérstaklega um
það til hvaða aðgerða Grænfriðungar
myndu grípa ef tilboðinu yrði hafnað
og tók hann þá fram að Grænfriðung-
ar myndu ekki mæla með eða taka
þátt í aðgerðum sem miðuðu að því að
fá fólk til þess að sniðganga Ísland
eða íslenskar vörur.
Í tilboði Grænfriðunga eru nokkur
skilyrði; í fyrsta lagi að Íslendingar
hætti „vísindaveiðum“ á hrefnu sem
nú standa yfir, í annan stað að vís-
indaveiðar á hvölum verði ekki fram-
ar stundaðar, í þriðja lagi að íslensk
stjórnvöld dragi til baka fyrirvara
sinn við samþykktum Alþjóðahval-
veiðiráðsins um bann við hvalveiðum
og í fjórða lagi að þau skrifi undir
bann um verslun með hvalaafurðir.
Gangi íslensk stjórnvöld að þessu
munu Grænfriðungar á móti biðja
stuðningsmenn sína um allan heim og
almenning að afhenda nöfn sín, heim-
ilisföng og netföng sem síðan mætti
geyma í sérstökum gagnagrunni.
Þessar upplýsingar verði síðan af-
hentar Íslendingum sem síðan myndu
nota þær til þess að fjölga ferðamönn-
um sem sækja Ísland heim.
Mjög raunhæft tilboð
Frode sagði tilboð Grænfriðunga
vera mjög raunhæft, í samtökum
Grænfriðunga væru liðlega 2,8 millj-
ónir manna auk þess sem samtökin
héldu úti heimasíðu sem heimsótt
væri meira en 65 þúsundum sinnum í
hverri viku.
Ef aðeins örlítið brot af félögum í
Greenpeace ákvæði að koma til Ís-
lands myndi það skila verulegum
tekjum. Þetta væri fólk sem almennt
hefði áhuga á náttúrutengdum ferða-
lögum og því öflugur markhópur fyrir
fyrirtæki í ferðamannaþjónustu.
„Ef við förum mjög eða raunar gíf-
urlega varlega í sakirnar og gerum
ráð fyrir að aðeins 0,01% af stuðn-
ingsmönnum Greenpeace gerðu sér
ferð til Íslands vegna hvalaskoðunar
eða annarra náttúruferða myndi það
þýða efnhagslegan ábáta upp á 330
þúsund til 430 þúsund dali. Ef við
setjum markið aðeins hærra en samt
ekki hátt, þ.e. að 1% af stuðnings-
mönnum okkar eða 28 þúsund manns
brygðust við kalli okkar og heim-
sækja Ísland myndi það þýða efna-
hagslegan ábáta fyrir Íslendinga upp
á 32 til 43 milljónir dala. Við notumst
við mjög lágar hlutfallstölur í þessum
útreikningum en höfum þó trú á að
þeir sem kæmu yrðu töluvert fleiri.“
Rainbow Warrior mun halda í
hvalaskoðun á morgun en eftir hádegi
og á sunnudag verður almenningi
boðið að koma um borð að skoða skip-
ið og ræða við Grænfriðunga. Rain-
bow mun síðan væntanlega sigla til
Ísafjarðar á mánudag og svo áfram
umhverfis landið.
Tilboð Grænfriðunga til íslenskra stjórnvalda
Hvetja til ferðaþjónustu
í stað veiða á hvölum
Morgunblaðið/Jim Smart
Frode Pleym, talsmaður Grænfriðunga, ræðir við blaðamenn.
BÆJARYFIRVÖLD á Akranesi hafa
sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst
er yfir verulegum áhyggjum af því
ef ekki tekst að útvega nauðsynlega
orku vegna fyrirhugaðrar stækk-
unar Norðuráls á Grundartanga.
Í yfirlýsingunni segir, að ljóst sé
að verði ekki af umræddri fram-
kvæmd, muni það hafa afar neikvæð
áhrif á svæðið norðan Hvalfjarðar
og ekki síður höfuðborgarsvæðið.
„Að undanförnu hefur samfélagið á
Akranesi búið sig undir að mæta
fjölgun starfa og fjölgun íbúa vegna
stækkunar Norðuráls. Breyttar for-
sendur í því efni eru óásættanlegar
og er þeirri áskorun því beint til rík-
isstjórnarinnar að nú þegar verði
gripið til nauðsynlegra aðgerða til
að höggva á þann hnút sem virðist í
málinu varðandi orkuöflun Lands-
virkjunar.“
Höggva þarf
á hnútinn
ERLENDUM ferðamönnum fjölg-
aði um átta þúsund manns í ágúst-
mánuði miðað við sama mánuð í
fyrra. Samkvæmt talningu Ferða-
málaráðs komu yfir sextíu þúsund
gestir til landsins í mánuðinum og
hafa þeir ekki áður verið fleiri í ein-
um mánuði.
Alls fóru 58.763 erlendir gestir í
gegnum Keflavíkurflugvöll í ágúst,
sem er 16,2% fjölgun frá sama mán-
uði í fyrra þegar erlendir gestir
voru 50.537 talsins. Þegar erlendum
ferðamönnum sem komu til Seyð-
isfjarðar með Norrænu og með
millilandaflugi til Reykjavíkur, Ak-
ureyrar og Egilsstaða er bætt við
er ljóst að erlendir gestir eru yfir
sextíu þúsund í mánuðinum og hafa
ekki áður verið fleiri í einum mán-
uði.
Samkvæmt upplýsingum Ferða-
málaráðs má gera ráð fyrir að þess-
ir erlendu ferðamenn hafi keypt
þjónustu hér á landi fyrir fimm
milljarða króna í mánuðinum.
Ef borin eru saman sex mánaða
tímabil mars–ágúst í ár og í fyrra
kemur fram að erlendum ferða-
mönnum fjölgaði um 11,6% í ár frá
sama tímabili í fyrra. Alls komu
tæplega 205 þúsund erlendir ferða-
menn til landsins á þessu tímabili í
ár, flestir frá Norðurlöndunum 49
þúsund og næstflestir frá Bretlandi,
rúmlega 32 þúsund talsins. Frá
Þýskalandi komu rúmlega 28 þús-
und ferðamenn og litlu færri frá
Bandaríkjunum eða tæplega 28 þús-
und. Hlutfallslega fjölgaði ferða-
mönnum frá Spáni mest eða um
rúmlega fjórðung, en ferðamönnum
frá Bretlandi fjölgaði næstmest eða
um tæpan fimmtung á milli ára.
Rúmlega sextíu þúsund erlendir
ferðamenn komu hingað í ágúst
Aldrei hafa komið
fleiri ferðamenn
í einum mánuði