Morgunblaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 16
ERLENT 16 LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ FORINGI í Hamas, herskárri hreyfingu Palestínumanna, og ísr- aelskur hermaður biðu bana í Nabl- us á Vesturbakkanum í gær þegar ísraelskir hermenn reyndu að hand- taka Hamas-manninn. Talsmaður Ísraelshers sagði að Hamas-foringinn, Mohammed al- Hanbali, 27 ára, hefði verið leiðtogi vopnaðs hóps Hamas í Nablus og staðið fyrir drápum á tugum Ísraela, m.a. nítján sem létu lífið í sprengju- tilræði í Jerúsalem í júní í fyrra. Ísraelsher sagði að Hanbali hefði hleypt af byssu á hermennina þegar þeir hefðu króað hann af á fjórðu hæð sjö hæða byggingar sem var seinna sprengd í loft upp eftir að íbúunum hafði verið skipað að fara út úr henni. Einn hermannanna féll í árásinni og fjórir þeirra særðust, þar af einn alvarlega. Hanbali er tólfti Hamas- maðurinn sem fallið hefur í árásum Ísraelshers frá því að ísraelsk yf- irvöld lýstu yfir allsherjarstríði á hendur hreyfingunni í vikunni sem leið. Ísraelar segjast hafa rétt til að ráðast á vopnaða liðsmenn Hamas þar sem Mahmud Abbas, forsætis- ráðherra Palestínumanna, hefur neitað að skera upp herör gegn hreyfingunni af ótta við borgara- styrjöld. Abbas sakaður um svik Abbas áréttaði þessa afstöðu sína í ræðu sem hann flutti á palestínska þinginu í fyrradag og kvaðst ætla að reyna að semja um vopnahlé við Hamas. Hann sagði að samninga- viðræðurnar hefðu verið hafnar á ný. Arabíska dagblaðið Al-Hayat sagði hins vegar að viðræðurnar, sem fóru fram í Kaíró, hefðu farið út um þúfur á miðvikudag. Silvan Shalom, utanríkisráðherra Ísraels, sagði að sú afstaða Abbas að reyna að semja við Hamas fremur en að skera upp herör gegn hreyf- ingunni væri „mjög alvarleg“. „Líkt og Yasser Arafat [leiðtogi Palestínu- manna] neitar hann að leysa hryðju- verkahópana upp og, rétt eins og Arafat, svíkur hann loforðin sem hann hefur gefið.“ AP Palestínumenn í Nablus virða fyrir sér rústir sjö hæða byggingar sem Ísraelsher sprengdi í loft upp í gær. Hamas-foringi og ísraelskur hermaður falla Nablus. AFP. STJÓRN Kína sagðist í gær sam- þykkja þá ákvörðun yfirvalda í Hong Kong að falla í bili frá um- deildri lagasetningu um aðgerðir gegn undirróðri og niðurrifsstarf- semi en lögin hafa mætt mikilli and- spyrnu meðal íbúa borgarinnar. Í yfirlýsingu Kínastjórnar sagði að í lögunum um sérréttindi Hong Kong innan ríkisins væru ákvæði um að málefni af umræddu tagi væru á ábyrgð yfirvalda í borginni sjálfri. Tung Chee-hwa, æðsti fulltrúi kínverskra stjórnvalda í Hong Kong, sagði ákvörðunina tekna vegna þess hve áhyggjufullir borg- arbúar hefðu verið vegna laganna. Þá sagðist hann hafa orðið var við það að borgarbúar hefðu fyrst og fremst haft áhyggjur af áhrifum þeirra á efnahag borgarinnar og að hann vonaðist til að afturköllunin yrði til þess að glæða efnahaginn. Er Hu Jintao, forseti Kína og Wen Jiabao forsætisráðherra heimsóttu Hong Kong í lok júlí lögðu þeir hart að Tung að koma tillögunum í gegn um þing borgarinnar. Fréttamaður BBC segir að stjórnvöld í Peking muni nú reyna að breiða yfir ósigurinn með því að benda á að þau hafi með ákvörðun sinni sýnt að þau virði sérréttindin sem samið var um að Hong Kong myndi njóta fyrstu 50 árin undir kínverskri stjórn. Kína fékk á ný yf- irráð borgarinnar í sínar hendur ár- ið 1997 er Bretar hurfu þaðan. Efnahag borgarinnar hefur hrakað mjög síðustu árin og óvinsældir Tungs aukist að sama skapi. Talið er að fjölmennustu mót- mæli í sögu borgarinnar hafi farið fram er lögunum var mótmælt í júlí. Þá lögðu um 500.000 þátttakendur í aðgerðunum áherslu á ótta sinn við að lögin myndu skerða pólitískt frelsi. Lög gegn undir- róðri í Hong Kong dregin til baka Peking, Hong Kong. AFP. GÓÐUR meirihluti er fyrir því á danska þinginu, að áfengissjúk- lingum verði gefinn kostur á eins konar nauðungarmeðferð við sjúkdómnum. Þá er átt við, að samþykki þeir það sjálfir, verða þeir lokaðir inni þar til meðferð lýkur. Ekki eru allir á einu máli um ágæti hugmynd- arinnar en hún endurspeglar vaxandi umræðu um áfengisböl- ið og þann mikla kostnað, sem það hefur í för með sér fyrir samfélagið, jafnt fjárhagslegan sem félagslegan. Það eru jafnaðarmenn, sem eru í stjórnarandstöðu, sem leggja þetta til en ein megin- áherslan í fjárlagatillögum þeirra er aukin barátta gegn áfengis- og vímuefnavandanum. Sandy Brinck, talsmaður jafn- aðarmanna í félagsmálum, sagði er hún kynnti tillöguna, að hugsanlega væru gerðar allt of miklar kröfur til margra illa haldinna áfengissjúklinga enda mjög algengt, að þeir gæfust upp og gengju út af meðferð- arstofnunum. Kom þetta fram á fréttavef Jyllands-Posten í gær. Eva Kjer Hansen, talsmaður Venstre, fagnaði tillögunni og kvaðst vilja hafa um hana sam- starf við jafnaðarmenn og þá hefur Danski þjóðarflokkurinn einnig lýst stuðningi við hana. 250.000 í brýnni þörf Mads Uffe Pedersen, for- stöðumaður vímuefnarann- sóknastofu við Árósaháskóla, telur tillöguna miða í rétta átt en óttast samt, að hún muni litlu breyta. Meginvandinn sé sá, að allt of fáir áfengissjúk- lingar leiti sér hjálpar og með- ferðarúrræðin auk þess ekki nógu góð. Telur hann, að 250.000 Danir þurfi á tafarlausri hjálp að halda og áætlar, að annar eða báðir foreldrar 60.000 barna séu ofurseldir áfengis- fíkninni. Aðrir sérfræðingar benda á, að nauðung beri sjaldan góðan ávöxt auk þess sem það sé ekki hægt að svipta fólk réttindum sínum hvað sem líði undirskrift þess. Til að svipta fólk sjálfræði þurfi það að vera haldið alvar- legum geðkvilla. AP Drukkinn maður leggst til svefns á gangstétt í San Francisco. Nýjar hugmyndir um áfengismeðferð Danska þingið tekur vel í sjálfviljuga nauðungarvistun HEIMAVARNARÁÐUNEYTIÐ í Bandaríkjunum hefur varað við því að hryðjuverkamenn al-Qaeda kunni að reyna að ræna flugvélum, sem fljúga yfir Bandaríkin eða ná- lægt þeim án þess að lenda þar, til að fljúga þeim á bandarískar bygg- ingar. Ráðuneytið segist hafa fengið leyniþjónustugögn um að hryðju- verkamennirnir kunni að grípa til þessa ráðs vegna hertra öryggisráð- stafana í Bandaríkjunum eftir hryðjuverkin fyrir tæpum tveimur árum. Fréttasjónvarpið CNN hafði eftir embættismanni í ráðuneytinu að flestar flugvélanna, sem passa við þessa lýsingu, fljúgi til eða frá Kan- ada. Bandarískir embættismenn hafi því að undanförnu unnið með kanadískum yfirvöldum að því að efla öryggisgæslu á kanadískum flugvöllum. Bandarískir embættis- menn segja hins vegar ekki vera forsendur fyrir því í alþjóðalögum að Bandaríkin krefjist þess af öðr- um ríkjum að öryggisgæsla verði efld vegna flugs sem ekki er á leið til Bandaríkjanna. Árásir á mannvirki? Heimavarnaráðuneytið hefur einnig varað við því að hryðjuverka- menn kunni að gera árásir á ýmis mikilvæg mannvirki í Bandaríkjun- um, meðal annars orkuver, eða staði þar sem öryggisgæsla er lítil, svo sem veitingahús, hótel og fjölbýlis- hús. Þá hefur verið varað við því að liðsmenn al-Qaeda kunni að reyna að dreifa sýklum og eiturefnum með því að koma þeim í vatns- og matvælabirgðir. Fjögurra manna leitað Bandaríska alríkislögreglan, FBI, tilkynnti í gær að hún hefði hafið leit út um allan heim að fjórum mönnum sem grunaðir eru um að vera viðriðnir hryðjuverkasamsæri. Mennirnir eru Adnan G. El Shukrij- umah, 28 ára Sádi-Arabi, Karim El Mejjat, 35 ára Marokkómaður með franskt vegabréf, Zubayr Al-Rimi, 29 ára Sádi-Arabi, og Abderraouf Jdey, 38 ára Túnismaður. Varað við flug- ránum Washington. AP. Öryggisgæsla efld á kanadísk- um flugvöllum BRESKA lögreglan rannsakar nú skuldabréf að nafnvirði nærri 7 milljarða punda, nærri 900 millj- arða króna, sem lagt var hald á í aðgerðum gegn kólumbískum fíkni- efnahring. Enn er óljóst hvort skuldabréfin eru fölsuð en séu þau það ekki er ljóst að um er að ræða eitthvert þyngsta högg sem alþjóð- legir fíkniefnasalar hafa orðið fyr- ir. Er sérsveitir lögðu til atlögu við hús mannanna í London og Essex- héraði var aðeins gert ráð fyrir að finna þar fíkniefni en skuldabréfin umræddu voru eins og hver annar happafengur. Einnig var lagt hald á um 55 þúsund e-töflur, 15 kg af amfetamíndufti og bíla, skartgripi, fasteignir og reiðufé sem metið er á alls um 7 milljónir punda, um 900 milljónir króna. Fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC, að aðgerð- irnar fóru fram í júlí og ágúst en ekki var skýrt frá þeim fyrr en nú til að gefa lögreglu í Kólumbíu tóm til að fylgja þeim eftir þar í landi. Skrifstofa ríkissaksóknaraemb- ættisins í Bogota, höfuðborg Kól- umbíu, skýrði frá málinu í gær. Níu Bretar voru handteknir og ákærðir fyrir að leggja á ráðin um að flytja inn kókaín og e-töflur. Mennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í Bretlandi í sumar en mál þeirra verður tekið fyrir í nóvember. Fjór- ir til viðbótar voru handteknir í Bretlandi en þeim hefur verið sleppt. Þá voru tveir handteknir í Kólumbíu. Lögregla í Kólumbíu segir að um sé að ræða mikilvægan áfanga í baráttunni gegn fíkniefnasölu og peningaþvætti. Talið er að fíkniefn- in hafi verið send frá Kólumbíu til Evrópu gegnum Ekvador og Mexíkó. Meira berst af kókaíni á al- þjóðlegan markað frá Kólumbíu en nokkru öðru ríki í heiminum. Baráttan gegn fíkniefnahringjum Bretar leggja hald á skuldabréf London. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.