Morgunblaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2003 33 S ÆNSKIR kjósendur ganga til at- kvæða 14. september um hvort Svíþjóð eigi að taka upp evruna. Núna virðist líklegt að meirihluti Svía hafni því. Í augum stuðn- ingsmanna evrunnar er þetta ráðgáta. Hef- ur ekki evran reynst sterkur gjaldmiðill, eins og sést á hækkandi gengi hennar gagn- vart dollarnum? Hvers vegna ættu ekki Sví- ar að taka þátt í þessari sigurgöngu? Enginn efaðist um að evran yrði við- urkennd sem mikilvægur gjaldmiðill. En gjaldmiðlar eru ekki markmið í sjálfu sér, þeir eru tæki til að stuðla að meiri og stöð- ugri hagvexti. Þegar menn svara því hvort evran – og þær stofnanir sem tengjast henni, m.a. Evr- ópski seðlabankinn (ECB) sem einbeitir sér að verðbólgunni – sé „góð“ eða „slæm“ ættu þeir að meta það út frá efnahagslegum ár- angri hennar – því hvort hún leiðir til meiri og stöðugri hagvaxtar. Þegar evran er met- in út frá þessu er það besta sem hægt er að segja um hana að dómurinn hafi ekki enn verið kveðinn upp. Það versta sem hægt er að segja er að evran hafi ekki staðist fyrsta prófið. Hagvöxturinn í Evrulandi frá því að gjaldmiðillinn var tekin upp fyrir hálfu fimmta ári hefur verið sáralítill og skamm- tímahorfurnar eru litlu betri. Samt var evr- unni ætlað að örva hagvöxtinn með því að stuðla að lægri vöxtum og auknum fjárfest- ingum. Þótt þetta kunni að hafa gerst í nokkrum löndum hefur það ekki orðið raun- in á evru-svæðinu sem heild. Það er því rétt af Bretum og Svíum að setja spurningarmerki við það hvort evran tryggi þeim meiri hagvöxt. Reyndar hafa þeir fulla ástæðu til að telja að hið gagn- stæða verði raunin – að evran leiði til hæg- ari hagvaxtar og aukins atvinnuleysis. Auðvitað er ekki hægt að kenna evrunni einni um hægan hagvöxt Evrópusambands- ins. Veikur efnahagur heimsins, meðal ann- ars Bandaríkjanna, er hluti af vandanum. En hagkerfin verða sí og æ fyrir áföllum og gott myntbandalag ætti að vernda þau fyrir áföllunum. Áður en evran var tekin upp höfðu efa- semdamenn áhyggjur af því að Evrópski seðlabankinn myndi einblína á kjarna evru- svæðisins (Þýskaland og Frakkland) og jað- arinn gyldi þess. Til dæmis ef hagvöxturinn í kjarnalöndunum yrði mikill en lítill í minni löndunum myndi peningastefnan ráðast af þörfum kjarnans. Smærri löndin fengju ekki þá örvun sem þau þyrftu. Fáir bjuggust hins vegar við því sem gerðist: ósveigjanleiki kom í veg fyrir að Evrópski seðlabankinn gæti brugðist nógu fljótt við veikleikum í stærsta hagkerfi evru-svæðisins, Þýskalandi. Með stöð- ugleikasáttmálanum – sem er annað dæmi um ósveigjanleika sem kemur í veg fyrir að peningastefnunni sé beitt með árangurs- ríkum hætti – hefur Evrópa að óþörfu lent í efnahagslegri lægð, ef ekki kreppu. Traustið á evrunni, ásamt vísbendingum um efnahagslega óstjórn í Bandaríkjunum, varð til þess að Evrópulöndunum gafst tækifæri til að lækka vexti í því skyni að örva hagvöxtinn. Með því að einblína á verð- bólguna varð Evrópski seðlabankinn til þess að evru-svæðið tapaði tvisvar. Þar á ég bæði við þær töpuðu fjárfestingar sem lægri vextir kynnu að hafa stuðlað að og út- flutningstapið og aukna innflutninginn sem fylgir örugglega háu gengi evrunnar. Stuðningsmenn evrunnar benda á vel- gengni Bandaríkjanna með sinn sameig- inlega gjaldmiðil. Stofnanakerfið í Banda- ríkjunum er hins vegar verulega ólíkt evrópska kerfinu. Hreyfanleiki vinnuaflsins er mikilvægur þáttur í aðlögunarhæfni bandaríska hagkerfisins. Á fyrri helmingi síðasta áratugar, þegar mikill niðurskurður útgjalda til varnarmála leiddi til meira en 10% atvinnuleysis í Kaliforníu fluttu margir Kaliforníubúar búferlum til annarra sam- bandsríkja þar sem auðveldara var að fá at- vinnu. Auk þess gat alríkisstjórnin í Wash- ington örvað efnahag Kaliforníu með því að auka önnur framlög til ríkisins. Þótt hreyfanleiki vinnuaflsins milli landa hafi aukist í Evrópu er hann miklu minni en í Bandaríkjunum, m.a. vegna tungumála- hindrana. Að landbúnaðarstyrkjunum und- anskildum eru útgjöld Evrópusambandsins lítil. Síðast en ekki síst hafa Bandaríkin stað- fastlega neitað að binda hendur sínar eins og Evrópuríkin hafa gert. Í Bandaríkjunum var stjórnarskrárákvæði um hallalaus fjár- lög hafnað og einnig tillögum um að breyta stofnskrá bandaríska seðlabankans sem kveður á um að hann taki ekki aðeins mið af verðbólgunni, heldur einnig ástandinu í at- vinnumálum og hagvexti. Alþjóðlegu gjaldeyrismarkaðirnir geta verið óstöðugir og þessi óvissa veldur meiri lántökukostnaði. Slík áhætta skiptir hins vegar miklu minna máli fyrir ríki með trausta hagstjórn og litlar skuldir. Auk þess hafa áhættuvarnirnar batnað með nútíma- tækni. Svíþjóð stafar ekki lengur mest hætta af skaðlegri spákaupmennsku, heldur af slæmri stjórn peningamála – meðal ann- ars of mikilli áherslu á verðbólguna að hætti Evrópska seðlabankans. Fyrir lönd sem hafa staðið vel í stykkinu, svo sem Svíþjóð og Bretland, er lítill ávinn- ingur af upptöku evrunnar en áhættan er mikil – að minnsta kosti að svo stöddu. Stöð- ugleikasáttmálinn virðist vera að trosna. Stórum löndum, eins og Þýskalandi og Frakklandi, er sýnt umburðarlyndi þegar þau brjóta ákvæði stöðugleikasáttmálans með of miklum fjárlagahalla. Öðru máli gegnir um minni lönd eins og Portúgal. Ólíklegt er að Evrópski seðlabankinn gefi mikinn gaum að þörfum Svíþjóðar, þannig að landinu verður líklega ekki veitt sama svigrúm og stærri grannríkjum. Upptaka evrunnar kann að verða væn- legri kostur þegar fram líða stundir. Hugs- anlegt er að stofnanakerfi Evru-svæðisins batni eða að mikið umrót verði á fjármagns- mörkuðunum, þannig að kostnaðurinn af því að standa undir gengisáhættunni verði óbærilegur. Hugsanlegt er hins vegar að ástandið í Evrulandi versni: stöðugleikasáttmálinn, sem er í raun með mismunandi reglur eftir stærð aðildarríkjanna, verður nær örugg- lega afnuminn. En hvað kemur í staðinn? Óvissa um framvinduna í þessum efnum getur leitt til óþarflega hárra vaxta í Evru- landi – og þar með hægari hagvaxtar. Þegar óvissunni um stofnanabreyting- arnar innan evru-svæðisins hefur verið eytt verður hægt að taka ákvörðun um upptöku evrunnar. Sú ákvörðun breskra stjórnvalda að fresta upptöku evrunnar er því skyn- samleg eins og staðan er nú. Líklegt virðist að sænskir kjósendur sýni svipuð hyggindi. Nú er ráðlegt að bíða með evruna Joseph E. Stiglitz fékk Nóbelsverðlaunin í hag- fræði 2001. Hann er hagfræðiprófessor við Columbia-háskóla og var formaður ráðs efnahagsráðgjafa Bills Clintons, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og aðalhagfræðingur og varaforseti Alþjóðabankans. © Project Syndicate. Eftir Joseph E. Stiglitz '()%  ! . 1 F  K5LMJJ$M$NHLM3L$$OPK5M3. ;<QQK FFH) 2F verkum. Þannig má t.d. nefna að um þessar mundir fer Finnland með svæðisherstjórn í Kos- óvó þrátt fyrir að eiga ekki aðild að Atlantshafs- bandalaginu. Samþættingu má sjá í því að Ísland nýtur ýmissar aðstoðar hinna Norðurlandanna við flugvallarstjórnina á Pristína-flugvelli. Í ljósi reynslunnar og með frekari eflingu Íslensku friðargæslunnar í huga ákvað utan- ríkisráðherra að óska eftir aðild Íslands að NORDCAPS og var viðeigandi samningur und- irritaður á fundi ráðherranna í Reykjavík. Með því getur Ísland lagt af mörkum starfskrafta borgaralegra sérfræðinga til friðargæsluverkefna á alþjóðavettvangi í formfestri samvinnu við nor- rænar frændþjóðir sem hafa svipuð viðmið og gildi. Um leið fær Íslenska friðargæslan mik- ilvægan bakhjarl á sviði aðgerða, þjálfunar og búnaðar. Þar sem stöðugleiki á Norður-Atlantshafi varð- ar öll Norðurlönd með beinum eða óbeinum hætti bar tvíhliða varnarsamstarf Íslands og Bandaríkj- anna óhjákvæmilega á góma á ráðherrafundinum. Utanríkisráðherra gerði grein fyrir atburðarás undanfarinna mánaða og núverandi stöðu máls- ins. Það kom skýrt fram að öll hin Norðurlöndin láta sig öryggi Íslands miklu skipta og fylgjast af áhuga með framvindunni. Þótt varnarsamstarf Ís- lands og Bandaríkjanna sé tvíhliða viðfangsefni þá er um svæðisbundna hagsmuni að ræða. Aðildin að Atlantshafsbandalaginu og tvíhliða varnarasamstarfið hafa um langt skeið verið hornsteinar íslenskrar öryggis- og varn- armálastefnu og það mun ekki breytast í fyr- irsjáanlegri framtíð. Það útilokar hins vegar ekki aukið samhliða samráð og samstarf við nágranna- ríki bæði innan og utan bandalagsins. Skoð- anaskipti um öryggis- og varnarmál, þ. á m. kynn- ing á íslenskum viðhorfum, getur einungis orðið Íslandi til framdráttar. Hagnýt samvinna í frið- argæslu eykur íslenskt bolmagn og skilar fljót- lega mikilvægri sérþekkingu aftur til Íslands. Virkari þátttaka í norrænu samráði og samstarfi á sviði varnarmála er því æskileg viðbót við íslenska öryggis- og varnarmálastefnu. æsla Höfundur er aðstoðarmaður utanríkisráðherra og varaþingmaður. landi. Þetta er nokkurt íhugunarefni þegar haft er í huga að ekki er lengur hægt að veiða fisk við strendur Englands vegna rányrkju! IWC veitti Norðmönnum leyfi til að veiða ákveðinn fjölda hvala á ári og það er glórulaust að frjáls félagasamtök skuli nú ráðast á Íslend- inga til að reyna að vekja athygli alþjóðlegra fjölmiðla og afla þannig fjár. Það eru ömurleg líkindi með þessu máli og Íraksskýrslunni með ýkjunum frá Downing- stræti þótt erfitt sé að ímynda sér að nokkur fyrirfari sér vegna þessa máls. En hver veit? Villuráfandi félagi í samtökunum gæti tekið upp á því að skjóta skutli í gegnum sjálfan sig í Reykjavík eftir að hafa fengið fyrirheit um sam- vistir við óspjallaða hvali hinum megin! Eftir stendur að nóg er af hvölum á Norður- Atlantshafi. Íslendingar vilja nýta örlítið af stofn- inum og þeir hafa fullan rétt á því. Þótt Íslend- ingar veiði fáeinar hrefnur ógnar það ekki stofn- inum með nokkrum hætti og veiðarnar væru í samræmi við samninginn um sjálfbæra nýtingu náttúrulegra auðlinda, eins og hann var gerður í Rio de Janeiro. Nefna mætti í þessu sambandi þá undarlegu staðreynd að ríkisvaldið í Zimbabwe styrkir rán- yrkju á friðuðum dýrum í landinu. En Rainbow Warrior, „skip hinna fögru fyrirheita“, getur ekki siglt inn í miðjan suðurhluta Afríku. Líklega er búið að úthluta því svæði einhverjum öðrum um- hverfisverndarsamtökum. En enn og aftur: Vest- ræn borgarbörn eru ginnkeyptari fyrir ímynd hvalsins en ímynd kúgaðra og hungraðra Afríku- manna. Bara að menn væru hvalir! ru aftur tómar! Höfundur er félagi í samtökunum FISC, Faroe Iceland Solidarity Committee. hafa átt sér stað menningarsöguleg slys á borð við það þegar Fjalarkötturinn var rifinn. Ég lít svo á að ábyrgð okkar í borgarstjórn sé mikil í þessu máli og tel fulla ástæðu til að skoða það vel áður en lengra er haldið. Okkar menningarlega ábyrgð snýst fyrst og fremst um það, að koma í veg fyrir niðurrif hússins og tryggja þannig varðveislu menning- arverðmæta. Það hefur enginn orðið minni maður af því að taka ígrundaðar og vel undirbúnar ákvarð- anir og það finnst mér eiga við hér. Ég treysti því að allir þættir þess verði vandlega skoð- aðir með tilliti til sögu hússins og hlutverks í menningarsögu borgarinnar. sál Höfundur er píanóleikari og varaformaður menning- armálanefndar Reykjavíkurborgar. Morgunblaðið/Jim Smart
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.