Morgunblaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 30
NEYTENDUR 30 LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ E ITT af því sem einkennir hamingju- samt fólk er að það telur sig hafa náð markmiðum í lífinu sem skipta máli. Þeir sem setja sér markmið og stefna að þeim ná yfirleitt lengra en hinir sem ekki hafa ákveðna stefnu. Að ná settu marki getur verið mjög ánægjulegt, styrkjandi og hvetjandi til að halda áfram. Markmiðin geta verið margs konar, bæði til skamms eða lengri tíma og með mismunandi vægi.Við eigum okkur öll einhverja drauma, bæði litla drauma, eins og það að langa til að hitta einhvern ákveðinn á morgun, og svo stærri drauma um það hvað við viljum gera í lífinu, og allt þar á milli. Margir eiga sér drauma sem þeir geyma í minningunni og telja sér trú um að geti aldrei ræst og aðrir að það sé bara fyrir fáa útvalda að láta drauma sína rætast. Það er alveg ljóst að draumarnir rætast ekki ef við gerum ekkert í því. Hver og einn ætti að dusta rykið af sínum draumum og skoða hvað hann þarf að gera til að láta þá rætast. Til þess að draumar okkar rætist verðum við að trúa því sjálf að þeir geti ræst, stefna að því á hæfilega raunsæjan hátt og þá getur allt gerst. Það er aldrei of seint að láta drauma sína rætast, hvort sem það er um að fara aftur í skóla, læra framandi tungumál eða búa í öðru landi. Sumir gera allt þetta í einu. Kona nokkur sem ég þekki flutti til Frakk- lands eftir að börnin hennar voru uppkomin og lærði frönsku. Þannig lét hún sína drauma rætast. Settu þér það markmið að láta drauma þína rætast. En ekki gleyma því, að það má skipta um draum og setja sér ný markmið. Með tím- anum breytast langanir okkar og þrár, það sem við þráðum í gær þarf ekki að vera það sama og við þráum á morgun. Það eitt að stefna að einhverju hvetur okkur áfram og gefur okkur styrk. Við ættum öll að setja okk- ur það markmið að verða hamingjusöm og vinna að því alla ævi. Oft skyggir á en flest höfum við þá mikið með það að segja hvort við náum að finna hamingjuna aftur ef við þorum að takast á við vandamálin á jákvæðan hátt. Að fylgja geðorðunum getur verið góð leið til að ná því markmiði. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Geðræktar.  Frá Landlæknisembættinu Heilsan í brennidepli 10. geðorðið: Settu þér markmið og láttu drauma þína rætast Markmiðin geta verið margs konar, bæði til skamms eða lengri tíma og með mismun- andi vægi. HEILSA SKÓLAMÁLTÍÐIR standa nú til boða í 24 skólum í Reykjavík og hafa ný mötuneyti verið tekin í gagnið í 7–8 skólum á þessu hausti, segir Júl- íus Sigurbjörnsson, deildarstjóri rekstrardeildar Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur. Neytendasíðunni barst fyrirspurn um verðmun á skólamál- tíðum milli tveggja skóla, þar sem máltíð í hádegi kostaði 200 krónur í öðru tilvikinu og 288 krónur í hinu. Segir Júlíus Fræðslumiðstöð hafa eftirlit með verðlagningu skólanna og gera verðkönnun einu sinni á ári. „Kostnaður einnar máltíðar var 200–250 krónur í nóvember 2002,“ segir Júlíus til viðmiðunar. Hvað verðmuninn hér á undan áhrærir segir Júlíus mismunandi kostnað í skólum helgast af fjölda máltíða á degi hverjum. „Hagkvæmni í innkaupum eykst og afföll eru minni því fleiri sem nemendur eru,“ bendir hann á, en verðlagning máltíðanna miðast ein- göngu við hráefniskostnað og nýt- ingu að hans sögn. Annar rekstrar- kostnaður falli á skólana sjálfa. Fylgst með hagkvæmni „Fræðslumiðstöð fylgist með hag- kvæmni í innkaupum og eins er bók- hald skólanna yfirfarið,“ segir hann. Sjö skólar bjóða nemendum upp á bakkamat í hádeginu sem stendur og í fjórum skólum er ekki matarþjón- usta. Helsta ástæðan er aðstöðuleysi og stendur til að bjóða skólamáltíðir í öllum skólum innan tveggja ára, segir Júlíus jafnframt. „Það er stefna skólayfirvalda að bjóða öllum grunnskólanemendum skólamáltíðir innan þessa tíma. Kostnaður við að koma upp mötu- neytisaðstöðu er misjafn og fer með- al annars eftir því hvort um nýbygg- ingu eða breytingar á eldra húsnæði er að ræða. Sé um að ræða gamlan skóla getur kostað 17–20 milljónir að opna mötuneyti, sé allt talið,“ segir hann. Júlíus segir jafnframt að innkaup á hráefni fyrir mötuneyti innan stofnana borgarinnar verði boðin út í vaxandi mæli. Nýbúið sé að skrifa undir samning um innkaup á fiski fyrir Fræðslumiðstöð, Félagsþjón- ustuna og Leikskóla Reykjavíkur og fyrirhugað sé að bjóða út innkaup á fersku kjöti og þurrvöru. Markmiðið er að verð skólamáltíða fyrir nem- endur grunnskóla borgarinnar end- urspegli hráefniskostnað. Júlíus segir loks að viðtökur nem- enda á skólamáltíðum hafi verið góð- ar og að 71% nemenda hafi nýtt sér þjónustuna að meðaltali í nóvember 2002. SPURT OG SVARAÐ UM NEYTENDAMÁL Morgunblaðið/Ásdís Verðlagning skólamáltíða Miðað er við að skólamáltíðir verði í boði í öllum skólum í Reykjavík. MATVÆLASVIÐ Umhverfisstofnunar vekur athygli á akasíuhunangi sem tekið hefur verið af markaði hérlendis vegna sýkla- lyfjaleifa. Um er að ræða hunang upprunnið í Ung- verjalandi og mun sýklalyfið hafa verið í kínversku hunangi sem blandað var saman við vör- una. Kínverskt hunang hefur verið bannað í Evrópu frá 2002 vegna endurtekinna mælinga á lyfjaleifum, segir Umhverfis- stofnun. Varan sem hér um ræðir er Hornbeck-akasíuhunang í 340 g glerkrukkum og er framleiðand- inn Scandic food a/s í Danmörku. Tekið skal fram að innköllunin nær einungis til framleiðslu með eftirfarandi dagsetningar og framleiðslunúmer, það er 12.08.2004 L3043 og 12.08.2004 L3056. Lyfjaleifar í hunangi VERSLUN Bónuss við Iðufell verð- ur lokað í nokkra daga vegna breyt- inga. Unnið verður að gagngerum endurbótum á húsnæðinu og eru við- skiptavinir Bónuss í Breiðholti beðn- ir afsökunar á óþægindunum, að því er segir í tilkynningu frá versluninni. Bónusi í Iðufelli lokað um sinn MARCO heildversl- un hefur byrjað inn- flutning á heilsu- grilli George Forman. Í tilkynn- ingu frá innflytj- anda kemur fram að um sé að ræða grill með teflon-húðaðar plötur sem fær fitu- vökva í matnum til þess að leka af. Ofan á grillinu er sérstakur brauð- hitari og einnig eru færanlegar hjar- ir fyrir þykkara hráefni á borð við kjötstykki og fisk, segir ennfremur. Sjá www.marco.is. NÝTT Teflon-húðað heilsugrill BÆKLINGUR með vor- og sumarlínu GreenHouse er kominn til lands- ins. Um er að ræða danskt fyr- irtæki með fatn- að fyrir dömur og herra auk heimilislínu. Varan er aðallega seld á kynningum í heimahúsum og hjá sölukonum. Einnig má panta á Netinu, slóðin er www.green-house.is, samkvæmt fréttatilkynningu. Vetrarlisti GreenHouse „ÉG vakna upp á nóttunni við verki í fótleggjunum. Þeir lýsa sér sem mikil þreyta og eins konar náladoði eða sviði og eru mjög óþægilegir. Ég á erfitt með að festa svefn á ný og helsta ráðið er að fara á fætur og ganga um gólf og hreyfa lappirnar. Hvaða sjúkdómur er þetta? SVAR Fótaóeirð (e. RestlessLeg Syndrome; RLS) lýsir sér gjarnan sem óþægileg til- finning eða ,,pirringur“ í fótum, en þessi einkenni geta líka komið í hand- leggi. Fólki finnst oft erfitt að lýsa einkennum, en þeim er helst lýst sem doða, sviða, stingjum eða eirðarleysi sem koma fram í hvíld eða þegar fólk er kjurrt. Sinadráttur er ekki hluti af ein- kennum fótaóeirðar. Flestir lýsa að einkenni séu djúp, vanalega milli ökkla og hnjáa, þó svo að allur útlim- urinn geti verið undirlagður. Í einni rannsókn lýstu 2⁄3 hlutar fólks með fótaóeirð jöfnum einkennum beggja vegna og 1⁄3 lýsti breytilegum ein- kennum milli fóta. Þessar tilfinningar eru staðsettar djúpt í útlimum frekar en í húðinni. Fólki finnst það oft tilknúið að hreyfa fæturna og getur það lagað einkenni tímabundið. Dæg- ursveifla sést oft í fótaóeirð og eru einkennin oftast verri á kvöldin og á nóttunni. Þegar fólk er komið upp í rúm á kvöldin á það oft erfitt með að finna sér ,,góðar stellingar“ og finnst að það þurfi að hreyfa sig. Náfrænka fótaóeirðar er lotu- hreyfiröskun útlima í svefni (e. per- iodic limb movements in sleep; PLMS) sem getur einnig komið fyrir í vöku og nefnist þá lotuhreyfiröskun útlima í vöku – (Periodic limb move- ments while awake; PLMW). Hreyf- ingar samfara PLMS eru einsleitnar endurteknar beygjur fótleggja á sama tíma og rétt er úr fótum og tám. Þessar hreyfingar standa í 0,5–5 sek- úndur og koma á 20–40 sekúndna millibili í lotum yfir alla nóttina. Hjá fólki þar sem PLMS veldur uppvakn- ingu og skertum svefni með með- fylgjandi dægursyfju er talað um lotuhreyfiröskun útlima kvilla. Þó svo að fótaóeirð og PLMS sé vægur kvilli hjá sumum getur hann verð mjög hvimleiður hjá öðrum og valdið tölu- verðri þjáningu, enda er fótaóeirð ein algeng orsök dægursyfju. Rann- sóknir hafa sýnt að um 80–100% þeirra sem eru með fótaóeirð eru einnig með PLMS. Fótaóeirð er skipt í primert- og secondert-form. Flestir eru með primeran kvilla þar sem orsökin er óþekkt. Fjölskyldusaga með ríkjandi erfðum sést hjá 40% einstaklinga með primert-form fótaóeirð. Þetta ásamt lýsingu stórra fjölskyldna með fótaóeirð bendir til að um erfðakvilla geti verið að ræða. Seconder-form koma fram við járnskort, nýrnabilun, sykursýki, iktsýk og æðahnúta. Talið er að um 25–40% fólks með blóðskort fái fótaóeirð. Hugsanlegir þættir sem valda þessum kvillum eru taldir vera van- hömlun á eðlilegum gangráð í mið- taugakerfinu. Klínískar og til- raunaniðurstöður styðja mikilvægi dópaminerga-kerfisins í þessum kvill- um ásamt meðverkandi áhrifum ópíata og annarra boðefna í mið- taugakerfinu. Hjá litlum hluta sjúk- linga geta eink. fótaóeirðar og lotu- hreyfiröskunar útlima komið fram við járnskort, nýrnabilun, æðahnúta eða úttaugaskemmd en þessi form eru kölluð seconder. Fótaóeirð er greind með klínískum skilmerkjum en þau eru: 1. Löngun til að hreyfa útlimi oft samfara dofa/náladofa. 2. Vöðvaóeirð. 3. Einkenni versna við hvíld og lagast tímabundið við hreyfingu. Fótaóeirð er algengur kvilli sem hefur verið vangreindur, en hann hef- ur stundum gengið undir heitinu ,,al- gengasti sjúkdómurinn“. Talið er að fótaóeirð hrjái um 5–15% fólks. Þrátt fyrir að fótaóeirð sé algeng þurfa ekki allir á meðferð að halda. Þegar búið er að greina fótaóeirðar ætti að spyrja sig eftirtalinna spurninga: Er einhver undirbyggjandi sjúkdómur sem gæti orsakað einkennin eins og járnskortur, nýrnabilun eða út- taugaskemmd (seconder form)? Eru einhverjir þættir til staðar sem gera einkennin verri? Sum lyf sem draga úr dópamínáhrifum í heila geta fram- kallað fótaóeirð auk þess sem mikil kaffi- eða áfengisdrykkja geta gert einkennin verri. Einkenni fótaóeirðar geta þó haldið áfram þrátt fyrir að búið sé að leiðrétta orsakaþætti sem valda seconder-formi fótaóeirðar. Kjörmeðferð fyrir fótaóeirð virðist sú sama fyrir primer- og seconder- form. Val meðferðar fer eftir tvennu, þ.e.a.s. alvarleika og gerð einkenna. Væg einkenni þarf e.t.v. einungis að laga með því að bæta svefn eins og með róandi og svefnlyfjum eða með atferlismeðferð til að laga truflanir á dægursveiflum. Fyrsti flokkur lyfja sem oftast eru notuð í meðferð fótaóeirðar eru dóp- amínvirk lyf. Þessi lyf draga vel úr einkennum fótaóeirðar í lágum skömmtum en hins vegar hefur sýnt sig nýverið að þol geti myndast fyrir þeim með versnun einkenna síðar meir. Önnur lyf í flokki dópamínvirkra lyfja eru dópamínhermar. Þessi lyf þolast yfirleitt vel og ekki virðist myndast þol fyrir verkun þeirra líkt og sést við notkun levodópa. Annar flokkur lyfja er Benzod- iazepín en þau eru gagnleg hjá ein- staklingum með væg og tímabundin einkenni fótaóeirðar, lotuhreyfi- röskun útlima í svefni eina sér eða svefnvandamál. Stærsti ókostur þeirra er að þau virðast ekki vera virk sem eina meðferðin hjá einstakling- um með slæma fótaóeirð. Þriðji flokkur lyfja sem nota má eru ópíóíðar (sterk verkjalyf) en þau geta lagað bæði fótaóeirð og lotu- hreyfiröskun útlima í svefni. Vegna ávanahættu eru ópíóíðar oft ekki not- aðir nema fyrir þá sem eru með slæm einkenni hjá þeim þar sem önnur meðferð hefur ekki komið að gagni. Fjórði flokkur lyfja sem eru notuð eru sum flogalyf en þau hafa sýnt sig að geta lagað einkenni fótaóeirðar. Fótaóeirð eftir Albert Pál Sigurðsson Lesendur Morgun- blaðsins geta komið spurningum varðandi sál- fræði-, félagsleg og vinnu- tengd málefni til sérfræð- inga á vegum persona.is. Senda skal tölvupóst á persona@persona.is og verður svarið jafnframt birt á persona.is. Einkennin oftast verri á kvöldin og á nóttunni Höfundur er taugalæknir. .............................................. persona@persona.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.