Morgunblaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Opið hús: laugardag 6/9 kl. 10 - 16sunnudag 7/9 kl. 11 - 16 Hér erum viðbrautatasgata gu r Ba ró ns stí gu r álsgataugata Skarphéð.gKarlagVífilsg MánagSkeggj Sn or ra br au t Ra uð ar ár st íg ur Þv er ho lt Ei nh oltMeða Stórholt Stangarho Skipholt Brautarholt Nó at ún Laugavegur Hátún Miðtú Samtú Borg H öf ða tú n Sæt únSkúlatún Skúlagata Steintún HLEMMUR M jö ln is h. Eldaskálinn Brautarholti 3 105 Reykjavík Sími: 562 1420 www.invita.com Möguleiki á allt að 30 ára veðláni* frá SPRON. Lánið getur náð yfir fullfrágengið eldhús með tækjum, flísum, gólfefnum, málningu og uppsetningu. Vegna breytinga á skápastærðum bjóðum við allar sýningarinnréttingar okkar, bæði eldhús og bað, með afslætti. Komdu og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig. Draumaeldhúsið þitt á 10-20.000,- á mánuði INVITA Innréttingar á allt að 30 ára láni ÁGREININGUR er risinn í hlut- hafahópi Hraðfrystistöðvar Þórs- hafnar, HÞ, vegna nýlegrar ákvörðun stjórnar félagsins um að kaupa fullvinnsluskipið Þorstein EA af Samherja ásamt aflaheim- ildum. Heimildir Morgunblaðsins herma að verðið hafi verið ákveðið 1.360 milljónir króna. Ef af kaupunum verður er ákveðinn hópur hluthafa hræddur um að stefnubreyting verði hjá fé- laginu og vinnsla verði að miklu leyti færð út á sjó. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins telur þessi hópur hluthafa sem samanlagt á 25% í félaginu, að of mikil áhætta sé fólgin í kaupum á slíku skipi auk þess sem það henti betur Hraðfrystistöðinni að eiga skip sem siglir með aflann að landi og nýtir þá aðstöðu og mannafla sem þar er. Ennfremur telur hópurinn, sam- kvæmt heimildum blaðsins, að verðið sem greiða á fyrir skipið og aflaheimildirnar sé allt of hátt, og geti ekki talist eðlileg viðskipti. Styrkir byggðarlagið Finnbogi Jónsson stjórnarfor- maður Hraðfrystistöðvar Þórshafn- ar og Samherja segir að tilgangur kaupanna á Þorsteini sé þvert á móti að styrkja félagið og byggð- arlagið. Finnbogi segir að kaupin á skip- inu þýði ekki að vinna færist út á sjó heldur verði um hreina viðbót við starfsemi félagsins að ræða og ný hálaunastörf bætist við í byggðalaginu. Þær aflaheimildir sem fyrirhug- að er að nýta á skipinu til viðbótar þeim sem fylgja í kaupunum hafa að stærstum hluta verið leigðar á undanförnum árum, að sögn Finn- boga, og þannig ekki skapað nein störf í byggðalaginu. Varðandi verð á skipi og afla- heimildum segir Finnbogi að um það megi að sjálfsögðu alltaf deila. Þó sé tiltölulega auðvelt að meta aflaheimildir en verð á skipi eins og Þorsteini geti hins vegar verið flóknara. Ástæðan er sú að Þor- steinn hefur óvenju fjölþætta möguleika til veiða og vinnslu og ekki sé mikið um slík skip á mark- aðnum. Skipið sé bæði útbúið til botn- vörpuveiða og nóta- flottrollsveiða og hafi vinnslumöguleika bæði fyrir bolfisk og uppsjávarfisk. Finnbogi segir að það sem öllu máli skiptir sé hvaða tekjum fjár- festingin muni skila og samkvæmt áætlunum sé um mjög arðbæra framkvæmd að ræða fyrir HÞ. Tilboð í hlut Samherja Stærsti hluthafi HÞ er Samherji með 49,66% hlut, en þar á eftir koma Sjóvá-Almennar tryggingar hf. með 11%. Kaldbakur er með 5% hlut og Sjöfn með 5% hlut, en þau tvö síðasttöldu eru bæði félög ná- tengd Sam herja. Samherji á um 13% hlut í Kaldbaki, Kaldbakur á 18% hlut í Samherja, og Kaldbakur á 50% hlut í Sjöfn. Fyrrgreindur hópur hluthafa í HÞ, undir forystu Rafns Jónssonar útgerðarstjóra HÞ og Hilmars Þórs Hilmarssonar fyrrverandi starfsmanns HÞ, gerði sl. miðviku- dag tilboð í allt hlutafé Samherja í Hraðfrystistöð Þórshafnar og rann tilboðið út í gær kl. 16 án þess að því væri tekið. Tilboðið hljóðaði upp á gengið 4,1 sem er um 75% hærra verð en lokaverð á bréfum félagsins í Kauphöll Íslands á mið- vikudaginn, en engin viðskipti voru með bréf í félaginu í gær. Hlutafé Hraðfrystistöðvar Þórshafnar er alls 489.975.000 kr. að nafnverði og tilboðið því að upphæð tæplega einn milljarður króna. Finnbogi Jónsson staðfestir að til boð hafi borist, en hlutur Sam- herja sé ekki til sölu og tilboðinu hafi því ekki verið tekið alvarlega. Í raun hafi legið fyrir fyrirfram að því yrði hafnað. „Menn vissu vel áður en þeir gerðu tilboðið að því yrði ekki tek- ið,“ sagði Finnbogi í samtali við Morgunblaðið. Um það hvort að verðið sem boð- ið var hafi ekki freistað Samherja, segir hann svo ekki vera. „Þetta er vissulega hærra heldur en það verð sem verið hefur á markaðnum, ef markað skyldi kalla, en viðskipti með bréf félagsins eru ákaflega lít- il. Við komum að þessu félagi fyrir þremur árum þegar það stóð mjög illa. Okkur hefur tekist að gjör- breyta stöðu félagsins og nú nýlega var félagið endurfjármagnað frá grunni. Ég tel að það hafi tekist eingöngu vegna þess að menn trúðu því að Samherji yrði þarna áfram. Félagið stendur nú þannig að við getum ráðist í þessa fjárfestingu sem að mínu mati á eftir að verða mikill styrkur fyrir HÞ til fram- tíðar og byggðalagið allt.“ Hluthafafundur á mánudag Hluthafafundur hefur verið boð- aður í Hraðfrystistöð Þórshafnar á mánudaginn. Á dagskrá fundarins eru tvö mál, tillaga um kaupin á Þorsteini EA og tillaga um hluta- fjáraukningu í félaginu að upphæð 110 milljónir króna að nafnverði. Samþykki eigenda 67% hlutafjár þarf til að samþykkja hlutafjár- aukninguna. Finnbogi segir að ekki sé end- anlega ákveðið hvort leitað verði eftir heimild til hlutafjáraukningar. „Það gæti verið að það verði farnar aðrar leiðir, og þau mál eru til skoðunar. Það eru fleiri leiðir færar til að tryggja greiðslu- og eiginfjárstöðu félagsins. Enn frem- ur liggur fyrir að félaginu býðst hagstæð lánsfjármögnun í tengslum við þessi kaup og það skiptir verulegu máli í þessu sam- hengi.“ Spurður hvort hann héldi að eft- irspurn yrði eftir nýju hlutafé í fé- laginu segir Finnbogi að hún yrði væntanlega minni hjá almennum fjárfestum. Það hlyti þó að ráðast af því á hvaða kjörum bréfin byð- ust. Spurður að því af hverju Sam- herji vilji selja Þorstein EA segir Finn bogi að Samherji sé stór eign- araðili í Hraðfrystistöðinni og mik- ilvægt sé að félaginu gangi vel. „Þarna eru veiði heimildir sem hafa verið leigðar á undanförnum árum. Það er ekki stefna Samherja að leigja út aflaheimildir, heldur að þær séu nýttar þannig að þær skapi störf hjá félaginu og séu til styrktar fyrir byggðarlagið. Við viljum að HÞ sé rekið í samræmi við þessi markmið Samherja.“ Ágreiningur meðal hluthafa Hraðfrystistöðvar Þórshafnar Ósætti vegna kaupa á fullvinnsluskipi Hópur minnihlut- hafa gerði millj- arðs króna tilboð í hlut Samherja AÐEINS 2,8% almennings vilja að fyrirtæki styðji við bakið á menning- arlífinu samkvæmt Gallupkönnun sem Íslandsbanki lét gera í tilefni af 15 ára afmæli menningarsjóðs bank- ans í ár. 80% aðspurðra í sömu könn- un töldu hinsvegar mikilvægt að fyr- irtæki styddu góð málefni. Hulda Dóra Styrmisdóttir fram- kvæmdastjóri markaðs- og kynning- armála Íslandsbanka sagði frá þessu á fundi í Hafnarhúsinu í gær sem haldinn var undir yfirskriftinni: Máttarstólpar og menningin, þar sem fjallað var um samstarf menn- ingar- og atvinnulífs. Hulda sagði á fundinum að nið- urstaðan hlyti að vera áhyggjuefni fyrir aðila í menningarlífinu og hlyti að kalla á nýjar hugmyndir um hvað hægt væri að gera til að auka með- vitund fólks í landinu um mikilvægi menningarinnar. Ísland eitt á báti Aðalfyrirlesari á fundinum, sem var samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík, Höfuðborgarstofu og Samtaka atvinnulífsins, var Mikael Strandanger framkvæmdastjóri al- þjóðlegu samtakanna Arts and Business í Svíþjóð, en það er sjálfs- eignarstofnun sem hefur það að að- almarkmiði að koma á sambandi á milli atvinnulífsins og menningar- lífsins þar sem báðir aðilar hagnast. Í máli hans kom fram að Ísland er eina landið af Norðurlöndunum þar sem ekki er starfrækt sérstök stofn- un af þessu tagi. Strandanger fór vítt og breitt yfir starfsemi stofnunarinnar sem hann veitir forstöðu og rakti helstu verk- efni hennar. Nefndi hann sem dæmi ráðgjöf sem stofnunin veitir til fyr- irtækja og námskeið sem hún heldur fyrir menningaraðilann, t.d. í því hvernig á að standa að samn- ingagerð við fyrirtæki. Hann sagði að núorðið væri orðið samstarfsaðili notað í vaxandi mæli í samskiptum fyrirtækja og lista- manna sem lýsti vel hugarfarsbreyt- ingunni sem er að verða í þessum málum. „Fyrirtæki og menningar- aðilar eru nú að leita að mun dýpra og lagskiptara sambandi en áður tíðkaðist. Nú sættir fyrirtæki sig ekki við það eingöngu að gefa hundraðþúsundkall til að fá lógó prentað í sýningarskrá,“ sagði Strandanger og rakti síðan lið fyrir lið ýmsa kosti sem fylgja því fyrir fyrirtækin og menningaraðila að starfa saman. Hann sagði að fyrirtæki gætu með svona samstarfi fengið til dæmis beinan aðgang að markhópi og tók þar lítið dæmi af sænskri lyfjaversl- un sem styrkir óperuna, en við fyrstu sýn virðast þeir aðilar fátt eiga sameiginlegt. „Þeir komust að því að læknum finnst gaman að fara í óperuna. Læknar vísa á lyf, og í óp- erunni nærðu athygli þeirra,“ sagði Strandanger. Hann sagði að þetta dæmi sýndi mikilvægi þess fyrir menningarstofnun að þekkja vel áhorfendahóp sinn til að fyrirtæki gætu gert sér mat úr honum. 400 verkefni á 15 árum Í pallborðsumræðum að loknu er- indi Strandangers skýrði Hulda Dóra Styrmisdóttir frá Íslandsbanka frá starfsemi menningarsjóðs bank- ans sem á 15 ára afmæli í ár. Þar kom fram að sjóðurinn hefur frá því hann var stofnaður árið 1988 styrkt 400 verkefni með alls 160 milljóna framlagi að núvirði. Á síðustu tveim- ur árum hefði upphæðin verið 35 milljónir á hvoru ári. Bogi Pálsson formaður Versl- unarráðs, sagði í umræðunum að báðir aðilar, menningaraðili og fyr- irtæki, þyrfti að hafa viðskipta- hugmynd þegar kæmi að því að gera samning um samstarf. Ef engin við- skiptahugmynd væri til staðar þá yrði einungis um einhliða styrk að ræða, og slíkt væri ekki spennandi. Hann gagnrýndi fjölmiðla, og nefndi þá sérstaklega ríkisfjölmiðla, fyrir að sneiða hjá því í umfjöllun um ýmsa viðburði að nefna styrktarað- ilana. Liv Bergþórsdóttir fram- kvæmdastjóri einstaklingssviðs Og Vodafone sagðist telja að meiri fag- mennska væri við lýði hjá aðilum í popptónlistargeiranum og íþróttum. Þeir ræddu strax um samstarf en menningin væri enn of mikið að biðja um styrki. Eiríkur Þorláksson forstöðumað- ur Listasafns Reykjavíkur kvaddi sér hljóðs og sagði að það væri greinilega vaxandi tilhneiging hjá fyrirtækjum að styrkja stórviðburði á meðan nýsköpunin og grasrótin sylti. „Lítil gallerí og áhugahópar eru kannski hversdagsleg og óspennandi fyrir fyrirtækin, en því má ekki gleyma að þau eru grunn- urinn að viðburðunum sem fá mest- allt fjármagnið,“ sagði Eiríkur. Morgunblaðið/Ásdís Ísland er eina landið á Norðurlöndum þar sem ekki er starfrækt sérstök stofnun um að koma á samstarfi milli viðskiptalífsins og menningarlífsins. 2,8% vilja stuðning við menninguna Stuðningur fyrirtækja við menningarlífið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.