Morgunblaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Jóhanna Krist-björg Einars- dóttir fæddist að Ási í Hegranesi 7. september 1928. Hún lést á hjúkrun- arheimilinu Sunda- búð Vopnafirði 1. september síðastlið- in. Foreldrar henn- ar voru Einar Guð- mundsson, f. 3.3. 1894, d. 26.7. 1975, og kona hans Sig- ríður Jósafatsdótt- ir, f. 21.1. 1889, d. 11.8. 1951, búendur á Ási í Hegranesi. Alsystkini Jóhönnu eru Valgarð, f. 10.3. 1927 og Aðalgeir Þórhall- ur, f. 7.6. 1933, d. 11.3. 1944. Hálfbræður Guðmundur Jóhann Einarsson, f. 19.8. 1916, d. 21.10. 1993, Guðjón Jósafat Einarsson, f. 28.5. 1919, d. 21.8. 1997 og Svavar Einar Einarsson, f. 29.7. 1920. Jóhanna giftist 7.9. 1952 Víg- lundi Pálssyni, f. 25.5. 1930 frá Refstað í Vopnafirði. Þau skildu árið 1975. Börn Jóhönnu og Víg- lundar eru 1) Svanborg Sigríður, Gunnar Róbert Róbertsson, f. 18.7. 1954. Bön þeirra Marta, f. 15.8. 1980, Reynir, f. 27.7. 1983 og Guðrún Björg, f. 3.6. 1988. Sonur Jóhönnu Aðalgeir Bjarkar Jónsson, f. 4.10. 1945. Maki Hild- ur Friðbergsdóttir, f. 19.1. 1946. Þau skildu. Dóttir þeirra Jó- hanna, f. 2.1. 1977 ættleidd af Svövu systur Aðalgeirs. Sam- býliskona Aðalgeirs Rósa Jóns- dóttir, f. 11.1. 1942. Þau slitu samvistum. Sonur þeirra Svanur Trausti, f. 09.5. 1979. Barna- barnabörn Jóhönnu eru þrjú. Jóhanna bjó og starfaði sem húsfreyja og bóndi á Refstað II Vopnafirði á árunum 1952 til 1974. Síðla árs 1974 flytur hún í Vopnafjarðarkauptún þar sem hún bjó lengst af í eigin húsi að Kolbeinsgötu 5 milli þess sem hún starfaði sem matráðskona víða um land og kokkur til sjós. Jóhanna endaði starfsferil sinn sem matráðskona við hjúkrunar- heimilið Sundabúð árin 1983 til 1995. Útför Jóhönnu verður gerð frá Vopnafjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarð- sett verður að Hofi. f. 19.5. 1953. Maki Ellert Árnason, f. 8.2. 1946. Börn þeirra Arnar Már, f. 14.7. 1975 og Ell- en, f. 3.4. 1981. 2) Svava, f. 30.3. 1955. Maki Bjarni Eiríkur Magnússon, f. 13.3. 1950. Þau skildu. Börn þeirra Jó- hanna, f. 2.1. 1977, Fannar Freyr, f. 16.6. 1978 og Katr- ín Huld, f. 26.6. 1980. Sambýlismað- ur Svövu er Unn- steinn Arason, f. 21.5. 1941. 3) Einar, f. 21.1. 1957. Maki Fjóla Leósdóttir, f. 1.12. 1959. Þau skildu. Börn þeirra Jó- hanna Kristbjörg, f. 5.3. 1982 og Víglundur Páll, f. 9.9. 1983. Son- ur Einars Nói Steinn, f. 20.6. 1979. Sambýliskona Einars Jó- hanna Sigríður Rögnvaldsdóttir, f. 30.8. 1966. Dóttir þeirra Berg- dís Fanney, f. 18.1. 2000. Börn Jóhönnu Sigríðar Unnar Már Sveinsson, f. 17.3. 1989 og Rögn- valdur Sveinsson, f. 19.4. 1991. 4) Anna Pála, f. 1.5. 1960. Maki Elsku besta mamma mín. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Það er þungbært að setjast niður og kveðja með fátæklegum orðum, elsku mamma. Þegar síminn hringdi hjá mér í veiðihúsinu að morgni 1. sept. kl. hálfsjö vissi ég að þú hafðir kvatt þennan heim. Svanborg systir færði mér þær fréttir að þú hefðir fengið friðsælt og fallegt andlát fyrr um nóttina. Þetta var sorgleg og átakanleg stund, við grétum. En þetta var líka gleðistund því við vissum að nú var bundinn endi á það erfiða stríð og verki sem þú barðist við í tæpa tvo mánuði eftir greiningu á hinum illvíga sjúkdómi sem krabbamein er. Við vissum líka, elsku mamma mín, að þér liði vel og heimkoma þín hefði verið falleg. Sú hugsun gaf okkur styrk í sorginni við að missa þig. Á stundum sem þessum verður maður svo máttvana og lítill. Minningar hrannast upp og birtast ljóslifandi. Þær kalla fram allt lífshlaupið með þér, elsku mamma. Mamma mín. Þú varst einstök manneskja vel af Guði gerð, vönd að virðingu þinni, heiðarleg og trygglynd. Mamma, þú varst skapstór kona, ákveðin og viljasterk. Þitt skap fórst þú svo vel með að aðdáunarvert þótti. Ég man aldrei eftir að þú hækkaðir tóninn til að beita skapi þínu. En það var þungt í þér ef þér var misboðið. Þú varst dagsfarsprúð manneskja, hjálpsöm, hlý og góð. Þú vildir öll- um vel enda virt og dáð. Elsku mamma, þú varst svo sterk, lífshlaup þitt var ekki alltaf dans á rósum en þú varst dul og barst harm þinn í hljóði, jafnt and- legar þjáningar sem líkamlegar. Sorgir þínar og erfiðleika faldir þú Guði almáttugum. Þú varst trúuð og sóttir ávallt styrk þinn í bænina. Elsku mamma, þér var svo margt til lista lagt. Þú varst einstök móðir og myndarleg húsmóðir svo eftir var tekið. Enda bar heimilið okkar þess merki. Ég minnist þess frá bernsku allt sem þú gerðir, eldaðir, bakaðir, þvoðir, lagaðir til, saumaðir, prjón- aðir, mér fannst þú geta allt. Svo varstu í kvenfélaginu, sauma- klúbbnum og margt fleira. Mamma, þú kenndir okkur svo mikið og fal- legt sem við búum að í okkar lífi. Ég man þegar þú sast langt fram á nótt fyrir jólin til að útbúa jólafötin á okkur. Það var svo gaman að fá allt- af ný og falleg föt sem þú hafðir saumað og lagt alúð við. Það eru forréttindi að hafa átt móður eins og þig. Móðurást þín, kærleikur og umhyggja gagnvart okkur var óend- anleg. Mamma, þú áttir alltaf tíma fyrir okkur í orði og verki. Þú varst og verður alltaf besta mamma í heimi. Þegar ég hugsa til baka var heimilið og fjölskyldan allt sem máli skipti í lífi þínu. Þú áttir líka pláss í hjarta þínu fyrir fleiri en þín eigin börn. Það voru margir sem nutu hlýju og umhyggju frá þér og litu á þig sem hálfgerða mömmu og ömmu. Barnabörn þín áttu stórt pláss í hjarta þínu, enda litu þau upp til ömmu í ömmuhúsi. Gott var að koma í eldhúsið og fá kaffi eða annað góðgæti, sjá ömmu í horninu sínu með prjóna eða útsaum og eiga smá spjallstund. Minningarnar frá bernsku- og æskuárum eru mér svo hugleiknar. Þar blandast saman ást og kærleikur ykkar ömmu, þið gerðuð svo margt skemmtilegt sam- an. Á vorin var svo gaman þá fór að lifna í sveitinni. Veistu mamma, ég finn t.d. lyktina af ullinni þegar þið stóðuð og þvoðuð og skoluðuð í ánni. Ég hélt fyrst að þið hefðuð fengið pottinn sem þið notuðu við suðuna lánaða hjá Grýlu. Við fengum alltaf að vera með og aldrei fann maður að við krakkarnir værum fyrir. Ekki var nú leiðinlegra á haustin þegar þú varst að undirbúa mat fyr- ir veturinn. Það byrjaði reyndar með berjatínslu seinnipart sumars og það held ég að hafi verið þínar bestu stundir og hugarró, svo ég tali nú ekki um ef þú komst í bláber, þá hreinlega gleymdir þú stund og stað. Þegar heim var komið var sultað og saltað. Þegar hausta tók var soðin rabarbarasulta og rab- arbararætur soðnar niður með sveskjum og bornar fram með þeyttum rjóma á jólunum. Soðnir niður kjötbitar og settir í krukku. Gert slátur, saltað kjöt, bjúgu útbú- in og margt fleira og alltaf var ég þátttakandi. Það var búsældarlegt búrið fyrir framan eldhúsið á Refs- stað þegar haustönnum lauk. Ekki má gleyma grænu kistunni í búrinu sem alltaf var full af kökum og góð- gæti til að eiga fyrir gesti sem óvænt bar að garði. Gestrisni þín var einstök. Það voru allir velkomn- ir í sveitina og oft var fjölmennt við matarborðið í eldhúsinu eða stof- unni enda minnast þeirra tíma margir með hlýju og virðingu, mamma mín. En þú varst alltaf svo lítillát og lést hól þér til heiðurs sem vind um eyru þjóta. Þér fannst þessar góðgjörðir svo sjálfsagðar og taldir ekki eftir þér handtök né spor í annarra garð. Þú varst einstaklega hjálpsöm manneskja. Seinna átti ég eftir að njóta verka þinna í mæli, mamma mín. Þú taldir ekki eftir þér stundirnar er þú stóðst á hótelinu við uppvask, bakstur, sláturgerð og margt fleira. Það var aldrei neitt mál hjá þér að koma ef ég hringdi. Stundum komstu óbeðin á réttu augnabliki og gekkst beint í verkin. Fyrir þessa óeigingjörnu hjálp verð ég þér eilíflega þákklát. Elsku mamma, á þessum tíma fannst mér ég stundum svo önug og þreytt og ekki gefa þér þann tíma sem þú átt- ir skilið. En þú sagðir alltaf ekki hafa áhyggjur ég skil þig svo vel, við fáum okkar tíma. Reyndu frekar að hvíla þig smástund á meðan ég stoppa, ég skal vaska upp fyrir þig og ganga frá. Þótt oft væri mikið að gera voru margar stundirnar ógleymanlegar. Við eignuðumst marga sameiginlega vini sem minn- ast þín með þökk. Hótellífið gaf lífi þínu gildi þó stundum væri erfitt en þú nefndir það aldrei. Við áttum líka svo skemmtilega tíma þegar hlátur og gleði ríkti. Þá sögðum við oft ef veggir hér í þessu húsi gætu talað vildu margir fá að hlusta. Þú naust þess svo að vera með okkur, elsku mamma, og milli hláturhviðanna sagðir þú stundum, þið eruð nú meiri villingarnir. Mamma mín, þú hafðir rétt fyrir þér, við fengum okkar tíma þegar við fórum saman á Kanarí 2001 og þar dvöldum við í þrjár vikur. Það var yndislegur tími. Mamma, við vorum eins og litlar stelpur, gerðum svo margt sem okk- ur langaði til. Manstu úlfaldareið- ina, kafbátaferðina, fjallaferðina, hringferð um eyjuna, gönguferðir okkar svo ég nefni ekki skemmti- legu kvöldin á Mannabar eða hjá Klöru. Mamma, þetta var okkar tími, við vorum ekki bara mæðgur, við vorum bestu vinkonur í heimi og nutum þess að eiga þennan tíma tvær saman enda eignuðumst við trygga og einlæga vini sem syrgja þig í dag. Það er svo margt sem hægt væri að minnast á og skrifa um, elsku mamma. Allar ferðirnar í Skagafjörðin á æskuslóðir þínar sem voru þér svo kærar. En sumt verðum við að eiga saman í minn- ingunni. Síðasta vetur tókum við eftir að ekki var allt með felldu með heilsu þína. En þegar þú varst spurð var alltaf sama svarið, það er ekkert að mér, ég finn hvergi til, ég er heilsuhraust og hef ekki yfir neinu að kvarta. Elsku mamma, þarna er þér lifandi lýst, þú vildir aldrei neina vorkunn og kvartaðir aldrei. Þegar þú gast ekki lengur dulið kvalir þínar og sársauka var erfitt að horfa uppá veikindi þín fella jafnsterkan einstakling og þig að velli. Í þessari stuttu baráttu sem okkur fannst löng sýndir þú þvílíka hetjudáð og æðruleysi að orð fá því ekki lýst. Þú tókst dómi þínum með þinni ró og sagðir þetta er leið okk- ar allra, Guð ræður dómsdegi. Það varst þú, mamma mín, sem gafst okkur öllum styrk. Þegar ég kvaddi þig 19. ágúst vissi ég, elsku mamma, að það væri í síðasta sinn sem ég fyndi þinn hlýja vanga og mjúku hendur strjúka mig, það var erfið stund. Ég grét og tárin féllu á vanga þinn. Þú vafðir mig hljýjum örmum þínum og sagðir, ekki gera þetta, ástin mín, þú veist hvað er mömmu fyrir bestu. Mamma, þú varst hetjan í þinni baráttu, þú varst sátt við að kveðja, oft baðstu góðan Guð að gefa þér hvíld og frið. Þú sagðir oft afhverju þarf þetta að dragast, góði Guð, leyfðu mér að kveðja. Þó að síðustu stundir þínar hafi verið erfiðar, elsku mamma, kvaddir þú þennan heim meðvituð með þinni reisn og fyrir það erum við þakklát. Þegar ég pára þessu fá- tæklegu orð til þín, elsku mamma mín, sit ég ein í Haukadalnum við kertaljós með fallega mynd af þér, ég finn fyrir nærveru þinni, hlýju og ást. Ég hugsa um síðasta samtal okkar, elsku mamma. Það var föstu- daginn 29. águst að ég bauð þér góða nótt. Þú gafst allt þitt í þá kveðju, elsku mamma mín, þegar þú sagðir, elsku hjartað mitt, Guð geymi þig. Þessi orð gáfu mér styrk og þrek til að takast á við fráfall þitt. Þetta voru þínar síðustu setn- ingar sem þú sagðir hér á meðal okkar. Elsku mamma, ég sakna þín svo mikið. Í dag kveðjum við þig, elsku mamma mín, á morgun hefðir þú orðið 75 ára og þá heiðrum við minningu þína með nýju lífi. Arnar, þitt elsta barnabarn, lætur skíra þitt yngsta langömmubarn. Ég veit, mamma mín, að þú verður með okk- ur þennan dag, þú ein ásamt for- eldrum vissir nafnið á litla prins- inum. Guð geymi þig og framtíð litla drengsins. Elsku mamma mín, þú skilur eftir svo mikið tómarúm og ég sakna þín svo mikið fyrir enda- lausa þolinmæði, ást, umhyggju, stuðning, vináttu og hvatningu og fyrir að trúa alltaf á mig, barnið þitt. Ég veit, elsku mamma mín, að þú munt vaka yfir okkur öllum. Þagna sumars lögin ljúfu litum skiptir jörðin fríð. Það sem var á vori fegurst visnar oft í fyrstu hríð. Minning um þann mæta gróður mun þó vara alla tíð. Viltu mínar þakkir þiggja þakkir fyrir liðin ár. Ástríkið og umhyggjuna er þú vina þerrðir tár. Autt er sætið, sólin horfin sjónir blinda hryggðar-tár. Elsku mamma, sorgin sár sviftir okkur gleði og ró. Hvar var meiri hjartahlýja hönd er græddi, og hvílu bjó þreyttu barni, og bjó um sárin bar á smyrsl, svo verk úr dró. Muna skulum alla ævi, ástargjafir bernsku frá. Þakka guði gæfudaga glaða, er móður dvöldum hjá. Ein er huggun okkur gefin aftur mætumst himnum á. (Höfundur óþekktur.) Ég þakka þér allt, elsku mamma, með ást kærleik og virðingu, minn- ing þín lifir að eilífu. Þín dóttir, Svava. Tilhugsunin um að þú sért dáin amma mín er kannski ekki svo skrýtin. Því þetta var hlutur sem ég vissi vel að væri þér fyrir bestu. Þegar ég kom og kvaddi þig um daginn með tárin í augunum sagðir þú við mig „Elskan mín, þetta er best fyrir ömmu“ og tókst utan um andlitið á mér. Það gerir missinn auðveldari, því ég veit að þú varst sátt við að fara frá okkur. Það sem á hins vegar eftir að verða sárt, er að koma ekki til þín í desember þegar ég er búin í próf- unum til að skrifa á kortin fyrir þig og pakka inn gjöfunum. Að sitja ekki við hliðina á þér á aðfanga- dagskvöld, borða með þér rjúpur og brjóta lukkubeinið. Að geta ekki óskað þér gleðilegra jóla á jóladag þegar þú kemur í hádeginu. Að hafa þig ekki á gamlárskvöld, sitjandi með lítið staup sem mamma gefur þér alltaf. Að koma ekki inn eftir flugeldana og kyssa þig gleðilegt nýtt ár. Að hafa þig ekki til staðar þegar stóru stundirnar í lífi mínu munu eiga sér stað. Það sem ég mun samt sakna mest, amma mín, er að geta ekki komið til þín í litla húsið þitt, sem er vanalega fullt af reyk og finna þig sitjandi við eldhúsborðið með kaffi, sígarettu og handavinnuna þína og segja „Ert þetta þú elskan“. Að sitja hjá þér, lesa lífsreynslu- sögurnar í Vikunni og spjalla um líf- ið og tilveruna. Að fá þig ekki í heimsókn þar sem þú drekkur einn kaffibolla, og reykir eina sígarettu, og drífur þig svo aftur heim. Að sjá þig taka þinn venjulega bíltúr á bláa bílnum þínum og taka ekki eftir mér hvort sem ég er labbandi eða keyr- andi. Elsku amma, takk fyrir allar ynd- islegu stundirnar með þér og takk fyrir að hafa verið amma mín. Þín Ellen. Elsku amma. Stórt skarð hefur verið höggvið í fjölskyldu okkar við fráfall þitt. Tómarúm myndast þegar við hugs- um um að við eigum aldrei eftir að sjá þig í horninu þínu í ömmuhúsi. Þegar við systkinin sitjum hér sam- an og hugsum um þær stundir sem við áttum með þér hefðum við viljað hafa þær miklu fleiri. Við munum eftir þér við uppvaskið á hótelinu og mörg önnur verk en kannski eru minnisstæðastir mjúku pakkarnir þínir um jólin og heimsóknir þínar á aðfangadagskvöld, æ amma þú vild- ir helst vera hjá öllum. Haustið 2002, þegar við bæði unnum í sláturhúsinu á Vopnafirði, er okkur dýrmætur tími í minningu með þér. Við komum alltaf til þín í hádeginu og á kvöldin til að fá al- mennilega næringu. Það var svo gott að sitja í litla eldhúsinu þínu í ömmuhúsi og njóta umhyggju þinn- ar og ástar. Litla húsið þitt var allt- af opið og maður gat droppað inn í kaffi og með því. Við höldum að við höfum kynnst þér best á þessum tíma, elsku amma. Við finnum bragðið af grjónagrautnum þínum og kjötsúpunni, þessum kjarngóða mat sem við fengum hjá þér. Það er svo margt sem við vildum minnast, elsku amma, en við viljum eiga það í hjarta okkar með þér einni. Jóaamma, þú varst einstök kjarna- kona, minning þín mun ávallt ylja okkur og sú hugsun að þú sért hjá Guði almáttugum og englum þínum. Í friði, kærleik og ást, elsku amma kveðjum við þig í hinsta sinn. Katrín Huld og Fannar Freyr. Elsku amma mín. Ég sit og hugsa um þig og allar minningarnar sem ég á um þig í hjarta mínu. Það var alltaf gaman JÓHANNA KRISTBJÖRG EINARSDÓTTIR Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. Lundi V/Nýbýlaveg 564 4566 • www.solsteinar.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.