Morgunblaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. N ORRÆN samvinna í öryggis- og varnarmálum, einkum friðargæslu, hefur verið í deiglunni hér á landi í kjölfar fundar norrænna varn- armálaráðherra og utanrík- isráðherra Íslands hér á landi í vikunni sem leið. Eftir lok síðari heimsstyrjaldar voru uppi hug- myndir um hugsanlega stofnun varnarbandalags Norðurlanda en ólíkar aðstæður og áherslur ríkjanna fimm komu í veg fyrir framkvæmd. Kalda stríðið torveldaði síðan formlegt norrænt samráð eða samstarf á sviði öryggis- og varn- armála. Á undanförnum áratug hefur þetta breyst þótt þrjú ríkjanna byggi áfram á sameiginlegum varnarskuldbindingum innan Atlantshafs- bandalagsins og hin tvö standi utan varn- arbandalaga. Þess má reyndar geta að þátttaka Finnlands og Svíþjóðar í Samstarfi í þágu friðar (PfP) innan bandalagsins hefur síðan orðið til að greiða götu norrænnar samhæfingar. Norrænt samráð eða samstarf á sviði öryggis- og varnarmála hefur eflst með hröðum skrefum á undanförnum árum og endurspeglast pólitískt í reglulegum fundum varnarmálaráðherra en með hagnýtum hætti í tengslum sérfræðinga og góðu samstarfi á vettvangi í ýmsum friðargæsluverk- efnum. Nýsköpuð sameiginleg umgjörð um sam- ræmingu og skipulagningu norrænnar frið- argæslu (NORDCAPS) er gott dæmi um þann árangur sem þegar hefur náðst. Ísland hefur um skeið tekið þátt í fundum nor- rænna varnarmálaráðherra sem áheyrnaraðili án þess að hafa átt þess kost að leggja áþreifanlega af mörkum til samstarfs hinna Norðurlandanna. Á meðan þróaðist víðara öryggismálasamstarf vestrænna ríkja og Íslensku friðargæslan var stofnuð að frumkvæði Halldórs Ásgrímssonar, ut- anríkisráðherra. Hann átti óformlegan fund með varnarmálaráðherrum Norðurlanda til hliðar við leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Prag í nóvember sl. og bauð þeim að koma saman til fundar á Íslandi haustið 2003. Fundur ráð- herranna var síðan haldinn í Reykjavík í fyrsta sinn sl. miðvikudag, 3. september. Á fundi norrænna varnarmálaráðherra í Reykjavík var m a. fjallað um friðargæslu- samstarf á Balkanskaga þar sem Norðurlönd hafa öll með mismunandi hætti gegnt áberandi hlut- Norræn friðargæ Eftir Björn Inga Hrafnsson F LAGGSKIP Grænfriðunga, Rainbow Warrior, skipti skyndilega um kúrs. Það var á Miðjarðarhafinu og ætl- unin var að bjarga heiminum ein- hvers staðar en allt í einu var stefn- unni breytt og ákveðið að sigla á fullri ferð til Íslands – og brenna á leiðinni mörgum tonnum af mengandi jarðefnaeldsneyti. Eftir að komið var á staðinn heimtuðu þeir að fá að afhenda íslenska forsætisráðherranum eða sjávarútvegs- málaráðherranum úrslitakostina og hugðust þannig hræða þá til að gefa út skipun um að Ís- lendingar hættu að nýta hrefnur. En þetta er tvöfalt siðgæði af hálfu frjálsra, einkarekinna samtaka sem hylltu niðurstöður Umhverfisverndarráðstefnunnar í Rio de Janeiro. Ein helsta niðurstaða þeirrar ráðstefnu var að nýta bæri auðlindir heimsins á sjálfbæran hátt. Nokkrum samtökum af þessu tagi tókst með mútum að fá aðild að Alþjóðahvalveiðiráðinu, IWC, fyrir mörgum árum og komust í meirihluta. Þau létu þegar í stað samþykkja bann við öllum hvalveiðum og héldu því fram að hvalastofnar heimsins væru í útrýmingarhættu. IWC hefur síðan látið kanna málið vísindalega og komist að þeirri niðurstöðu, þvert á gervi- vísindaniðurstöður umræddra frjálsra samtaka, að hvalastofnar á Norður-Atlantshafi hafi það gott og séu vaxandi. Ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið veiðikvóta – um er að ræða örlítið brot af hrefnustofninum við landið sem IWC telur að sé upp á um 38.000 dýr – og ætlunin er að veiða dýrin í vísindaskyni. Í stórum dráttum vilja Íslendingar rannsaka á hverju dýrin lifi. Grunsemdir eru um að hrefnur lifi meðal annars á þorski og ýsu. Umrædd dýr lifa í reynd á fiski sem þau hrifsa út úr munninum á soltnum neytendum á fiski og frönskum í Eng- Fjárhirslurnar er Eftir Danjal Mariusarson Þ AÐ hefur lengi verið skoðun mín og einlæg sannfæring að Austurbæj- arbíó sé eitt þeirra húsa borg- arinnar sem telja verði til mik- ilvægra menningarverðmæta. Það býr ekki aðeins yfir merkri menning- arsögu heldur er það einnig eitt af fáum eftirlifandi minnisvörðum um ís- lenska fúnkisbyggingarstílinn. Í mínum huga er það ómissandi hlekkur í borgarmynd Norð- urmýrarinnar. Í umsögn Árbæjarsafns og bygging- arlistadeildar Listasafns Reykjavíkur frá 26. mars 2002 er eindregið lagst gegn niðurrifi Austurbæjarbíós og nýlega sendi Húsafrið- unarnefnd frá sér samhljóða úrskurð þar sem skorað er á borgaryfirvöld að heimila ekki nið- urrif hússins og finna leiðir til varðveislu þess. Einnig hafa Arkitektafélag Íslands og Banda- lag íslenskra listamanna sent frá sér ályktanir sem taka undir þessi sjónarmið. Ég tel það sjálfsagt og eðlilegt að hlustað sé á þessi fag- legu sjónarmið og tekið mið af þeim við af- greiðslu málsins. Flestir þekkja þetta hús sem kvikmyndahús og það mun vera eitt af fáum kvikmynda- húsum sem eftir standa í miðborginni og fyrsta hverfabíóið sem reist var eftir að farið var að skipuleggja úthverfi í Reykjavík. Austurbæjarbíó á sér langa og merkilega menningarsögu og þá ekki síst fyrir það að hafa verið aðsetur Tónlistarfélagsins um ára- bil. Í húsinu er einstaklega fallegur hljóm- burður og þar hafa farið fram margir stór- viðburðir í íslensku menningarlífi. Margir þeirra voru á borð við það besta sem gerðist erlendis á þeim tíma og gaf Reykjavík óneit- anlega heilmikinn alþjóðlegan borgarbrag löngu áður en það varð yfirlýst stefna borg- aryfirvalda. Í húsinu hafa komið fram margir heimsþekktir listamenn á borð við Isaac Stern, Rudolf Serkin og ótal fleiri. Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt einnig sína fystu tónleika í Aust- urbæjarbíói og þar hafa verið sýndar óperur. Því má heldur ekki gleyma að Leikfélag Reykjavíkur hélt uppi miðnætursýningum í húsinu til að afla fjár í húsbyggingarsjóð. Það má því segja að saga hússins sé spunnin úr listavef allt frá byrjun. Það er nú einu sinni svo að hús eru ekki bara steinsteypan heldur samnefnari alls þess sem átt hefur sér stað innan veggja þeirra frá byggingu. Þetta vill stundum gleymast og því Hús með sögu og Eftir Steinunni Birnu Ragnarsdóttur SAMVINNUVERKEFNI Í ÍRAK gerir tillaga Bandaríkjamanna ráð fyrir að settur verði upp sjóður, sem verði undir stjórn Alþjóðabankans eða SÞ. Viðbrögð innan öryggisráðs SÞ við til- lögum Bandaríkjamanna hafa verið blend- in. Það vekur athygli að fyrstu viðbrögð Rússlands og Kína eru mun jákvæðari en viðbrögð hinna gömlu bandamanna Banda- ríkjanna, Þýzkalands og Frakklands. Leiðtogar síðarnefndu ríkjanna tveggja, þeir Jacques Chirac og Gerhard Schröder, höfnuðu í fyrradag tillögum Bandaríkja- manna, en gáfu í skyn að þeir væru til við- ræðu um málamiðlun. Röksemdir þeirra eru reyndar ekki að öllu leyti sannfærandi. Það er skiljanlegt að ríki, sem beðin eru að leggja sitt af mörkum í Írak í nafni Sam- einuðu þjóðanna, vilji að samtökin hafi raunverulegu hlutverki að gegna, en hins vegar má setja spurningarmerki við þau rök að tillagan gangi ekki nógu langt í að færa völd úr höndum Bandaríkjamanna og til íraskra stjórnvalda. Það er afar hæpið að íraska stjórnkerfið sé nú þegar í stakk búið til að taka stjórn landsins á ný í sínar hendur, enda sagði Colin Powell, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna: „Mér er ekki ljóst af yfirlýsingum þeirra eftir hverju þeir sækjast nákvæmlega eða hverjum við ættum að afhenda [völdin] ef við afhentum þau strax.“ Það væri í meira lagi vanhugsað af leið- togum ríkja á borð við Frakkland og Þýzkaland að leggja meiri áherzlu á það nú að sauma að Bandaríkjamönnum en að tryggja að friði og lýðræðislegri stjórn verði komið á í Írak. Það er sama hvaða skoðun menn hafa á stríðinu í Írak; úr því sem komið er, verða ríki heims að leggjast á eitt að tryggja farsæla uppbyggingu landsins. Ef hryðjuverkahópar og öfga- menn fá að athafna sig óáreittir í Írak get- ur það haft alvarlegar afleiðingar fyrir frið og stöðugleika í gervöllum Mið-Austur- löndum og raunar víðar um heiminn. Það ber að leggja ríg og þjóðarstolt til hliðar og einbeita kröftum ríkja heims að þessu mik- ilvæga samvinnuverkefni. Ráðamenn í Bandaríkjunum gera sér núaugljóslega grein fyrir að verkefni þeirra í Írak er miklu umfangsmeira en þeir gerðu sér grein fyrir áður en lagt var upp í herförina á hendur Saddam Hussein – eða a.m.k. umfangsmeira en þeir vildu þá viðurkenna. Á undanförnum vikum og mánuðum hef- ur komið í ljós að sá herafli Bandaríkjanna og bandamanna þeirra, sem nú er í land- inu, dugir ekki til að gæta laga og reglu og jafnframt til að ráða niðurlögum leifa Saddam-stjórnarinnar og hryðjuverka- hópa, sem tengjast henni. Jafnframt blasir nú við að tekjur af olíusölu Íraka duga ekki til að fjármagna endurreisn landsins og mikil utanaðkomandi fjárhagsaðstoð verð- ur að koma til. Viðbrögð stjórnar George Bush Banda- ríkjaforseta við þessum staðreyndum hafa verið þrenns konar. Í fyrsta lagi hefur for- setinn beðið Bandaríkjaþing um stóraukn- ar fjárveitingar vegna hernáms og endur- reisnar Íraks. Í öðru lagi vilja Bandaríkjamenn nú hraða því að Írakar sjálfir taki að sér stjórn eigin mála, þar á meðal löggæzlu. Það mun hins vegar aug- ljóslega taka talsverðan tíma. Síðast en ekki sízt hefur Bandaríkjastjórn lagt fram tillögu að nýrri ályktun öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna, sem gerir annars vegar ráð fyrir að komið verði upp friðargæzlu- liði á vegum samtakanna í Írak, en undir stjórn Bandaríkjanna og hins vegar að SÞ taki þátt í fjármögnun uppbyggingar- starfsins í landinu. Þar með hafa Banda- ríkjamenn brotið odd af oflæti sínu, en þeir hafa hingað til talið að SÞ eigi ekki að gegna verulegu hlutverki í Írak; Bandarík- in valdi því ein að stýra landinu í átt til frið- ar og lýðræðis. Mörg ríki, sem eru aflögufær með frið- argæzluliða, t.d. Indland, Pakistan og Tyrkland, eru treg til að senda lið til Íraks nema í umboði Sameinuðu þjóðanna. Jafn- framt má ætla að mörg ríki vilji ekki leggja fé til uppbyggingarstarfsins í Írak nema SÞ stýri því hvernig fénu er varið, enda NORÐLINGAÖLDUVEITU FRESTAÐ Ákvörðun Landsvirkjunar um aðfresta framkvæmdum við Norð-lingaölduveitu setur áform um stækkun Norðuráls á Grundartanga í nokkurt uppnám. Stefnt hafði verið að því að ljúka framkvæmdum við Norð- lingaöldu áður en framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun og álver í Reyðar- firði næðu hámarki og hefja raforkusölu til Norðuráls árið 2005. Að mati stjórnar Landsvirkjunar rík- ir of mikil óvissa um rekstraröryggi veitunnar miðað við núverandi aðstæður auk þess sem tímaþröng er borið við. Bent er á að umhverfismat, skipulags- mál og öflun nauðsynlegra leyfa til framkvæmdarinnar hafi tekið lengri tíma en búist hafi verið við. Í síðasta mánuði hafnaði hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps hugmynd- um Landsvirkjunar um 566 metra lónshæð og að auki hækkun um tvo metra til viðbótar með gúmmíbelgjum. Taldi Landsvirkjun þá hækkun umfram það, sem gengið var út frá í úrskurði Jóns Kristjánssonar, setts umhverfis- ráðherra, um framkvæmdina nauðsyn- lega til að tryggja rekstraröryggi veit- unnar. Forstjóri Landsvirkjunar lagði í gær áherslu á að áform um Norðlingaöldu- veitu væru ekki úr sögunni en ólíklegt væri að þau gætu orðið að veruleika fyrr en að loknum framkvæmdum við Kárahnjúkavirkjun. „Ég legg áherslu á að einungis er um frestun að ræða. Það er álit Landsvirkjunar að okkur beri að halda áfram undirbúningi málsins, enda er Norðlingaalda mikilvægur kostur fyrir Landsvirkjun,“ segir Friðrik Sophusson í Morgunblaðinu í dag. Við núverandi aðstæður hefur Lands- virkjun að líkindum talið óhjákvæmilegt að fresta framkvæmdinni um sinn. Að því gefnu að kostirnir hafi verið annars vegar að fresta Norðlingaölduveitu og leita annarra kosta við orkuöflun fyrir Norðurál, eins og nú liggur fyrir, og hins vegar að hækka Norðlingaöldulón umfram 566 metra og rjúfa þannig þá sátt, sem úrskurður Jóns Kristjánsson- ar skapaði um framkvæmdina, virðist fyrri kosturinn betri. Hugsanlegt er talið að Hitaveita Reykjavíkur og Orkuveita Suðurnesja geti annað orkuþörf Norðuráls vegna stækkunar en áformað er að stækka Nesjavallavirkjun og byggja nýja Hellisheiðarvirkjun. Verður það kannað í kjölfar ákvörðunar stjórnar Lands- virkjunar hvort mögulegt sé að koma til móts við Norðurál þannig að áform um stækkun versins á Grundartanga nái fram að ganga. Stjórnvöld hljóta að leggja alla áherslu á að það takist, enda skiptir það miklu máli fyrir íslenskt efnahagslíf. Stækkun Norðuráls myndi tryggja aukinn hagvöxt og jafnframt stuðla að bættu atvinnuástandi á suðvesturhorni landsins. Hins vegar er jafnframt ljóst að framkvæmdir við jafnt virkjanir sem álverið sjálft mættu ekki ná hámarki á sama tíma og framkvæmdirnar á Aust- urlandi. Þær framkvæmdir munu reyna mjög á þolrif efnahagslífsins. Ef aðrar stórframkvæmdir væru í gangi á sama tíma er talsverð hætta á ofþenslu með tilheyrandi verðbólgu og vaxtaspreng- ingu. Það er því skammur tími til stefnu að tryggja að stækkun Norðuráls verði að veruleika á næstu árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.