Morgunblaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2003 41 ✝ Guðrún ElínKristjánsdóttir fæddist í Sæbergi á Hofsósi 27. septem- ber 1928. Hún lést í Reykjavík 20. ágúst síðastliðinn. Foreldr- ar Guðrúnar voru Kristján Þorgils Ágústsson, f. 12. des- ember 1892, d. 2. september 1968, og Kristbjörg Margrét Guðmundsdóttir, f. 2. maí 1903, d. 10. júlí 1996. Systkini Guð- rúnar eru Þórður, f. 27. september 1926, d. 21. október 1988, Guðmundur, f. 14. júlí 1931, d. 9. september 1988, og Gísli, f. 13. júní 1941. Guðrún Elín giftist 30. desem- ber 1962 Óla Magnúsi Þorsteins- syni kaupmanni, f. 2. febrúar 1927. Þau bjuggu allan sinn bú- skap á Hofsósi. Börn Guðrúnar og Óla eru: 1) Sigríður Steinunn, f. 31. desember 1949, maður Gunn- laugur Steingrímsson, þau eiga þrjú börn og þrjú barnabörn, þau skildu; 2) Kristbjörg, f. 1. janúar 1951, maður Hilmar Hilm- arsson, þau eiga þrjú börn og tvö barna- börn; 3) Kristín Bryndís, f. 3. maí 1952, maður Sigurð- ur Pálmi Rögnvalds- son, þau eiga fjögur börn og fimm barna- börn; 4) Þorsteinn, f. 25. október 1953, kona Guðrún Sig- tryggsdóttir, þau eiga tvö börn; 5) Kristján, f. 9. febr- úar 1956, kona Kristín Jóhanns- dóttir, þau eiga fjögur börn og tvö barnabörn; 6) Birgir, f. 4. maí 1957, kona Halldóra Hákonar- dóttir, þau eiga þrjú börn og tvö barnabörn, þau skildu, sambýlis- kona Birgis er Veronika S.K. Palamíandy; 7) Ellert Jón, f. 12. október 1961, kona Lára Guð- mundsdóttir, þau eiga einn son. Útför Guðrúnar fer fram frá Hofsóskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Það er farið að hausta, sólríkt sumar er liðið og blómin eru tekin að fölna. Og þegar haustlitirnir voru farnir að setja svip sinn á um- hverfið þá kvaddi Guðrún Krist- jánsdóttir þetta jarðneska líf, hennar hlutverki hér á þessari jörð var lokið. Hún var lögð upp í sína hinstu ferð, kallið kom óvænt en þetta er nú gangur lífsins og við fáum þar engu um breytt. Rúna eins og hún var kölluð var sérstök kona og traustur vinur vina sinna. Hún var ein þeirra sem ræktaði garðinn sinn af alúð og umhyggju, blómin voru hennar líf og yndi, um það bar heimilið og lóðin glöggt vitni. Ég kynntist Rúnu fyrir 35 árum þegar ég fór að venja komur mínar á Kárastíginn að heimsækja yngstu dóttur þeirra hjóna. Og þau Óli og Rúna tóku mér opnum örmum og hafa ætíð reynst mér einstaklega vel. Fyrir alla þeirra vináttu vil ég þakka, hún hefur verið mér mikils virði. Og nú leita á hugann ljúfar minn- inga um liðnar samverustundir, stundir sem eru okkur öllum svo mikils virði og verða enn dýrmæt- ari þegar tímar líða. Rúna var fædd hér á Hofsósi og hérna bjó hún alla sína ævi. Hér leið henni vel og hún vildi hvergi annarstaðar vera og gat ekki skilið það fólk sem var að flytja suður. Henni þótti Reykjavík aldrei heillandi staður, hraðinn og hávaðinn var eitthvað sem átti ekki við hana, hún kunni best við sig heima á Kárastígnum, þar var alltaf friður og ró. Hér á Hofsósi háðu þau Óli sína lífbar- áttu, þar sem líkt og hjá flestum öðrum skiptust á skin og skúrir. En það var öllu tekið með jafn- aðargeði og þau hjón báru ekki til- finningar sínar á torg, þau unnu sjálf úr sínum málum, þau voru samrýmd og samtaka og þau voru ætíð sjálfum sér nóg. Já, Rúna var einstök, hún barst ekki á í lífinu og hún gerði ekki miklar kröfur en hún vann verk sín hljóð og það þurfti ekki að ganga í verkin henn- ar. Hún var mikil húsmóðir og fjöl- skyldan og heimilið var henni allt. Hún var heimavinnandi húsmóðir eins og sagt er og hún eyddi ekki tímanum í að rölta milli húsa og drekka kaffi. Heimilið var hennar starfsvettvangur ogþar var hún fastur punktur í tilverunni, bæði fyrir börnin sín og seinna barna- börnin. Og krakkarnir okkar Binnu voru ekki gömul þegar þau fóru að fara til ömmu Rúnu, hjá henni áttu þau athvarf þegar foreldrarnir höfðu ekki tíma til að sinna þeim. Hjá ömmu var gott að vera, og hún sá ekki eftir sér að spila við þau eða segja þeim sögur. Það var börnunum mikils virði að geta skroppið til afa og ömmu á Kára- stígnum, þar var alltaf nægur tími og þar fengu þau að kynnast ýmsu sem þau annars hefðu farið á mis við. Amma þeirra var ætíð tilbúin að stytta þeim stundir og hugga þau ef eitthvað bjátaði á. Hún var ein þeirra sem þótti sælla að gefa en þiggja. En hún var hlédræg að eðlisfari, og henni leið best heima. Rúna hafði yndi af tónlist og söng um tíma í kirkjukórnum hér á Hofsósi og kirkjan var henni kær. Og hún vildi öllum vel, hún vissi ekki hvað öfund var og hún gladd- ist yfir velferð annarra og aldrei heyrði ég hana tala illa um nokk- urn mann. Það er mikið lán að hafa átt slíkan vin sem Rúnu og nú verður maður þess áþreifanlega var, að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Og nú er Rúna horfin yfir móðuna miklu. Hún var stödd í Reykjavík þegar kallið kom. En þar var hún að heimsækja eig- inmann sinn sem nú dvelur þar á sjúkrahúsi. Hún ræddi um það síð- ustu dagana að hún þyrfti að fara að komast heim, til að hugsa um húsið og lóðina, því þó þrekið væri búið þá var hugsunin ætíð sú sama. En hún fór í lengri ferð en okkur hafði grunað að væri í vændum. Nú er Rúna komin heim, í dag verður hún kvödd hér í kirkjunni sem var henni svo kær og lögð til hinstu hvílu þar sem flestir hennar nánustu ættingar og vinir hvíla. Dagsverki hennar hér á þessari jörð er lokið. Hún skilaði því þann- ig að það hefðu ekki aðrir gert bet- ur. Óli minn, ég sendi þér og öðrum ástvinum mínar innilegustu sam- úðarkveðjur og bið þann sem öllu ræður að styrkja ykkur og hugga. Hjartans þakkir, Rúna mín, fyrir alla þína vináttu. Hvíl þú í friði. Pálmi Rögnvaldsson. Nú er hún amma dáin. Hennar er sárt saknað, þó vitum við að hvíldin var henni kærkomin. Amma var alltaf mikill hluti af lífi mínu. Oft spjölluðum við saman um lífið og tilveruna, allt milli himins og jarðar sem okkur langaði að tala um. Það var alltaf gott að koma á Kárastíginn til ömmu og afa. Þegar maður kom þangað var alltaf byrj- að að raða á borðið ýmsu góðgæti sem amma hafði bakað. Síðan þeg- ar maður var búinn að fá sér í gogginn, þá var tekið í spil og spil- uð nokkur spil áður en við fórum saman í þvottahúsið í kjallaranum. Þar pressaði amma þvottinn með gömlu taurúllunni. Það var gaman að sjá hvernig amma pressaði allan þvottinn með því að snúa sveif á hliðinni og þá rúllaði þvotturinn í gegn og kom sléttur og fínn út. Stundum fékk ég að sofa hjá ömmu og afa. Þá skoðuðum við oft bækur um Jesú sem heita Litlu barnaperl- urnar. Alltaf var settur stóll við rúmið svo ekki dytti ég fram úr. Svona var amma alltaf umhyggju- söm. Minning þín er falleg, amma mín, þakka þér fyrir allt. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Elsku afi minn og aðrir aðstand- endur, við vottum ykkur samúð okkar. Valdís og Kristján. Amma Rúna var einfaldlega amma eins og þær gerast bestar og hvað er í heiminum betra en góð amma? Amma hafði alltaf tíma til að hlusta og tala við barnabörnin og oftar en ekki var það gert yfir volg- um lummum eða kleinum og mjólk- urglasi. Í Reynihlíð var alltaf at- hvarf eftir skóla á daginn og aldrei þurfti amma að teygja sig langt eftir spilastokknum ef eftir honum var spurt. Ekki var heldur laust við að hún hefði gaman af því sjálf og tók þátt í leiknum af innlifun. Til marks um það var að hún lokaði alltaf öðru auganu þegar röðin kom að henni og fór sér engu óðslega enda gætin kona með afbrigðum. Gætni og græskuleysi eru kannski þau tvö orð sem lýsa ömmu best. Hún sá alltaf ljósu punktana í öllu og þótt hún léti margt eftir barnabörnunum var það alltaf númer eitt að þau væru örugg. Þegar veður var vont leit hún gjarnan útum eldhúsgluggann og útá bryggju og tautaði fyrir munni sér: „blessaðir sjómennirnir mínir.“ Samt sem áður treysti hún sjónum betur en mörgu öðru því henni var ekki alltof vel við að ferðast í bíl og þaðan af síður í flugvél. Hinsvegar sagðist hún allt- af til í að ferðast hvert um heiminn sem væri ef hún gæti farið sjóleið- ina. Við minnumst þess að hlusta á ömmu segja sögur frá gamalli tíð meðan við þræddum tölurnar henn- ar aftur og aftur upp á band. Við minnumst berjaferðanna inn í Grafarmóa. Við munum eftir ömmu að vinna í garðinum sem var henni, eins og allt annað, til sóma. Við minnumst góðra stunda þar sem hláturinn var í aðalhlutverki og við geymum ekki síst í minningunni árvissar samverustundir fjölskyld- unnar á aðfangadagskvöld. Þótt okkar missir sé mikill er missir afa Óla þó mestur og við vildum að hann gæti fylgt ömmu síðasta spölinn með okkur í dag. Amma er farin en alltaf mun fylgja okkur sú ást og umhyggja sem hún gaf okkur á meðan hún lifði. Minningarnar eigum við eftir og þær eru mikils virði. Þótt amma sé farin, verður ekki frá okkur tekin öll sú ást og um- hyggja sem hún gaf okkur á meðan hún lifði. Minningarnar eigum við eftir og þær eru mikils virði. Rögnvaldur Óli, Guðrún Hulda og Friðrik Pálmi. Elsku amma Rúna. Mér finnst skrítið að þú sért dá- in. Þú varst ekkert veik. Þú varst alltaf að spila við mig og varst allt- af svo góð og skemmtileg. Þú gerð- ir góðan hafragraut. Þinn Rúnar. Elsku amma Rúna. Nú ertu farin frá okkur, þú sem gafst okkur hlýju og ást. Amma, við eigum eftir að sakna þín mikið, þú sem vildir gera allt fyrir okkur svo okkur myndi líða vel. Þú tókst á móti okkur sama hvað gekk á. Þú varst ekki bara amma sem treður í mann nammi heldur líka góð vinkona sem maður gat treyst fyrir öllu. Elsku amma, ég þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur. Þín Rakel Bryndís. GUÐRÚN ELÍN KRISTJÁNSDÓTTIR Elskulegur eiginmaður, faðir og tengdafaðir, JÓN SIGURÐSSON frá Syðri-Gegnishólum, Sigtúni 32, Selfossi, verður jarðsunginn frá Gaulverjabæjarkirkju í dag, laugardaginn 6. september, kl. 14.00. Kristjana Þorgrímsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Albert Sigurjónsson, Sigurður Jónsson. Elskulegur faðir okkar, stjúpfaðir og fyrrverandi eiginmaður, STEFÁN B. ASPAR, Snægili 11, Akureyri, lést mánudaginn 1. september. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju þriðju- daginn 9. september kl. 13.30. Þeir, sem vilja minnast hans, vinsamlega láti líknarfélög njóta þess. Fyrir hönd ástvina, Sóley Björk Stefánsdóttir, Fanney Ösp Stefánsdóttir, Aðalheiður Signý Óladóttir, Rósa Rósantsdóttir. Kær frænka okkar, SOFFÍA VILHJÁLMSDÓTTIR, Skeggjagötu 12, Reykjavík, andaðist á elliheimilinu Grund fimmtudaginn 4. september. Jarðarförin auglýst síðar. Ásta og Lára Vigfúsdætur, Pollý og Eygló Gísladætur, Bergþóra og Hallveig Ólafsdætur, Jóna Sigurgísladóttir, Kristján Sigurbjörn Sigurðsson, Úlfhildur Úlfarsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, HÖGNI JÓHANNSSON frá Bíldudal, Stífluseli 4, Reykjavík, andaðist á gjörgæsludeild Landspítala við Hring- braut aðfaranótt fimmtudagsins 4. september. Fyrir hönd aðstandenda, Jóna Þorgeirsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN HELGI BENEDIKTSSON málari, Norðurbyggð 3, Akureyri, lést fimmtudaginn 4. september. Börn, tengdabörn og barnabörn. Móðurbróðir minn, GÍSLI KETILSSON, Hellissandi, andaðist á Landspítalanum í Fossvogi að morgni fimmtudagsins 4. september. Fyrir hönd aðstandenda, Kristinn Breiðfjörð Eiríksson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.