Morgunblaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 24
AKUREYRI 24 LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ ELDRI borgarar í Mosfellsbæ fóru á dögunum í rútuferð austur fyrir fjall, og er þetta tuttugasta árið í röð sem Hópferðabílar Jónatans bjóða eldri borgurum í þess konar ferð. Félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ skipulagði ferðina, en Jónatan Þórisson og kona hans Ragnhildur Jónsdóttir, sem eiga Hópferðabíla Jónatans, buðu í ferð- ina. Farið var úr bænum um kl. 13 og komið til baka um 19:30 eftir vel heppnaðan dag. Allt í allt fóru 75 í ferðina, og hefðu verið fleiri ef engin veikindi hefðu komið upp, enda ferðin mjög vinsæl, segir Svanhildur Þorkelsdóttir, for- stöðumaður félagsstarfs eldri borg- ara í Mosfellsbæ, en hún skipulagði ferðina. „Það er svo gott að byrja félagsstarfið á haustin með svona ferð, það hristir hópinn svo vel saman. Fólk hlakkar alltaf til að hittast á haustin.“ Keyrt var úr bænum um klukkan 13 og keyrt austur á bóginn. „Það voru lýsingar í hátölurum um þau svæði sem farið var um, og svo voru menn sem fóru með gam- anmál og skrýtlur,“ segir Svanhild- ur. Farið var á Eyrarbakka þar sem Byggðasafnið, Sjóminjasafnið og kirkjan voru skoðuð. Svo var förinni heitið til Hestheima í Rang- árvallasýslu þar sem boðið var upp á kaffihlaðborð, og sungu eigendur Hestheima fyrir gestina á meðan þeir gæddu sér á veitingunum. „Fólkið var alsælt með veiting- arnar, enda var þetta alveg frá- bært,“ segir Svanhildur. Að lokum var svo stoppað í Hveragerði á leið- inni aftur til Mosfellsbæjar þar sem fólkið keypti ís, grænmeti og fleira. „Þetta er mjög elskulegt fólk, og þakkar vel fyrir sig,“ segir Jónatan Þórisson, eigandi Hópferðabíla Jónatans, en hann hefur boðið eldri borgurum í rútuferðir á hverju ári í 20 ár. Þau hafa farið víða, þar á meðal til Þórsmerkur árið 2001 og keyrir Jónatan hópinn jafnan sjálf- ur. „Þetta byrjaði allt fyrir 20 ár- um, þá var ég að kaupa nýjan bíl. Þá hét ég á eldri borgara að ég skyldi bjóða þeim í þetta sinn. Svo hefur bara teygst úr þessu, ég hef gaman af þessu. Maður þekkir þetta fólk allt orðið og ég hef alveg jafngaman af þessu og það, þetta er gott fólk og gaman að keyra það.“ Jónatan tekur þó fram að hann sé ekki sá eini sem komi að þessu máli, Búnaðarbankinn hafi borgað kaffihlaðborðið, og Kívanisklúbb- urinn Mosfell hafi lagt til farar- stjóra. Morgunblaðið/Jim Smart Það var fríður hópur eldri borgara sem fór í rútuferðina. Buðu eldri borgurum í tuttugustu ferðina Mosfellsbær ÞAÐ er ekki rétt að Reykjavíkur- höfn niðurgreiði starfsemi dráttar- brauta, eins og forsvarsmenn Hafn- arfjarðarhafnar hafa haldið fram, og kemur erindi Hafnarfjarðarhafnar til Samkeppnisstofnunar forsvars- mönnum Reykjavíkurhafnar á óvart. Bergur Þorleifsson, hafnarstjóri Reykjavíkurhafnar, segir að sams- konar erindi hafi borist til Sam- keppnisstofnunar árið 2000, frá öðr- um aðilum. Hann segir að því erindi hafi verið svarað með bréfi 1. nóv- ember það ár þar sem fram komu allir samningar sem í gildi eru um þetta mál. „Þessi skýring sem við sendum þótti það greinargóð að Samkeppnisstofnun taldi ekki erindi til frekari aðgerða.“ Bergur segist ekki hafa séð erind- ið sem Hafnarfjarðarhöfn hefur sent Samkeppnisstofnun og hann geti því ekki svarað einstökum atriðum úr því. Hann segir að forsvarsmenn Hafnarfjarðarhafnar hafi ekki rætt það sem kallað er „opinber fjár- stuðningur Reykjavíkurhafnar“ við dráttarbrautirnar við sig. „Það sem hefur hins vegar komið til tals er að það er ekki hafður sami háttur á hvernig Dráttarbrautir Reykjavíkur ehf. innheimta fyrir afnot af drátt- arbrautum og hvernig þeir [Hafn- arfjarðarhöfn] innheimta hafnar- gjöld af kvíunum suðurfrá. Við innheimtum af dráttarbrautum ákveðið gjald á hvert brúttótonn fyrir hvern dag sem skip eru í brautinni. Ef það er ekkert skip þá rukkum við ekki.“ Dráttarbrautir Reykjavíkur eru einkahlutafélag, sem er nú algerlega í eigu Reykja- víkurhafnar. Dráttarbrautirnar á förum Nú er búið að segja upp samn- ingnum við þá sem hafa haft afnot af dráttarbrautunum frá og með 31. október í ár, og stefnt er að því að þær hverfi alfarið frá Reykjavíkur- höfn, segir Bergur. Hann segist ekki sjá hver tilgangur Hafnarfjarðar- hafnar geti verið þar sem ljóst sé að brautirnar muni hverfa á braut eftir svo skamman tíma. Hann segir upp- sögnina á samningnum vera alveg örugga, hugsanlega verði gefinn ein- hver stuttur frestur, einn til tveir mánuðir, til að færa starfsemina, en ekki verði um það að ræða að samn- ingurinn verði framlengdur. Bergur segir að Reykjavíkurhöfn muni að sjálfsögðu svara erindi Hafnafjarðarhafnar, fái þeir beiðni um það frá samkeppnisyfirvöldum: „Það getur enginn skyldað okkur til að hafa okkar innheimtu á sama máta og aðrir. Við hljótum að reikna okkur þá ávöxtun sem við viljum fá þegar við leggjum fé í ákveðið mannvirki, sem mér sýnist að sé svipað og gert er hjá Hafnarfjarð- arhöfn.“ Hann segir þá ávöxtunar- kröfu sem gerð sé til Dráttarbrauta Reykjavíkur vera 6%. Reykjavíkurhöfn hafnar ásökunum um niðurgreiðslur Reykjavík FJÖGUR norræn sveitarfélög hafa tekið upp samstarf um ímyndarsköp- un, styrkingu byggðar og markaðs- setningu bæjanna. Sveitarfélögin eru Akureyri, Sortland og Steinkjer í Noregi og Sollefteå í Svíþjóð, sem jafnframt leiðir samstarfið. Verkefn- ið heitir BRANDR, það er hluti af sameiginlegu Evrópuverkefni og stendur yfir í þrjú ár, að sögn Sigríð- ar Stefánsdóttur hjá Akureyrarbæ. Hún sagði að sveitarfélögin myndu vinna sína vinnu hvert fyrir sig en að þau yrðu með sameiginlega vefsíðu. Fulltrúar sveitarfélaganna munu hittast einu sinni á hverjum stað á umræddu tímabili og miðla upplýs- ingum en að því loknu verður árang- urinn metinn. Sigríður sagði að Akureyri væri fá- mennast þessara sveitarfélaga en íbúafjöldi þeirra er frá um 16.000 og upp í um 35.000 manns. Hún sagði að sveitarfélögin ættu það sameiginlegt að vera í sóknarhug og að hér væri ekki um neina varnarvinnu að ræða. Þau stefna að því að fjölga íbúum og fyrirtækjum, auka fjölbreytni í at- vinnulífi og afþreyingu og efla ferða- þjónustu. Auk þess sem kjörnir fulltrúar sveitarfélaganna og starfs- menn þeirra koma að verkefninu, verður það einnig tengt atvinnulífinu. Verkefnið hefur verið samþykkt en þó er enn fyrirvari af hálfu Ak- ureyrar vegna fjármögnunar verk- efnisins. Hvert erlendu sveitarfélag- anna hefur fengið um 13,5 milljónir króna í styrk til verkefnisins en Ak- ureyri aðeins um 6 milljónir króna frá ríkisvaldinu. Sigríður sagði að unnið væri að því að leita leiðrétting- ar á þessu og hún er bjartsýn á já- kvæða niðurstöðu. Á meðal vekefna Akureyrar er að sækja fram á fyrirtækjamarkaði, efla upplýsingatækni, ná til ungs fólks varðandi nám og störf í bænum og gera bæinn enn fjölskylduvænni. Einnig verður unnið að því að mið- stöð norðurslóðastarfs verði á Akur- eyri. Sveitarfélög í sóknarhug sameina krafta sína Morgunblaðið/Kristján Fulltrúar norrænu sveitarfélaganna fyrir utan ráðhúsið á Akureyri, f.v. Magnús Ásgeirsson, Erik Schöning, Viggo Hagan, Sigríður Stefánsdóttir, Trond Stenhaug, Johann Mörkved, Kerstin Brandelius-Johansson, Staffan Sjölund og Ragnar Hólm Ragnarsson. RÚNA K. Tetzschner opnar sýningu á Kaffi Karól- ínu við Kaup- vangsstræti á Akureyri í dag kl. 14. Á sýning- unni verður úr- val mynd- skreytinga frá tímabilinu 1999–2003 við skrautskrifuð ljóð Rúnu og Þor- geirs Rúnars Kjartanssonar (1955–1998). Myndirnar eru unnar í anda fornra hand- ritaskreytinga en ljóðin vísa á nútímann og fela verkin í sér sameiningu hins gamla og nýja. Við opnunina les Rúna ljóðin upp við undirleik fjöllista- mannsins Friðríks sem einnig mun syngja. Sýningin stendur til 3. okt. Aðgangur er ókeypis. Ljóða- og tónlistar- seiður Rúna K. Tetzschner ELLEFTA starfsár Sinfóníuhljóm- sveitar Norðurlands er að hefjast, með skólatónleikum í grunnskólum Akureyrar og nágrennis. Tónleik- arnir verða á þriðjudögum og ná yf- ir tímabilið frá september til nóv- ember. Spilað verður fyrir nemend- ur í 17 skólum og verða tónleikar alls 30. Hljómsveitin sem heimsækir skólana er skipuð 14 hljóðfæraleik- urum og er stjórnandi Guðmundur Óli Gunnarsson. Þetta er í fjórða skipti sem Sinfóníuhljómsveit Norð- urlands er með tónleika fyrir grunn- skólanemendur. Tónleikar eru hugs- aðir sem kynning á hljóðfærum sem spilað er á í sinfóníuhljómsveit, kynning á tónverkum og tón- skáldum og ekki síst tækifæri fyrir nemendur að kynnast tónlist. Menn- ingar- og viðurkenningarsjóður KEA hefur stutt við verkefnið með einnar milljónar króna styrk. Morgunblaðið/Kristján Félagar í Sinfóníuhljómsveit Norðurlands munu heimsækja grunnskóla á Akureyri og nágrenni á næstunni. Starfsárið að hefjast Sinfóníuhljómsveit Norðurlands Aðalsteinn Svanur Sigfússon held- ur rýmingarsölu á verkum sínum í Populus tremula í Listagilinu á Ak- ureyri um helgina, frá kl. 14–18 báða dagana. Populus tremula er vinnu- stofa Aðalsteins Svans og Ella í kjallara Listasafnsins á Akureyri. Í DAG SÉRA Arnaldur Bárðarson verður boðinn velkominn í Glerárprestakall í guðsþjónustu í Glerárkirkju á morgun, sunnudaginn 7. september kl. 11.00. Biskup Íslands ákvað fyrir skömmu að setja séra Arnald sem prest í Glerárprestakalli frá 1. sept- ember sl. og til nokkurra mánaða en hann hefur þjónað í Ljósavatns- prestakalli undanfarin ár. Séra Arn- aldur mun starfa með séra Gunn- laugi Garðarssyni sóknarpresti í Glerárprestakalli, sem hefur marg- ítrekað óskað eftir aðstoð í þessu fjölmenna og barnmarga prestakalli. Séra Arn- aldur boðinn velkominn Morgunblaðið/Kristján Séra Gunnlaugur Garðarsson og séra Arnaldur Bárðarson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.