Morgunblaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 46
MESSUR Á MORGUN 46 LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.00. Kór Áskirkju syngur. Organisti Kári Þormar. Aðalfundur safnaðarins eftir messu. Létt- ur hádegisverður framreiddur. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.00. Organisti Guðmundur Sigurðs- son. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11.00. Sr. Jak- ob Ágúst Hjálmarsson prédikar. Dómkór- inn syngur. Organisti Marteinn H. Frið- riksson. Barnastarf á kirkjuloftinu meðan á messu stendur, í umsjá Hans G. Al- freðssonar. VIÐEY: Guðsþjónusta kl. 14.00. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson pré- dikar. Sönghópur úr Dómkórnum syngur og organisti er Marteinn H. Friðriksson. Bátsferð úr Klettsvör kl. 13.30. GRENSÁSKIRKJA: Fyrsta samvera barna- starfsins kl 11.00 í umsjá Hrundar Þór- arinsdóttur djákna o.fl. Messa kl. 11.00. Altarisganga. Sr. Guðný Hallgrímsdóttir boðin velkomin til starfa sem prestur fatlaðra með aðsetur í Grensáskirkju. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organisti Árni Arinbjarnarson. Sr. Ólafur Jóhanns- son. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: Messa kl. 14.00. Altarisganga. Organisti Kjartan Ólafsson. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa og barna- starf kl. 11.00. Upphaf barnastarfsins. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar ásamt sr. Jóni D. Hróbjartssyni. Félagar úr Mótettukór syngja. Organisti Hörður Áskelsson. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11.00. Org- anisti Douglas A. Brotchie. Sr. Tómas Sveinsson. Barnaguðsþjónusta kl. 13:00 í umsjón Hrundar Þórarinsdóttur djákna. Organisti: Douglas A. Brotchie. LANDSPÍTALI Háskólasjúkrahús: Hring- braut: Guðsþjónusta kl. 10:30. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Messa og barnastarf kl. 11. Barnastarfið hefst í kirkjunni en síðan fara börnin í safnaðarheimilið þar sem Þóra Guðbjörg og Ágústa annast fræðslu og söng. Fermd verður Eydís Björk Ólafs- dóttir. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Helgi Bragason. Kór Langholts- kirkju syngur. Kaffisopi og djús eftir messuna. LAUGARNESKIRKJA: Messa og sunnu- dagaskóli kl. 11:00. Nú hefst Sunnu- dagaskólinn fyrir alvöru og fer hann fram um leið og messað er. Sunnudagaskóla- kennararnir Hildur, Heimir og Þorri taka á móti börnunum. Gunnar Gunnarsson sit- ur við orgelið og Kór Laugarneskirkju leið- ir safnaðarsönginn, en Bjarni Karlsson þjónar ásamt Sigurbirni Þorkelssyni. Messukaffi Sigríðar kirkjuvarðar bíður svo allra í safnaðarheimilinu á eftir. Guðsþjónusta kl. 13:00 í Þjónustu- miðstöð Sjálfsbjargar að Hátúni 12. Bjarni Karlsson þjónar ásamt Gunnari Gunnarssyni, Þorvaldi Halldórssyni og hópi sjálfboðaliða. Athugið að leiksýn- ingu á verki Guðrúnar Ásmundsdóttur um Ólavíu Jóhannsdóttur sem vera átti í kvöld er frestað til sunnudagsins 5. októ- ber kl. 20:00. NESKIRKJA: Messa kl. 11:00. Kór Nes- kirkju syngur. Organisti Steingrímur Þór- hallsson. Prestur sr. Frank M. Hall- dórsson. Upphaf barnastarfsins. Sögur, brúður og söngur. Öll börn fá kirkjubók- ina og límmiða. SELTJARNARNESKIRKJA: Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11:00. Núna byrjar barnastarfið í kirkjunni okkar aftur eftir skemmtilegt sumar. Sunnudagaskólinn hefur göngu sína og eru börnin og for- eldrar sérstaklega hvött til að mæta. Ver- ið öll hjartanlega velkomin. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Almenn guðs- þjónusta kl. 11. Barn borið til skírnar. Tónlist í umsjón Carls Möller og Önnu Siggu. Í lok samverunnar verður farið nið- ur að Tjörn og öndunum gefið brauð. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson Fríkirkjuprest- ur. ÁRBÆJARKIRKJA: Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Við hefjum sunnudagaskóla- starfið með krafti og bjóðum öllum Árbæ- ingum að koma og gleðjast saman í kirkjunni. Sögur, söngur og nýjar brúður kynntar. Fjölmennum í Árbæjarkirkju á sunnudaginn. Prestar og sunnudaga- skólakennarar. BREIÐHOLTSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11:00. Upphaf barnastarfsins. Prestur sr. Lilja Kristín Þorsteinsdóttir. Organisti Sigrún M. Þórsteinsdóttir. DIGRANESKIRKJA:. Fjölskyldumessa kl. 11.00. Upphaf sunnudagaskóla. Prestur sr. Magnús B. Björnsson. Organisti Kjart- an Sigurjónsson. Kór Digraneskirkju B-hópur. Léttur málsverður í safnaðarsal eftir messu (kr. 500). (Sjá nán- ar:www.digraneskirkja.is). FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Sunnudaga- skóli Fella- og Hólakirkju veturinn 2003– 2004 hefst með fjölskylduguðsþjónustu sunnudaginn 7. september kl. 11:00 þar sem öll fjölskyldan kemur saman í kirkju. Sóknarprestar safnaðanna, sr. Svavar Stefánsson og sr. Guðmundur Karl Ágústsson, þjóna ásamt Elínu Elísabetu Jóhannsdóttur, umsjónarmanni sunnu- dagaskólans. Organisti: Lenka Mátéová. Kór kirkjunnar syngur. Boðið upp á kaffi og ávaxtadrykk í safnaðarheimilinu eftir guðsþjónustu. GRAFARVOGSKIRKJA: Barna- og fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11:00. Prestar: Séra Vigfús Þór Árnason, séra Sigurður Arnarson, séra Anna Sigríður Pálsdóttir og séra Bjarni Þór Bjarnason. Barnakór og Unglingakór kirkjunnar syngja. Stjórn- andi: Oddný J. Þorsteinsdóttir. Organisti: Hörður Bragason. HJALLAKIRKJA: Kærleiksguðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigfús Kristjánsson þjónar. Sannkölluð barna- og fjölskyldustund fyrir fólk á öllum aldri sem markar upphaf vetrarstarfsins í kirkjunni. Kirkjan skreytt öllum regnbogans litum en þema stund- arinnar er: Trú, von og kærleikur handa öllum. Brúður barnastarfsins og Tóta trúður líta inn. Félagar úr kór kirkjunnar leiða líflega tónlist. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Orgeltónleikar kl. 17. Ítalski organistinn dr. Marco Lo Muscio, kons- ertorganisti frá Róm, leikur verk eftir Henry Purcell, G. F. Händel, J.S. Bach, Björk Guðmundsdóttur og fleiri. Við minn- um á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18. (sjá einnig á www.hjallakirkja.is). Prestarnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Barnastarf í safn- aðarheimilinu Borgum kl. 11:00. Messa kl. 11:00. Félagar úr kór Kópavogskirkju syngja og leiða safnaðarsöng. Organisti Julian Hewlett. Sr. Ægir Fr. Sig- urgeirsson. LINDAKIRKJA: Vetrarstarf hefst að nýju sunnudaginn 7. september með guðs- þjónustu og sunnudagaskóla í Linda- skóla kl. 11. Sunnudagaskóli fer fram í kennslustofum á meðan guðsþjónustu stendur. Boðið verður upp á akstur fyrir íbúa Vatnsenda- og Salahverfis. Hóp- ferðabíll mun stansa á sömu stöðum og skólabíllinn gerir í Vatnsendahverfi (fyrsta stopp 10.45) en á Salavegi verður stans- að við strætisvagnabiðstöðvar. Allir vel- komnir. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Hressandi söngur, lífleg fræðsla. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Bolli Pétur Bollason prédikar. Organisti Jón Bjarna- son. Kór Seljakirkju leiðir söng. Ath. breyttan messutíma! ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Fyrsta fjöl- skylduguðsþjónusta kirkjunnar á þessu hausti verður á morgun kl.11.00. Ragn- hildur Engsbråten talar og einnig verður heilög kvöldmáltíð. Kl. 20.00 er sam- koma með mikilli lofgjörð og fyrirbænum. Friðrik Schram predikar. Allir eru vel- komnir að taka þátt í starfi kirkjunnar. Minnum einnig á Alfa námskeið og „Að sættast við fortíðina“, sem byrja í þess- um mánuði. BOÐUNARKIRKJAN, Hlíðasmári 9, Kóp: Samkomur alla laugardaga kl. 11:00. Bænastund alla þriðjudaga kl. 20:00. Biblíufræðsla allan sólarhringinn á Út- varp Boðun FM 105,5. Allir alltaf vel- komnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagur: Kl. 19.30 bænastund. Kl. 20 hjálpræð- issamkoma. Foringjaskólanemi Marit Velve Byre talar. Mánudagur: Kl. 15 heimilasamband. Allar konur velkomnar. FRÍKIRKJAN KEFAS, Vatnsendabletti 601: Samkoma kl. 20. Helga R. Ár- mannsdóttir talar. Lofgjörð og fyrirbænir. Barnagæsla fyrir 1–7 ára börn á sam- komutíma. Kaffi og samfélag eftir sam- komu. Allir velkomnir. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Fyrsta sam- koma vetrarins kl. 17. „Hvað með mig og alla hina?“ (Ragnheiður Arnkelsdóttir). El- ísabet Haraldsdóttir hjúkrunarfræðingur talar. Allir velkomnir. FÍLADELFÍA: Laugardagur 6. september: Bænastund kl. 20:00. Opin AA-fundur í kjallara kl. 20:15. Sunnudagur 7. sept- ember: Brauðsbrotning kl. 11:00. Ræðu- maður RobertMaasbach. Almenn sam- koma kl. 16:30. Ræðumaður Snorri Óskarsson. Mikil lofgjörð og fyrirbæn. All- ir hjartanlega velkomnir. VEGURINN: Fjölskyldustund „á léttum nótum“ kl. 11:00, Dolli, Gunni, trúðar, Dadda sögukona, brúðuleikhús og mikið fjör. Létt máltíð á vægu verði og sam- félag á eftir. Bænastund kl. 19:30. Al- menn samkoma kl. 20:00, Ashley Schmierer predikar, brauðsbrotning, lof- gjörð, fyrirbænir og skemmtilegt sam- félag í kaffistofunni. Unglingakirkjan sel- ur vöfflur og heitt súkkulaði. Allir hjartanlega velkomnir. www.vegurinn.is KAÞÓLSKA KIRKJAN: Reykjavík – Kristskirkja í Landakoti, dómkirkja og basilíka: Sunnudaga: Há- messa kl. 10.30. Messa á ensku kl. 18.00. Alla virka daga: Messa kl. 18.00. Mánudaginn 8. september: Fæðing Mar- íu meyjar, hátíð. Alla laugardaga: Trú- fræðsla barna kl. 13.00 í Landakots- skóla. Að henni lokinni er barnamessa í Kristskirkju (kl. 14.00). Reykjavík – Maríukirkja við Raufarsel: Sunnudaga: Messa kl. 11.00. Laug- ardaga: Messa á ensku kl. 18.30. Virka daga: Messa kl. 18.30. Riftún í Ölfusi: Sunnudaga: Messa kl. 16.00. Miðvikudaga kl. 20.00. Hafnarfjörður – Jósefskirkja: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Karmelklaustur: Sunnudaga: Messa kl. 8.30. Virka daga: Messa kl. 8.00. Keflavík – Barbörukapella: Skólavegi 38: Sunnudaga: Messa kl. 14.00. Stykkishólmur, Austurgötu 7: Alla virka daga: Messa kl. 18.30. Sunnudaga: Messa kl. 10.00 Ísafjörður: Sunnudaga: Messa kl. 11.00. Flateyri: Laugardaga: Messa kl. 18.00. Bolungarvík: Sunnudaga kl. 16.00. Suðureyri: Sunnudaga: Messa kl. 19.00. Akureyri, Kaþólska kirkjan: Péturskirkja, Hrafnagilsstræti 2: Laugardaga: Messa kl. 18.00. Sunnudaga: Messa kl. 11.00. BRAUTARHOLTSKIRKJA á Kjalarnesi: Messa sunnudaginn 7. sept. kl. 11 f. h. Börn sem ætla að taka þátt í ferming- arundirbúningi í vetur eru sérstaklega beðin að koma og foreldrar þeirra einnig. Stuttur kynningarfundur verður í kirkjunni strax eftir messu, þar verður skýrt frá til- högun fermingarundirbúnings. Gunnar Kristjánsson sóknarprestur. LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11. Upphaf barnastarfsins. Rebbi refur mætir. Kynn- ing á efni vetrarins. Mikill söngur og mikil gleði. Sr. Fjölnir Ásbjörnsson og barna- fræðararnir. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.00. Sr. Þórhallur Heimisson og sr. Gunnþór Ingason flytja samtalspredikun og annast helgihaldið. Organisti Natalía Chow. Kór kirkjunnar syngur. Vænst er þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra. Sunnudagaskóli fer fram á sama tíma í Hvaleyrarskóla og safnaðarheim- ilinu Strandbergi. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði: Guðs- þjónusta sunnudag kl. 14. Kirkjukór Víði- staðarsóknar syngur undir stjórn Úlriks Ólasonar. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Barna- samkoma kl. 11. Umsjón hafa Örn, Edda Guðspjall dagsins: Hinn daufi og málhalti. (Mark. 7). Morgunblaðið/Árni Sæberg Reykjahlíðarkirkja Rebbi refur í Seljakirkju FRÁ og með næsta sunnudegi, 7. september, færist messutími Selja- kirkju frá kl. 20 yfir á kl. 14. Það sem meira er að nú hefjast barnaguðsþjónusturnar aftur og eru þær eins og vanalega kl. 11. Fyrsta barnaguðsþjónustan verður á sunnudaginn kemur, 7. septem- ber. Þá munum við syngja hressi- lega söngva, nýjar kirkjubækur og myndir berast okkur í hendur og síðast en ekki síst birtist enginn annar en Rebbi refur, sem ætlar að rabba við okkur sem og sér eldri og reyndari sunnudagaskólabrúður. Hvetjum við ykkur til þess að mæta og eiga lifandi samfélag í húsi Guðs. Verið velkomin í Seljakirkju. Upphaf barna- starfsins í Sel- tjarnarneskirkju ÞAÐ er farið að hausta og nýr svip- ur færist yfir hvert sem litið er. Með haustvindinum kemur annars konar ferskleiki en ferskleiki vors- ins. Skólarnir iða af lífi barnanna okkar, fersk og brún af útiveru sumarsins. Kirkjustarfið er einnig hafið og það er mikið um að vera í kirkjum landsins. Þetta er sá tími ársins sem kirkj- an iðar af lífi. Sunnudaginn 7. sept- ember hefst sunnudagaskólinn í Seltjarnarneskirkju með skemmti- legum og ferskum blæ. Gott væri ef börnin gætu mætt klukkan 11:00 þegar guðsþjónustan hefst því þá geta þau sungið fyrir gestina í kirkjunni. Verið öll hjartanlega velkomin. Starfsfólk Seltjarnarneskirkju. Göngumessa Kvennakirkjunnar KVENNAKIRKJAN heldur göngu- messu í Öskjuhlíð sunnudaginn 7. september kl. 17. Messan hefst við Perluna, síðan verður gengið um skóginn og stoppað á nokkrum stöðum til helgihalds. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir leiðir messuna og Aðalheiður Þorsteinsdóttir stýr- ir söngnum. Mánudaginn 8. september kl. 17.30 hefst námskeiðið: Lífsgleðin og vináttan í stofum Kvennakirkj- unnar í Kvennagarði, Laugavegi 59, 4. hæð. Undirtitill námskeiðsins er: Sæktu sjálfa þig og farðu með þig út í birtuna þar sem allt er svo fallegt og þar sem þú átt heima, hjá þér sjálfri. Leiðbeinendur eru hjúkrunar- fræðingarnir Ingibjörg S. Guð- mundsdóttir, Margrét Hákonar- dóttir og Sigrún Gunnarsdóttir og séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir. Innritun er á staðnum. Síðasta messa sumarsins í Viðey Á MORGUN, sunnudaginn 7. sept- ember, er síðasta messa sumarsins í Viðey kl. 14 og verða ferðir frá Klettavör kl. 13.30. Þess má geta að nýjasti Viðeyingurinn verður skírður og prestur er sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson, dómkirkju- prestur. Kærleiksguðs- þjónusta – hátíð í Hjallakirkju UPPHAF vetrarstarfsins hefst með því að við höldum hátíð í Hjalla- kirkju á sunnudag, 7. september, kl. 11. Þá verður kirkjan sett í há- tíðarbúning, skreytt í öllum regn- bogans litum þar sem þemað „Trú, von og kærleikur handa öllum“ verður mótandi. Þetta er sannkölluð fjölskyldu- stund fyrir fólk á öllum aldri, þótt efni hennar miðist að mestu leyti við yngri kynslóðina. Brúður barnastarfsins láta sjá sig og Tóta trúður kemur í heimsókn. Tónlistin verður lífleg og fjörug – alveg í takt við annað sem fram fer. Í næstu viku hefst svo formlega barna- og æskulýðsstarfið í kirkj- unni. Við hvetjum alla til að koma í kirkjuna á þessum hátíðisdegi og taka fyrstu skrefin með okkur inn í komandi vetur. Barnastarf í Selfosskirkju Á SUNNUDAGINN kemur, 7. september, hefjast barnaguðsþjón- ustur í Selfosskirkju. Á hverjum sunnudegi koma börn og foreldrar saman kl. 11.00. Börn- in fá í hendur bók og biblíumyndir til þess að líma inn í hana. Guðspjall dagsins er útlistað í máli og mynd- um, börnunum eru kenndar bænir og þau syngja saman sálma og barnasöngva. Enginn efi er á því, að bæði börn og fullorðnir hafa ánægju og upp- byggingu af samkomum á borð við þessa. Á eftir barnasamkomunni gefst börnunum og foreldrum þeirra kostur á að setjast að léttum hádeg- isverði, sem borinn er fram í safn- aðarheimili kirkjunnar. Ástæða er til að hvetja sem flesta foreldra til þess að koma til kirkj- unnar með börnin, því að samveru- stundir á borð við þessar eru, þó ekki væri nú annað, hið ákjósanleg- asta efni í góðar og dýrmætar minningar síðar á ævi. Fullorðið fólk hefur stundum orð á því, að börn þess, komin á þroskaðan ald- ur, hafi þá minnst vonum varði tek- ið að rifja upp með björtum svip það andrúmsloft og þann hugblæ, sem kirkjuferð með mömmu og pabba hafði í för með sér. Það væri óskandi, að foreldrar á Selfossi létu ekki fram hjá sér fara þetta gullna tækifæri til þess að leggja höfuðstól inn á þann reikn- ing framtíðarinnar, sem er lífið sjálft . Gunnar Björnsson, sóknarprestur. Upphaf vetrarstarfs í Hafnarfjarðarkirkju SUNNUDAGINN 7. september fer vetrarstarfið á fulla ferð í Hafnar- fjarðarkirkju. Fermingarbörn og foreldrar þeirra eru boðuð til guðs- þjónustu kl. 11.00 þar sem sr. Þór- hallur Heimisson og sr. Gunnþór Ingason flytja samtalspredikun. Eftir guðsþjónustuna gefst tæki- færi til að skrá þau fermingarbörn sem ekki voru skráð í vor sem leið. Einnig fá fermingarbörn afhenta messu-verkefnabók vetrarins. Kl. 11.00 byrjar einnig sunnu- dagaskóli kirkjunnar sem fer fram bæði í Hafnarfjarðarkirkju og Hvaleyrarskóla. Nýtt starfsfólk mætir til leiks í vetur að hluta. Öll börn fá afhenta sunnudagaskóla- bókina, poka og annað sem til- heyrir. Prestar Hafnarfjarðarkirkju. Æskulýðsstarf í Ástjarnarkirkju NÚ fer að hefjast æskulýðsstarf í Ástjarnarkirkju og verður það allt- af á mánudagskvöldum frá kl. 20– 22 í Íþróttahúsi Hauka á Ásvöllum. Starfið er ætlað krökkum frá 13–16 ára og verður margt skemmtilegt gert. Stefnt er á að fara á landsmót æskulýðsfélaga sem verður haldið í Ólafsvík í október. Leiðtogar starfsins hlakka til komandi starfs- vetrar og eru þeir með fullt af hug- myndum sem þeir vilja koma í verk. Þar er ofarlega á baugi að stofna til samstarfs milli æskulýðsfélaga hér í Firðinum. Sjáumst sem flest á mánudaginn kemur. Leiðtogar. Morgunblaðið/Jim Smart Seljakirkja KIRKJUSTARF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.