Morgunblaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2003 51 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake MEYJA Afmælisbörn dagsins: Þú ert umburðarlynd/ur og æðrulaus og býrð yfir ríku fegurðarskyni. Nánustu sambönd þín verða í brenni- depli á komandi ári. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þig langar til að skemmta þér með fjölskyldu þinni og vinum í dag. Reyndu þó að eyða ekki um efni fram og láta matföng nægja. Naut (20. apríl - 20. maí)  Dagurinn í dag hentar ekki til innkaupa. Þig langar til að gera umbætur á heimilinu en þú ættir að bíða með það til morg- uns. Þú þarft að öllum líkindum að skila því sem þú kaupir í dag. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú munt sennilega eiga áhuga- verðar samræður við systkini þín og vini í dag. Farðu þó var- lega í að taka mikilvægar ákvarðanir. Bíddu til morguns með að fastsetja nokkuð. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú ert í skapi til að versla í dag. Þig langar til að kaupa fallega hluti handa þér og þínum nán- ustu. Dagurinn er þó ekki hentugur til innkaupa. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Fólk laðast að þér og því hent- ar dagurinn vel til að sinna fé- lagslífinu. Þú ættir þó að fresta mikilvægum ákvörðunum til morguns. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Reyndu að finna þér tíma til einveru í dag. Þú gætir falið þig með góða bók, farið í gönguferð eða í bíó. Þú þarft tækifæri til að melta hlutina. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú hefur margar góðar hug- myndir og ættir að nota daginn til að koma þeim á framfæri og kanna viðbrögð annarra. Þú ættir þó að fresta því til morg- uns að fastsetja nokkuð. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú nýtur meiri athygli en þú átt að venjast. Fólk leitar til þín með áhugaverðar hug- myndir. Þú ættir þó að bíða til morguns með að samþykkja nokkuð. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þótt tunglið sé í merkinu þínu er staða þess mjög veik. Þú ættir því að fara varlega og forðast það að taka mikilvægar ákvarðanir. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það er einhver óreiða á hugs- unum þínum. Taktu tillit til þess og frestaðu mikilvægum ákvarðanatökum. Þú munt sjá hlutina í skýrara ljósi á morg- un. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Njóttu samvista við maka þinn eða gamlan vin í dag. Fólk er almennt óvenju þægilegt og af- slappað. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú hefur mikla orku til fram- kvæmda. Dagurinn hentar engu að síður illa til að taka mikilvægar ákvarðanir. Það er hætt við að fyrirætlanir þínar renni út í sandinn. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. TIL ÍSLANDS Þín fornöld og sögur mér búa í barm og bergmál frá dölum og hörgum, þín forlög og vonir um frægðir og harm mér fylgja á draumþingum mörgum. Þinn svipurinn ljúfi, þitt líf og þitt mál, í lögum þeim hljóma, er kveður mín sál. Ég óska þér blessunar, hlýlega hönd, þó héðan þér rétt geti ei neina, – og hvar sem ég ferðast um framandi lönd, ég flyt með þá vonina eina: Að allt, sem þú, föðurland, fréttir um mig, sé frægð þinni að veg, – því ég elskaði þig. Stephan G. Stephansson LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 60 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 6. september, er sextug Sig- rún Vilhjálmsdóttir, Breiðvangi 40, Hafnarfirði. Hún og sambýlismaður hennar, Gísli Pálsson, eru að heiman. 50 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 6. september, er fimmtugur Frissi Adolfs (Friðrik Adolfsson), til heimilis að Huldugili 2/103, Akureyri. Hann og kona hans, Kol- brún Stefánsdóttir, munu fagna þessum tímamótum með ættingjum og vinum í Frímúrarahúsinu á Akur- eyri í kvöld frá kl. 20. PUNKTARNIR í stokknum eru 40, en enginn einn spil- ari getur haft þá alla í einu. Hámarkið er 37, sem sam- anstanda af þremur efstu í öllum litum og ÁKDG í ein- um. Þrír gosar verða út- undan. Vestur gefur; NS á hættu. Norður ♠ 763 ♥ K10764 ♦ 65 ♣872 Suður ♠ ÁKD5 ♥ ÁD ♦ ÁK10 ♣ÁKD4 Suður á ekki 37 punkta, en hann á mjög mikið. Svo mikið, að hann keyrir fyrir eigin krafti upp í sex grönd eftir opnun austurs á veik- um tveimur í tígli: Vestur Norður Austur Suður Pass Pass 2 tíglar Dobl Pass 2 hjörtu Pass 6 grönd Pass Pass Pass Vestur kemur út með tíg- uláttu og suður tekur gosa austurs með ás. Hvernig á að spila? Tólf slagir eru auðsóttir ef annar svarti liturinn fell- ur. Þá má yfirdrepa hjarta- drottningu og svína tígultíu. Þess vegna er rökrétt að kanna leguna með því að taka strax þrjá efstu í spaða og laufi. Austur reynist eiga tvíspil í báðum litum. Hvernig á að bregðast við því? Hjartað er væntanlega 3-3, svo ekki fellur gosinn annar. Hins vegar ætti að vera hægt að pína vestur ef hann á hjartagosann til hlið- ar við valdið á svörtu lit- unum: Norður ♠ 763 ♥ K10764 ♦ 65 ♣872 Vestur Austur ♠ 10842 ♠ G9 ♥ G93 ♥ 852 ♦ 87 ♦ G9432 ♣G965 ♣103 Suður ♠ ÁKD5 ♥ ÁD ♦ ÁK10 ♣ÁKD4 Suður þarf rétta talningu fyrir þvingunina og spilar því tígultíu að heiman! Aust- ur drepur og spilar til dæm- is hjarta um hæl. Sagnhafi tekur það með ás og þvingar vestur í þremur litum með tígulkóngum. Vestur fórnar strax tveimur slögum með því að henda hjarta, en ef hann hendir svörtu spili, endurtekur suður kast- þröngina með fríspilinu í þeim lit. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4 4. Rge2 Rc6 5. e5 Rge7 6. h4 h6 7. h5 f6 8. exf6 gxf6 9. a3 Ba5 10. b4 Bb6 11. Ra4 e5 12. Bb2 e4 13. Bc1 Bg4 14. c3 Dd7 15. Bf4 Rd8 16. Dc2 Re6 17. Bd2 Dc6 18. Db3 Rf5 19. Hc1 Rd6 20. Hh4 Bxe2 21. Bxe2 a6 22. Hg4 Rg5 23. Rc5 Ba7 24. Hf4 Hf8 25. a4 Bxc5 26. bxc5 Rc8 27. Hb1 Hb8 28. c4 Re7 29. cxd5 Rxd5 Staðan kom upp í landsliðsflokki Skák- þings Íslands sem lauk fyrir skömmu í Hafnarborg í Hafn- arfirði. Þröstur Þór- hallsson (2.444) hafði hvítt gegn Ingvari Þór Jóhann- essyni (2.247). 30. Bxa6! Dxa6 30 … Rxf4 gekk ekki upp vegna 31. Bb5 og svarta drottn- ingin fellur. 31. Dxd5 Hd8 32. Dxb7 Dxa4 33. Be3 f5 34. Dxc7 Re6 35. De5 Da2 36. Hc1 Dd5 37. Hh4 Dxe5 38. dxe5 f4 39. Bd2 Hd5 40. c6 Hf7 41. c7 Rxc7 42. Bxf4 Re6 43. Bxh6 Hxe5 44. Be3 Hff5 45. h6 Hh5 46. Hxh5 Hxh5 47. Hc4 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Laugavegi 59, 2. hæð, sími 551 8258. Rowanblaðið er komið Full búð af nýju garni og nýjum prjónabókum 15% afmælisafsláttur af öllu garni og öllum efnum laugardag, mánudag og þriðjudag Storkurinn á 50 ára afmæli Cranio-Sacral meðferð 6.stig/2ár. I.hl. 20.-25.sept. II. hl. 8-13. nóv. Kennsla og námsefni á íslensku. Uppl./skrán. Gunnar s. 564 1803 - 699 8064 C.C.S.T: College of Cranio-Sacral Therapy - www.cranio.cc • www.ccst.co.uk Munið gömlu dansana í Glæsibæ í kvöld, kl. 21.30. Hljómsveitir Þorvaldar Björnssonar og Þorsteins Þorsteinssonar ásamt Villa Guðmunds leika fyrir dansi. Mætum öll — tökum með okkur gesti. F.H.U.R. Félag harmonikuunnenda í Reykjavík Hugljómun sjálfsþekkingar (Enlightenment intensive) í Bláfjöllum 21. sept. Hver ert þú? Kynning sunnudagskvöldið 7. september kl. 20, Leiðbeinandi: Guðfinna St. Svavarsdóttir www.highsierra.org Hómópatar og heilsulausnir, Ármúla 17, 2. hæð. tv. Símar 562 0037 og 869 9293. Reiki-, heilunar- og sjálfstyrkingarnámskeið Skráning á námskeið í síma 553 3934 kl. 10–12 virka daga. Guðrún Óladóttir, reikimeistari. Hvað fá þátttake ndur út úr slíkum námsk eiðum? Læra að nýta sér orku til að lækna sig (meðfæddur eiginleiki hjá öllum) og/eða koma sér í orkulegt og tilfinningalegt jafnvægi. Læra að beita hugarorkunni á jákvæðan og uppbyggilegan hátt í staðinn fyrir að beita henni til niðurrifs. Læra að hjálpa öðrum til þess sama. Námskeið í Reykjavík Til að ná betri stjórn á lífi þínu og líðan. 5 kvölda námskeið í Reykjavík, 15.,16., 22., 23., og 29. sept. Námskeið til sjálfshjálpar í uppbyggingu á persónustyrk þínum þar sem þú finnur út:  Hver þú ert.  Hvað þú getur.  Hvað þú vilt og vilt ekki.  Hvert þú vilt stefna. Námskeiðinu verður svo fylgt eftir með mánaðarlegum fræðslu- og vinnufundum. Auktu styrk þinn 9. - 11. sept 1. stig kvöldnámskeið 27. - 28. sept 1. stig helgarnámskeið 18. - 21. sept 2. stig kvöldnámskeið 50 ÁRA afmæli. 10.september nk. verð- ur fimmtug Ásta Andr- easen, Engjavegi 49, Sel- fossi. Eiginmaður hennar er Grétar Arnþórsson. Þau taka á móti gestum á heimili sínu frá kl. 20 í dag, laug- ardaginn 6. september. 100 ÁRA afmæli. 8.september nk. verður 100 ára Elínborg Guðmundsdóttir, Blöndu- ósi. Henni til heiðurs verður haldin afmælisveisla sunnu- daginn 7. september í Fé- lagsheimilinu á Blönduósi frá kl. 15–17. Ættingjar og vinir velkomnir. Þeim sem vilja gleðja hana með gjöf- um eða blómum er bent á að styrkja frekar Heimilisiðn- aðarsafnið á Blönduósi. 50 ÁRA afmæli. Sunnu-daginn 7. september er fimmtugur G. Þröstur Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kerfis hf., nú starfandi sem hugbún- aðarhönnuður og ráðgjafi í Bandaríkjunum. Hann tek- ur á móti gestum á Bakka- stöðum 157, Reykjavík, eftir kl. 18 í dag, laugardaginn 6. september.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.