Morgunblaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 26
SUÐURNES 26 LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BLÁI herinn og herforingi hans, Tómas J. Knútsson, fengu Umhverf- isviðurkenningu Reykjanesbæjar 2003. Var viðurkenningin veitt í fyrsta skipti í gær auk þess sem þrenn hvatningarverðlaun voru af- hent. Við athöfn sem fram fór í sýning- arsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duus-húsum í Keflavík kynnti Árni Sigfússon bæjarstjóri umhverfis- verðlaunin. Fram kom hjá honum að ætlunin er að veita slík verðlaun ár- lega til einstaklinga, félagasamtaka og fyrirtækja sem skarað hafa fram- úr í skynsamlegri verndun umhverf- isins. Nýir sópar í verðlaun Hvatningarverðlaunin komu í hlut veitingastaðarins Ráarinnar við Hafnargötu og Björns Vífils Þor- leifssonar eiganda hans. Árni sagði að áður en Hafnargatan fékk sína nýju mynd hefði Ráin borið af í glæsileika, jafnt að utan sem innan og framan og ekki síst aftan. Sigurgeir Þorvaldsson fékk hvatningarverðluanin fyrir að hafa unnið að því í nærri tvo áratugi að hreinsa bæjarfélagið af flöskum og drykkjarílátum sem notendur hafa skilið við sig, oft til mikilla lýta fyrir umhverfi. Loks fengu konur úr Rebekku- stúku nr. 11 hjá Oddfellowreglunni hvatningarverðlun. Þær fundu upp á því snjallræði að mála og skreyta strákústa til gjafa og sagði bæjar- stjóri að með því hefðu þær fjölgað verulega sópum í samfélaginu sem ólíklegustu mönnum þætti gaman að grípa til við að snyrta umhverfi sitt. Afhenti bæjarstjóri öllum verð- launahöfum einmitt slíka sópa sem tákn fyrir umhverfisverðlaunin. Þegar Árni afhenti Tómasi J. Knútssyni umhverfisviðurkenn- inguna rifjaði hann upp sögu Bláa hersins. Umhverfissamtök sem síð- ar hlutu þetta heiti eru félagsskapur sportkafara úr Sportkafaraskóla Ís- lands sem Tómas rekur í Keflavík. Þeir byrjuðu á því að taka til í Kefla- víkurhöfn fyrir um það bil sex árum en hafa síðan unnið reglulega að hreinsun hafna í Reykjanesbæ og nágrannasveitarfélögum, einnig á fjörum og hafa að undanförnu fært víglínuna lengra upp á land. Samtökin eru meðal annars í sam- starfi við Reykjanesbæ um árlegt hreinsunarátak í bænum. Þá hafa samtökin og forsvarsmaður þeirra veitt öðrum mikið aðhald á þessu sviði. Áætlað er að frá upphafi hafi liðsmenn Bláa hersins hreinsað um 40 tonn af rusli. Árni gat þess að Blái herinn hefði notið einnar millj- ónar kr. í styrk frá Reykjanesbæ í þakklætisskyni fyrir mikilvægt framlag. Nýlega var Blái herinn tilnefndur til Umhverfisverðlauna Norður- landaráðs og er þar í úrslitum. Árni beindi í lokin orðum sínum til allra verðlaunahafa: „Þið veitið fordæmi á ólíklegustu sviðum um- hverfismála, þannig skulum við hafa þessi verðlaun í framtíðinni.“ Blái herinn fékk fyrstu umhverfisviðurkenninguna Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Frá afhendingu umhverfisviðurkenninga. Árni Sigfússon, Tómas J. Knúts- son, Ingibjörg Magnúsdóttir og Guðrún Árnadóttir úr Rebekkustúkunni og Guðmundur Pétursson sem tók við verðlaunum Sigurgeirs Þorvaldssonar. Reykjanesbær TÓNLEIKAR fyrir unga fólkið voru á dagskrá Ljósanætur í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Nokkrar hljóm- sveitir léku á útisviðinu sem sett hefur verið upp neðan við Hafnargötu. Þegar unga fólkið var að safnast að sviðinu við upphaf tónleikanna voru liðsmenn heima- hljómsveitarinnar Rich að stilla hljóðfærin. Fleiri hljómsveitir, meðal annars Maus, stigu síðan á svið. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Unga fólkið safnast að sviðinu Reykjanesbær „ÉG vinn mikið út frá líkamanum, hef stúderað hann gaumgæfilega, tekið ljósmyndir og skoðað. Nú er ég ófrísk og mjög upptekin af því,“ sagði listakonan Íris Eggertsdóttir við opnun sinnar fyrstu einkasýn- ingar eftir útskrift, „Með rauða kúlu á maganum“. Á sýningunni eru átta verk, öll hárauð að lit, eins og nafn sýning- arinnar gefur til kynna. Hún mun standa yfir til kl. 18 á sunnudag, en eftir það stefnir Íris á að koma henni í hús í Reykjavík, þar sem hún býr með fjölskyldu sinni. „Það má snerta verkin,“ sagði Ír- is við Árna Sigfússon bæjarstjóra sem strauk varfærnislega yfir verk- in, rétt eins og gjarnan er strokið yfir maga ófrískra kvenna. Íris er líka markvisst að vinna með þá reynslu sem hún er að upplifa þessa dagana, að ganga með barn. Hún byrjar á samrunanum og endar í miðju alheimsins, naflastreng sem hangir út úr framstæðum maga. Íris útskrifaðist með BA-próf frá Listaháskóla Íslands sl. vor og er þetta fyrsta einkasýning hennar eftir útskrift. En hvers vegna valdi Íris sýningu sinni þennan stað? „Allt mitt er héðan og í þessu bæj- arfélagi uppgötvaði ég að ég vildi mennta mig í myndlist,“ sagði Íris, sem flutti til Keflavíkur á unglings- árum, náði sér í eiginmann, Jón Pál Eyjólfsson leikara, og nam hann á brott. Með rauða kúlu á maganum er fyrsta einkasýning Írisar Eggertsdóttur Verk sem má snerta Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Íris Eggertsdóttir segist vera að vinna með reynslu sína á sinni fyrstu einkasýningu eftir útskrift. Hér stendur hún við verkið Miðju alheimsins. Reykjanesbær LJÓSANÓTT, menningar- og fjöl- skyldudagar í Reykjanesbæ, nær há- marki í kvöld. Hljómsveitin Hljómar skemmta áður en kveikt er á lýsingu Bergsins og flugeldum skotið á loft. Dagskrá Ljósanætur hefur verið vel sótt, meðal annars hnefaleika- keppni í fyrradag og Ljósalagssam- keppnin í gærkvöldi. Fjöldi sýninga er í bænum og verða þær allar opnar í dag og fram á sunnudag. Í dag verður fjölbreytt dagskrá um allan bæ en mest er þó um að vera á Hafnargötunni, þar eru flestir sýningarsalirnar og þar er útisvið. Klukkan 15 verður Keflavíkur- merkið afhjúpað á nýjum stað, Ós- nefi neðan við gömlu Sundlaugina. Klukkutíma síðar verður fyrsta Stjörnuspor Reykjanesbæjar, til- einkað hljómsveitinni Hljómum, af- hjúpað á Hafnargötu. Kvölddagskráin hefst í Gróf kl. 20. Meðal þess sem um er að vera er bryggjusöngur, Bæjarstjórabandið hitar upp fyrir Hljóma sem stíga á útisviðið kl. 21.20. Kl. 22 verður kveikt á lýsingu Bergsins og síðan verður mikil flugeldasýning. Ljósa- næturhátíðinni lýkur á sunnudag. Hljómar leika á Ljósanótt Reykjanesbær TENGLAR ..................................................... www.ljosanott.is VÍKURFRÉTTIR hafa opnað ljósmyndasýningu í aðstöðu kylf- inga í gamla HF-húsinu að Hafn- argötu 2 í Keflavík. Sýningin er opin á Ljósanótt. Á sýningunni eru liðlega 60 ljósmyndir sem ljósmyndarar blaðsins, aðallega þó Hilmar Bragi Bárðarson og Páll Ketils- son, hafa tekið. Flestar eru frá þremur til fjórum síðustu árum en nokkrar eldri eða allt frá því Páll tók við útgáfu blaðsins fyrir tuttugu árum. Gestum sýningarinnar gefst kostur á að greiða atkvæði í keppninni um sumarstúlku Qmen 2003. Morgunblaðið/Jóhannes Kr. Kristjánsson Páll Ketilsson og Hilmar Bragi Bárðarson voru að hengja upp myndir fram á síðustu stundu fyrir opnun sýningarinnar í gær. Víkurfréttir sýna myndir Reykjanesbær MEÐAL myndlistarsýninga sem ávallt eru á Ljósanótt er samsýning félaga úr gömlu Baðstofunni. Sýn- ingin er í Risinu, fundarsal bæjar- stjórnar við Tjarnargötu. Tíu þeirra sem byrjuðu með Er- lingi Jónssyni í Baðstofunni í upphafi áttunda áratugarins og haldið hafa stöðugt áfram að mála, lengst af undir handleiðslu Eiríks Smith, halda hópinn og sýna saman. Í Baðstofuhópnum eru Ásta Árna- dóttir, Ásta Pálsdóttir, Guðmundur Maríasson, Hreinn Guðmundsson, Sigmar Vilhelmsson, Sigríður Rós- inkarsdóttir, Soffía Þorkelsdóttir, Steinar Geirdal og Þórunn Guð- mundsdóttir. Erla Sigurbergsdóttir er gestur þeirra á sýningunni. Baðstofu- félagar sýna Reykjanesbær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.