Morgunblaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 06.09.2003, Blaðsíða 54
ÍÞRÓTTIR 54 LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT Við reyndum hvað við gátum enþað dugði ekki til,“ sagði Ólaf- ur Þórðarson, þjálfari íslenska U-21 landsliðsins, eftir tapið fyrir Þjóðverjum í gærkvöldi. „Við ætl- uðum að liggja aftarlega og verjast en reyna síðan að sækja eins hratt og við gætum. Við áttum nokkrar ágætar skyndisóknir í fyrri hálf- leik og vorum kannski klaufar að nýta þær ekki betur en svona er þetta bara – við erum ekki eins góðir og þeir. Ég átti alveg von á að Þjóðverjar myndu hlaupa hratt í byrjun, þetta er frábært lið og efst í riðlinum og það er ekki út af engu. Þetta eru allt atvinnumenn í þýsku deildinni. Völlurinn var mjög þungur og aðstæður erfiðar, það bitnaði auðvitað á báðum lið- um en þýska liðið er með betri leik- menn en við,“ bætti Ólafur við. Hann sagði samt mögulegt að vinna en þá þyrfti meira til. „Ég er ánægður með mína menn flesta hverja. Við spiluðum ágætlega í fyrri hálfleik og í hluta af þeim seinni en gerum okkur seka um aulamistök, sem kosta okkur mörk – ef við ætlum að eiga möguleika í svona leik verðum við að fækka mistökunum.“ Þjálfarinn tók inn nýja leikmenn fyrir leikinn. „Við erum að taka inn unga stráka til að láta þá fá reynslu fyrir næstu keppni og verðum að taka þessari stöðu. Það er mikilvægt að þessir strákar fái smjörþefinn af því hvernig er að spila landsleik,“ sagði Ólafur. Reyndum hvað við gátum en það dugði ekki RUDI Völler, landsliðsþjálfari Þjóðverja, og Oliver Kahn, markvörður og fyrirliði, hafa engar áhyggjur af íslensku veðr- áttunni en rok og rigning mætti þeim þegar þeir komu til lands- ins í fyrradag. „Veðrið er ekkert vandamál í mínum augum og við munum ekki grípa til þeirrar afsökunar að veðrið hafi verið vont. Við þekkjum líka rigningu og rok í Þýskalandi, ég kann satt að segja ágætlega við mig við slík- ar aðstæður, enda lifði ég af fimm ár í Bremen!“ sagði Völler á blaðamannafundi Þjóðverja á Nordica-hótelinu í Reykjavík í gær. „Veðurfarið skiptir engu máli, þetta er fótboltaleikur en ekki listræn hæfileikakeppni. Við lát- um ekki utanaðkomandi að- stæður hafa áhrif á leik okkar og munum halda einbeitingunni, hvað sem á dynur. Svo er veður- spáin ekki svo slæm fyrir morg- undaginn,“ sagði Oliver Kahn. Engar áhyggjur af veðrinu Oliver Kahn, markvörður og fyr-irliði þýska landsliðsins, segir að hann og samherjar sínir séu til- búnir í slaginn gegn Íslendingum og ekkert annað en sigur komi til greina í leiknum á Laugardalsvell- inum í kvöld. Kahn sagði að þýska liðið væri í mjög góðri stöðu fyrir lokasprettinn í riðlinum. „Við eigum þrjá leiki eft- ir, tvo þeirra á heimavelli, og ef við vinnum tvo þá næstu erum við bún- ir að tryggja okkur sæti á EM. Það er okkar takmark, við viljum að það sé í höfn fyrir heimaleikinn gegn Íslendingum, og munum einbeita okkur að því verkefni. Þegar mest á reynir er þýska landsliðið best og þannig verður þetta líka núna. Við vitum hvað er í húfi, í vináttu- leikjum erum við yfirleitt ekki góðir en þegar mest er undir stöndum við okkur jafnan vel. Ég hef fundið það á æfingum síðustu daga að allir í liðinu eru vel innstilltir á þennan leik og þar af leiðandi er ég mjög bjartsýnn á að við sigrum Íslend- inga.“ Kahn sagði að ekkert annað en sigur í riðlinum kæmi til greina af hálfu þýska liðsins. „Við einbeitum okkur að efsta sætinu og leiðum ekki einu sinni hugann að því að þurfa að fara í aukaleiki. Það þurft- um við að gera í undankeppni HM en þá vorum við líka í riðli með Englendingum. Með fullri virðingu fyrir hinum liðunum í þessum riðli er það okkar skylda að ná efsta sætinu.“ Talsvert hefur verið gert úr því í þýskum fjölmiðlum að undanförnu að Jens Lehmann teldi sig betri en Kahn og ætti að vera í marki þýska liðsins. Kahn sagðist ekki velta sér mikið upp úr slíku. „Ég einbeiti mér alfarið að mínum markmiðum. Þau eru að komast í gegnum þessa undankeppni, standa mig vel í úr- slitum EM 2004, spila vel á HM 2006 og með Bayern München í Meistaradeild Evrópu.“ „Skylda okkar að ná efsta sæti riðilsins“ Veðrið á Skipaskaga var ekkiákjósanlegt til að leika knatt- spyrnu, suðaustanrok með skúrum í bland svo að völl- urinn var mjög háll. Það verður hins vegar að segja báð- um liðum til hróss að þeim tókst oft ágætlega upp. Strax í byrjun tóku þýsku gest- irnir á sprett í sókninni svo að ís- lenska liðið þurfti að taka á öllu sínu í vörninni. Vörnin hélt þó Þjóðverjar fengju tvö góð færi áð- ur en tíu mínútur voru liðnar en þá voru Íslendingar farnir að ná áttum og fá örlitlu ráðið á miðj- unni en Þjóðverjar farnir að vanda betur til sókna sinna, sækja hægar en meira yfirvegað. Fyrsta færið fengu Íslendingar svo á 19. mínútu eftir aukaspyrnu við vítateigslín- una þegar þýski markvörðurinn hætti sér aðeins of langt út úr markinu og Gunnar Heiðar Þor- valdsson skallaði yfir hann en þýska vörnin bjargaði á línu. Fimm mínútum síðan fékk Gunnar Heiðar ágæta sendingu frá Sig- mundi Kristjánssyni en tókst ekki að vinna úr henni. Aðeins mínútu síðar gerðu íslensku varnarmenn- irnir mistök svo að Thorben Marr náði boltanum og gaf innfyrir vörn Íslands á Benjamin Auer, sem kom Þjóðverjum í 1:0. Enn sóttu Þjóðverjar en Íslendingar voru nú betur á verði og tilbúnir til að nota vel færin sín. Það gekk eftir tæp- lega hálfri mínútu áður en flautað var til leikhlés, þá tók Sigmundur aukaspyrnu rétt utan teigs sem þýska markverðinum Tim Wiese tókst ekki að sjá við. Síðari hálfleikur var hins vegar Þjóðverja. Þeir byrjuðu strax að sækja skipulega og virtust ekki í erfiðleikum með erfiðar aðstæður á meðan jafnt og þétt dró af ís- lensku drengjunum. Á 47. mínútu kom fyrsta færi Þjóðverja en varn- armönnum Íslands tókst að bjarga á línu og tíu mínútum síðar komst Markus Feuluer einn innfyrir vörn Íslands en skaut yfir. Mark lá samt í loftinu og á 63. mínútu brá Guðmundur Viðar Mete þýska leikmanninum Fueluer innan teigs svo dæmd var vítaspyrna, sem Benjamin Auer skoraði úr af ör- yggi – þrumaði í vinstra hornið og þótt Ómar kastaði sér í rétt horn var skotið of hnitmiðað. Sjö mín- útum síðar kom Mike Hauke Þjóð- verjum í 3:1 þegar hann fékk send- ingu inn í markteig Íslands, þar hélt hann boltanum og hleypti engum að þar til hann sneri varn- armennina af sér og skoraði af stuttu færi. Íslenska liðið verður tæplega dæmt af þessum leik, það gat ekki látið ljós sitt skína gegn ofjarli sín- um. Það sýndi þó stöku spretti í sókninni með Sigmund góðan á kantinum og vörnin með Guðmund Mete sterkan hélt ágætlega. Ómar í markinu varði einnig oft vel. Þjóðverjar betri á öllum sviðum MUNURINN á íslenska og þýska U-21 landsliðunum reyndist of mik- ill til að því íslenska tækist að herja út stig á Akranesi í gær. Engu að síður tókst íslensku strákunum að jafna 1:1 rétt fyrir leikhlé en í síðari hálfleik var nánast einstefna að íslenska markinu og 3:1- sigur gestanna öruggur enda voru þeir betri á öllum sviðum. Ísland er því eftir sem áður án stiga á botni riðilsins en Þýskaland skaust upp í efsta sætið. Stefán Stefánsson skrifar KNATTSPYRNA Laugardagur: Undankeppni EM Laugardalsv.: Ísland - Þýskaland........17.30 3.deild karla, úrslit: Bessastaðavöllur: Höttur - Númi .............13 Sunnudagur: 1.deild karla: Dalvíkurvöllur: Leifur/Dalvík - Haukar ..14 Kópavogsvöllur: HK - Afturelding ...........14 Stjörnuvöllur: Stjarnan - Þór....................14 Njarðvíkurvöllur: Njarðvík - Keflavík .....14 2.deild karla: Siglufjarðavöllur: KS - Fjölnir..................14 Húsvíkurvöllur: Völsungur - Selfoss ........14 Hásteinsvöllur: KFS - Sindri ....................14 ÍR-völlur: ÍR - Tindastóll ..........................14 3.deild karla, úrslit: Skallagrímsv.: Leiknir R. - Víkingur Ó....14 UM HELGINA KNATTSPYRNA Undankeppni EM U21 Ísland – Þýskaland......................................1:3 Mörk Íslands: Sigmundur Kristjánsson 45. Mörk Þýskalands: Benjamín Auer 25., 64. (víti), Mike Hauke 70. Lið Íslands: Ómar Jóhannsson – Jökull El- ísabetarson, Guðmundur Viðar Mete, Tryggvi Bjarnason, Haraldur Guðmunds- son – Örn Kató Hauksson (Jóhann Helgason 81.), Helgi Valur Daníelsson, Viktor Bjarki Arnarsson (Andri Fannar Ottósson 64.), Ólafur Ingi Skúlason, Sigmundur Kristjáns- son – Gunnar Heiðar Þorvaldsson. Staðan: Þýskaland 4 3 1 0 10:4 10 Litháen 5 3 0 2 8:7 9 Skotland 4 2 1 1 6:4 7 Ísland 5 0 0 5 2:11 0  Síðasti leikur íslenska liðsins er gegn Þjóðverjum ytra 10. október. 2. deild karla: Víðir – Léttir................................................6:1 Grétar Einarsson 3, Atli Hólmbergsson, Víðir Finnbogason, Vignir Már Eiðsson – Ólafur Erling Ólafson. Staðan: Völsungur 17 14 1 2 62:25 43 Fjölnir 17 11 4 2 51:23 37 Selfoss 17 11 2 4 40:22 35 Víðir 18 8 3 7 30:28 27 Tindastóll 17 8 1 8 33:34 25 ÍR 17 7 2 8 34:34 23 KS 17 6 5 6 29:29 23 KFS 17 5 3 9 36:46 18 Sindri 17 1 4 12 28:43 7 Léttir 18 2 1 15 19:78 7 HANDKNATTLEIKUR Opið Reykjavíkurmót kvenna A-riðill: Haukar – KA/Þór.....................................19:11 Grótta/KR – Haukar ............... ...............19:20 B-riðill: ÍBV – Víkingur.........................................18:10 FH – Víkingur..........................................20:15 FH – ÍBV ..................................................15:18 FRJÁLSÍÞÓTTIR Gullmót IAAF í Brussel: KARLAR 100 m hlaup: Asafa Powell, 10.02 sek. Justin Gatlin, 10.09 sek. Bernard Williams, 10.10 sek. 200 m hlaup: Justin Gatlin, 20.04 sek. Bernard Williams, 20.17sek. Shawn Crawford, 20.18 sek. 400 m hlaup: Cedric van Branteghem, 45.02 sek. David Canal, 45.64 sek. Jimisola Laursen, 45.74 sek. 800 m hlaup: Wilfred Bungei, 1:42.52 mín. Mbulaeni Mulaudzi, 1:42.89 mín. Hezekiel Sepeng, 1:43.12 mín. 110 m grindahlaup: Allen Johnson, 13.16 sek. Xiang Liu, 13.19 sek. Chris Phillips, 13.29 sek. KONUR 100 m hlaup: Kelli White, 10.87 sek. Chryste Gaines, 10.88 sek. Torri Edwards, 10.98 sek. 200 m hlaup: Kim Gevaert, 22.72 sek. Vida Anim, 22.90 sek. Merlene Ottey, 23.08 sek. 800 m hlaup: Maria Mutola de Lourdes, 1:57.78 mín. Natalya Khrushchelyova, 1:58.53 mín. Amina Aït Hammou, 1:58.66 mín. KÖRFUKNATTLEIKUR Úrslitakeppni EM karlalandsliða í Svíþjóð: A–riðill Slóvenía – Ítalía........................................77:67 Frakkland – Bosnía .................................98:76 B–riðill Þýskaland – Ísrael ...................................86:81 Litháen – Lettland...................................92:91 C–riðill Serbía – Rússland....................................80:95 Spánn – Svíþjóð........................................99:52 D–riðill Úkraína – Tyrkland.................................69:77 Grikkland – Króatía.................................77:76 Morgunblaðið/Þorkell Rudi Völler, þjálfari Þýskalands, stendur yfir Michael Ballack á æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.