Morgunblaðið - 12.09.2003, Side 6
FRÉTTIR
6 FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Ásdís
SMÁFÓLK brynjað pollagöllum í öllum regnbogans lit-
um flykktist að tjörninni í Hafnarfirði til að skoða „al-
vöru síli“ eins og eitt þeirra komst að orði. Það hefur
verið fremur haustlegt um að litast undanfarna daga,
þungt yfir og vindasamt á höfuðborgarsvæðinu. Þá er
ekki annað að gera en að kappklæða sig og demba sér
út í votviðrið. „Sjáiði sílið! Alvöru síli!“ hrópaði einhver
við tjörnina og allir komu til að skoða.
„Alvöru síli“ vekur athygli
VIÐAMIKLAR Íslandskynn-
ingar verða í Minneapolis í
Bandaríkjunum og Toronto í
Kanada næstu daga, en á síð-
arnefnda staðnum verður Ís-
lensk-kanadíska verslunarráðið
formlega stofnað í dag og verð-
ur Valgerður Sverrisdóttir, iðn-
aðar- og viðskiptaráðherra, á
meðal viðstaddra.
Flugleiðir í samvinnu við
Flugleiðahótelin, Kynnisferðir,
Iceland Naturally, Ferða-
málaráð og Reykjavíkurborg
standa að 10 daga Íslandskynn-
ingu í Mall of America í
Minneapolis, stærstu versl-
unarmiðstöð Bandaríkjanna,
12. til 21. september. „Hér er
sennilega um að ræða ein-
hverja umfangsmestu Íslands-
kynningu á neytendamarkaði
sem nokkurn tíma hefur verið
ráðist í,“ segir Guðjón Arn-
grímsson, upplýsingafulltrúi
Flugleiða, en um 80 manns
koma að kynningunni.
Meira en 28 milljónir manns
heimsækja Mall of America ár-
lega og er gert ráð fyrir að
a.m.k. 80.000 til 100.000 gestir
verði þar daglega meðan kynn-
ingin stendur yfir. Eftirlíkingar
af fossum, Bláa lóninu, eld-
fjöllum og víkingabúðum verða
á svæðinu og kynningarmyndir
um Ísland verða sýndar á
stórum vegg stanslaust í rúma
11 tíma daglega, en auk þess
verður sett upp söluskrifstofa í
verslunarmiðstöðinni. Íslenskir
skemmtikraftar eins og t.d.
hljómsveitirnar Guitar Islancio,
Jagúar, Leaves og fleiri og fé-
lagar úr Njálusönghópi Sögu-
setursins á Hvolsvelli skemmta
gestum, samkeppni um hver
líkist mest Björk verður í
gangi, íslenskir hestar verða á
svæðinu fyrir börnin og Siggi
Hall kynnir íslenska mat-
reiðslu.
Kvikmyndahátíðin í Toronto
hófst 4. september og lýkur
henni á laugardag en á meðal
mynda eru Nói Albínói og
Stormy Weather.
Iceland Naturally og sendi-
ráð Íslands í Kanada standa
fyrir ýmsum uppákomum í
borginni í mánuðinum. Delta
Chelsea hótelið verður með ís-
lenskan matseðil til 22. sept-
ember og m.a. kynna Siggi Hall
og Ragnar Pedersen íslenska
matargerðarlist. Þá kemur
djasstríó Sigurðar Flosasonar
fram.
Steinunn Þórarinsdóttir
myndhöggvari verður með sýn-
ingu í Goethe-safninu 15.–25.
september, en í dag, föstudag,
verður sérstök dagskrá á Delta
Chelsea-hótelinu í tilefni stofn-
unar Íslensk-kanadíska versl-
unarráðsins. Valgerður Sverr-
isdóttir, iðnaðar- og
viðskiptaráðherra, flytur hátíð-
arræðu og Einar Gústavsson,
framkvæmdastjóri skrifstofu
Ferðamálaráðs í New York,
greinir frá Íslandi sem áfanga-
stað ferðmanna auk þess sem
Páll Magnússon kynnir Fjár-
festingastofuna og fjárfest-
ingar á Íslandi, m.a. í kvik-
myndagerð, og Hugh Porteous
kynnir Alcan á Íslandi.
Viðamiklar
Íslandskynning-
ar í Minneapolis
og Toronto
Mjög mismunandi verðbreytingar á einstökum vörutegundum undanfarin tíu ár
Rúgbrauð hækk-
að um 113%
! "
# $%
&
'(
#
)*+,-.
/
0
11
2 $
1
& #
3
-
*-.
-
- 4
1
5
!
kjötfars úr 388 kr. í 453 kr. eða um
16% og kílóið af pylsum hækkaði úr
753 kr. í 804 eða um 7%.
Vodkað hækkaði um 8%
Hins vegar lækkaði úrbeinaður
svínahamborgarhryggur á tíma-
bilinu um 10% úr 2.098 kr. kílóið í
1898 kr. Tómatar lækkuðu úr 344
kr. í 199 kr. eða um 42%. Kaffi hins
vegar hækkaði um 82% á tímabilinu
úr 415 kr. í 756 kr. og 50 cl kókdósin
úr 64 í 86 kr. eða um 34%. Bjórdósin
hefur hækkað um 36% til 47% eftir
því hvaða tegund miðað er við og
vindlingar hækkuðu 229 kr. pakk-
inn í 444 kr. eða um 94%. Aftur á
móti hækkaði flaskan af bandarísku
vodka einungis um 8% á tímabilinu
úr 2.300 kr. í 2.490 kr.
Þegar hækkunin á rafmagni er
skoðuað kemur í ljós að rafmagn
hefur hækkað um 15% á tímabilinu
og heit vatn um 29%. Bensín aftur á
móti hækkaði um 74% frá 1992 til
2002.
Þá hækkaði bíómiðinn um 60% úr
500 kr. miðinn árið 1992 í 800 kr. í
fyrra. Myndbönd hafa hins vegar
hækkað mun minna á tímabilinu
eða um 11% úr 433 kr. árið 1992 í
479 kr. í fyrra.
VERÐBREYTINGAR einstakra
vörutegunda hafa verið mjög mis-
munandi á undanförnum árum.
Þannig hefur rúgbrauð til að mynda
hækkað um 113% á tíu ára tímabili
frá 1992 til 2002, strásykur um
144%, stórlúða um 106% og skyr um
71%. Á sama tíma hefur smjör hins
vegar lækkað um 15% og rjómi um
7% og ennþá meira að raungildi því
meðalverðlagshækkunin á ofan-
greindu tímabili frá árinu 1992 til
2002 samkvæmt mælingum vísitölu
neysluverðs er um 38%.
Svo dæmi séu tekin kostaði kílóið
af rúgbrauði 233 kr. árið 1992 en
það hafði hækkað í 500 kr. í fyrra
sem jafngildir 113% hækkun. Heil-
hveitibrauð hafði hins vegar hækk-
að úr 251 kr. í 324 kr. á tímabilinu
sem er hækkun upp á 29% og
nokkru undir verðlagshækkuninni á
tímabilinu sem er um 38% eins og
fyrr sagði.
Kílóið af skyri kostaði 140 kr. fyr-
ir tíu árum en það kostaði 240 kr. í
fyrra, sem er 71% hækkun. Ný-
mjólkin hafði hækkað úr 67 kr. í 81
kr. sem er 21% hækkun, kílóið af
26% osti hækkaði úr 806 kr. í 937
kr. eða um 16%, hveiti hækkaði úr
60 kr. kílóið í 87 kr. eða um 45%,
Stjórn Vesturbyggðar leitar stuðnings vegna atvinnumála
Áhyggjur af atvinnu-
ástandi á Bíldudal
BÆJARSTJÓRN Vesturbyggðar
kom saman til fundar á miðvikudag
þar sem m.a. var rætt um atvinnu-
ástandið á Bíldudal. Samþykkt var
ályktun þar sem lýst er yfir miklum
áhyggjum af atvinnuástandinu. Vill
bæjarstjórnin að leitað verði full-
tingis Byggðastofnunar, At-
vinnuþróunarfélags Vestfjarða og
iðnaðarráðherra um greiningu á
stöðunni og tillögur verði lagðar
fram til úrbóta.
Eins og fram hefur komið í
Morgunblaðinu ríkir mikil óvissa í
atvinnumálum á Bíldudal. Rækju-
vinnslan Rækjuver hefur verið lok-
uð frá því í vor og fiskvinnslufyr-
irtækið Þórður Jónsson ehf. er í
greiðslustöðvun. Um 250 manns
höfðu lögheimili í Bíldudal um síð-
ustu áramót og samkvæmt upplýs-
ingum frá Svæðisvinnumiðlun Vest-
fjarða eru 12 manns nú á
atvinnuleysisskrá.
Brynjólfur Gíslason, bæjarstjóri
Vesturbyggðar, sagðist í samtali við
Morgunblaðið vona að skipan
starfshóps yrði klár í næstu viku
þannig að vinnan gæti farið af stað
sem fyrst. Heyra þyrfti í atvinnu-
rekendum á Bíldudal og kanna
horfur hjá þeim.
„Fólki er löngu hætt að standa á
sama um atvinnumálin en ég er
sannfærður um að þetta fer allt á
besta veg,“ sagði Brynjólfur.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Flugvél lenti harkalega
á Reykjavíkurflugvelli
Þrír hjól-
barðar
vélarinnar
sprungu
RANNSÓKNARNEFND flug-
slysa hefur tekið til rannsóknar
flugatvik á Reykjavíkurflugvelli í
gær þegar þrír hjólbarðar á
Metro-flugvél Flugfélags Íslands
sprungu í harkalegri lendingu á
Reykjavíkurflugvelli. Fjögur aðal-
hjól eru á vélinni og sprakk á öll-
um nema einu. Að sögn Jóns Karls
Ólafssonar, forstjóra félagsins,
urðu ekki aðrar skemmdir á flug-
vélinni og flugmennina sakaði
ekki.
„Við teljum að vélin hafi fengið
á sig hnút í ókyrrð í lendingunni,“
sagði Jón Karl við Morgunblaðið.
Atvikið átti sér stað klukkan 6.47 í
gær morgun. Flugvélin var að
ljúka flugi frá Keflavík en þangað
hafði hún flogið fyrr um morg-
uninn með farþega frá Akureyri.
Rannsóknarnefnd flugslysa var
strax tilkynnt um atvikið. Þá var
lögregla kvödd til og aðstoðaði hún
við að mæla bremsuför flugvél-
arinnar á austur-vestur brautinni
þar sem atvikið varð.